Morgunblaðið - 05.02.2002, Page 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 47
✝ SigurborgHólmfríður
Helgadóttir fæddist
á Hvítanesi í Ísa-
fjarðardjúpi 7. októ-
ber 1920. Hún lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 21. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Helgi Salómonsson,
f. 15. nóvember
1892, d. 23. janúar
1948, og Guðmund-
ína Rannveig Ragú-
elsdóttir, f. 21. júní
1898, d. 4. maí 1986.
Sigurborg átti þrjú alsystkini og
er eitt þeirra á lífi, Júlíus Helga-
son, f. 4. febrúar 1923. Látin eru
Matthías Helgason, f. 18. apríl
1918, d. 6. maí 1983, og Salómon
Helgason sem lést barn að aldri.
Frá síðara hjónabandi móður
hennar eru tvö hálfsystkini á lífi,
Aðalheiður Árnadóttir, f. 19. des-
desember 1970. Ragnar Steinn er
kvæntur Maríu Lísu Benedikts-
dóttur og eiga þau Lísu Rán.
Ragnar á einnig Tómas Hilmar, f.
18. september 1970. Tómas Hilm-
ar á einn son, Guðmund Hilmar.
Með Rósu Helgadóttur á Ragnar
Rebekku Silvíu, f. 24. júní 1978.
Ragnar er kvæntur Oolinu Guð-
mundsson. 2) Drengur, f. 28.sept-
ember 1955, hann lést sama dag.
3) Auðunn Jóhann, f. 17. júní
1957. Auðunn á þrjú börn með
Önnu Maríu Antonsdóttur. Þór-
unn, f. 5. janúar 1976, hún er í
sambúð með Guðmundi Tryggva
Ásbergssyni. Guðmundur Auð-
unn, f. 30. maí 1984, og Aron Ber-
tel, f. 6. nóvember 1990. Auðunn
er í sambúð með Magdalenu Red-
licka og á hún eina dóttur, Klau-
díu. 4) Hafþór, f. 28. september
1958. Hafþór á eina dóttur með
Ágústínu Pálmarsdóttur, Krist-
rún Helga, f. 13. september 1983.
Sigurborg var húsmóðir meðan
synir hennar uxu úr grasi en eftir
það starfaði hún lengst af á
Hressingarskálnum.
Sigurborg verður jarðsungin
frá Bústaðakirkju í Reykjavík í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30. Útförin fer fram frá Hnífs-
dalskapellu hinn 9. febrúar
klukkan 14.
ember 1929, og Hörð-
ur Líndal Árnason, f.
3. mars 1934. Látin
eru Jón Guðmundur
Árnason, f. 4. febrúar
1927, d. 28. júlí 1935,
og Júlíana Ólöf Árna-
dóttir, f. 7. júní 1930,
d. 3. október 1953.
Sigurborg eignað-
ist fyrsta son sinn,
Ásgeir Sigurðsson
magister, f. 24. októ-
ber 1942. Árið 1949
giftist Sigurborg
Guðmundi Auðuns-
syni sjómanni. Börn
Sigurborgar og Guðmundar eru
1) Ragnar, f. 1. október 1949.
Ragnar eignaðist tvö börn með
Guðrúnu Stefaníu Guðjónsdóttir,
Rúnar Steinn, f. 19. desember
1969. Rúnar Steinn er kvæntur
Helgu Kristrúnu Hjálmarsdóttur
og eiga þau Tönju Stefaníu og
Tuma Stein. Ragnar Steinn, f. 11.
Hin harðgerða og nægjusama kyn-
slóð, sem lagði grundvöll að íslenska
velferðarríkinu á síðustu öld, gengur
nú óðum fyrir ætternisstapann. Öll-
um er hollt að staldra við og hugleiða
þá sögu. Sorglegt að nú skuli vegið að
sjálfstæðinu sem þessi kynslóð og sú
á undan fórnaði svo miklu fyrir. Móðir
okkar var af þeim meiði og átti rætur
langt aftur til dugandi sjómanna og
bænda við Ísafjarðardjúp. Í litla fiski-
mannabænum, Hnífsdal, undir snar-
bröttum hlíðum Búðarhyrnunnar,
ólst hún upp. Skömmu áður hafði fall-
ið þar niður eitt mesta snjóflóð Ís-
landssögunnar, sópað fjölda húsa út í
sjó og tuttugu manns farist. Sann-
mælt er að stórbrotið umhverfi skapi
stórbrotna einstaklinga. Hér ólst
mamma upp og hér var hin harða lífs-
barátta háð. Afi sótti sjóinn einn á
trillunni sinni og framleiddi landsins
besta harðfisk og seldi víða, enda
nefndur Helgi sali. Nokkrar kindur
og hænur skutu svo traustari stoðum
undir framfærslugrundvöllinn. „Taó-
ískar aðstæður“ myndu hugræktar-
menn nútímans líklega kalla þetta,
enda vart einhamir sem þannig lifðu.
Þótt skilnaður yrði við ömmu var
litlum dreng alltaf vel tekið og stór-
kostlegt ævintýri að fá að fara með
afa út á trillunni.
