Morgunblaðið - 05.02.2002, Side 12

Morgunblaðið - 05.02.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hótel úti á landi Til sölu á Snæfellsnesi fallegt hótel með gistingu fyrir 40 manns. Stórt og fullkomið eldhús. Notalegur veislusalur og góð heilsurækt- araðstaða. Mikið sótt af útlendum sem innlendum gestum. Fastir matargestir á veturna. Á austfjörðum höfum við hótel sem er 350 fm, mikið uppgert og í gamaldagsstíl. 7 tveggja manna herbergi, bar og matsalur sem tekur um 60 manns. Setustofa með kamínu. Verð kr. 15 millj. Áhv. kr. 6,2 millj. Er í leigu í dag en getur losnað strax. Ýmis skipti möguleg. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.         ALDREI í sögu mæðrastyrksnefnd- ar sóttu jafnmargar fjölskyldur í Reykjavík um aðstoð eins og í desem- bermánði síðastliðnum, samkvæmt því sem fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá nefndinni. „Það gefur til kynna hversu slæmt ástandið er hjá þeim sem minna hafa handa á milli. Alls afgreiddi nefndin umsóknir frá 1.335 fjölskyldum um aðstoð í desem- ber sem er mjög mikil aukning frá því í desember árinu áður. Það varð ljóst strax í september að aðsókn til nefnd- arinnar yrði mikil til áramóta því frá byrjun septembermánaðar til 1 des- ember var biðröð út á götu alla af- greiðsludaga hjá nefndinni. Umsóknir frá vinnandi konum í láglaunastétt í desember voru um 190, einstæðar mæður, sem eru m.a. öryrkjar, voru um 760. Umsóknum frá atvinnulausum konum fjölgaði töluvert í desember og voru þær um 220 talsins. Auk þess voru eldri borg- arar, námsmenn og fl. meðal umsækj- anda um 108 talsins. Að þessu sinni afgreiddi nefndin aðeins 57 karlmenn í desember, öðrum var vísað frá. Þá var þó nokkuð um það að nefndin vís- aði frá konum sem óskuðu aðstoðar hjá nefndinni. Fjölskyldumeðlimir á bak við allar þessar umsóknir voru hátt í 3.000 talsins i.e. makar þegar það átti við og börn. Samtals nutu á fimmta þúsund einstaklingar aðstoð- ar hjá nefndinni í desember 2001. All- ir sem afgreiddir voru féllu undir þær aðstæður sem nefndin vinnur eftir. Aðstoð frá nefndinni hefur aldrei verið jafnumfangsmikil og fyrir síð- ustu jól og margþætt. Skjólstæðingar nefndarinnar hafa aldrei notið eins mikils velvilja fyrirtækja og einstak- linga í landinu og að þessu sinni og í krafti þess getur nefndin starfað,“ segir ennfremur í fréttatilkynningu frá nefndinni. Metfjöldi beiðna barst til Mæðrastyrksnefndar Aðstoðaði yfir 1.300 fjölskyldur í desember NAUÐSYNLEGT er að gera ítarlegt stöðumat á ferðaþjónustu bænda áð- ur en hafist verður handa við frekari aðgerðir við uppbyggingu búgrein- arinnar. Koma þarf á fót embætti rannsókna- og gæðastjóra og mið- lægu bókunarkerfi á Netinu. Þetta kemur fram í skýrslu nefndar er landbúnaðarráðherra skipaði til að kanna hvernig styrkja mætti ferð- þjónustu bænda, efla tengsl hennar við samtök og stofnanir landbúnaðar- ins og auðvelda aðgang hennar að op- inberum sjóðum. Niðurstöður skýrsl- unnar, sem ber heitið „Ferðaþjónusta bænda, sóknarfæri til sveita“, voru kynntar á blaðamannafundi í gær sem Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra boðaði til. Í máli hans kom m.a. fram að mikilvægt væri að huga að því að skipa hér á landi um- boðsmann íslenska hestsins sem væri ein öflugasta landkynning sem völ væri á og mikið aðdráttarafl í ferða- þjónustu. Sagði hann fjölþætt menn- ingarhlutverk landbúnaðarins vera þýðingarmikið þegar litið væri til framtíðar. Ferðaþjónusta bænda væri ný búgrein sem hefði eflst mikið undanfarin ár og miklir möguleikar væru að frekari uppbyggingu innan greinarinnar. Formaður nefndarinnar var Níels Árni Lund, deildarstjóri í landbún- aðarráðuneytinu, en auk hans áttu sæti í nefndinni Guðrún Þóra Gunn- arsdóttir