Morgunblaðið - 05.02.2002, Side 26
ERLENT
26 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SHI Guangsheng, utanríkis-viðskipta- og efnahags-málaráðherra Kína, segirað Kínverjar og Íslendingar
geti margt lært hverjir af öðrum og
að tvíhliða samstarf landanna geti
aukist til muna á næstu árum. Nefnir
hann sérstaklega sjávarútvegs-,
orku- og landbúnaðarmál en að hans
sögn námu tvíhliða viðskipti land-
anna í fyrra um 50 milljónum doll-
ara, þ.e. rúmlega 5 milljörðum ísl.
króna, sem var 60% aukning frá
árinu áður.
Guangsheng fer af landi brott í
dag en hann heimsótti Ísland nú um
helgina. Átti hann m.a. fund með
Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, og þáði einnig há-
degisverð í boði Geirs H. Haarde
fjármálaráðherra. Þá tók ráð-
herrann þátt í morgunverðarfundi
með hagsmunaaðilum úr viðskipta-
lífinu í gær, auk þess sem hann
kynnti sér starfsemi nokkurra ís-
lenskra fyrirtækja.
Aðspurður hver tilgangur heim-
sóknarinnar til Íslands væri sagði
Guangsheng fyrst að þrátt fyrir
mikla fjarlægð hefðu Íslendingar og
Kínverjar átt mjög vinsamleg sam-
skipti um nokkurra ára skeið. Efna-
hags- og viðskiptaleg tengsl land-
anna tveggja hefðu undið upp á sig á
sama tíma en þó væri ljóst að þau
gætu aukist mjög enn á næstu árum.
„Ég hef því lengi viljað koma hingað
til Íslands í því skyni að sjá landið og
kanna hvaða tækifæri eru í boði í
samvinnu þjóða okkar,“ sagði
Guangsheng.
Ráðherrann er inntur eftir því
hvar hann sjái helst vaxtarbrodda,
þ.e. hvar hann telji helst að megi
auka samvinnu Íslendinga og Kín-
verja.
„Ef við ræðum um verslun og við-
skipti,“ segir hann, „þá get ég nefnt
að á síðasta ári voru tvíhliða viðskipti
landanna 50 milljóna dollara virði
[um 5 milljarðar ísl. króna] sem telst
aukning upp á 60% frá árinu áður.
Löndin tvö hafa einnig átt mjög góða
samvinnu í málum er varða fiskveið-
ar, sem og í tengslum við skipasmíð-
ar. Loks má nefna tæknilegt sam-
starf vegna nýtingar jarðvarma. Ég
tel því að Kínverjar og Íslendingar
geti margt lært hver af öðrum og að
tvíhliða samstarf okkar geti aukist til
muna á næstu árum.“
Guangsheng nefnir sérstaklega í
tengslum við kaup Kínverja á fiski
frá Íslandi að þau viðskipti hafi mjög
aukist á undanliðnum árum. „Nýver-
ið hefur það síðan gerst að færst hef-
ur í vöxt að fiskurinn sé keyptur af
Íslendingum, fluttur til Kína og unn-
inn þar til sölu á öðrum mörkuðum í
Asíu.“
Segir hann þetta til marks um
framþróun þeirrar samvinnu, sem
nú sé með þjóðunum, og að slík
framþróun geti átt sér stað á fleiri
sviðum.
Hvetja kínversk fyrirtæki
til að færa út kvíarnar
Viðskipti með fisk voru hins vegar
ekki það eina sem Guangsheng
hugðist ræða við fulltrúa íslenskra
stjórnvalda. Sagði hann að samstarf
í orkumálum myndi einnig verða of-
arlega á baugi.
„Löndin tvö hafa nú þegar átt náið
samstarf vegna tiltekinna verkefna
er tengjast nýtingu jarðvarma í Pek-
ing-borg. Við fögnum hins vegar öll-
um frekari tækifærum til að kynna
okkur tæknikunnáttu Íslendinga og
þekkingu á nýtingu náttúrulegra
orkugjafa. Það liggur síðan fyrir að
Íslendingar hyggjast byggja mikla
virkjun í því skyni að beisla orku
vatnsins og þar held ég að séu sam-
starfsmöguleikar fyrir kínversk fyr-
irtæki því staða okkar fyrirtækja í
þessum geira er sterk.“
Kvaðst Guangsheng þar vera að
vísa til þess að kínversk fyrirtæki
framleiddu mikið af rafmagnstækj-
um til heimilisnota, vefnaðarvöru,
fatnað og skó og að í öllum tilfellum
væri um að ræða gæðavöru á góðu
verði. „Við höfum því um margt að
tala því enn er hægt að auka mjög
gagnkvæm viðskipti landanna,“
sagði hann.
Guangsheng var spurður hvort
heimsókn hans væri angi af nýrri
efnahagsstefnu kínverskra stjórn-
valda en Kínverjar hafa undanfarin
misseri verið mjög áfram um að auka
erlendar fjárfestingar í Kína og ger-
ast virkir þátttakendur í alþjóðavið-
skiptum. Sagði hann að vissulega
væri það svo.
