Morgunblaðið - 25.01.2002, Síða 54

Morgunblaðið - 25.01.2002, Síða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.isÍ I 564 0000 - .s ara i .is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 15 Magnaður og blóðugur þriller frá Hughes-bræðrum sem fór beint á toppinn í USA Þegar London var heltekin hræðslu þurfti leynilögreglu- mann sem var á undan sinni samtíð til að leysa dularfyllsta morðmál allra tíma.  Kvikmyndir.com  DV Dúndrandi gott snakk með dúndrandi góðri gamanmynd Glæný leysigeislasýning í sal-1 á undan myndinni Gwyneth Paltrow Jack Black Frá höfundum „There´s Something About Mary“ og „Me myself & Irene“ kemur Feitasta gamanmynd allra tíma Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Sýnd í LÚXUS kl. 6 og 10. B.i. 12 ára Ævintýrið lifnar viði i li i „Besta mynd ársins“ SV Mbl „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl Mbll ÓHT Rás 2 DV Kvikmyndir.comi i . Radio Xi Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 5.30 8 og 10.30. B.I. 16 ára.  SV Mbl eva Útsalan Enn meiri verðlækkun um helgina ...Ekki missa af þessari útsölu ...Vandaður fatnaður ...Mikill afsláttur Nicole Farhi Virmani DKNY Gerard Darel Joseph BZR Laugavegi 91, 2. hæð, s. 562 0625 GERARD DAREL ...verið velkomin Opið til kl. 16 laugardag Lord of the Rings: The Fellowship of the Rings/ Hringadróttinssaga Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Peter Jackson. Aðalleikendur: Elijah Wood, Ian McKellen, Christopher Lee, Cate Blanchett. Þessi fyrsti hluti kvikmyndalögunar Ný-Sjá- lendingsins Peters Jackson á Hringadróttins- sögu J.R.R. Tolkiens er hrein völundarsmíð. Aðrar ævintýra- og tæknibrellumyndir fölna í samanburði, um leið og hvergi er slegið af kröfunum við miðlun hins merka bókmennta- verks Tolkiens yfir í kvikmyndaform. Smárabíó, Laugarásbíó, Borgarbíó, Akur- eyri. Moulin Rouge/Rauða myllan Bandarísk. 20001. Leikstjórn og handrit: Baz Luhrman. Aðalleikendur: Nicole Kidman, Ew- an McGregor, Jim Broadbent. Sannkölluð himnasending í skammdeginu. Stórfengleg afþreying sem er allt í senn: Söng- og dansa- mynd, poppópera, gleðileikur, harmleikur, nefndu það. Baz Luhrman er einn athyglis- verðasti kvikmyndagerðarmaður samtímans sem sættir sig ekki við neinar málamiðlanir og uppsker einsog hann sáir; fullt hús stiga. Stjörnubíó Amélie Frönsk 2001.Leikstjóri: Jean-Pierre Jeunet. Aðalleikendur: Audrey Tautou, Mathieu Kass- ovitz, Yolande Moreau, Dominique Pinon. Yndislega hjartahlý og falleg kvikmynd um það að þora að njóta lífsins. Stórkostlegur leikur, frábær kvikmyndataka og sterk leik- stjórn Jeunet geramyndina að góðri og öðru- vísi skemmtun en við flest erum vön. Háskólabíó The Man Who Wasn’t There/ Maðurinn sem reykti of mikið Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Joel Coen. Aðal- leikendur: Billy Bob Thornton, Frances McDormand, James Gandolfini, Tony Shal- oub. Billy Bob fer hamförum sem keðjureykj- andi undirtylla á rakarastofu sem hefnir sín á þeim sem hafa hann undir að öllu jöfnu. Sér ekki fyrir afleiðingarnar. Coenbræður í fágaðri og meinfyndinni, s/h filmnoir sveiflu með af- burða leikhópi. Stjörnubíó Elling Noregur 2001. Leikstjóri: Peter Næss. Aðal- leikendur: Per Christan Ellefsen, Sven Nordin, Pia Jacobsen. Norsk mynd tvo létt geðfatlaða náunga sem fá íbúð saman og þurfa að læra að bjarga sér. Bráðfyndin og skemmtileg mynd með fullri virðingu fyrir aðalpersónun- um. -  Háskólabíó Harry Potter og viskusteinn- inn/Harry Potter and the Sorcerer’s Stone Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Chris Columbus. Aðalleikendur: Daniel Radcliffe, Rupert Grint, Emmu Watson, Robbie Coltrane, John Cleese. Aðlögun hinnar lifandi sögu J.K. Rowling um galdrastrákinn Harry Potter yfir í kvikmynda- handrit tekst hér vel. Útkoman er ekki hnökra- laus en bráðskemmtileg ævintýramynd engu að síður.  Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri, Há- skólabíó. Jalla Jalla Sænsk. 