kennari við Hólaskóla, Hrafnkell Karlsson bóndi og Sævar Skaptason framkvæmdastjóri. Landbúnaðarráðuneytið hafi forystu um stefnumótun Tillögur nefndarinnar eru fjór- þættar. Fyrst telur nefndin að stöðu- mat sé nauðsynlegt og leggur til að landbúnaðarráðuneyti hafi forystu um stefnumótun fyrir ferðaþjónustu bænda. Í skýrslunni kemur fram að markmið með aðkomu landbún- aðarráðuneytisins að ferðaþjónustu í dreiflbýli er efling ferðaþjónustu bænda sem vaxandi búgreinar sem rennt geti styrkari stöðum undir bú- setu í dreifðum byggðum landsins. Slík stefnumótun verður að mati nefndarinnar að taka mið af því hvers konar ferðaþjónusta kemur sér best fyrir dreifbýlið og atvinnulíf ein- stakra svæða. Í öðru lagi fela tillögur nefnd- arinnar í sér nauðsyn fræðslu og stuðnings við búgreinina. Nefndin leggur til að komið verði á fót emb- ætti rannsókna- og gæðastjóra ferða- þjónustu bænda. Hlutverk hans yrði m.a. að standa fyrir þróunarverk- efnum er snerta ferðaþjónustu bænda og ferðamál í dreifbýli al- mennt. Þá leggur nefndin til að skip- að verði fagráð ferðaþjónustu bænda. Mikilvægt fyrir svæði að skapa sér sérstöðu Í þriðja lagi telur nefndin að efla þurfi rekstrarumhverfi ferðaþjónustu bænda. Leggur hún til að Lánasjóður landbúnaðarins komi í auknum mæli að lánveitingum til uppbyggingar ferðaþjónustunnar. Lagt er til að stofnaður verði nýr lánaflokkur þar að lútandi. Þá telur nefndin að auka og efla þurfi þróunarverkefni tengd ferða- þjónustu bænda. Er lagt til að gerður verði miðlægur bókunargrunnur fyr- ir ferðaþjónustubændur á Netinu. Lagt er til að landbúnaðarráðuneytið hafi frumkvæði að því að auka fjöl- breytileika í vöruframboði og þjón- ustu hjá ferðaþjónustubændum sem byggist á fjölþættri úrvinnslu ís- lenskrar landbúnaðarsögu, eðli henn- ar og sérkennum. Einnig leggur nefndin til að hefðir og verk í land- búnaði verði notuð til að draga ferða- menn að, s.s. smölun, tamningar og mjaltir. Náin tengsl við náttúru landsins og landbúnað væru mik- ilvægir þættir sem leggja bæri enn frekari áherslu á. Mikilvægt væri fyr- ir svæði að skapa sér sérstöðu sem ferðamenn telja eftirsóknarverða. Leiðin til þess fælist ekki síst í samstarfi og vöruþróun á meðal rekstraraðila á hverju svæði. Á fund- inum var rædd hugmynd um að ákveðnir kjarnar myndu nýta sér sameiginlega þá afþreyingu sem fyrir er á hverju svæði og yrði byggð upp í framtíðinni, t.d. stangveiði, göngu- ferðir undir leiðsögn og svo mætti áfram telja. Nefndin leggur að lokum til að Fé- lag ferðaþjónustubænda veiti hvatn- ingarverðlaun þeim ferðaþjón- ustubændum sem þykja hvað helst skara fram úr í greininni. Stefnt er að því að koma hluta til- lagna nefndarinnar í framkvæmd á þessu ári. Landbúnaðarráðherra sagði ríkisstjórnina ætla að veita auk- ið fjármagn til ferðaþjónustu í land- inu í ár og til þeirrar fjárveitingar yrði féð m.a. sótt. Þá væru ákveðin verkefni sem get- ið er í skýrslunni þegar komin í fram- kvæmd. Í nóvember 2001 voru 128 bæir innan vébanda ferðaþjónustu bænda með um 2.700 uppbúnum rúmum. Niðurstöður nefndar um hvernig efla megi ferðaþjónustu sem búgrein kynntar Hefðir landbúnaðarins verði not- aðar til að draga að ferðamenn Morgunblaðið/Ásdís Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hélt í gær blaðamannafund þar sem niðurstöður nefndar sem kanna átti hvernig renna megi styrkari stoðum undir ferðaþjónustu bænda voru kynntar. TVEIR menn á tvítugsaldri hafa játað að hafa í samein- ingu ætlað að smygla samtals tveimur kílóum af hassi til landsins á sunnudag. Þeir höfðu ferðast saman til og frá Kaupmannahöfn. Mennirnir voru stöðvaðir við reglubundið eftirlit toll- gæslunnar á Keflavíkurflug- velli og í ljós kom að hvor um sig hafði límt um eitt kíló af hassi á líkama sinn. Þeir voru færðir til yfir- heyrslu hjá fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, að- stoðaryfirlögregluþjóns, telst málið að fullu upplýst og var mönnum sleppt úr haldi í gær. Smygluðu saman 2 kílóum af hassi KARLMAÐUR var á fimmtu- dag úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í tengslum við smygl á þremur kílóum af hassi sem tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á hinn 22. janúar sl. