Morgunblaðið - 05.02.2002, Page 8

Morgunblaðið - 05.02.2002, Page 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Einræktun manna réttlætanleg? Mistök eru mjög líkleg ER réttlætanlegt aðeinrækta menn,með öðrum orðum, klóna menn? Þetta er hafa vísindin nú gert mögulegt og alls kyns spurningar og vangaveltur hafa fylgt í kjölfarið, ekki síst hinar siðfræðilegu hliðar máls- ins. Þetta verður viðfangs- efni tekur Bryndís Vals- dóttir heimspekingur fyrir í fyrirlestri sem hún flytur í Borgarleikhúsinu fimmtudaginn nk. klukkan 20.00. Fyrirlesturinn byggist á lokaritgerð Bryndísar til M.A. gráðu við Háskóla Íslands. Segðu hvað fyrirlestur- inn fjalla um. „Þau fjalla um það hvað einræktun er, til hvers megi nota hana og það sem mestu máli skiptir, hvort réttlætanlegt sé að nota aðferðina á menn.“ Hvað hefur slegið þig mest við ritgerðarsmíðina og undirbúning fyrirlestursins? „Það var svo sem ekkert eitt til- tekið atriði. Hins vegar breyttist viðhorf mitt til einræktunar á mönnum smátt og smátt. T.d. hafði ég, eins og flestir, þær hug- myndir í upphafi að einræktun væri nokkurs konar „afritun“. Þetta er hins vegar ekki alveg rétt, þótt ekki sé beinlínis hægt að kalla hana nýsköpun.“ Þú kemur inn á tvenns konar forsendur fyrir klónun manna? „Já, ég tel einræktun í læknis- fræðilegum tilgangi réttlætan- legri en í æxlunartilgangi. Fyrr- nefnda hugmyndin er sú, í grófum dráttum, að fósturvísir verði myndaður úr líkamsfrumukjarna manneskju, sem glímir við alvar- legan sjúkdóm. Fósturvísinum er ekki ætlað að lifa nema í nokkra sólarhringa, oft er talað um 14 daga hámark. Tilgangurinn er að nýta úr honum stofnfrumur sem eru alhæfar, þ.e. hafa ekki sér- hæft sig, og gætu hugsanlega tek- ið að sér endurnýjunarhlutverk í hinum sýkta eða skemmda vef sjúklings. Vegna þess að fóstur- vísirinn var einræktaður úr sjúk- lingi sjálfum, hefur hann sama erfðaupplag og vefjagerð og þann- ig má komast hjá því að líkaminn hafni hinum nýju frumum eins og gæti gerst væri fósturvísirinn kynæxlaður. Siðferðilega spurn- ingin snýst um það hvort réttlæt- anlegt sé að mynda líf og eyða því síðan. Við komumst þá varla hjá því að meta gildi ávinningsins, áframhaldandi líf einstaklings sem kannski er dauðvona, gagn- vart gildi fórnarinnar, fósturvísi.“ Hvað heldur þú að gerist í þess- um málum á allra næstu árum? „Ég tel að einræktun bæði fóst- urvísa og fólks verði framkvæmd, en hin ýmsu ríki þurfa síðan að taka afstöðu til þess hvað leyfilegt verður að gera. Það kæmi mér ekki á óvart að á næstu árum verði einræktun fósturvísa almennt leyfð með ströngum skilyrðum, en ég tel að mikið vatn þurfi að renna til sjávar áður en þjóðir heims komi til með að heimila ein- ræktun fólks.“ Hver eru helstu rökin með því að klóna menn til að eignast börn? „Að gera fólki sem á erfitt með, eða getur ekki, átt börn með nátt- úrulegum hætti, kleift að eignast börn líffræðilega tengd sér. Þar sem ekkert sæði þarf til einrækt- unar heldur líkamsfrumu og egg- frumu, opnast ýmsir möguleikar fyrir pör með arfgenga sjúkdóma eða ófrjósemisvandamál, lesbíur, einhleypar konur eða jafnvel fólk sem af einhverjum ástæðum myndi kjósa einræktun fram yfir kynæxlun.