Morgunblaðið - 05.02.2002, Page 28

Morgunblaðið - 05.02.2002, Page 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ UTANRÍKISVIÐSKIPTA- og efna- hagsráðherra Kína, herra Tang Jiax- uan, veitti í gær móttöku fyrsta ein- taki bókar um Kína sem Carol China ltd útgáfan hefur gefið út en bókin er sú þriðja í röðinni The New Millen- ium Series. Halldór Pálsson, forstjóri útgáf- unnar, ásamt Ólafi Gränz fylgdi bók- inni úr hlaði en fyrirhuguð er útgáfa á bókum um hvert eitt aðildarlanda Sameinuðu þjóðanna á næstu árum. Það var kínverski sendiherrann á Íslandi, herra Wang Ronghua, ásamt útgáfunni, sem efndi til athafnarinnar í tilefni af útkomu bókarinnar en fyr- irhugaðar eru á þessu ári sambæri- legar bækur um átta önnur lönd, Kanada, Danmörku, Finnland, Skot- land, Svíþjóð, Þýskaland, Noreg og Eistland. Halldór Pálsson segir hugmyndina að útgáfunni hafa kviknað hjá þeim Ólafi Gräns fyrir fjórum árum en þeir hafa báðir reynslu af útgáfumálum, hér heima og erlendis. „Við höfum verið svo lánsamir að margir hafa trú á okkur og hjálpað okkur með fjár- magn innanlands og erlendis,“ segir Halldór. Aðspurður segir hann kostnað við útgáfuna vera í kringum 100 milljónir á þessu stigi en nú þegar sé mikil eign í fyr- irtækinu. „Þetta er algjörlega íslensk framkvæmd. Við hófum útgáfuna með bók um Ísland í 10 þúsund ein- tökum og annarri um Færeyjar í sama upplagi. Á þessu ári koma svo átta næstu bækur út.“ Halldór segir bókunum ætlað að bregða upp jákvæðri og aðlaðandi mynd af hverju landi. „Hverri bók er ritstýrt og þær skrifaðar af heima- mönnum einsog þeir sjá land sitt. Þetta eru bækur sem geta nýst ferða- mönnum og fólki í viðskiptahugleið- ingum en fyrst og fremst er bókin ætluð til gjafa fyrir stofnanir og fyr- irtæki í hverju landi. Gjafir til ein- staklinga, stofnana og fyrirtækja sem þau vilja tengjast.“ Eins og að líkum lætur er mikið lagt í útlit bókanna. „Þær eru prent- aðar á mjög góðan pappír, bundnar í vandað leðurlíki með gyllingu á kili og hliðum og hver bók er í gjafakassa.“ Bókin um Kína er 224 síður og hana prýða 200 litmyndir eftir 120 ljós- myndara. „Hún gefur mjög góða yf- irlitsmynd af Kína. Höfundar textans eru tíu landsþekktir embættis- og fræðimenn í Kína, allir mjög háttsett- ir í stjórnkerfinu, annaðhvort ráð- herrar eða með sambærilega stöðu. Það er eiginlega einsdæmi að fá svona menn til að vinna fyrir sig.“ Bókin um Kína er á gefin út á tveimur tungu- málum, mandarín-kínversku og ensku. „Við stefnum að því að gefa hverja bók út á að minnsta kosti fjór- um tungumálum og framtíðardraum- ur er að gefa þær út á sem flestum tungumálum. Hugsjónin er sú að gefa út eina bók um hvert aðildarlanda Sameinuðu þjóðanna. Við stöndum núna á fyrsta þrepi en framhaldið lofar góðu því bók um Pólland er komin langt á veg og Arabaríkin hafa sýnt þessu mikinn áhuga og nú er verið að vinna að því að ná samkomulagi við Arababanda- lagið.“ Að sögn Halldórs hafa þau Stein- grímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti Ís- lands, veitt ómetanlega aðstoð við undirbúning útgáfunnar. „Vigdís er forseti útgáfuheiðursráðs, og hún hef- ur verið okkur mikill og góður ráð- gjafi og komið okkur í samband við marga af æðstu mönnum heimsins.