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík hefur unnið að rannsókn málsins og handtók manninn á miðvikudag í síðustu viku. Hassið fannst í íþróttatösku manns sem var að koma frá Kaupmannahöfn. Sá var einnig úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald. Handtekinn vegna smygls á hassi „NOTKUN á firmanafninu Blóm og list ehf. brýtur gegn 2.málslið 25. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993“ eru ákvörðunarorð samkeppnisráðs um kvörtun blómaverslunarinnar Blóm er list yfir nafni blómaverslunar- innar Blóm og list ehf. Eigandi verslunarinnar Blóm er list, sem stofnuð var 1. ágúst 1999 og er til húsa við Núpalind 1 í Kópa- vogi, kvartaði til Samkeppnisstofn- unar vegna nafns verslunarinnar Blóm og list sem er til húsa við Bæj- arlind í Kópavogi. Var sú verslun opnuð í nóvember 1999. Hafi strax eftir opnun þeirrar verslunar borið á ruglingi milli fyrirtækjanna en bæði viðskiptavinir og seljendur varnings hafi ruglast á versl- ununum. Samkeppnisráð vísar í 25. grein samkeppnislaga þar sem segir að sérhverjum sé bannað að nota auð- kenni sem hann eigi tilkall til á þann hátt að leitt geti til þess að villst verði á því og öðru einkenni sem annað fyrirtæki notar með full- um rétti. „Nöfnin eru það lík að það er mat samkeppnisráðs að nafnið Blóm og list gefi í skyn að þar sé um að ræða sömu blómaverslun og hjá kvart- anda eða a.m.k. nátengdan rekst- ur,“ segir í ákvörðun ráðsins Telur nafnið Blóm og list brjóta gegn samkeppnislögum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur dæmt íslenska ríkið til að greiða lögreglumanni rúmar 51 þúsund krónur auk dráttarvaxta, vegna van- goldinna launa. Stefnandi, lögreglu- maðurinn, taldi að fjármálaráðuneyt- ið hefði ekki staðið við skuldbindingar sínar skv. samkomu- lagi við Landssamband lögreglu- manna og ekki orðið við áskorun landssambandsins um að leggja fram mat Hagstofu Íslands, eins og ráðu- neytið hafði skuldbundið sig til að gera með umræddu samkomulagi, sem gert var árið 1993. Þar segir m.a. að laun lögreglumanna skuli hækka um 3% til bráðabirgða, liggi mat Hagstofu Íslands ekki fyrir til launa- vinnslu 1.júlí og 1. janúar fyrir síð- asta viðmiðunartímabil. Stefnandi byggði á því að ráðu- neytið hefði með umræddu sam- komulagi árið 1993, skuldbundið sig til að hækka laun lögreglumanna um 3% 1. maí og 3% 1. nóvember ár hvert ef fjármálaráðuneytið hefði ekki lagt fram mat Hagstofu Íslands á kjara- breytingum fyrir launavinnslsu 1. júní og 1. desember ár hvert. Dómurinn taldi að samkvæmt orðalagi ákvæðisins í umræddu sam- komulagi réði það úrslitum um hvort til umræddrar hækkunar kæmi hvort mat Hagstofu lægi fyrir eða ekki. Í þessu tilviki lá það mat fyrir 11. sept- ember 2000. Samkvæmt því bar fjár- málaráðuneytinu að greiða stefnanda 3% bráðabirgðahækkun launa frá 1. maí 2000 til septemberloka, en lækka síðan frá 1. október 2000 með því að mat Hagstofunnar var að launa- hækkun lögreglumanna væri meiri en viðmiðunarhópa. Allan V. Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn. Kristján B. Thorlacius hdl. flutti málið fyrir stefnanda og Guðrún M. Árnadóttir hrl. hjá ríkislögmanni, fyrir stefnda. Ríkið greiði lögreglumanni vegna vangoldinna launa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.