Morgunblaðið - 05.02.2002, Side 44

Morgunblaðið - 05.02.2002, Side 44
MINNINGAR 44 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284  Erfisdrykkjur Fóstbræðraheimilið Langholtsvegi Ný uppgerður veitingasalur Upplýsingar í síma 861 4243 og 568 5206 Vinur minn Jóhann I. Guðmundsson er lát- inn og hetjulegri bar- áttu hans lokið. Mig langar að minnast Didda, eins og hann var kallaður, í nokkrum orðum. Fyrst man ég eftir honum sennilega árið 1946 en þá bjuggu foreldrar hans í Sunnudal. Þetta var að áliðnu sumri og fjölskyldan nýlega komin frá Danmörku, þar sem þau höfðu sótt heim fjölskyldu móðurinnar. Þeir bræður Diddi og Bói voru brúnir og sællegir með ljósu kollana sína eftir hið danska sólríka sumar og svo ólíkir okkur hinum sem varla vorum með lit. Á þessum árum var mikið um leiki barnanna á öllum túnum og flötum sem fundust. Strákarnir spiluðu fótbolta, spreyttu sig á stöng og í hlaupum og var engin gata eða hverfi það aumt að eiga ekki sitt eigið íþróttafélag, og svo þegar aldurinn hækkaði tóku al- vöruíþróttafélögin við. Yngri flokk- ar íþróttafélagsins Þórs voru sam- eiginlegur vattvangur en þeir bræður voru mjög liðtækir knatt- spyrnumenn og sé ég þá fyrir mér í bláröndóttu peysunun í kappsömum leik. Árið 1954 lágu svo leiðir okkar saman sem aðstoðarverkstjórar í Fiskiðjunni með Björgvin Pálsson sem yfirverkstjóra. Það var ekki ónýtt fyrir okkur að hefja okkar verkstjórnarferil undir stjórn Björgvins, slíkur öðlingur sem hann var. Hjá okkur undirmönnunum voru hrein verkaskipti þar sem hvor um sig var með sinn hluta salarins. Auðvitað hlaut samt að koma að því að einhvern tíma yrði skörun á verksviði okkar, en við lærðum fljótlega að ræða saman og klára hlutina í bróðerni. Á þessum árum var mikil fisk- gengd og fiskur flóði nánast úr öll- um gáttum fiskiðjuveranna og því mikið álag á alla, verkafólk sem stjórnendur, að koma hráefninu í lóg óskemmdu enda vinnutíminn fram að miðnótt alla daga. Þarna áttum við saman erfiða en mjög skemmtilega daga sem aldrei gleymast. Þarna kynntist ég mann- kostamanninum Didda mjög vel og þau góðu kynni og vinátta entust ævilangt. Var alltaf jafnnotalegt að vera samvistum við þau hjónin, hvort heldur það var í sameiginleg- um ferðalögum eða í heimsókn inn á þeirra glæsilega heimili. Alltaf var það glaðværðin og væntumþykjan sem streymdi frá þeim. Að eignast góða vini er dýrmæt gjöf og til þess fallin að rækta hið góða í manninum. Þegar ég horfi til baka finnst mér að óeigingjörn vin- átta hljóti að vera systir kærleikans. Og nú að leiðarlokum vil ég þakka Didda vini mínum samfylgdina. Guðbjörg mín, við hjónin vottum þér og fjölskyldu þinni samúð okk- ar. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar og missi. Minningin um góðan dreng lifir. Magnús Bjarnason. Þau eru orðin mörg tregasporin sem við félagar í Akóges höfum gengið á undanförnum árum, er við höfum fylgt látnum félögum okkar síðasta spölinn. Í dag fylgjum við Jóhanni Í. Guðmundssyni til grafar frá Landakirkju, en hann lést þriðjudaginn 23. janúar sl. eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Diddi (eins og hann var alltaf kall- aður) gekk í Akóges 1967. Það var ekki fyrirferðin eða bægslagangur- inn, sem gerði Didda eftirtektar- JÓHANN INGVAR GUÐMUNDSSON ✝ Jóhann IngvarGuðmundsson fæddist í Vestmanna- eyjum 15. maí 1932. Hann lést 23. janúar síðastliðinn og fór úför hans fram frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum 2. febr- úar. verðan, heldur snyrti- mennskan og fágunin. Það