Morgunblaðið - 05.02.2002, Page 36

Morgunblaðið - 05.02.2002, Page 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í slenzk tunga er tilveru- grunnur okkar. Það er vegna hennar, sem við er- um Íslendingar. Þegar vel liggur á okk- ur vitnum við til skáldsins og segj- um, að íslenzk tunga eigi orð yfir allt sem er hugsað á jörðu. Það gerist þó ekki af sjálfu sér. Fjöldi manns leggur hönd á plóg til þess að hún geti haldið í horfinu; tekið þeim breytingum í tímans rás, sem duga henni til nýrra líf- daga. En hjá okkur kemur end- urnýjunin innan frá. „Í orku vors máls er eilífð vors frama,“ sagði Einar Bene- diktsson. Oft er sagt, að áhugi Íslend- inga á móð- urmálinu eigi engan sinn líka á byggðu bóli. Þeg- ar að er gáð má þetta líkast til vera rétt. Það er ekki einasta að sér- menntaðir íslenzkufræðingar ráði ráðum sínum, heldur koma fjöl- margir einstaklingar í öðrum starfsstéttum að þróun móð- urmálsins með margvíslegum hætti; m.a. orðasöfnun og nýyrða- smíð. Þegar íslenzk tunga er ann- ars vegar leggja bæði lærðir og leikir orð í belg. Á síðasta ári beindi bréfritari í Morgunblaðinu orðum sínum til forystumanna verkalýðshreyfing- arinnar og bað þá leggja af orðið ófaglærður, sem hann taldi fela í sér ákveðna lítilsvirðingu við þá, sem um var rætt. Annar bréfritari sagði, að ekki einasta þyrfti til orðhagan mann, heldur frekar smekkvíst málskyn þjóðarinnar og hann líkti orðavali þess við val bóndans á líflömbum. Og hver man ekki allar grein- arnar um þúsöld, teinöld og tugöld á sínum tíma. Á dögunum heimsótti ég Ís- lenska málstöð og var þá einkum á höttunum eftir þeim hluta starfs þar, sem snýr að nýyrðum og orða- söfnum. Það sýndi sig, að almenningur tekur virkan þátt í því starfi; bæði með því að hafa samband við mál- stöðina út af einstökum orðum og ekki síður með stöðugu starfi í mörgum orðanefndum, sem eru í sambandi við málstöðina og birta afraksturinn í orðabanka á Netinu, sem allir geta gengið í. Í orðabankanum eru nú 38 orða- söfn komin í birtingu, en fjórtán til viðbótar eru í vinnslu á vinnusvæði bankans. Slíku svæði fá þeir út- hlutað, sem vilja taka saman orða- safn. Ég sakna þess að stéttarfélag mitt; Blaðamannafélag Íslands, skuli ekki hafa sett á laggirnar orðanefnd og náð sér í vinnusvæði í orðabanka Íslenskrar málstöðvar. Þess þá heldur sem félagið til- nefnir einn fulltrúa í Íslenska mál- nefnd, sem rekur Íslenska mál- stöð. Það er nú einu sinni svo, að ekki einasta verður íslenzkan að leika okkur blaðamönnunum á tungu, við verðum líka að geta skrifað hana af fingrum fram. Hvað sem allri tækni líður, þá er íslenzk tunga mitt verkfæri. Þetta viðhorf verð ég að skrifa á íslenzku til þess að það verði birt í Morgunblaðinu. Og það gengur ekki að ég sletti eða misþyrmi móðurmálinu. Ég bið al- mættið að forða mér frá því á hverjum degi! Samt gerast slysin. Þótt starfs- bræður mínir fari upp til hópa vel með móðurmál okkar, hendir það stundum, þegar ég les Morg- unblaðið yfir morgunkornfleksinu, að ég lendi í slíku málfarsslysi, að mér er dagurinn dimmur til kvölds. Og enn tíðar fallast mér hendur, þegar einhver útvarps- maðurinn lætur ljós sitt skína. Sem er auðvitað afleitt, þegar ég hlusta á útvarpið í bílnum