Morgunblaðið - 05.02.2002, Qupperneq 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
20 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
!" #
$%&#
'( )$*$ +,
- $ .-(*$ .&#+ / //0 "
% $%& 1// //22 '3 1// //24
#5#& ,# 666,#& ,#7#
BÚNAÐARBANKI Íslands hefur
bent á að miðlunarferli peningamála-
stefnunnar sé stíflað og gera þurfi
ráðstafanir gagnvart lausafjárskorti
bankanna. Formaður bankastjórnar
Seðlabanka Íslands, Birgir Ísleifur
Gunnarsson, sagði á fundi á föstudag
að ekki væri rétt að lausafjárskortur
bankanna stafaði af inngripum Seðla-
bankans á gjaldeyrismarkaði.
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu-
maður greiningardeildar Búnaðar-
banka Íslands, bendir á mánaðarrit
Búnaðarbankans, Ávöxtun og horfur,
sem út kom í síðustu viku, en þar
kemur m.a. fram að þrátt fyrir 1,3%
lækkun stýrivaxta Seðlabanka Ís-
lands á einu ári hafi vextir á milli-
bankamarkaði ekki lækkað, heldur
séu þeir nú hærri en þeir voru fyrir
ári. Ástæðuna fyrir stífluðu miðlunar-
ferli segir Búnaðarbankinn mega
rekja til lausafjárskorts. „Mikil veik-
ing krónunnar hefur þrengt stöðu
fjármálafyrirtækja og með tíðum inn-
gripum á gjaldeyrismarkaði hefur
Seðlabanki Íslands tekið mikið
lausafé úr umferð,“ segir m.a. í mán-
aðarritinu og á öðrum stað: „Aðhalds-
semi peningamála felst fyrst og
fremst í lausafjárskorti og eru stýri-
vextir Seðlabankans því hættir að
stýra markaðsvöxtum. Því verður að
taka á lausafjárskortinum ef ætlunin
er að lækka markaðsvexti.“
Þessari gagnrýni virðist Seðla-
bankastjóri hafa verið að svara í inn-
gangi að Peningamálum á föstudag,
þegar hann sagði að lausafjárskortur
bankanna stafaði ekki af inngripum
Seðlabankans og endurhverf viðskipti
við Seðlabankann hefðu bætt úr
lausafjárskortinum. Bankarnir hefðu
tekið meira til sín í gegnum endur-
hverf viðskipti heldur en Seðlabank-
inn hefði dregið út úr kerfinu með
inngripum.
Edda Rós segir þessa staðreynd
sem Seðlabankastjóri nefnir óum-
deilda, en það sé hins vegar stórmál
að í endurhverfum viðskiptum sé
vaxtastigið rúmlega 10%. „Það er
staðreynd að stýrivextir Seðlabank-
ans eru ekki lengur að stjórna mark-
aðsvöxtum og þetta er mjög ólíkt því
sem gerist í öðrum löndum. Búnaðar-
bankinn telur að umræðan um svig-
rúm til vaxtalækkana verði mun mál-
efnalegri ef menn geri sér grein fyrir
miðlunarferlinu. Á meðan ferlið er
stíflað eru möguleikar í stjórn pen-
ingamála allt aðrir en ella. Eins og
málum er háttað í dag getur bankinn
lækkað vexti án þess að það valdi
óæskilegum vexti í peningamagni.
Það er að vissu leyti jákvætt, en gall-
inn er sá að stjórn peningamála er
orðin ógegnsærri og það er mjög
óæskilegt þegar gjaldmiðillinn er
fljótandi eins og krónan er nú.“
Inngrip hafa slæm áhrif
Almar Guðmundsson, forstöðu-
maður greiningardeildar Íslands-
banka, segir að það sé að vissu leyti
áhyggjuefni að þrátt fyrir vaxtalækk-
un Seðlabankans í nóvember hafi
vextir á peningamarkaði verið að
hækka. „Samhengið á milli reibor-
vaxta [millibankavaxta] og endur-
hverfu vaxtanna hefur verið lítið og
ég tel mikilvægt að Seðlabankinn gefi
því meiri gaum að vaxtabreytingar
hans skili sér út á markaðinn og miðl-
ist í gegnum vaxtarófið. Svo virðist
sem Seðlabankinn hafi ekki litið á
þetta sem forgangsatriði.“
Almar segir að lausafjárerfiðleikar
einstakra aðila í fjármálakerfinu
kunni að hafa þarna áhrif. Hins vegar
sé það til marks um ófullkominn eig-
inleika markaðarins að fjárfestar hafi
ekki í meiri mæli nýtt sér hinn mikla
mun á peningamarkaðsvöxtum og
vöxtum í endurhverfum viðskiptum.