þurfti ekki að ganga á eftir honum til að mála og dytta að ýmsu í Akógeshúsinu, hann gekk að því verki sem sjálfsögðum hlut og húsið var alltaf snyrtilegt eftir því. Á síðasta aðalfundi var Diddi gerður að heið- ursfélaga og var vel að því kominn. Hann sat nokkrum sinnum í stjórn félagsins og starfaði í ýmsum nefndum innan þess. Kynni okkar Didda eru búin að vara lengi og hófust löngu áður enn við urðum félagar í Akóges. Diddi var virkur félagi í Íþróttafélaginu Þór og lék knattspyrnu á yngri ár- um, en ég spilaði með Knattspyrnu- félaginu Tý, svo við vorum alltaf andstæðingar á íþróttavellinum. Hann var kappsfullur og fylginn sér, en ávallt heiðarlegur andstæð- ingur. Utan vallar vorum við ágætis félagar og létum íþróttapólitíkina aldrei spilla kunningsskapnum. Diddi var verkstjóri í Fiskiðjunni hf. um áraraðir og lágu leiðir okkar saman þar. Þaðan er sömu sögu að segja um störf hans. Þau einkennd- ust öll af snyrtimennsku og trú- mennsku við yfirboðara sína. Að loknum störfum í Fiskiðjunni starf- aði Diddi lengi hjá Flugfélagi Ís- lands og sem unglingur hafði hann unnið hjá Loftleiðum, sem héldu þá uppi ferðum milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Allir í Eyjum þekktu „Didda á fluginu“. Árið 1979 var hann skipaður flugvallarstjóri og gegndi því starfi nánast til dauðadags. Hugur Didda var alltaf tengdur flugi. Sem ungur maður hafði hann lært flug og tekið einka- flugmannspróf. Þótt ekki yrði af frekara námi, var hann það lánsam- ur að geta eytt mestum hluta starfs- ferils síns kringum flug og naut þess vel. Hún er misjöfn slóðin, sem menn skilja eftir sig að leiðarlokum. Hjá Didda er hún hrein og óflekkuð. Ættingjar geta verið stoltir af að hafa átt slíkan lífsförunaut. Ég votta Guðbjörgu, dætrunum Mar- gréti Klöru og Jenný, barnabörn- um, barnabarnabörnum, Bóa (yngri bróður) ásamt öðrum ættingjum mína dýpstu samúð. Akógesar kveðja einnig góðan félaga og votta Guðbjörgu, ættingjum hans og venslafólki samúð sína. Guðjón Ólafsson. Það er margs að minnast þegar farið er í gegnum minningabrotin sem hrannast upp, þegar minnst skal kærs vinar og góðs drengs. Leiðir okkar Didda lágu nokkuð víða saman, ég held að fyrsta minn- ingin sé úr Hraðinu, þar sem hann var verkstjóri, og ég lítill peyi að vinna í humri. Það var ekki verra að þekkja Didda vel þegar við unglingarnir fórum að komast á böll í Höllinni, þar sem hann var þjónn og reddaði oft borði. Ógleymanlegt er mér og Jennu þegar við fengum að vera með í því að bjóða í sjoppurekstur á Þjóðhátíð Vestmannaeyja. Og það var ekkert verið að tvínóna við hlutina, því við buðum í allar sjoppurnar og feng- um. Það var því lítið sofið en unnið út í eitt, því opið var allan sólar- hringinn. Við kölluðum „fyrirtækið“ HÁSKI, en það var myndað úr upp- hafsstöfum okkar strákanna. Ég held að ég hafi aldrei séð jafn mikið af peningum eins og hrúguna sem var á stofuborðinu heima hjá Stulla eftir Þjóðhátíð! Við vorum saman í AKÓGES og áttum þar saman margan gleðifund, og ekki þurfti að suða í honum Didda þegar mála þurfti félags- heimilið. Hann vildi reyndar helst gera það einn og við vorum ekki sviknir af vinnubrögðunum hans þar frekar en annars staðar. Allt sem hann kom nærri var unnið af sérstakri natni og samviskusemi. Og talandi um málningarvinnuna, þá var gaman að því eitt sumar þeg- ar ég gekk á Sæfell og Diddi var að mála „strikin“ á flugbrautina í Vest- mannaeyjum. Ég tók nokkrar myndir og færði honum síðar og mikið var hann glaður að eiga myndir af þessu. Og um