Morgunblaðið - 05.02.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.02.2002, Qupperneq 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 19 Starfsmenntaráðs verður haldinn fimmtudaginn 7. febrúar 2002, kl. 12-13:30, á Kornhlöðuloftinu, Bankastræti 2, Reykjavík (bak við Lækjarbrekku). Stefnumótun Starfsmenntaráðs. Áherslur Starfsmenntaráðs við úthlutanir úr starfsmenntasjóði 2002. Dagskrá: Starfsmenntaráð starfar samkvæmt lögum nr. 19/1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu. Það úthlutar styrkjum til starfsmenntunar og er stjórnvöldum til ráðuneytis um stefnumótun og aðgerðir á sviði starfsmenntunar. Opinn fundur ÞÖRF er á að fækka sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu í þrjú. Þetta er mat Sigfúsar Jónssonar, landfræð- ings og ráðgjafa hjá Nýsi hf., en hann hélt erindi á ráðstefnu Borgarfræða- seturs í gær. Erindi Sigfúsar bar yfirskriftina „Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu – hvert stefnir?“ Í samtali við Morgunblaðið sagði Sigfús að fyrir- lestur hans fjallaði um sérstöðu höf- uðborgarsvæðisins hvað varðaði fjölda sveitarfélaga. „Þetta eru átta sveitarfélög sem ekki hafa sameigin- lega yfirstjórn og þetta er eins og að hafa átta húsmæður í sama eldhús- inu!“ Hann telur mikla þörf á að fækka sveitarfélögunum með því að sameina þau. „Ég er ekki að halda fram einni ákveðinni tillögu í því sambandi en mér finnst alveg nóg að það séu u.þ.b. þrjú sveitarfélög á höfuðborgarsvæð- inu því það er allt of mikið að hafa þau átta talsins. Þetta tíðkast ekki hjá neinum borgum af þessari stærð í kringum okkur í nágrannalöndunum. Menn benda kannski á Kaupmanna- höfn og segja töluvert um nágranna- sveitarfélög þar í kring en þar erum við líka að ræða um 1,3 milljónir manna. Ef þú hins vegar þegar ferð á borgasvæði á Norðurlöndunm með 2–300 þúsund manns er það bara eitt til þrjú sveitarfélög í mesta lagi.“ Sigfús segir kostinn við að hafa sveitarfélögin svona mörg fyrst og fremst koma fram í góðri nærþjón- ustu. „Í félags- og fræðslumálunum er þetta jákvætt, en í tækni- og skipu- lagsmálum, t.d. almenningssamgöng- um, almannavörnum, brunavörnum, veitum, og gatnakerfi er þetta nei- kvætt því þú nærð ekki mikilli hag- ræðingu á þeim sviðum.“ Að mati Sigfúsar er þetta ekki síð- ur spurning um að búa til réttlátari tekju- og útgjaldaskiptingu. „Ef mað- ur skiptir þessu niður í þessa átta hluta og setur upp tekjurnar og út- gjöldin kemur ýmiss konar misræmi í ljós. Maður getur tekið sem dæmi Reykjavík. Hvers vegna eiga Reyk- víkingar að borga 50 þúsund krónur á mann í félagsþjónustu á meðan þeir í Kópavogi borga bara 30 þúsund? Ég er að tala um að það sé réttlátt að dreifa byrðinni jafnt á alla.“ Löngu tímabært svæðisskipulag Fleira mælir með sameiningu að mati Sigfúsar, eins og markvissari yf- irstjórn og óhagkvæm landamörk sem nú eru á milli sveitarfélaga. Hann segir svæðisskipulagið sem nú er verið að leggja lokahönd á löngu tímabært. „Þetta er í fyrsta skipti sem sveitarfélögin koma saman og búa til sameiginlega sýn um þróun svæðisins og eitthvert mesta fram- fararspor sem hefur verið stigið í sveitarfélögunum. Það er gríðarlega gott samstarf sem hefur myndast milli sveitarfélaga um þetta.“ Hann segir þetta hins vegar vekja upp spurningar um lýðræðið. „Um leið og þú ferð út í svona náið og gott samstarf um að byggja upp svæðið verða minnihlutarnir yfirleitt út und- an því sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu eru sameiginlega farin að taka ákvarðanir um meginlínur í skipulagsmálum einstakra sveitarfé- laga. Eina leiðin til að ná fram mark- miði um lýðræði í þessum efnum er að fækka sveitarfélögunum til að allir hafi jafnan aðgang að ákvarðanatök- unni.