Morgunblaðið - 05.02.2002, Síða 39

Morgunblaðið - 05.02.2002, Síða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 39 Breyting á nettóskuldastöðu 1993 - 2001/2002 (Skv. fjárhagsáætlun Rvk. og Kóp. 2002) (Í milljörðum króna) 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Ríkissjóður 130.6 144.9 155.4 168.2 172.3 151.3 118.8 123.3 116.7 Vísitala 100 111 119 129 132 116 91 94 89 Landsvirkjun 67.1 65.4 61.6 57.5 59.5 66.8 68.6 76.7 Vísitala 100 105 99 93 96 108 111 124 Sveitarfélög 14.6 22.2 25.1 24.2 25 30.1 29.4 34.9 37.7 Vísitala 100 152 172 166 171 206 201 239 258 Reykjavíkurborg *) 3.9 7.9 9.7 10.7 13.3 19.6 20.8 24.6 29 33.2 Vísitala 100 214 262 289 359 530 562 665 784 897 Kópavogsbær *) 3.1 4.5 5.2 5.7 6.3 6.6 6.7 6.9 7.1 7.0 Vísitala 100 122 141 154 170 178 181 186 192 189 *)Samstæðureikningur (Heimildir: Peningamál - Seðlabanki Íslands, maí 2001, bls. 84, og ársreikn. Reykjavíkurborgar og Kópavogs) FYRIR kosning- arnar 1994 var harka- lega tekist á um fjár- mál borgarinnar. Íslendingar fóru þá í gegnum mikla kreppu og fór Reykjavíkur- borg ekki varhluta af því. Tekjur minnkuðu á milli ára, farið var út í verkefni til að við- halda atvinnu í borg- inni og skuldir jukust. Frambjóðendur R- listans með Ingi- björgu Sólrúnu í broddi fylkingar fóru hörðum orðum um fjármálastjórn sjálf- stæðismanna og lofuðu að lækka skuldir borgarinnar ef þau kæm- ust til valda. Skuldir borgarinnar Í stefnuskrá listans sem gefin var út fyrir kosningarnar segir á blaðsíðu 26: 1. Gerð verði áætl- un til langs tíma um að greiða upp skuldir borgarinnar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur safnað.“ Hverjar skyldu nú efndirnar vera eftir tæplega átta ára valdatímatímabil þar sem tekjur borgarinn- ar voru hærri en áður hafði þekkst? Hvað ætli R-listinn hafi lækkað skuldirnar mikið? Staðreyndin er að hrein skuldastaða borgarinnar hefur farið úr 3,7 milljörðum árið 1993/ 94 í 33,2 milljarða áramótin 2002/ 03. Skuldirnar hafa nær því nífald- ast. R-listinn hefur hækkað skuld- ir um 9 milljónir króna á hverjum einasta degi frá því að listinn tók við stjórn borgarinnar. Gott og vel, gæti einhver sagt, þeir stóðu ekki við loforðin – er þetta ekki í samræmi við skuldaaukningu ann- arra opinberra aðila? Undirritaður skoðaði þróunina hjá ríkissjóði, Landsvirkjun, sveitarfélögum í heild og Kópavogsbæ í samanburði við Reykjavík og niðurstaðan er sú að Reykjavík er í algerum sér- flokki hvað varðar skuldaaukn- ingu. Um er að ræða háar upp- hæðir og það er einfaldast að bera saman þessa aðila með því að stilla skuldirnar í árslok 1993 á vísitöl- una 100. Með því að gera það sést þróunin mjög vel. SJÁ TÖFLU Augljóst er af þessum saman- burði að skuldasöfnun borgarinnar er miklu meiri en annarra opin- berra aðila. Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað en skuldir annarra aðila hafa hækkað. Þannig hafa t.d. skuldir sveitarfélaganna í heild hækkað á vísitölukvarðanum úr 100 í 258 sem er mikil hækkun en skuldir borgarinnar hafa hækkað úr 100 í 897! Borgarstjóri lagði sérstaklega út frá því við framlagningu síðustu fjárhagsáætlunar að stjórnmála- menn yrðu að vera samkvæmir sjálfum sér og orð þeirra skyldu standa. Orðrétt sagði borgarstjóri: ,,Okkur sveitarstjórnarmönnum er sýndur mikill trúnaður með um- boði til þess að ráðstafa skattpen- ingum borgaranna til samfélags- legra verkefna. Þar þurfum við að vera trú stefnu okkar og fyrirheit- um, jafnt þeim sem gefin eru í að- draganda kosninga og við önnur tilefni.