sitjandi undir stýri! Morgunblaðið hefur, auk alls annars efnis um íslenzkt mál, fjallað sérstaklega um „flug- íslenzku“ og „fjalla-íslenzku“; út- lenzkuskotinn talsmáta flugliða og þeirra fjallamanna, sem að virkj- unum vinna á hálendinu. En það sem helzt hann varast vann, varð þó að koma yfir hann! Ég þarf hvorki að fara til fjalla eða í flug til þess að ósköpin dynji yfir. Ég þarf ekki annað en að fylgja þessu viðhorfi eftir í fram- leiðslu hér innanhúss. Spurt er: „Er viðhorfið komið í njú storís eða reddí storís?“ þegar menn vilja vita, hvort ég sé búinn að senda viðhorfið frá mér til vinnslu inn í blaðið; hvort það sé nýliði á vinnslustiginu eða lengra- komið. Og svo segjum við; „að seifa, klósa og dönna“, þegar átt er við, hvort viðhorfið hafi verið vist- að í tölvukerfinu, því lokað og vinnu við það lokið. Móðurmálsmorðinginn er lævís og lipur. Við tölum um að draga efni inn á síðu (e: assign), sem er myndræn lýsing á framkvæmd- inni, en þegar efnið gengur af eða passar ekki, tölum við ekki um að draga efnið af síðunni, heldur tök- um okkur í munn orðskrípið að önassæna ( e: unassign). Þegar ég segi við þá meina ég við, því það er ekki eins og ég hafi aldrei tekið mér þessar slettur í munn! Ég er bullandi sekur. Þetta enskuskotna mál er nefnilega lenzka hér. Því þurfum við Morg- unblaðsmenn að breyta! Ég tel, að fjölmiðlaorðabók þurfi að líta dagsins ljós. Prent- tæknistofnun gaf fyrir nokkrum árum út Orðabók prentiðnaðarins; íslenzk-enska orðaskrá með skýr- ingum. Nú öfunda ég þá af því framtaki. Ég hitti um daginn tvo unga menn, sem í námi í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands fundu sárt til skorts á íslenzkum orðum yfir hugtök námsefnisins, sem var mestanpart á útlenzku. Þeir vildu losna við enskuskotið fræðimál, tóku sig til og tóku sam- an enskt-íslenzkt orðasafn fyrir stjórnmálafræði. Við blaðamenn ættum að taka okkur þessa menn til fyrirmyndar. Ef við viljum vera menn til að benda á flísarnar í augum bræðra okkar, verðum við fyrst að fjar- lægja fjólurnar úr eigin fangi. Er þetta „seifað“ og „dönnað“? Hér er fjallað um íslenzka tungu, sem er ekki einasta tilverugrunnur og móð- urmál blaðamannsins heldur og verk- færi hans í vinnu fyrir daglegu brauði. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is SÆNSKA stór- skáldið Astrid Lind- gren lést hinn 28. jan- úar 2002 og eftir nokkrar vikur munum við Íslendingar halda upp á 100 ára fæðing- ardag Halldórs Lax- ness. Þá koma upp í hugann tengslin á milli Íslands og Sví- þjóðar. Hver eru þessi tengsl og hvers virði eru þau? Tengsl- in eru margvísleg en skoðum nánar þessar tvær persónur sem hafa haft svo djúp áhrif á líf þessara tveggja þjóða. Við Íslendingar þekkjum betur Halldór Laxnes og þann boðskap sem hann flutti okk- ur í verkum sínum. Lítilmagninn var ofarlega í huga Laxness og birtist í ýmsum myndum, þótt hann væri ekki í gervi barna eins og hjá Astrid Lindgren. Nú fyrir síðustu jól kom út skáldsagan Höf- undur Íslands eftir Hallgrím Helgason rithöfund og síðan hafa sagnfræðingar tekið upp umræðu um Halldór Laxnes, ekki aðeins verk hans heldur einnig hann sem samtíðarmann eftirstríðsáranna, hans pólitisku afskipti og sýnist sitt