“ Sigfús segir einnig þurfa að huga að verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga og þeim áhrifum sem hún hefur á höfuðborgarsvæðinu. „Sem dæmi þá eru málaflokkar á borð við fé- lagsstarf aldraðra, félagslegar íbúðir, menningarmál og fleira eiginlega munaðarlausir. Þeir eru bæði á ábyrgð ríkis og sveitarfélaganna og lenda þannig á milli sem þýðir að málaflokkurinn líður fyrir það að vera ekki alveg á ábyrgð annars að- ilans.“ Erindi sérfræðings á ráðstefnu Borgarfræðaseturs í gær Vill sameiningu sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu Höfuðborgarsvæðið ÞRJÁR nýjar íbúðir voru afhentar húsnæðisnefnd Kópavogs í síðustu viku en þær voru keyptar af verk- takafyrirtækinu ÁF hús ehf. Um er að ræða tvær 3ja herbergja íbúðir og eina 4ra herbergja í nýju fjölbýlis- húsi í Salahverfi í Kópavogi. Í fréttatilkynningu frá Kópa- vogsbæ segir að húsnæðisnefndin hafi haft yfir að ráða samtals 590 íbúðum um síðustu áramót. Eignar- íbúðir voru 347, íbúðir með kauprétti 68, félagslegar leiguíbúðir 110 og íbúðir fyrir aldraða 65. Þá segir að nefndin hafi úthlutað 39 íbúðum á árinu 2001 auk þess að veita 172 við- bótarlán í almenna húsnæðiskerfinu. Það var Ágúst Friðgeirsson byggingameistari sem afhenti Höllu Halldórsdóttur, formanni Húsnæðisnefndar Kópavogs- bæjar, lykla að íbúðunum. Húsnæðis- nefnd fær nýjar íbúðir Kópavogur SANNKALLAÐ handboltaæði hefur gripið um sig meðal yngstu grunn- skólakrakkanna á Seltjarnarnesi en um 30 nýir liðsmenn mættu til leiks á æfingu síðastliðinn föstudag. Hildigunnur Hilmarsdóttir hand- boltaþjálfari er ekki í vafa um að gott gengi íslenska landsliðsins í Evrópukeppninni í handknattleik eigi ríkan þátt í þessum aukna áhuga krakkanna. „Við ákváðum í kjölfar árangurs íslenska landsliðsins að bjóða krökk- unum í sex og sjö ára bekk í Mýr- arhúsaskóla að koma á prufuæfingu og á föstudag mættu 60 stelpur og 60 strákar þannig að þetta var eins og mauraþúfa,“ segir Hildigunnur og hlær. Hún segir hafa gengið ágætlega að stjórna krakkaskar- anum þrátt fyrir að um 30 þessara barna hafi ekki mætt áður á æfingu. Hún er ekki í vafa um að Evr- ópukeppnin hafi haft þarna sín áhrif. „Krökkunum finnst þetta spennandi eftir að hafa horft á leik- ina. Eins er alls staðar verið að tala um keppnina og börnin hafa hrifist með.“ Hildigunnur segir stemmn- inguna einnig einstaklega góða í eldri hópunum vegna keppninnar og sem dæmi hafi yfir 100 eldri krakkar komið saman í íþróttahús- inu síðastliðinn miðvikudag til að horfa á leikinn á breiðskjá. Gott að fá krakkana svona unga En hvað með framhaldið hjá nýju liðsmönnunum? „Það ætla allir að koma aftur í dag og svo verðum við bara að sjá hvað gerist,“ segir Hildi- gunnur. „Það væri gott ef bara helmingurinn af þeim sem eru núna héldi áfram því það er svo mikilvægt að fá krakkana unga inn. Ef maður fær svona stóran hóp af sex og sjö ára börnum nær maður að byggja svo vel upp fyrir framtíðina því maður nær ekki jafnmiklum árangri með þá sem byrja kannski 10–12 ára eins og með þessa litlu krakka.“ Hildigunnur hefur þjálfað hjá Gróttu í þrettán ár en segist aldrei hafa orðið vör við annan eins áhuga á handboltanum og nú. „Það eru all- ir svo jákvæðir og allir vilja gera eitthvað,“ segir hún og tekur Old boys hópinn hjá Gróttu sem dæmi en hann ætlar að nota ágóðann af nýaf- stöðnu þorrablóti sínu til að ýta und- ir áhuga yngri kynslóðarinnar. „Þeir ætla að bjóða öllum krökkum sem eru að æfa hjá Gróttu á bik- arúrslitaleik kvenna, sem verður 16. febrúar, en þar eru Grótta og ÍBV að keppa,“ segir hún og bendir á að allajafna þurfi krakkarnir að borga sig inn á bikarleiki. Verða krakk- arnir fluttir á leikinn í rútum auk þess sem keyptir verða bolir handa öllum, að sögn Hildigunnar. Handboltaæði hjá yngstu kynslóðinni Seltjarnarnes Morgunblaðið/Sverrir Það vantar ekki ákveðnina í 6 og 7 ára stelpurnar í Gróttu þegar handboltanum er þrusað í mark.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.