“ En hver eru helstu rökin á móti því að klóna menn? „Mig skorti nú eiginlega rými á síðunni ykkar til að útlista þau. Þau rök sem eru hvað algengust gegn læknisfræðilegri einræktun eru þau, að hvað sem líður öllum samanburði á verðmæti mannlegs lífs á hinum ýmsu stigum þá sé það ekki í okkar verkahring að ráðskast með lífið með þessum hætti. Við eigum ekki að vera að „grípa inn í gang náttúrunnar“ eða vera að „leika Guð.“ Þessi rök eru þó vafasöm. Þau gera ráð fyrir að það svið sem við lifum á sé á einhvern hátt annað en svið Guðs eða gangur náttúrunnar. Það mætti þá segja um svo ótalmargt sem mennirnir gera að þeir séu að taka fram fyrir hendurnar á nátt- úrunni eða Guði, t.d. þegar við tökum sýklalyf við alvarlegum sýkingum. Ég tel hins vegar að þegar við erum að gera hluti sem við erum sannfærð um að séu mannlífinu til góðs, þá séum við einmitt að breyta í samræmi við vilja Guðs. Að hans vilji hlutgerist þannig í okkur. Rökin fyrir einræktun í æxlun- artilgangi eru ótalmörg en eiga það flest sameiginlegt að vera nokkurs konar getgátur eða fram- tíðarsýn, eins og t.d. hvernig sál- arlíf hins einræktaða kæmi til með að vera og hvort einræktun kæmi til með að valda meiri einsleitni meðal mannkyns. Það veltur á hversu mikið aðferðin yrði notuð. Kröftug- ustu mótrökin tel ég þó vera þau að mistök í formi vanskapnaðar eða fórn mannslífa eru mjög líkleg, vegna þess hve við- fangsefnið er flókið, og afdrifarík vegna þess hve mikið er í húfi. Ár- angurshlutfall úr dýratilraunum er aðeins 1–3% og fórnarkostnað- ur í formi mannslífa er ekki sið- ferðilega verjandi. Gildi barneigna, sem sannar- lega eru verðmæti fyrir flesta, tel ég ekki vega þyngra en mótrök- in.“ Bryndís Valsdóttir  Bryndís Valsdóttir er fædd í Reykjavík 23. janúar 1964. Stúd- ent frá MH 1984, BA í heimspeki frá HÍ 1990 og MA frá HÍ 2001. Starfaði á íþróttadeild RÚV 1991–98, við Fréttablaðið sl. sumar og hefur auk þess stundað kennslu, aðallega í siðfræði, frá síðasta hausti við Fjölbraut Ár- múla, Tækniskólann og HÍ. Bryndís á eina dóttur, Snædísi Logadóttur. ...að hans vilji hlutgerist þannig í okkur Bíðið þér bara, frú borgarstjóri, þangað til mér tekst að komast í sundskýluna. FÉLAGDÓMUR hefur vísað frá máli sem nokkrir flugmenn hjá Flugleið- um höfðuðu til að fá skorið úr um ágreining um forgang að stöðum hjá Flugfélagi Íslands. Félagsdómur taldi kröfur flugmannanna óljósar og ekki nægilega afmarkaðar. Flug- mennirnir geta vísað ákvörðun Fé- lagsdóms til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvort það verður gert. Þegar Flugfélag Íslands var stofn- að um innanlandsflug Flugleiða ósk- uðu stjórnendur félagsins eftir því við Félag íslenskra atvinnuflugmanna að rofin yrðu tengsl, sem verið höfðu um forgang flugmanna í innanlandsflugi að störfum hjá Flugleiðum, en til margra ára hafa stjórnendur Flug- leiða verið bundnir af svokölluðum starfsaldurslistum við ráðningar í stöður flugmanna. Flugmenn í innan- landsflugi áttu samningsbundinn rétt á stöðum hjá Flugleiðum þegar þær losnuðu. Ekki náðust endanlegir samningar um þetta við gerð kjara- samninga 1997, en í árslok 1999 náðist samkomulag um að tveir aðskildir starfsaldurslistar myndu gilda, annar fyrir flugmenn Flugleiða og hinn fyrir flugmenn Flugfélags Íslands. Í stuttu máli gerði samkomulagið ráð fyrir að nýjar stöður flugmanna og flugstjóra hjá Flugfélagi Íslands skyldu verða mannaðar af