„Auk þess að vinna nú að efna-
hagsumbótum heima fyrir þá hvetja
stjórnvöld í Peking kínversk fyrir-
tæki til að horfa til tækifæra erlend-
is, þ.m.t. á Íslandi. Og við vitum að
Kínverjar og Íslendingar geta átt
gott samstarf á ýmsum sviðum. Vil
ég þá nefna, auk þeirra þátta sem ég
ræddi um áður, landbúnaðarmál,
einkum framleiðslu grænmetis í
gróðurhúsum. Þar kemur aftur til
sögunnar hversu ríkt Ísland er af
jarðhita, fersku vatni og orku en
hugsanlegt er að kínverskir og ís-
lenskir aðilar geti lært nokkuð hver
af öðrum þegar kemur að gróðurhús-
aframleiðslu grænmetisafurða.“
Innganga í WTO afar mikilvæg
Á fundi Heimsviðskiptastofnunar-
innar, WTO, í Doha í Katar í nóv-
ember var gengið frá inngöngu Kín-
verjar í samtökin eftir langar og
strangar samningaviðræður. Gu-
angsheng sagði aðspurður að þar
hefði verið um afar mikilvægt skref
að ræða fyrir Kínverja.
„Innganga Kína í WTO er afar
mikilvægt skref í þeirri viðleitni
stjórnvalda að aðlaga landið breytt-
um aðstæðum í efnahagsmálum, þ.e.
aukinni hnattvæðingu verslunar og
viðskipta. Við höfum mótað þá stefnu
að opna landið mjög í efnahagslegu
tilliti og fyrir vikið verðum við Kín-
verjar að aðlagast aðstæðum í al-
þjóðlegum viðskiptum. Innganga
okkar í WTO gefur einmitt til kynna
að okkur hafi tekist og sé að takast
að ná þessu markmiði okkar. Loks
má fullyrða að innganga okkar muni
hraða umbótaferlinu í efnahagsmál-
um, umbætur og aukið aðgengi er-
lendra aðila að kínverskum mörkuð-
um eru lykilþættir í því ferli.
Að sjálfsögðu hefur innganga í
WTO einnig í för með sér ýmsa erf-
iðleika og ýmis vandamál fyrir Kín-
verja en ég er sannfærður um að við
séum í stakk búnir til að takast á við
þau vandamál og leysa þau með við-
unandi hætti,“ sagði hann.
Fram kom í máli ráðherrans á
fundi sem haldinn var í gær á vegum
Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins,
Verslunarráðs Íslands, Útflutnings-
ráðs Íslands og Viðskiptaþjónustu
utanríkisráðuneytisins að við erfiðar
aðstæður efnahagssamdráttar í
heiminum og slæmt efnahagsástand
í Asíu hefðu kínversk stjórnvöld lagt
hart að sér við að finna leiðir til enn
frekari þróunar kínverska hagkerf-
isins. Tryggja yrði stöðuga efna-
hagsþróun til að skapa hinum gríð-
arlega fjölda fólks í Kína (um 1,3
milljarðar) mannsæmandi lífsskil-
yrði. Þess vegna hefði Kína unnið að
umbótum og opnun hagkerfisins í
tvo áratugi.
Hann sagði kínverska hagkerfið
vaxa afar hratt, hagvöxtur hefði ver-
ið allt að 7% á ári og í fyrra hefðu er-
lendar fjárfestingar í Kína aukist um
50% frá árinu áður. Ástæður þessa
mikla vaxtar rakti hann til stefnu
kínversku ríkisstjórnarinnar á ýms-
um sviðum, s.s. til virkrar efnahags-
stefnu, forsjállar peningastefnu,
neysluhvetjandi aðgerða og opnunar
hagkerfisins gagnvart umheiminum.
Guangsheng kom til Íslands frá
Brussel í Belgíu en þar stýrði hann
fundi nefndar um samskipti Kína og
Evrópusambandsins í verslun og
viðskiptum. Var þar um hitafund að
ræða ef marka má fregnir sem af
honum bárust en Kínverjar gagn-
rýndu þar ákvörðun ESB að banna
innflutning kínverskra matvæla á
þeirri forsendu að leifar ólöglegra
sýklalyfja hefðu fundist í vörunum.
Guangsheng gerir hins vegar lítið
úr þessum deilum og segir óhjá-
kvæmilegt að upp komi ágreinings-
efni þegar tveir aðilar setjist niður
við samningaborðið. Verkefnið sé þá
einfaldlega að finna lausn á ágrein-
ingsmálunum og að því muni Kín-
verjar vinna í samvinnu við fram-
kvæmdastjórn ESB. Án efa muni
það takast.
Bush til Kína í lok mánaðarins
Guangsheng var spurður að því
hvaða áhrif hryðjuverkaárásirnar á
Bandaríkin 11. september sl. hefðu
haft á samskipti stórveldanna
tveggja, Kína og Bandaríkjanna.
Svaraði hann því til að samskiptin
hefðu þróast í jákvæða átt og nefndi
hann í því sambandi að George W.
