Morgunblaðið - 05.02.2002, Page 25
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 25
KENNETH L. Lay, fyrrverandi
forstjóri bandaríska orkusölufyrir-
tækisins Enron, hætti skyndilega
við að bera vitni
við yfirheyrslur
tveggja þing-
nefnda í gær og í
dag, á þeim for-
sendum að útilok-
að væri að yfir-
heyrslurnar yrðu
sanngjarnar.
Fjöldi þingnefnda
rannsakar nú
gjaldþrot Enron,
sem fyrir ekki löngu var eitt
stærsta orkufyrirtæki í heimi, en
varð gjaldþrota í desember sl.
Lay hætti við að bera vitni eftir
að þingmenn komu fram í frétta-
þáttum í sjónvarpi á sunnudags-
morgun og létu þar falla orð sem
„benda til að þegar sé búið að fella
dóma og yfirheyrslurnar yrðu eins
og ákærur“, sagði lögmaður Lays,
Earl J. Silbert. Lay hafði boðist til
að bera vitni við yfirheyrslur við-
skiptanefndar öldungadeildarinnar í
gær, og fjármálaundirnefnd full-
trúadeildarinnar í dag. Afboðaði
Lay komu sína til beggja.
Silbert sagði í bréfi til formanns
viðskiptanefndarinnar að ekki væri
hægt að ætlast til þess að Lay bæri
vitni „þar eð þegar er búið að kom-
ast að niðurstöðum án þess að Lay
hafi fengið tækifæri til að tjá sig“.
Lay var stjórnarformaður og yf-
irframkvæmdastjóri Enron til 23.
janúar sl., er hann sagði upp störf-
um. Rannsókn þingnefndanna bein-
ist m.a. að því, hvort óeðlilegir við-
skiptahættir og bókhaldsóregla hafi
leitt til gjaldþrots fyrirtækisins,
sem í fyrra taldist sjöunda stærsta
fyrirtæki í Bandaríkjunum. Þegar
hefur komið í ljós, að tekjur þess
voru ýktar og miklar skuldir faldar
með því að færa þær á reikning
sameignarfyrirtækja sem Enron
stóð að. Um sex þúsund manns
misstu vinnuna er Enron fór á
hausinn, og þúsundir starfsmanna
og fjárfesta glötuðu öllu sparifé
sínu.
Fyrrverandi yfirfjármálastjóri
harkalega gagnrýndur
Í skýrslu, sem þriggja manna
nefnd, skipuð af stjórn Enron, lagði
fram á laugardaginn, er skuldinni
að mestu skellt á yfirmenn fyrir-
tækisins, endurskoðendafyrirtækið
Anderson, sem sá um endurskoðun
og ráðgjöf fyrir Enron, lögfræðinga
Enron og stjórnina sjálfa fyrir að
hafa stofnað til en látið undir höfuð
leggjast að hafa eftirlit með fjölda
sameignarfyrirtækja sem hafi leitt
til gjaldþrots fyrirtækisins.
Nefndin er hörðust í gagnrýni
sinni á Andrew S. Fastow, sem var
yfirfjármálastjóri Enron. Fastow,
og aðrir sem unnu undir hans
stjórn, högnuðust um tugi milljóna
dollara „á kostnað Enron“, eins og
segir í skýrslu nefndarinnar, með
því að falsa reikningsskil til þess að
fela tap sem nam yfir einum millj-
arði dollara á einu ári.
Fastow hagnaðist um að minnsta
kosti 30 milljónir dollara af sam-
eignarfyrirtækjunum, sem hann
stjórnaði. Stjórn Enron hefði sam-
þykkt fyrirkomulag sem gerði ráð
fyrir að Fastow stjórnaði sameign-
arfyrirtækjunum, en hann faldi
tekjurnar sem hann hafði af þeim,
segir nefndin í skýrslu sinni.
„Það sem [Fastow] lagði fram
sem fyrirkomulag ætlað til að auka
hag Enron varð smám saman að að-
ferð til þess bæði að auka tekjur
hans sjálfs og auðvelda fölsun á
reikningsskilum Enron,“ sagði
nefndin. Áætlað er að Fastow beri
vitni fyrir orku- og viðskiptanefnd
þingsins á fimmtudaginn, en margir
fréttaskýrendur telja að hann muni
ekkert segja.
Fyrrv. forstjóri Enron
hættir við að bera vitni
Lay telur þing-
menn þegar vera
búna að komast
að niðurstöðu
Fastow
Washington. The Los Angeles Times.
RÍKISSTJÓRN Argentínu til-
kynnti á sunnudagskvöld um nýja
efnahagsáætlun, sem gerir ráð
fyrir að argentínski pesóinn verði
að fullu aftengdur Bandaríkjadoll-
ar.
Samkvæmt áætluninni, sem
kynnt var af efnahagsmálaráð-
herranum Jorge Remes Lenicov,
verður öllum bankainnstæðum
breytt í pesóa á genginu 1,40
gagnvart dollar. Lánum í dollur-
um verður hins vegar breytt í pes-
óa á genginu einn á móti einum.
Breytingarnar taka gildi á morgun
og fyrirskipaði ríkisstjórnin að
bankar skyldu vera lokaðir í gær
og í dag til að koma í veg fyrir að
almenningur flykktist þangað til
að taka út sparifé sitt.
Í byrjun janúar tók ríkisstjórnin
upp tvöfalda gengisskráningu til
að reyna að bjarga efnahag lands-
ins, en frá henni verður horfið með
þessum aðgerðum. Áður hafði
pesóinn verið fasttengdur dollar á
genginu einn á móti einum.
Lenicov sagði að nú væru nauð-
synlegar aðstæður fyrir hendi til
að setja gjaldmiðilinn á flot og að
gjaldeyrisforði seðlabanka Arg-
entínu næmi um 14 milljörðum
dollara, eða um 1.400 milljörðum
króna. Ráðherrann sagði að rík-
isstjórnin æskti þess að pesóinn
yrði ráðandi í efnahagslífi Argent-
ínu. „Við viljum hafa fulla sjálfs-
stjórn, okkar eigin gjaldmiðil,“
bætti hann við.
Mikill niðurskurður
ríkisútgjalda
Ríkisstjórnin kunngerði enn-
fremur á sunnudag að drög að
fjárlögum fyrir árið 2002 yrðu lögð
fyrir þingið í dag, þar sem gert
væri ráð fyrir halla upp á 1,5 millj-
arða dollara, en það er nær þrisvar
sinnum minni halli en árið 2001.
Boðaði efnahagsmálaráðherrann
mikinn niðurskurð ríkisútgjalda.
Nýja efnahagsáætlunin var
samþykkt eftir að hæstiréttur
Argentínu úrskurðaði á föstudag
að takmarkanir á úttektarheimild-
um sparifjáreigenda brytu í bága
við stjórnarskrána. Forseti lands-
ins, Eduardo Duhalde, gagnrýndi
hæstarétt harðlega fyrir úrskurð-
inn og varaði við að stjórnleysi
gæti fylgt í kjölfarið. Samkvæmt
áætluninni verður takmörkunun-
um aflétt að hluta.
Ný efnahagsáætlun samþykkt í Argentínu
Pesóinn að fullu
aftengdur dollar
Buenos Aires. AFP, AP.
Reuters
Argentínskar konur berja potta og pönnur við argentínska sendi-
ráðið í Mexíkó til að mótmæla efnahagsaðgerðunum í Argentínu.