það get ég vitnað að hann vann þessa málning- arvinnu af sömu samviskusemi og hann væri að mála heima í stofu. Veit ég að hann fékk mikið hrós frá flugmálastjóra fyrir alla umhirðu flugstöðvar og alls flugvallarsvæð- isins. Við Jenna heilsuðum uppá Didda í desember þegar hann var í Reykjavík í geislameðferð vegna krabbameinsins, sem nú hefur lagt þennan sómadreng að velli. Hann bar sig nokkuð vel en ljóst var að þar fór mikið veikur maður. Elsku Guðbjörg, við Jenna vott- um þér og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Ágúst Karlsson. Vestmannaeyjaflugvöllur er einn sá fallegasti í víðri veröld, leyfi ég mér að segja eftir að hafa kynnst þeim fjölmörgum um heim allan og án þess að vera hlutdrægur sem Eyjapeyi. Snoturleikinn felst í um- gjörðinni – hinni margrómuðu nátt- úrufegurð Eyjanna. Í dag flýgur frá Vestmannaeyjum á vit Guðs og góðra vætta Jóhann Ingvar Guðmundsson flugvallar- stjóri – Diddi á fluginu eins og hann var jafnan kallaður – en völlurinn fagri var hans heimavöllur – flug- höfnin hans í hinum kraftmikla sjávarútvegsbæ í tæpa fjóra ára- tugi. Flugið í allri sinni fjölbreyttu mynd var eitt stórt ævintýri fyrir Didda er taldi sig vera mikinn lukk- unnar pamfíl að hafa átt kost á að gera flugmálin að lífviðurværi jafn- lengi og raun bar vitni. Diddi gekk til liðs við flugið sem afgreiðslumaður árið 1946 eða und- ireins og flugfélagið með fallega nafnið og stórhuginn, Loftleiðir, hóf áætlunarflug til Eyja og starfaði þar til ársins 1952 er Loftleiðir hættu innanlandsflugrekstri. Tíma- bilið 1965 til 1974 gegndi hann sama starfi hjá Flugfélagi Íslands og Flugleiðum. Að síðustu naut Flug- málastjórn Íslands starfskrafta Didda árin 1978 til 1998 þannig að liðlega helming af flugstarfsævinni varði hann á brautum flugmála- stjórnarinnar, lengst af sem flug- vallarstjóri. Leiðir okkar Didda á loftsins veg- um lágu fyrst saman er ég var níu ára smápeyi úti í Eyjum. Óseðjandi forvitni á flugi rak mig á vit þeirra Flugfélagsmanna sem tóku stráksa opnum örmum og stungu mér náð- arsamlegast undir sinn stóra og hlýja verndarvæng. Í gegnum tíðina hef ég oft hugsað með væntum- þykju til Didda heitins og gömlu vinanna á Fluginu því það voru þeir sem sáðu í mig fræjum flugsins og komu þeim til að vaxa þannig að flugið hefur verið líf mitt, starf og yndi síðan. Auk Didda skipuðu á þessum ár- um vaska sveit Flugfélagsins val- inkunnir snillingar á borð við Andra Hrólfs, Sigurgeir ljósmyndara, Áka Heinz, Braga Ólafsson og Guðmund „skalla“ Kristjánsson. Það var afar athyglisvert samband á milli þess- ara manna, gífurlegt traust og gagnkvæm virðing og síðast en ekki síst samheldni og vinátta. Þykist ég fara nokkuð nærri um að Diddi hefði verið óhress með mig ef ég hefði ekki, hér og nú, minnst á hina strákana í liðinu góða því Diddi var þekktur fyrir að að trana sér aldrei fram. Diddi var ávallt hluti af „áhöfninni“. Afgreiðsla Flugfélagsins var á fjölförnum krossgötum niðri í bæ og gegndi raunar sambærilegu hlut- verki og járnbrautarstöð í stórborg- um auk þess að vera hálfgerð fréttamiðstöð. Á þessum bæ var hlátur ekki tal- inn vera eitt af alvarlegustu vanda- málum mannkynsins enda höfðu all- ir starfsmennirnir hlotið ríkulegt skopskyn í vöggugjöf. Hinn hlát- ursmildi Diddi hló gjarnan manna mest og hæst með glettnissvip í augum og hristi síðan höfuðið manna lengst yfir allri vitleysunni og gáskanum í hinum. Jafnvel leið- inlegasta fólk gat ekki annað en far- ið brosandi út og allur var þessi léttleiki tvímælalaust