“ Borgarstjóri hefur aug- ljóslega fallið á því prófi sem að hún hefur sett fram sjálf. Borg- arstjóri lofaði því að lækka skuldir borgarinnar árið 1994 en hefur aukið þær jafnt og þétt eða um 9 milljónir á dag frá því að hún tók við. Hvers vegna fjölmiðlar þessa lands hafa ekki tekið þetta mál fyrir er mér hulin ráðgáta en það ber að hafa í huga að borgarstjóri er ekki inntur eftir efndum á lof- orðum sínum í neinum málum. Á einhverjum tímapunkti ákváðu ís- lenskir fjölmiðlar að veita henni friðhelgi. Af hverju veit ég ekki en ég veit að það er ekki gott fyrir fólkið í borginni. Fjármál borgarinnar – orð og efndir Guðlaugur Þór Þórðarson Óráðsía R-listinn hefur hækkað skuldir um 9 milljónir króna á hverjum einasta degi, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, frá því að listinn tók við stjórn borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi. NÚ ERU liðin tæp fjögur ár frá því að gagnagrunnsmálið varð opinbert. Fyrst kom Perlusýningin fræga með samningn- um við Hoffmann - La Roche í febrúar 1998. Mánuði síðar birtist „frumvarp heilbrigðis- ráðherra“ eins og þruma úr heiðskíru lofti. Hið rétta er hins vegar að Baldur Guð- laugsson hrl., nú ráðu- neytisstjóri fjármála- ráðuneytisins, og dr. Kári Stefánsson voru tilbúnir með uppkast að frumvarpi í júlí 1997. Kári faxaði það til skrifstofustjóra í heilbrigðis- ráðuneytinu í byrjun september s.á., sjá bók Guðna Th. Jóhannessonar, Kári í jötunmóð, bls. 170-178 og www.mannvernd.is., sett inn 07.09. 2001. Mörgum er væntanlega enn í fersku minni atgangurinn á Alþingi vorið 1998 þegar frumvarp að lögum um miðlægan gagnagrunn á heil- brigðissviði þurfti að fá skyndiaf- greiðslu. Því var haldið fram að í harðri keppni vísindanna væru bara fyrstu verðlaun og þar sem erfða- mengi mannsins yrði brátt gjör- þekkt mætti engan tíma missa. Þeg- ar frumvarpinu var frestað til haustsins var alið á sektarkennd gagnrýn- enda með því að verið væri að spila póker með örlög starfsmanna Íslenskrar erfðagrein- ingar/deCODE. Tvö ár eru frá því að Ingibjörg Pálmadóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, rétti Kára starfsleyfið að gagnagrunninum í janúar 2000. Samtímis stofnaði Kári svokall- aðan velferðarsjóð barna og lagði til hans hlutabréf sem Ingi- björg veitti viðtöku, barna sem eru rétt- indalaus í gagnagrunninum þar til þau verða átján ára! Andvirði þess- ara bréfa var sagt vera hálfur millj- arður króna. Hvert er það í dag? I Líklega hefur gagnagrunnshug- myndin verið tröllvaxið sölutrikk, hlutabréfablaðra. Og víst hafa hluta- bréf deCODE, misjafnlega grá, gengið kaupum og sölum. Rödd for- seta Íslands, hr. Ólafs Ragnars Grímssonar, um varfærni og sparn- að í áramótaræðunni verður hjá- róma þegar minnzt er framlags hans í þessu máli jafnt innanlands sem ut- an. Ekkert bólar á gagnagrunninum. Hins vegar hafa útlendir áhættufjár- festar og lykilstjórnendur deCODE makað krókinn með dyggri aðstoð ís- lenzkra stjórnvalda á kostnað auð- trúa Íslendinga. Sumarið 1999 voru ríkisbankarnir látnir kaupa hlutafé af áhættufjárfestunum og aðal- stjórnendum deCODE fyrir sex milljarða króna. Í framhaldi af því keyptu Kári Stefánsson, forstjóri, og Hannes Smárason, aðstoðarfor- stjóri, deCODE stóra hluti í FBA- bankanum. Orcan-hópurinn kom að vísu með óvæntan millileik sem setti áform þeirra um kaupin í uppnám og Davíð Oddsson, forsætisráðherra, úr jafnvægi eins og frægt varð