Tryggvi Tryggvason, forstöðumað-
ur fjármálamarkaða hjá Landsbank-
anum-Landsbréfum, segir ljóst að
inngrip Seðlabankans taki krónur út
úr kerfinu og þær krónur endi inni
hjá Seðlabankanum. „Eftir inngrip
árin 2000 og 2001 eru þetta um 53
milljarðar og lausafjárstaða kerfisins
hefur versnað um sem því nemur.“
Tryggvi segir rétt að endurhverf
viðskipti við Seðlabankann hafi aukist
verulega á sama tíma og þannig hafi
bankarnir fram að þessu getað sótt
þetta að verulegu leyti í Seðlabank-
ann aftur. „Ef ársreikningar bank-
anna eru skoðaðir og eign þeirra í rík-
istryggðum skuldabréfum borin
saman við stöðu þeirra í endurhverf-
um viðskiptum við Seðlabankann sést
að svigrúm bankanna til frekari fjár-
mögnunar með þessum hætti er lítið
sem ekkert.“
Tryggvi segir aftur matsatriði á
hversu alvarlegt stig krónuskortur-
inn er kominn, en ljóst sé að frekari
inngrip Seðlabankans á gjaldeyris-
markaðnum myndu skapa vandamál
ef ekki yrði gripið til aðgerða sam-
hliða. Þetta skýri þann mikla mun
sem er á stýrivöxtum Seðlabankans
og vöxtum á millibankamarkaði.
„Þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi
lækkað stýrivexti tvívegis á undan-
förnum mánuðum, eru millibanka-
vextir hærri en þeir hafa nokkurn
tímann verið og það eitt og sér er auð-
vitað ótvírætt merki um að það er
krónuskortur og spenna í kerfinu.
Nærtækasta skýringin er auðvitað
inngrip Seðlabankans og lausafjár-
skorturinn er hliðaráhrif af þeim. Það
er ástæðan fyrir því að víðast hvar í
heiminum grípa seðlabankar mjög oft
til hliðaraðgerða í því formi að veita
innlendum gjaldmiðli samhliða inn í
kerfið í skiptum fyrir erlenda mynt,“
segir Tryggvi Tryggvason hjá Lands-
bankanum.
Stíflað eða virkt
miðlunarferli
Umdeilt hvort lausafjárskortur bankanna er afleiðing
inngripa Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði
ÞRÓUNARFÉLAG Íslands hf. tap-
aði á síðasta ári tæplega 11⁄2 milljarði
króna eftir skatta, en árið áður var
rúmlega fjögur hundruð milljóna
hagnaður af rekstri félagsins. Eins
og sjá má í meðfylgjandi töflu var
tap félagsins fyrir skatta mun meira,
eða rúmir 2,2 milljarðar króna, en
tekjuskattur að fjárhæð 758 milljón-
ir króna var færður til tekna í rekstr-
arreikningi félagsins.
Skráð hlutabréf eru færð á mark-
aðsverði og óskráð hlutabréf á því
sem talið er lægra, kaupverð eða
áætlað markaðsverð. Vegna þessa
verður til gengismunur í rekstrar-
reikningi félagsins þó hlutabréfin
séu ekki seld og er þá um að ræða
óinnleysta gengisbreytingu, sem
getur hvort sem er verið gengis-
hagnaður eða -tap. Óinnleyst geng-
isbreyting hlutabréfa Þróunar-
félagsins snýst milli ára úr hagnaði í
tap og versnar um rúman 2,1 millj-
arð króna. Neikvæð sveifla í afkomu
félagsins fyrir skatta er rúmir 2,8
milljarðar og þess vegna skýrir óinn-
leyst gengistap hlutabréfa 3⁄4 af
breytingum á afkomu félagsins milli
ára. Munurinn sem eftir stendur
skiptist nokkuð jafnt milli tveggja
liða, annars vegar mun minni inn-
leysts gengishagnaðar hlutabréfa og
hins vegar aukinna fjármagnsgjalda.