góð auglýsing fyrir Flugfélag Íslands (nr. 3). En öllu gríni fylgir einhver alvara. Á þessum vinnustað fóru menn einna helst í vont skap um líkt leyti og sjálfir veðurguðirnir létu skap- ofsann hlaupa með sig í gönur og hömluðu flugi til Eyja og jukust vonbrigði manna með hverjum deg- inum sem slíkt ófremdarástand varði. Við vorum nokkrir peyjarnir sem snerust eins og skopparakringlur í kringum Flugfélagsstrákana er fólu okkur margvísleg viðvik í tengslum við flugafgreiðsluna eins og sendi- ferðir, hlaða og afhlaða flugvélar, raða pökkum í hillur, flokka frakt- pappíra, sópa vöruskemmuna og keyra Flugfélagstraktorinn er gekk undir nafninu Tralli. Didda var sér- staklega annt um að við fengjum kórrétt uppeldi varðandi tvö síðast- nefndu viðfangsefnin. Annars vegar að gleyma aldrei þeirri miklu ábyrgð er fylgdi því að sitja undir stýri á Tralla og hins vegar að munda kústinn í vöruskemmunni af slíkum fullkomleik að nánast hefði mátt framkvæma skurðaðgerð á tandurhreinu gólfinu. Uppeldið hjá Didda heppnaðist a.m.k. svo vel í mínu tilfelli að allar götur síðan hefur oftsinnis verið til þess tekið hvað ég kynni að sópa vel og hef þá með ánægju upplýst við- komandi um að ég hafi orðið fulln- uma í gólfkústsins list hjá Didda á fluginu. Eftir hið mikla gólfkústa- uppeldi undir handleiðslu Didda get ég heilshugar tekið undir með Umba í Kristnihaldi undir Jökli sem sagði: „Afurámóti var mér kent að einginn stigmunur sé á verkum, að- eins á vandvirkni.“ Diddi var réttur maður á réttum stað sem flugvallarstjóri í Eyjum og stóð með rentu undir trausti og trú- mennsku við flugið með jákvæðni hugans að leiðarljósi. Kjörorðið hans í starfi hefði getað verið: Flug- inu allt! Þannig var Diddi vakinn og sofinn yfir því sem honum var treyst fyrir, hreinn og beinn í sam- skiptum, með allt upp á punkt og prik og mátti ekki vamm sitt vita varðandi málefni Vestmannaeyja- flugvallar – né allt annað er að hon- um laut í lífinu. Hygg ég að auka- vinnustundirnar í þágu Eyjaflugvallar skipti þúsundum sem hann rukkaði hið opinbera aldrei um og án efa geta vinir og vandamenn staðfest að hreint og beint gekk erfiðlega að fá Didda til þess að slíta sig frá starfinu og yf- irhöfuð bara helst ekki frá sínum ástkæru Vestmannaeyjum. Mannkostir Didda og metnaður í starfi urðu til þess að hann naut mikils trúnaðartrausts meðal sam- starfsmanna innan flugsins, ekki síst í röðum flugmanna. Það fór nefnilega ekki framhjá þeim að Diddi hafði einstaklega ríka ábyrgð- artilfinningu til að bera og var fylli- lega meðvitaður um mikilvægi flug- öryggisþáttarins í starfi sínu. Á því sviði var yfirburðasamviskusemin enn og aftur traustur samferðamað- ur hans. Eins og sólin kemur upp í austri gátu flugmenn treyst því að Diddi var ætíð árvökull á réttum stað og á tilsettum tíma með slökkvibifreiðina við flugbrautirnar, fylgdi flugvélunum fast eftir heim á flughlað og gætti þess vandlega að leikmenn færu sér ekki að voða kringum þær. Traustir og reyndir flugstjórar hafa margsagt að Diddi hafi verið veðurglöggur með af- brigðum og með tvísýna flugveð- urspá dagsins fyrir Eyjar undir höndum hafi þeir gjarnan beðið Didda líta til himna og lesa í veðrið og spá þannig nákvæmar fyrir um flughorfurnar það sem eftir lifði dags. Diddi var með „græna fingur“ í öllum málaflokkum er undir hann heyrðu. Fyrir gesti og gangandi um Eyjaflugvöll blasti þessi staðreynd hvarvetna við í flugvallarmannvirkj- unum sem voru ávallt hrein og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.