2001. Leikstjórn: Fares Fares. Aðal- leikendur: Fares Fares, Torkel Peterson, Tuva Novotny, Laleh Pourkarim. Bráðfyndin og fal- leg rómantísk gamanmynd, þar sem bak- grunnurinn er innflytjendur í Svíþjóð og sam- runi tveggja menningarheima. Örlítið farsa- og formúlukennd mynd en þrælgóð skemmtun fyrir alla.  Regnboginn K-PAX Bandarísk. 2001. Undarlegur náungi lendir á geðspítala, segist geimvera. Binst vinabönd- um við lækninn sinn sm reynir allt til að fá botn í málin. Slakar aðeins á undir lokin, enathyglisverð, vel skrifuð og forkunnarvel leikin.  Sambíóin, Reykjavík, Akureyri, Háskólabíó. Mávahlátur Tilkomumikil kvikmynd Ágústs Guðmundsson- ar byggð á samnefndri skáldsögu Kristínar Marju Baldursdóttur. Þar skapar leikstjórinn söguheim sem er lifandi og heillandi, og hefur náð sterkum tökum á kvikmyndalegum frá- sagnarmáta. Frammistaða Margrétar Vil- hjálmsdóttur og Uglu Egilsdóttur er frábær.  Háskólabíó, Sanbíóin. Regína Íslensk. 2001. Leikstjóri: María Sigurðardóttir. Aðalleikendur: Sigurbjörg Alma Ingólfsdóttir, Benedikt Clausen, Baltasar Kormáur, Hall- dóra Geirharðsdóttir. Fyrsta íslenska dans- og söngvamyndin. Bráðskemmtileg mynd fyrir alla aldurshópa, vel skrifuð og uppfull af ferskum listrænum víddum.  Háskólabíó, Sambíóin. Shallow Hal/ Grunnhyggni Hallur Bandarísk. 2001. Leikstjórar: Bobby og Peter Farrelly. Aðalhlutverk: Gwyneth Paltrow, Jack Bkack, Jason Alexander. Hlýlegri og róman- tískari en áhorfendur eiga að venjast frá bræðrum í dæmisögu um að oft býr flagð und- ir fögru slinni – og öfugt. Black og Paltrow fara á kostum í bestu mynd Farrellyanna um hríð. Smárabíó, Regnboginn. Bandits /Rænt og ruplað Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Barry Levinson. Aðalleikendur: Bruce Willis, Billy Bob Thorn- ton, Cate Blanchett. Gamansöm spennumynd um farsæla bankaræningja, þar sem ástarmál koma jafnframt sterklega við sögu. Myndin nær á köflum miklum hæðum í gamansemi og fer Thornton þar á kostum.  Smárabíó, Laugarásbíó Enigma/Dulmál Bresk. 2001. Leikstjóri: Michael Apted. Aðal- leikendur: Dougray Scott, Kate Winslet, Jer- emy Northam og Saffron Burrows Mjög vönd- uð mynd um áhugaverða einstaklinga í seinni heimsstyrjöldinni. Leikararnir standa sig frá- bærlega, öll tæknivinna er óaðfinnanleg en sagan ekki alveg að finna sig og aðeins of flókin.  Sambíóin Heist/Ránið Bandarísk. 2001. Leikstjórn: David Mamet. Aðalleikendur: Gene Hackman, Delroy Lindo, Danny De Vito, Rebecca Pidgeon. Mamet fæst enn við hug og hendur glæpamanna með misjöfnum árangri. Góð tilsvör, of snjöll stundum. Sterkur leikur karla en framvindan meingölluð og kjánaleg, menn sjá jafnan næsta leik.  Sambíóin Atlantis: Týnda borgin / Atlantis: The Lost Empire Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John McHarris. Teiknimyndi með enskri og íslenskri talsetn- ingu. Af þessari teiknimynd um týndu borgina Atlantis má sjá að Disney-risinn færist sífellt nær hinni stöðluðu Hollywood-spennumynd í teiknimyndagerð sinni. Myndin er víða bráð- fyndin en heildin er óttaleg samsuða. Sambíóin, Háskólabíó. Ocean’s Eleven/ Ellefumenningar Oceans Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Steven Soder- bergh. Aðalleikendur: George Clooney, Brad Pitt, Matt Damon, Julia Roberts. Soderbergh setur á svið meiriháttar útspekúlerað rán í spilavítum Las Vegas. Myndin er stórum stjörnum prýdd, og meira en laglega gerð en nær aldrei að verða nógu spennandi.  Sambíóin Serendipity / Slembilukka Banadarísk. 2001. Leikstjóri: Peter Chelson. Aðalleikendur: John Cusack, Kate Beckinsale, Molly Shannon. Þessi gamanmynd Cusack um elskendur sem örlögin feykja fram og aft- ur, er skemmtileg og oft haganlega skrifuð - en ekkert umfram það. Cusack og breska leik- konan Beckingsale eru fín í hlutverkum elsk- endanna.  Regnboginn BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Fares Fares og Torkel Petersen í Jalla Jalla sem að mati gagnrýn- anda er „bráðfyndin og falleg róm- antísk gamanmynd, þar sem bak- grunnurinn er innflytjendur í Sví- þjóð og samruni tveggja menn- ingarheima“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.