“ Carol China ltd gefur út bók um Kína í röðinni The New Millenium Series Morgunblaðið/Þorkell Ólafur Ragnar Grímsson og Tang Jiaxuan veita fyrstu eintökum bók- arinnar viðtöku úr hendi Ólafs Gränz og Halldórs Pálssonar. Stefna að útgáfu bóka um allar þjóðirnar innan SÞ BRESKI leikarinn Dav- id Warner snýr aftur á svið breskra leikhúsa eftir 30 ára fjarveru í aðalhlutverki í Snigla- veislu Ólafs Jóhanns Ólafssonar. Sýningar á verkinu hefjast í Lyric- leikhúsinu í Lundúnum nú í febrúarmánuði. „Þetta er krafta- verk,“ sagði Warner um endurkomu sína í viðtali við Lundúnablaðið Evening Standard. Warner hefur ekki stig- ið á svið í Bretlandi sl. 30 ár, en hann hætti öllum sviðsleik vegna alvar- legs sviðsótta, sem gerði vart við sig í kjölfar taugaáfalls og slyss sem um tíma virtist hafa komið honum í hjólastól. Á þeim tíma þótti Warner með efnilegri breskum leikurum, þótt nafn hans sé ekki þekkt meðal yngri kynslóðarinnar. Warner þótti bera af í hópi ekki ómerkari leikara en Ian McKellen, Derek Jacobi og Mich- ael Gambon og var hann með skær- ari stjörnum Konunglega Shake- speare leikflokksins. Hann hlaut til að mynda einróma lof fyrir leik sinn sem Hinrik sjötti og Hamlet, enda færði hann, að mati gagnrýnenda, karakterunum nýja dýpt. Warner þótti þannig ná að gera hinn tauga- veiklaða Hinrik áhugaverðan og nú- tímaleg túlkun hans á Hamlet þótti víðsfjarri meðvitaðri ljóðrænu. Í kjölfarið bauðst Warner fjöldi hlutverka í breskum kvikmyndum og var það við gerð einnar slíkrar sem hann féll út um glugga og fót- brotnaði. „Það voru á kreiki sögu- sagnir um að ég hefði reynt að fremja sjálfsmorð, eða að ég neytti eiturlyfja.“ Warner neitar öllu slíku, en segist trúa því að á þessum tíma hafi hann verið nálægt því að fá taugaáfall. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá, en þetta var allt mjög skrýtið.“ Þegar hann svo sneri aftur á svið eftir sjúkra- húsleguna áttaði hann sig á því að hann þjáðist af miklum sviðsótta. „Hann hafði læðst upp að mér og ég skildi þetta ekki. Bara það að fylgj- ast með leikriti, bara það að vera inni í leik- húsi varð skrýtið.“ Eftir leik sinn í uppfærslu á Great Exp- ectations eftir Charles Dickens dró hann sig því í hlé. Það var síðan í lok níunda áratugarins að hann flutti til Bandaríkjanna ásamt konu sinni og lék þar í nokkrum kvikmyndum. „Ég var að leika í ruslmyndum mest allan tíman – þótt þar hafi einnig verið nokkrar góðar myndir sem ekki slógu í gegn.“ Það var síðan fyrir fimm árum að hann áttaði sig á að sviðsóttinn var horfinn. Hann fór þá að velta fyrir sér hvort hann ætti að taka þátt í sýningum hjá minni jaðarleikhúsum Los Angeles og tókst það vel. „Þetta var yndislegt. Frá þeirri stundu að ég áttaði mig á því að sviðs- óttinn var horfinn skildi ég sannleiks- gildi orðanna: Þú hefur ekkert að ótt- ast nema óttann sjálfan.“ Endurkoma Warner til Bretlands þar sem hann nú tekur þátt í upp- færslu Sniglaveislunnar hefur að vonum vakið athygli breskra fjöl- miðla og telur Evening Standard að hans bíði hlýjar viðtökur er hann stígur fyrst á svið. „Ég missti af 30 árum í leikhúsinu,“ segir Warner og bætir við með nokkurri sjálfhæðni að gamanleikarinn í sér hafi ekki fengið að njóta sín. David Warner David Warner í Sniglaveislu Ólafs Jóhanns Aftur á svið eftir 30 ár BEVERS saga er riddarasaga sem hefur verið þýdd úr fornfrönsku eftir ljóðsögu frá tólftu öld, Boeve de Haumtone. Ritstýrð af Christ- opher Sanders. Í kynningu seg- ir m.a.: „Til er brot úr handriti Bev- ers sögu frá miðri fjórtándu öld, en tvö skyld handrit eru frá því um 1400 og um 1470. Öll varðveitt handrit sögunnar eru íslensk, en óvíst er hvort hún hefur verið þýdd á Íslandi eða í Noregi eða hvenær þýðingin hefur verið gerð. Önnur gerð sögunnar hefur verið til í mið- aldahandriti sem glataðist í eldi í Stokkhólmi, en til er eftirrit þess á pappír. Allir þessir textar eru birtir í útgáfunni ásamt franska textanum sem þýtt er eftir. Í inngangi er gerð grein fyrir varðveislu sögunnar og hvernig hin íslenska þýðing víkur frá frumtextanum. Sagan um Boeve eða Bevers var feikilega vinsæl á miðöldum og er til á öllum helstu þjóðtungum Evrópu. Úgefandi sögunnar, Christopher Sanders, vann um skeið að verkinu við Stofnun Árna Magnússonar, en hefur um árabil verið einn af rit- stjórum Orðabókar