Bush Bandaríkjaforseti væri vænt-
anlegur í heimsókn til Kína í lok
febrúar. „Löndin tvö hafa áttað sig á
því að eðlileg og góð samskipti þeirra
eru báðum í hag og að þau stuðla að
friði í heiminum sem og efnahags-
legri framþróun,“ sagði Guangs-
heng. Um árásinar almennt sagði
ráðherrann að öll veröldin væri sam-
mála um að berjast þyrfti gegn öllum
hryðjuverkum. „Kína er algerlega
mótfallið hryðjuverkum af nokkurri
tegund. Raunar höfum við mátt þola
okkar eigin hryðjuverkavá og kín-
verska stjórnin hefur því fordæmt
ódæðin sem framin voru í Bandaríkj-
unum af öllum mætti,“ segir hann.
„Á sama tíma erum við einnig þeirr-
ar skoðunar að mikilvægt sé að sömu
viðmiðum sé beitt gagnvart öllum
hryðjuverkum, sama hver fremur
þau,“ bætir hann við án þess að út-
skýra betur hvað í þeim orðum felst.
Um efnahagslegar afleiðingar
hryðjuverkanna segir Guangsheng
að sannarlega hafi þau ekki hjálpað
til einmitt þegar samdráttar hafi
orðið vart á heimsvísu.
„Við vonum auðvitað að senn rofi
til í efnahagsmálum,“ sagði
Guangsheng. „Kínverskt hagkerfi er
kannski ekki ýkja stórt nú um stund-
ir en þó mjög mikilvægt þegar horft
er til heimsins í heild sinni. Á síðasta
ári óx verg þjóðarframleiðsla í Kína
um 7,3%, svo dæmi sé tekið, og inn-
flutningur og útflutningur óx sam-
anlagt um 7,5%. Kína leikur því stórt
hlutverk í því verkefni að blása lífi í
alþjóðlegan efnahag og auka verslun
og viðskipti á nýjan leik,“ sagði Shi
Guangsheng, utanríkisviðskipta og
efnahagsmálaráðherra Kína.
Víða vaxtar-
broddur í
samskiptum
ríkjanna
Morgunblaðið/Ásdís
Shi Guangsheng, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, segir að hægt sé að auka samstarf Kína og Íslands.
’ Innganga Kína íWTO er afar mik-
ilvægt skref ‘
Viðskipti Íslendinga og Kínverja hafa auk-
ist stórlega á undanliðnum árum. Samstarf
þjóðanna má þó enn auka, að mati Shi
Guangsheng, utanríkisviðskipta- og
efnahagsmálaráðherra Kína.
Utanríkisviðskipta- og efnahagsmálaráðherra Kína í opinberri heimsókn á Íslandi
STJÓRN Pakistans kvaðst í gær
vera vongóð um að bandaríski
blaðamaðurinn Daniel Pearl, sem
var rænt í borginni Karachi 23.
janúar, fyndist á lífi þótt ekkert
hefði heyrst frá mannræningjunum
í fimm daga.
Kenneth Dam, aðstoðarfjár-
málaráðherra Bandaríkjanna,
ræddi málið í gær við Pervez
Musharraf, forseta Pakistans, og
fleiri pakistanska embættismenn.
Dam hvatti stjórn landsins til að
gera allt sem í valdi hennar stæði
til að bjarga blaðamanninum.
Pearl starfaði fyrir Wall Street
Journal og blaðið hefur hvatt
mannræningjana til að sanna að
hann sé enn á lífi. Þeir hafa ekki
sent frá sér neinar myndir af
blaðamanninum frá því á miðviku-
dag.
„Við erum bjartsýnir á að hægt
verði að bjarga Pearl,“ sagði Moin-
uddin Haider, innanríkisráðherra
Pakistans. Þegar Pearl var rænt
var hann að skrifa grein um ísl-
ömsk öfgasamtök og reyna að kom-
ast í samband við leiðtoga þekktrar
öfgahreyfingar, Mubarak Ali Shah
Gilani, sem var handtekinn í Kar-
achi í vikunni sem leið. Pakistönsk
yfirvöld sögðust ekki vita hvort
Gilani væri viðriðinn mannránið og
neituðu fréttum um að hann yrði
framseldur til Bandaríkjanna.
Pakistanskur embættismaður
sagði í gær að lögreglan væri að
leita að íslömskum öfgamanni, Mo-
hammads Hashims Qadeer, sem
hefði aðstoðað Pearl við að komast
í samband við leiðtoga íslamskra
öfgasamtaka. Lögreglan vonast til
að Qadeer geti upplýst málið og
vísað henni á mannræningjana.
Fréttir um að lík Pearls hefði
fundist voru dregnar til baka í gær.
Lögreglunni höfðu borist tölvu-
skeyti um að blaðamaðurinn hefði
verið líflátinn en í ljós kom að um
gabb var að ræða. Lögreglan í
Karachi handtók um helgina 16 ára
dreng sem grunaður er um að hafa
sent lögreglunni tvö tölvuskeyti
um mannránið til að blekkja hana.
Vonast til að finna blaða-
manninn á lífi í Pakistan
Karachi. AP, AFP.