hverjum eins og við mátti bú- ast. Daginn eftir að Astrid Lindgren dó rifjaði sænska pressan upp lífs- hlaup hennar. Bækur hennar hafa selst í yfir 130 milljónum eintaka og hafa alls staðar notið mikilla vinsælda. Þar kom einnig frásögn- in af deilum Astrid við sænsk skattayfirvöld. Hér var bent á að þetta voru einu póli- tísku afskipti Astrid Lindgren og áttu þau eftir að draga dilk á eftir sér. Astrid skrif- aði söguna Pomperi- possa i Monismanien í dagblaðið Expressen hinn 16. mars 1976 eftir að hún hafði orð- ið vör við að skatt- lagning sósíaldemo- krata var ekki í anda þeirrar jafnaðarstefnu sem þeir stóðu fyrir. Hún spurði hvernig það mætti vera að hún og aðrir í einstak- lingsrekstri þyrftu að greiða 102% í skatta. Ríkisstjórnin brást til varnar með Gunnar Sträng fjámálaráðherra í broddi fylkingar og ásakanir Astrid voru ræddar í sænska þinginu. – Ja, be- rätta sagor kan fru Lindgren men räkna kan hon inte, sa Sträng från talarstolen. – Sósíaldemokratar hröktust frá völdum hálfu ári síðar í fyrsta sinn í 44 ár eftir að skatta- málin urðu kosningamál. Astrid sagði í blaðaviðtali nokkru síðar: „ Á þessum tíma var ég málkunnug Sträng. Ég ræddi við hann um þessi 102% og hvernig þetta væri mögulegt. Þessu verður að breyta, sagði ég. Svona mörg prósent eru ekki til, en nei, hann vildi ekki breyta þessu.“ Síðar kom í ljós að villa var í skattakerfinu sem or- sakaði þessa skattlagningu. Þetta atvik fer ekki úr minni Svía og á dánardegi hennar þegar forsætis- ráðherra Svíþjóðar, Göran Person, minntist Astrid Lindgren sagði hann meðal annars: „Pomperi- possa sagan er svo lítill hluti af hennar verkum að það er erfitt að fjalla um hana sérstaklega á þeim degi sem Astrid er öll, sagði Per- son. Hún var stærri en svo, en lík- lega hafði hún rétt fyrir sér.“ Þessi litla saga er enn í fersku minni Svía á sama hátt og við Ís- lendingar erum minnugir dyggðar stúlkunnar Guðrúnar, í sögu Lax- ness af brauðinu góða; stúlkunnar sem villtist í þoku á Mosfellsheiði er hún var að ná í hverabrauð fyr- ir húsbændur sína. Þegar hún fannst nokkrum dögum síðar hafði hún ekki snert brauðið vegna þess að henni var trúað fyrir því. Brauðið var síðan gefið hestum. Sænsk-íslenska verslunarráðið hefur á stefnuskrá sinni að auka tengsl og viðskipti milli landanna. Þegar kemur að menningarmálum er af miklu að taka í samskiptum þessara þjóða. Þegar hins vegar kemur að vöruviðskiptum höfum við Íslendingar ekki mikið að bjóða þessum frændum og vinum í Svíþjóð. Hér erum við einfaldlega í harðri samkeppni um vörur og eðlilega er erfitt að keppa við iðn- aðarframleiðslu sem á sér eins langa og glæsta sögu eins og iðn- Menning og viðskipti Hjörtur Hjartar Svíþjóð Sænsk-íslenska versl- unarráðið, segir Hjörtur Hjartar, hefur á stefnu- skrá sinni að auka tengsl og viðskipti. AÐ FÁ gervitennur upplifir fólk mjög mis- munandi frá einni manneskju til annarr- ar. Hversu vel sem tennurnar eru unnar er það í höndum not- andans hversu vel þær endast. Góð hreinsun á munni og gervitönnum og reglulegt eftirlit er ævinlega mikilvægt, ekki síst þegar um gervitennur er að ræða. Við hreinsun gervi- tanna skilur á milli tannburstunar og kemískrar hreinsunnar. Hægt er að fá sérstaka