Árnanefndar í Kaupmannhöfn. Útgefandi er stofnun Árna Magn- ússonar á Íslandi. Bókin er 400 bls. kilja. Verð: 4.800 kr. Háskóla- útgáfan sér um dreifingu. Riddarasaga Sæmdarmenn – Um heiður á þjóðveldisöld hef- ur að geyma greinar eftir Gunnar Karlsson, Helga Þorláks- son, Sólborgu Unu Pálsdóttur, Sverri Jakobsson og Torfa H. Tul- inius. Í kynningu segir m.a.: „Hetjur Ís- lendingasagna töldu skammarlegt að flýja, jafnvel þótt við ofurefli væri að etja. Heiður þeirra bauð þeim að verja sig. Þetta virðist mörgum bein- línis óskynsamlegt: Hvers vegna þessi áhersla á heiður undir slíkum kringumstæðum? Þetta hefur oftast verið skýrt með tilfinningu, heiður hafi verið tilfinningalegt og ein- staklingsbundið ástand. Skilningur á heiðri í þjóðveldinu (930–1262) hefur verið að breytast á síðustu árum. Í bókinni er haft að leiðarljósi að heiður átti félagslegar rætur og hafði félagslega merkingu en var ekki aðeins missterk tilfinning eða flögrandi hugmynd.“ Útgefandi er Hugvísindastofnun Háskóla Íslands. Bókin er 158 bls., kilja. Verð: 2.490 kr. Sagnfræði Sunnan við mær- in vestur af sól er eftir japanska rit- höfundinn Haruki Murakami. Hajime elst upp sem einbirni og honum virðist sem allir í kring- um hann eigi bræður eða syst- ur. Nánasti vinur hans er stúlka á hans reki, Shimamoto, líka einbirni. Þegar Hajimi flyst með fjölskyldu sinni missir hann sambandið við hana. Síð- an líða árin og Hajimi rekur stefnu- laust áfram uns hann loks finnur hamingju hjá eiginkonu og tveimur börnum. Hann hefur rekstur á djass- bar sem öðlast mikla hylli og allt virð- ist í lukkunnar velstandi. Þá birtist Shimamoto. Á síðustu árum hafa skáldsögur Haruki Murakami vakið athygli bæði í heimalandi höfundar og víðast ann- ars staðar í heiminum. Útgefandi er Bjartur. Bókin er 197 bls., prentuð í Nørhaven. Kápu gerði Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir. Þetta er 13 bókin í neon-bókaflokki Bjarts. Verð: 1.880 kr. Skáldsaga zetti, Seldu brúðinni eftir Smet- ana, Faust eftir Gounod. Gunnar hefur verið að syngja hlutverk Ferrando í Cosi fan tutte eftir Mozart í ríkisóperunni í München, og síðasta verkefni Kristins var hlutverk Hundings í Valkyrjunum eftir Wagner í óp- erunni í Köln. ÓPERUSÖNGVARARNIR Kristinn Sigmundsson og Gunnar Guðbjörnsson munu, ásamt Jón- asi Ingimundarsyni píanóleikara, halda tónleika í Salnum í Kópa- vogi 21. og 22. febrúar. Á efnisskránni verða m.a. aríur og dúettar úr Töfraflautu Moz- arts, Ástardrykknum eftir Doni- Gunnar Guðbjörnsson Kristinn Sigmundsson Jónas Ingimundarson Gunnar og Kristinn saman í salnum Cyrano frá Berg- erac er leikrit eftir Edmond Rostand í íslenskri þýðingu Kristjáns Árnason- ar sem ritar einnig inngang um leik- ritið og höfund þess. Nú um stundir standa yfir sýningar á leikritinu í Þjóðleikhúsinu. Cyrano de Bergerac er eitt þekkt- asta leikrit heimsbókmenntanna. Það var frumsýnt í París árið 1897 og sló samstundis í gegn. Cyrano er afburðamaður í flestum greinum en afskaplega ófríður, einkum hefur hann ama af sínu gríðarstóra nefi. Það torveldar honum að öðlast ástir kvenna, en hin gullfallega Roxana á hug hans allan. Hún heillast hins vegar af hinum snoppufríða Christian de Neuvillette, þótt ekki sé honum gef- in andlega spektin. Þegar þeir Cyrano leggja saman verður útkoman hinn full- komni maður sem Roxana hrífst af, en spurningin er: Hvort er það fríðleiki de Neuvillette eða andríki Cyranos sem sigrar hjarta hennar? Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 202 bls. prentuð í Offset hf. Auglýs- ingastofa skaparans hannaði kápu en Grímur Bjarnason tók kápumynd en hún sýnir Stefán Karl Stefánsson í hlutverki Cyranos í uppsetningu Þjóð- leikhússins. Leikrit mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.