flugmönn- um Flugfélagsins, en að þeir flug- menn Flugleiða, sem lánaðir hefðu verið til Flugfélagsins skyldu flytjast til Flugleiða eftir því sem þær stöður losnuðu. Eftir að Flugleiðir neyddust til að segja upp flugmönnum sl. haust gerðu flugmenn hjá Flugleiðum, sem misst höfðu vinnuna, kröfu um að fá stöður hjá Flugfélagi Íslands á grundvelli starfsaldurs. Þeir kröfðust þess að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka með vísan til samkomulagsins sem gert var í desember 1999. Flug- leiðir höfnuðu þessari beiðni og vís- uðu til þessa sama samkomulags. Málið kom til umræðu innan Fé- lags íslenskra atvinnuflugmanna, en skiptar skoðanir voru um það innan félagsins. Niðurstaðan varð sú að Flugleiðaflugmennirnir kærðu málið til Félagsdóms. Í fréttablaði FÍA kemur fram að samkomulag hafi tek- ist á félagsfundi um að leiða málið til lykta hjá Félagsdómi og því hafi það komið flugmönnum Flugleiða á óvart að lögfræðingur flugmanna Flug- félags Íslands skyldi leggja fram frá- vísunarkröfu eftir að málið var komið til dómsins. Félagsdómur samþykkti frávísun- arkröfuna og því hefur ekki enn verið skorið úr um efnislegan ágreining í málinu. Flugmenn Flugleiða hafa þrjár vikur til að taka ákvörðun um hvort frávísuninni verður áfrýjað til Hæstaréttar. Frá því að þessi mála- rekstur hófst hafa nokkrir af Flug- leiðamönnunum fengið endurráðn- ingu. Ekki er talið útilokað að það hafi einhver áhrif á hugsanlega áfrýjun. Félagsdómur vísar frá kæru flugmanna hjá Flugleiðum Ekki skorið úr deilu um starfsaldurslista HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Ísa- fjarðarbæ skaðabótaskyldan gagn- vart konu, vegna heilsutjóns sem hún varð fyrir 4. desember 1993 við bruna á Fjarðarstræti 21 á Ísafirði, sem Slökkvilið Ísafjarðar efndi til í æfingaskyni. Á æfingunni fór eldur- inn úr böndunum með þeim afleið- ingum að eldur læsti sig í íbúðarhús hennar, sem var í 4 metra fjarlægð frá því húsi sem kveikt var í á æfing- unni. Konan þjáðist í kjölfarið af þunglyndi og kvíðaröskun. Hæstiréttur taldi að slökkviliðið hefði sýnt af sér gáleysi við undir- búning og framkvæmd æfingarinn- ar, m.a. með því að kveikja eld í íbúð- arhverfi án sérstakra verklegra ráðstafana, auk þess sem misbrestur hafði orðið á því að tilkynna konunni um æfinguna. Af læknisfræðilegum gögnum og framburði í málinu þótti ráðið með öruggri vissu að konan hefði orðið fyrir áfallastreituröskun við eldsvoðann og hlotið varanlegt heilsutjón af. Var því sannað að or- sakatengsl væru milli atburðarins og heilsutjóns konunnar. Þá þótti umrætt heilsutjón einnig sennileg afleiðing eldsvoðans, þar sem konan hefði haft réttmæta ástæðu til að telja sjálfa sig, heimili sitt og eigur í bráðri hættu er hún vaknaði við eldsvoðann. Hæstiréttur taldi engu máli skipta í því sambandi þótt svo kynni að verða metið eftir á að henni hefði ekki í raun verið búin raunveruleg hætta. Dóminn kváðu upp dómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Garðar Gísla- son, Gunnlaugur Claessen, Haraldur Henrysson og Pétur Kr. Hafstein. Lögmaður konunnar var Björn Jóhannesson hrl. og lögmaður Ísa- fjarðarbæjar Hákon Árnason hrl. Kona varð fyrir heilsutjóni vegna brunaæfingar Ísafjarðarbær skaðabóta- skyldur gagnvart íbúa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.