Stærstur hluti eigna Þróunarfélags-
ins er í hlutabréfum og hlutdeildar-
skírteinum, eða tæpir 3,9 milljarðar
króna af 5,4 milljarða króna heildar-
eignum. Um 2⁄3 hlutar hlutabréfa-
eignarinnar eru í skráðum félögum,
langmest á Verðbréfaþingi Íslands,
og um 1⁄3 í óskráðum félögum.
Stærsta einstaka eign félagsins er
23% hlutur í Opnum kerfum, sem er
að markaðsvirði um þriðjungur
skráðra hlutabréfa þess. Í frétt frá
félaginu segir að hlutabréf í eigu
þess hafi lækkað um 30% á árinu, og
verðlækkun þeirra bréfa sem skráð
séu á Aðallista VÞÍ hafi verið 38%.
Eiginfjárhlutfall Þróunarfélagsins
hefur farið stöðugt lækkandi á síð-
ustu árum. Í árslok 1997 var það
83%, í lok 2000 tæp 50% og nú um
áramótin var það komið í tæplega
35%.
Samkvæmt ársreikningi Þróunar-
félagsins eru stærstu eigendurnir
þess Fjárfestingarfélagið Straumur
með 15,6%, Lífeyrissjóður verslun-
armanna með 15,0%, Sameinaði líf-
eyrissjóðurinn með 14,0% og Ný-
sköpunarsjóður atvinnulífsins með
12,0%. Gengi hlutabréfa Þróunar-
félagsins var 2,15 í gær og hefur það
lækkað um 10% frá áramótum.
!
"
#
$%&'
(')
&$$
&%
*$'+
((+&
((,-
*$&
&).'/
(.%+
!! " !! "
Tap upp á 11⁄2
milljarð króna
VAXANDI samkeppni undanfarin
tvö til þrjú ár er helsta ástæðan fyrir
auknum erfiðleikum Múlalundar,
vinnustofu SÍBS, að sögn Steinars
Gunnarssonar, framkvæmdastjóra
Múlalundar. Hann segir að harka í
viðskiptum hafi aukist og það verð
sem fyrirtækið setji upp hafi ekki
dugað fyrir afkomunni. Samdráttur-
inn á síðasta ári hafi og aukið á erf-
iðleikana. Rekstur verndaðrar
vinnustofu, eins og Múlalundur er,
hafi þar að auki alltaf verið erfiður.
Nú er fyrirhugað að segja upp öll-
um 52 starfsmönnum Múlalundar
frá og með 1. mars næstkomandi,
með þriggja mánaða uppsagnar-
fresti, en unnið er að því í samvinnu
við félagsmálaráðuneytið og Reykja-
víkurborg að leysa vandann.
Múlalundur hefur verið vinnustað-
ur öryrkja af Reykjavíkursvæðinu
frá árinu 1959. Pétur Bjarnason,
framkvæmdastjóri SÍBS, sagði í
samtali við Morgunblaðið síðastlið-
inn laugardag að reksturinn hefði
alla tíð verið mjög erfiður og tap flest
árin. Undanfarin þrjú ár hafi tapið
þó farið vaxandi og séu horfur á að
það verði um 30 milljónir á árinu
2001 en hafi verið tæpar 14 milljónir
árið áður og 8 milljónir árið 1999.
Viðskiptavinir ánægðir
með samskiptin
Steinar Gunnarsson segir að mörg
fyrirtæki hafi lengi verið fastir við-
skiptavinir Múlalundar og mikið hafi
verið selt beint til þeirra.
Jón Haukur Guðlaugsson, skrif-
stofustjóri Orkustofnunar, segir að
stofnunin hafi fyrir mörgum árum
tekið upp viðskipti við Múlalund.
Mikil ánægja sé bæði með vörur og
þjónustu fyrirtækisins.
Kristján Guðmundsson, markaðs-
stjóri Landsbanka Íslands, tekur í
sama streng og Jón Haukur og segir
bankann ánægðan með öll samskipt-
in við Múlalund auk þess sem gott
málefni hafi verið styrkt með þess-
um viðskiptum.
Gunnar Dungal, framkvæmda-
stjóri Pennans, segir að Penninn hafi
keypt vörur af Múlalundi í áratugi og
ekkert nema gott sé um þau viðskipti
að segja. Samkeppnin á þessu sviði
við stóra framleiðendur erlendis sé
hins vegar orðin mjög mikil.
Fyrirhugaðar uppsagnir á Múlalundi
Aukin harka
í viðskiptum