Morgunblaðið - 25.01.2002, Page 60

Morgunblaðið - 25.01.2002, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HAGSMUNAAÐILAR í sjávarút- vegi, samtök útvegsmanna og sjó- manna, kynntu í gær sameiginlegar tillögur um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þær fela einkum í sér takmörkun á framsali aflamarks til og frá fiskiskipum og eru fyrst og fremst til þess fallnar að fækka í fiskiskipaflota landsmanna, koma í veg fyrir þátttöku sjómanna í kvóta- kaupum og draga úr brottkasti. Til- lögurnar marka tímamót í samskipt- um útvegsmanna og sjómanna. Tillögurnar felast í meginatriðum í því að heimild til framsals afla- marks frá fiskiskipi verði 25% af út- hlutun á hverju fiskveiðiári og að ekki verði unnt að flytja meira afla- mark til skips en jafngildi tvöfaldrar kvótaúthlutunar þess. Ljóst er að nái tillögurnar fram að ganga munu þær hafa veruleg áhrif á vel á annað hundrað skipa, einkum þau sem hafa yfir litlum eða engum aflaheimildum að ráða og byggja út- gerð sína á leigumarkaðnum. Sjó- menn og útvegsmenn segja að markmiðið með tillögunum sé að hefta óæskilega stækkun fiskiskipa- flotans og um leið að koma í veg fyr- ir brottkast á fiski en sýnt þyki að brottkast sé mest á kvótalitlum skipum. Það hafi Fiskistofa m.a. staðfest. Þá hafi útgerðir kvótalítilla skipa hvað eftir annað verið staðnar að því að brjóta ákvæði laga og kjarasamninga um uppgjör til sjó- manna. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegs- ráðherra, hefur þegar fengið tillög- urnar í hendur. Hann segir það mik- il tíðindi að þessir aðilar hafi náð samkomulagi, enda séu þeir fulltrú- ar yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem starfa í atvinnugreininni. Því verði hann að taka tillögurnar alvar- lega, vandlega verði farið yfir þær og kostir þeirra og gallar metnir. Munu vega þungt Tillögurnar ganga í veigamiklum atriðum þvert á álit meirihluta end- urskoðunarnefndarinnar svokölluðu, einkum hvað varðar flutning á afla- marki frá skipum en nefndin lagði til að framsal aflamarks frá skipi yrði miðað við 75% af úthlutuðu afla- marki. Eins leggja sjómenn og út- vegsmenn til að aðeins verði unnt að skrá aflamark og aflahlutdeild á skip en ekki á fiskvinnslustöðvar eins og nefndin lagði til. Árni segist ekki vera bundinn af áliti endurskoðunarnefndarinnar. „Tillögurnar munu vega mjög þungt í þeirri endurskoðunarvinnu sem nú er í gangi í ráðuneytinu, enda taka þær á umdeildustu þáttum fiskveiði- stjórnunarinnar, á eftir gjaldtöku- hugmyndum,“ segir Árni. Sjómenn og LÍÚ leggja fram tillögur um takmörkun á framsali aflamarks Hefðu áhrif á útgerð yfir 100 fiskiskipa  Verulega/30 FRAMLEIÐSLUGETA álversins í Straumsvík verður aukin í 460 þús- und tonn á ári í tveimur áföngum, samkvæmt nýjum hugmyndum Ís- lenska álfélagsins (ISAL). Í fyrri áformum félagsins var gert ráð fyrir að framleiðslan yrði 400 þúsund tonn á ári. Í þessu felst aukin hag- kvæmni, m.a. með betri nýtingu á byggingum. Engar ákvarðanir hafa hinsvegar verið teknar varðandi stækkunina en ISAL mun skila matsskýrslu til Skipulagsstofnunar í apríl nk. ISAL hefur leitað eftir því við Þjóðhagsstofnun að hún meti þjóð- hagsleg áhrif þessarar stækkunar. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, bendir á að hug- myndir um stækkun álvers ISAL séu sambærilegar við fyrsta áfanga Reyðarálsverkefnisins. Hann segir þó ýmsar stærðir breytilegar en stærðirnar er varða framlag til landsframleiðslu séu þó ekki ólíkar í þessum verkefnum. Í skýrslu Þjóð- hagsstofnunar vegna Reyðaráls- verkefnisins kemur fram að á tíma- bilinu 2002–2009 gæti þjóðarfram- leiðsla orðið að jafnaði 2% hærri og landsframleiðsla 2,5% hærri en án verkefnisins. Hugmyndir um frekari stækkun í Straumsvík Framleiðslan aukin í 460 þúsund tonn  Hagkvæmara/20 YFIRBORÐ Kleifarvatns stóð nánast í stað fram eftir vetri, en vegna mikillar úrkomu á svæðinu í janúar hefur bæst heldur meira í vatnið en nemur rennslinu úr því, að sögn Kristjönu Eyþórs- dóttur, jarðfræðings hjá Vatna- mælingum Orkustofnunar. Nú er vatnsborðið hinsvegar tekið að lækka lítið eitt á ný samfara minni úrkomu. Hverir sem fyrir nokkrum dögum voru undir yf- irborði vatnsins eru komnir á þurrt. Landslagið minnir kannski helst á það sem finna má á tungl- inu. Kristjana segir að vel sé fylgst með stöðu yfirborðs Kleifarvatns hjá Vatnamælingum. Hún segir ánægjulegt að almenningur sýni breytingum við vatnið mikinn áhuga og fjöldi ferðamanna hefur aukist síðan vatnsborðið tók að lækka í kjölfar jarðhræringa á Suðurlandi. Hefur vatnsborðið ekki verið lægra í rúm 100 ár. Morgunblaðið/RAX Hver á þurru við Kleifarvatn INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri mun skipa áttunda sæti Reykjavíkurlistans við komandi borgarstjórnarkosningar. Vinstri- hreyfingin – grænt framboð fær fyrsta sætið, Framsóknarflokkurinn annað sæti og Samfylkingin það þriðja. Skipa flokkarnir síðan þrjá fulltrúa hver til viðbótar en uppstill- ingarnefnd velur tvo frambjóðendur. Þetta er samkvæmt tillögu við- ræðunefnda flokkanna þriggja sem kynnt var í gær. Kosningabandalag flokkanna byggist annars vegar á samstarfsyfirlýsingu og hins vegar á málefnasamkomulagi sem hvort tveggja verður lagt fyrir fundi flokk- anna til afgreiðslu laugardaginn 2. febrúar næstkomandi. VG fær efsta sæti R-listans  Jafnræðisregla/31 FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hefur að undanförnu bætt við sig um 60 flug- mönnum og flugvélstjórum vegna pílagrímaflugsins sem nú stendur yfir. Alls starfa því nú um 180 flug- menn og flugvélstjórar á B747- þotum félagsins. Þegar fluginu lýk- ur í apríl–maí verður hins vegar að fækka áhöfnum á B747-breiðþot- unum en í staðinn þarf að fjölga flugmönnum á B767-þotum félags- ins. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, sem nú er staddur í Jeddah, segir að pílagrímaflugið hafi gengið vel. Tólf B747-þotur sinna fluginu og er einkum flogið milli Jeddah og Medina og Indónesíu, Malasíu og Singapúr. Þegar kemur fram á sumar verð- ur B747-þotum fækkað um fimm til sex og verður Atlanta þá með níu til tíu slíkar í rekstri. Hins vegar verð- ur bætt við tveimur til þremur B767- þotum og verður félagið þá með fimm til sex þotur af þeirri gerð í rekstri. Þeir B747-flugmenn Atlanta sem þegar hafa réttindi á B767- þotur flytjast yfir á þær og segir Hafþór að reynt verði að komast hjá því að mestu að leggja út í kostnað við tegundaþjálfun flugmanna. Atlanta réð 60 flug- menn og flugvélstjóra vegna pílagrímaflugs LÍKAMLEGT ofbeldi gegn börnum er vangreint vandamál hér á landi að því er fram kemur í samtali við Gest Pálsson og Jón R. Kristinsson barna- lækna á Barnaspítala Hringsins. Samkvæmt upplýsingum frá Barna- verndarstofu bárust barnaverndar- nefndum 2.728 tilkynningar vegna barna í vanda árið 2000. Þörf var tal- in á afskiptum í 84% tilvika. Eftir könnun á högum barnanna var talið að 31 barn hefði verið beitt líkamlegu ofbeldi. Hlutfallslega fáar tilkynn- ingar berast frá heilsugæslustöðvum eða sjúkrahúsum. Alls bárust 109 til- kynningar frá heilsugæslustöðvum eða sjúkrahúsum árið 2000. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að ofbeldi gagnvart börnum er hluti af íslenskum veruleika,“ seg- ir Gestur. Vakin er athygli á því að tilkynningaskylda samkvæmt barna- verndarlögum er hafin yfir þagnar- skyldu heilbrigðisstarfsfólks. Líkamlegt ofbeldi gegn börnum Vangreint vandamál  Barnið njóti vafans/B4–5 ♦ ♦ ♦ Kl ippstopp 2 8 .FEB R Ú AR 20 0 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.