Morgunblaðið - 05.02.2002, Blaðsíða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 13
FYRIRHUGAÐ er að segja upp
starfsmönnum Múlalundar en það
hefur ekki verið ákveðið eins og kom
fram hjá SÍBS fyrir helgi og greint
var frá í Morgunblaðinu á laugardag.
Pétur Bjarnason, framkvæmda-
stjóri SÍBS, segir að í bréfi til Vinnu-
miðlunar höfuðborgarsvæðisins
komi fram að fyrirhugaðar séu upp-
sagnir starfsmanna frá og með 1.
mars með þriggja mánaða uppsagn-
arfresti og það sé rétt, en í tilkynn-
ingu til fjölmiðla hafi verið sagt að
ákveðið hafi verið að segja upp öllum
starfsmönnum vinnustofunnar.
„Okkur yfirsást þetta,“ segir Pétur.
„Ég harma þessi mistök sem eru
mannleg og skrifast á mig,“ segir
hann. SÍBS sendi í gær frá sér yf-
irlýsingu þessa efnis.
Pétur Bjarnason segir að samt
sem áður sé staðan þannig að að
óbreyttu komi þessar uppsagnir til
framkvæmda um næstu mánaðamót.
Uppsagnir
fyrirhugaðar
á Múlalundi –
ekki ákveðnar
HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hef-
ur dæmt karlmann á fimmtugsaldri
í eins mánaðar skilorðsbundið
fangelsi fyrir að hafa meðhöndlað
haglabyssu inni í íbúðarhúsi á Ísa-
firði í september 2000, undir áhrif-
um áfengis, þar sem annað fólk var
samankomið og haft í frammi hót-
un um að fremja refsiverðan
verknað með því að beina hlaupi
haglabyssunnar að einum við-
staddra, en framferði ákærða var
til þess fallið að vekja ótta um líf
sitt og velferð hjá þeim sem byss-
unni var beint að.
Þá mun ákærði hafa vanrækt að
geyma haglabyssuna og önnur
skotvopn, sem voru í húsinu og í
hans vörslu, í læstri hirslu.
Ákærði viðurkenndi fyrir dómi
að hafa handleikið skotvopnið ölv-
aður, en neitaði að hafa notað það
til að hóta kæranda með því. Hann
sagðist hafa tekið vopnið um nótt-
ina úr fataskáp í íbúð sinni, þar
sem hann hafi venjulega geymt það
og hafi haft í hyggju að sýna vopn-
ið leigjanda á neðri hæð hússins,
en hann hafi reynst fjarstaddur.
Hann hafi tekið byssuna úr pok-
anum er ofan var komið. Þar hafi
hann mætt einhverjum mönnum í
þröngum ganginum. Hafi þeir orð-
ið órólegir er þeir sáu byssuna.
Hafi hann þá rekið fingur í hnapp,
sem loki valsi á byssunni með
smelli. Hafi kærandi trúlega orðið
hræddur við að heyra smellinn.
Dómurinn taldi að í háttsemi
ákærða hefði falist hótun sem hefði
verið til þess fallin að valda kær-
anda, sem ekki gat vitað hvort
byssan væri hlaðin eða ekki, ótta
um líf sitt eða heilbrigði.
Erlingur Sigtryggsson dómstjóri
kvað upp dóminn.
Dæmdur fyrir
hótun með
haglabyssu
MJÓLKURBÚ Flóamanna á Sel-
fossi hefur keypt mjólkursamlag
Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöð-
um Kaupin eru gerð með fyrirvara
um samþykki stjórna og fulltrúaráða
félaganna. „Við erum búnir að eiga
margháttað samstarf á síðari árum
sem hefur skilað ágætum árangri og
menn sjá að hægt er að ná enn betri
árangri með þessu móti,“ sagði Birg-
ir Guðmundsson, mjólkurbússtjóri
Mjólkurbús Flóamanna.
Með kaupum MBF á mjólkursam-
laginu á Egilsstöðum stækkar fé-
lagssvæði MBF og nær þá frá Hellis-
heiði syðri að Hellisheiði eystri. Eftir
kaupin verður
árleg mjólkurframleiðsla hjá
MBF 43,5 milljónir lítra eða um 42%
af heildarmjólkurmagni alls lands-
ins, en árlegt mjólkurinnlegg á Eg-
ilsstöðum er u.þ.b. 3,5 millj. l. Gert er
ráð fyrir að MBF taki við rekstrin-
um á Egilsstöðum 1. mars nk.
Á Egilsstöðum verður áfram rekin
mjólkurvinnslustöð. Fyrst í stað í lít-
ið breyttri mynd en starfsemin verð-
ur þróuð í átt til þess að samlegð-
aráhrif mjólkurvinnslustöðvanna
nýtist sem best. Samkvæmt sam-
komulagi um kaupin mun MBF taka
við ráðningarsamningi allra starfs-
manna sem vinna við mjólkur-
vinnslustöðina á Egilsstöðum.
Mjólkurframleiðendur fyrir austan
gerast félagsmenn í MBF og njóta
sömu félagslegra réttinda og aðrir
félagsmenn í Mjólkurbúi Flóa-
manna.
MBF kaupir Mjólkur-
samlag Héraðsbúa
Selfossi. Morgunblaðið.
Morgunblaðið/Sig. Jónsson
Mjólkurbíll með aftanívagn kemur úr austurátt inn á athafnasvæði MBF á Selfossi í gærdag.
♦ ♦ ♦