tannbursta fyrir gervi- tennur og slímhúð munnsins sem er nauðsynlegt fyrir daglega umönnun munns og tanna. Best er að nota sérstök tannhreinsiefni sem ætluð eru sérstaklega fyrir gervitennur. Notið aldrei venjulegt tannnkrem með slípimassa, það skaðar gervi- tennurnar. Bakteríuskán og munnvatn mynda tannstein sem oft sest á þá fleti sem eru hrjúfir og rispaðir og ekki nægjanlega vel hreinir. Hægt er að fá sérstakt hreinsiefni (tannsteinsfjerner) sem leysir upp tann- stein og litarefni af gervitönnum. Tóbaks- reykingar, kaffi, te og ýmis matvara litar tennurnar. Vikuleg hreinsun á gervitönn- um með tannsteins- hreinsi er því nauðsyn- leg, þá ná tannsteinn og litarefni ekki að festast við gervitennurnar og þær haldast glansandi hreinar. Til að halda munninum heilbrigð- um er nauðsynlegt að bursta gervi- tennur og munnhol minnst tvisvar á dag með þar til gerðum hreinsiefn- um (proteserens). Ekki er nægjanlegt að leggja gervitennur í bleyti í freyðitöflur, sem reyndar er matarsódi í töflu- formi. Það getur verið gott sam- hliða tannburstun en kemur ekki í staðinn fyrir reglulega tannburstun, hana þarf að framkvæma minnst tvisvar á dag. Fljótandi handsápa var notuð þegar hreinsiefni fyrir gervitennur voru ófáanleg, en sá tími er liðinn og í dag þarf enginn að hreinsa munn og gervitennur með hand- sápu eða fljótandi sápu, eins og ráð- lagt er á heimasíðu tannlækna- félagsins og tannheilsuvef tannverndarráðs. Í öllum helstu apótekum landsins fást góð hreinsiefni fyrir munn og gervitennur, framleidd úr náttúru- legum efnum eins og aloe vera, tea tree, lavendil, kamillu, salvíu, krus- myntu, japanskri piparmyntu og myrru. Þau hreinsa og sótthreinsa bæði gervitennur og munn. Þessi efni eru framleidd í samvinnu við tannheilsufagfólk í Danmörku sem tryggir hámarksárangur, Tea tree- olían hefur verið rannsökuð og reynd af hópi vísindamanna og lækna og vinnur á allt að þrettán mismunandi bakteríum, 27 svepp- um. Náttúrulegar olíur efnanna græða sár, drepa sveppi, eru deyf- andi, kælandi, sótthreinsandi og örva munnvatnsrennsli. Í efnunum er einnig að finna B- og E-vítamín, sem styrkja blóðrennslið og flýta fyrir endurnýjun á slímhimnufrum- unum. Þau berast með plastefni tanngómsins til slímhúðar munns- ins. Ef slímhúð munnsins er hrein og gervitönnunum haldið í stöðugu og jöfnu biti með eðlilegu eftirliti og endurnýjun er það ágæt forvörn til að koma í veg fyrir sjúkdóma í munnholi. Dagleg krafa Samviskusamleg munn- og gervi- tannahreinsun er mikilvæg bæði fyrir þig og þá sem þú umgengst. Léleg munnhreinsun þýðir að mat- arleifar liggja og gerjast í munn- inum. Afleiðingin getur verið and- remma, áblástur, frunsa, sýking og sveppir. Lágmarkskrafa: 1. Skolið gervitennur og munn eftir hverja máltíð. 2. Burstið vandlega slímhúð, tungu og gervitennnur minnst tvisvar á dag með þar til gerðum efnum. Veffang: www.vortex.is/ir- isbg Þriðja tannsettið! Íris Bryndís Guðnadóttir Höfundur er klínískur tann- smíðameistari og tanntæknir. Tannvernd Best er, segir Íris Bryndís Guðnadóttir, að nota sérstök tann- hreinsiefni sem ætluð eru sérstaklega fyrir gervitennur. M O N S O O N M A K E U P lifandi litir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.