haustið 1999. Lokatakmarkinu var svo náð ári síðar með skráningu deCODE á Nasdaq hlutabréfamarkaðinn og út- boði þar í júlí 2000. Nú nokkrum misserum síðar eru margir Íslend- ingar að vakna upp af draumi sem hefur breytzt í martröð. Sennilega hafa það fyrst og fremst verið Ís- lendingar sem slógust um hlutabréf- in í frumútboðinu á Nasdaq. Von er að fleirum en Jónasi Kristjánssyni, ritstjóra Fréttablaðsins, verði hugs- að til Enrons-hneykslisins, sbr. leið- ara hans 21. janúar síðastliðinn. II Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. lætur víða til sín taka. Hann lá ekki á liði sínu við vini sína, Davíð Oddsson, forsætisráðherra, og Baldur Guð- laugssson hrl. og samdi ásamt Karli Axelssyni hrl. ítarlega lögfræðilega greinargerð til stuðnings gagna- grunninum. Í Ríkissjónvarpinu á dögunum sagði Jón Steinar að til- tekin niðurstaða í dómsmáli særði réttlætiskennd sína og lagði mikla áherzlu á þau orð sín. Einmitt. Vinnubrögð þeirra skólabræðra, Kára Stefánssonar og Davíðs Odds- sonar, forsætisráðherra, særa rétt- lætiskennd mína. Kári sagði nýlega frá því í þætti Jóns Ársæls á Stöð 2 að þeir Davíð hefðu hitzt á 25 ára stúdentsafmæli 1995. Þar hefðu þeir sammælzt um gagnagrunnsáformin og innsiglað fóstbræðralagið með viðeigandi athöfn inni á salerni. Nýj- um herrum fylgja nýir siðir. III Það særir réttlætiskennd mína hvernig Davíð og Kári nota ríkis- kerfið. Hvernig þeir hyggjast nota ríkiseinokun í heilbrigðiskerfinu til að stýra læknisstarfi mínu á gerræð- islegan hátt. Það særir réttlætis- kennd mína hvernig ríkisbankarnir hafa verið misnotaðir í þeirra þágu og hvernig ákveðnir læknar hafa fengið að braska með gögn sjúkra- húsanna í þágu hagsmuna Kára og sjálfs sín. Það særir réttlætiskennd mína ómælt þegar ríkisendurskoðandi lætur starfsmenn sína leita að týnd- um teskeiðum á heilsugæslustöðvum en gerir ekkert í málum samstarfs- læknanna svokölluðu. Gerir ekkert þótt prófessorinn í geðlækningum reki eigið fyrirtæki sem á umtals- verðan hlut í ÍE/deCODE inni á geð- deild Landspítala - háskólasjúkra- húss. Um þetta má lesa í opinberum gögnum, t.d. skráningargögnum de- CODE vegna Nasdaq-hlutabréfaút- boðsins. (Hjá Security and Exc- hange Commission í Washington, DC.) Berin eru súr sagði prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson um nóbelsskáldið okkar á Skjá einum á dögunum. Þar sagði Hannes Hólm- steinn að Halldór hefði snúizt til villutrúar vestur í Kaliforníu vegna persónulegra vonbrigða, í sjálfu landi tækifæranna. Því skal nú efnt til uppgjörs við Halldór Kiljan Lax- ness. Hannes Hólmsteinn kvaðst að vísu virða skáldið en hann væri ekk- ert viss um að hann virti manneskj- una Halldór Laxness! Það særir réttlætiskennd mína þegar endaskipti eru höfð á sann- leikanum og stórmenni andans smækkuð í pólítískum tilgangi. Hall- dór Laxness hafði ríka réttlætis- kennd og hugrekki til þess að segja samlöndum sínum til syndanna vest- an frá Kyrrahafsströnd og víðar. Af hverju gera það svo fáir nú? Er blaðran sprungin? Jóhann Tómasson Gagnafrumvarp Það særir réttlæt- iskennd mína, segir Jóhann Tómasson, þeg- ar endaskipti eru höfð á sannleikanum og stór- menni andans smækkuð í pólítískum tilgangi. Höfundur er læknir. flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is ÁRMÚLA 21, 533 2020 HANDKLÆÐAOFNAR Mikið úrval handklæðaofna á baðherbergið. Stærðir frá 60-181 cm. ÁFERÐ: HVÍT EÐA KRÓMLITUÐ.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.