Morgunblaðið - 05.02.2002, Side 11

Morgunblaðið - 05.02.2002, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 11 Heimsferðir opna þér leiðina til Ítalíu í sumar á hreint ótrúlegum kjörum og opna þér dyrnar að þessu stór- kostlega landi á verði sem hefur aldrei sést fyrr á Ís- landi. Vikulegt flug alla fimmtudaga til Verona, einnar fegurstu borgar Ítalíu, þar sem þú getur notið ótrúlegrar fegurðar hennar og sögu, dvalið við Gardavatn í magnaðri náttúrufegurð eða notið hinn- ar fögru strandar á Rimini við glæsilegan aðbúnað. Verona er í hjarta Ítalíu, frábærlega staðsett og héðan er örstutt til allra átta og þú velur úr glæsilegustu verslunum heimsins og listasöfnum og nýtur lífsins í þessu menningarhjarta Evrópu. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 22.300 Gildir fyrir fyrstu 300 sætin sem bókuð eru til Verona í sumar. M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Skattar, kr. 2.950 fyrir fullorðinn, kr. 2.260 fyrir barn, ekki innifaldir. Verð kr. 24.800 Flugsæti fyrir fullorðinn, fargjald A. Takmarkað magn í hverju flugi í boði. Skattar kr. 2.950, ekki innifaldir. Beint flug. 300 sæti til Ítalíu í sumar frá 22.300* Toscana, Feneyjar, Róm, Flórens eða Pisa Frábært verð á flug og bíl og þú getur valið um ótrúlegan fjölda spennandi áfangastaða í aðeins nokkurra klukku- stunda akstursfjarlægð:  Flórens  Assisi  Verona  Feneyjar  Róm  Pisa  Lago di Garda  Lago di Como  Nice  Munchen  Zurich  Salzburg  Vín Beint flug alla fimmtudaga Brottför frá Keflavík kl. 17.30 Flug heim á þriðjudagsmorgnum Kynnstu fegurstu borg Ítalíu Kynntu þér Ítalíubækling Heimsferða HUGMYNDIR Samfylkingarinnar um stofnun þjóðgarðs norðan Vatna- jökuls ef af Kárahnjúkavirkjun verð- ur fá misjöfn viðbrögð annarra stjórnmálaflokka á Alþingi. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir aðspurð ekkert að því að skoða þá möguleika sem Samfylkingin sé að velta fyrir sér þ.e. skoða það hvernig þjóðgarð- ur geti fallið að hugmyndum um virkjun, en virkjun sé stóra málið í hennar huga. „Ég er ekki andvíg þessari hug- mynd fyrirfram. Þetta eru allt möguleikar sem þarf að fara yfir – hvort sem um er að ræða virkjun innan þjóðgarðs eða utan – og síðan þarf að taka pólitískar ákvarðanir í framhaldi af því,“ segir Valgerður. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi, segir ekkert nýtt vera í þessum hug- myndum Samfylkingarinnar. Það hafi alltaf legið fyrir að hægt væri að stofna þjóðgarð á þessu svæði, sé áhuginn til staðar, og óháð því hvort ráðist verði í virkjanir eða ekki. Hér sé um aðskilin mál að ræða. Hún tel- ur að þetta sé aðferð Samfylking- arinnar til að snúa sér út úr „und- arlegri“ umræðu flokksins um virkjanamál. „Meginmálið varðandi þessa um- ræðu er hvernig við ætlum að reka þá þjóðgarða sem við erum nú þegar búin að stofna. Við höfum ekki getað rekið þjóðgarðana af miklum glæsi- leik og fjárhagsgrundvöllurinn hefur verið tæpur. Ef af stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls verður þarf að liggja fyrir hvernig hann verður rek- inn, hver verður tilgangurinn og hvar mörkin eiga að vera. Að mörgu þarf að hyggja þar,“ segir Arnbjörg. Lakara að plokka rúsínurnar úr kökunni Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segist ekki hafa kynnt sér hugmyndir Samfylkingarinnar til hlítar en sér hugnist betur að stofna þjóðgarð að ósnortnu svæði. Þó geti verið skárra að bjarga því sem bjargað verður. Hann hefur alla fyr- irvara á hugmyndinni. „Það er alltaf lakara að bera kök- una á borð þegar búið er að plokka úr henni rúsínurnar. Við erum að tala um talsvert annan hlut en þann að ná þessu stóra ósnortna svæði sem Vatnajökuls- og hálendisþjóð- garð á heimsmælikvarða. Enn er hægt að stofna hann í dag en hann verður öðruvísi ef umtalsverð mann- virki verða komin norðan jökulsins. Umhverfisáhrifin af þessari virkjun eru óviðunandi og að okkur snýr núna að taka afstöðu til þess en ekki gefast upp fyrirfram og fara að sýsla með eitthvað sem þá er eftir. Mér finnst þetta vera „haltumér- slepptumér-nálgun“ sem ég reyni að láta ekki trufla mig,“ segir Steingrímur. Hann telur æski- legra að fá niðurstöðu í þá glímu sem núna stendur yfir. Þetta létti ekki þeim öflum róður- inn sem séu að reyna að andæfa „ofurefli rík- isvalds og fjármagns- aðila“ sem ætli að keyra þessar fram- kvæmdir í gegn. „Ég hefði frekar vilj- að sjá þau öfl, sem gætu átt samleið, sam- einast í varðstöðunni um hálendið í stað þess að kraftarnir dreifðust út á óljósar hugmyndir um að lágmarka skað- ann,“ segir Steingrím- ur. Fylgjandi skynsamlegri náttúruvernd Sverrir Her- mannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist aðeins hafa séð hugmyndir Samfylk- ingarinnar á skotspón- um. Hann segir sinn flokk vera fylgj- andi skynsamlegri náttúruvernd. Ef hugmyndirnar teljist til þess þá sé flokkurinn fylgjandi þeim. „Flokkurinn hefur tekið náttúru- vernd á sína stefnuskrá, líkt og aðr- ir. Auðvitað þarf að girða fyrir að menn gangi of mikið á landið en það má ekki fara út í öfgar,“ segir Sverr- ir. Hann segist ekki hafa andmælt Kárahnjúkavirkjuninni sem slíkri en allar forsendur vanti til að hann geti greitt henni atkvæði á Alþingi. „Alfa og ómega virkjunarinnar er hvort hún verður arðbær. Ekkert hefur verið lagt fram sem segir okk- ur það. Hafi Landsvirkjun upplýs- ingar þá liggur hún á þeim,“ segir Sverrir. Steingrímur J. Sigfússon Sverrir Hermannsson Valgerður Sverrisdóttir Misjöfn viðbrögð ann- arra stjórnmálaflokka Hugmyndir Samfylkingarinnar um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls Arnbjörg Sveinsdóttir Iðnaðarráðherra ekki andvígur hugmyndunum fyrirfram SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað sveitarfélaginu Ölfusi að greiða nið- ur sólbekkjarþjónustu með því að bjóða viðskiptavinum ókeypis að- gang að sundlaug. Er vísað til b liðar 17. gr. samkeppnislaga sem heimilar ráðinu að grípa til aðgerða gegn at- höfnum opinberra aðila sem kunna að hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Forsagan er sú að einkaaðilar kvörtuðu yfir rekstri sveitarfé- lagsins á sólbekk. Segja þeir sveitar- félagið laða til sín viðskiptavini með því að bjóða þeim sem nýta sér sól- bekkinn frítt í sundlaugina á sama stað. Verð í sólbekkinn er 500 kr. en í sund kostar 200 kr. Telja þeir sem kvarta að með því að bjóða gestum ljósalampans frítt í sund sé ljóst að fjárhagslegur aðskilnaður sé ekki fyrir hendi. Einnig að aðstaða sveit- arfélagsins, sem ekki sé í samkeppni, sé notuð til að styrkja samkeppnis- stöðu þess rekstrar sem sé í sam- keppni. Af hálfu sveitarfélagsins er því haldið fram að rekstur sólbekkjar sé eðlilegur hluti af rekstri sundlaugar og telur sveitarfélagið einnig að reksturinn sé aðskilinn frá öðrum rekstri Íþróttamiðstöðvarinnar. Samkeppnisráð er þeirrar skoðun- ar að sú „háttsemi sveitarfélagsins að bjóða þeim sem kaupa sér tíma í sólbekk Íþróttamiðstöðvar Þorláks- hafnar ókeypis í sundlaug sveitarfé- lagsins feli í sér niðurgreiðslu í skiln- ingi 14. gr. samkeppnislaga,“ segir í niðurstöðu samkeppnisráðs og bann- ar sveitarfélaginu slíka niður- greiðslu. Í þeirri lagagrein segir að ráðið geti mælt fyrir um fjárhags- legan aðskilnað hjá opinberum að- ilum annars vegar milli rekstrar í frjálsri samkeppni og hins vegar rekstrar sem nýtur opinbers einka- leyfis eða verndar. Þá er sveitarfé- laginu gert að hátta verðlagningu í sólbekk sinn þannig að verðið standi undir þeim kostnaði sem af þjónust- unni hlýst þar með er töldum hús- næðis-, orku- og vinnukostnaði. Óheimilt að greiða niður að- gang í sólbekk Styttist í fyrsta úrskurð óbyggða- nefndar ÓBYGGÐANEFND kveður upp úr- skurð um þjóðlendur í norðanverðri Árnessýlu 21. mars næstkomandi. Svæðið markast af Þjórsá í austri, í vestri af mörkum Árnessýslu og Borgarfjarðarsýslu og vestur- og suðurmörkum Þingvallalands. Í norðri af suðurmörkum Hofsjökuls og Langjökuls og á milli jöklanna mörkum milli afréttar Biskups- tungnahrepps í Árnessýslu og Auð- kúluheiðar í Húnavatnssýslu. Hreppar sem þarna eiga hlut að máli eru Þingvallahreppur, Gríms- nes- og Grafningshreppur, Laugar- dalshreppur, Biskupstungnahrepp- ur og Gnúpverjahreppur. Afréttir eru afréttir ofangreindra hreppa auk afréttar Flóa- og Skeiðamanna. Úrskurður óbyggðanefndar er endanleg afgreiðsla innan stjórn- sýslunnar og verður því ekki kærður til ráðherra sem æðra stjórnvalds. Sá sem vill ekki una úrskurði óbyggðanefndar getur hins vegar höfðað einkamál.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.