Sextán ára hleypti móðir okkar
heimdraganum og hélt suður í höfuð-
borgarvist. Í upphafi heimsstyrjald-
arinnar varð mamma fyrir því áfalli
að missa sína æskuást, Ásgeir Sig-
urðsson, en hann var þá tvítugur orð-
inn skipstjóri á fiskibátnum Hólm-
steini, sem hvarf með allri áhöfn. Allt
þar til hún giftist, tæplega þrítug,
stundaði hún framreiðslustörf, eink-
um á Hressingarskálanum. Allan
þann tíma bjó hún hjá ágætu fólki á
Marargötu 4. Ógleymanlegar ferðirn-
ar okkar ömmu suður, með katalínu-
flugbát eða strandferðaskipi, til að
heimsækja mömmu. Herbergið henn-
ar svo fallegt og hlýlegt og húsið allt
eins og ævintýrahöll, svo gaman að
hjóla um á þríhjóli í garðinum, tína
rifsber af trjánum. Á sumrin kom
mamma vestur færandi hendi. Skór
og stígvél á litla fætur og annað fata-
kyns. Hvílíkur munur frá svörtu
gúmmítúttunum skósmiðsins í þorp-
inu. Stóru „skiliríin“, sem mamma
hannaði og saumaði út af listfengi,
vöktu athygli og voru til mikils ynd-
isauka á heimilinu. Í litla fiskimanna-
bænum voru heimilin ekki mörg sem
gátu státað af þvílíkum listaverkum. Í
huga barnsins var mamma ævintýra-
persóna sem bjó við allsnægtir í stóru
borginni fyrir sunnan og var ósínk á
að láta aðra njóta þess. Göngutúrinn
með mömmu og Júlíuönu heitinni Ós-
hlíðarveginn nýja og inn í Seljadal
verður alltaf ógleymanlegur. Þær
systurnar áttu svo vel skap saman,
stöðugt hlegið og gert að gamni sínu.
Ekki má heldur gleyma góðum upp-
eldissystrum Aðalheiði og Rakelu
heitinni og Herði, yndislegar mann-
eskjur.
Mikil þáttaskil verða í lífi mömmu
er hún gengur í hjónaband tæplega
þrítug og eignast þrjá mannvænlega
syni. Um miðja síðustu öld, á tímum
hafta og skömmtunar, var ekki auð-
velt fyrir venjulegt fólk að koma ár
sinni fyrir borð, eignast þak yfir höf-
uðið. Þetta hafðist þó með fádæma
dugnaði og ráðdeildarsemi. Fjöl-
skyldan eignaðist íbúð við Efstasund
70, byggði einbýlishús við Akurgerði
17, Skólagerði 6 og að lokum við
Langagerði 48. Alla tíð vann mamma
tvöfalda vinnu, saumaði kvenfatnað,
þvoði allan þvott af Hressingarskál-
anum og að lokum fór hún að vinna
þar aftur. Þau eignuðust og bifreið
sem var frekar fátítt á þessum árum.
Draumur mömmu, að eignast glæsi-
legt og gott heimili þar sem smekkvísi
hennar fékk að njóta sín, rættist
sannarlega. Einangrun heimilisins
reyndist henni samt oft erfið jafn-
mannblendin og glaðsinna og hún var
að upplagi. Skapsmunirnir voru
vissulega ríkir og féllu þá stundum
orð sem betur hefðu verið ósögð. En
réttlætiskenndin var rík, hjartað gott
sem undir sló og skjót var hún til
sátta. Henni verður mikið fyrirgefið,
því hún elskaði mikið. Mamma var
söngvin, ættfróð og fljúgandi mælsk
um hin aðskiljanlegustu málefni og lét
engan eiga neitt inni hjá sér. Um-
gengni við fólk var hennar yndi og á
mannamótum var hún oft hrókur alls
fagnaðar.
Barnabörnin elskuðu mömmu, því
umhyggja hennar og kærleiksfaðmur
stóð þeim alltaf opinn. Þessir jákvæðu
eðlisþættir nutu sín betur er tuttugu
ára stormasömu hjónabandi lauk og
yngstu synirnir komnir á legg.
Drauma sína um ferðir til suðrænna
sólarlanda lét hún nú rætast. Ferð-
irnar með vinkonum og ættingjum til
Ítalíu og Spánar urðu nær árvissar
auk ferðanna til æskustöðvanna við
Djúp. Nú mun hún brátt halda í sína
hinstu för til æskustöðvanna kæru í
Hnífsdal og hvíla við hlið föður síns í
litla kirkjugarðinum við hafið.
Elskaða móðir. Brottför þín gerðist
óvænt og skyndilega. Heimili þitt var
okkur bræðrunum eins og miðpunkt-
ur heimsins, þangað var alltaf „heim“.
Þangað var gott að leita skjóls undan
hretviðrum lífsins, leita ráða, reifa
málin. Nú er þessi miðpunktur tilver-
unnar horfinn með þér en sorgin og
söknuðurinn gagntaka sálirnar. Þú
varst vel lesin í dulrænum fræðum og
óttaðist ekki vistaskiptin frekar en
annað. Hugrekkið var þér í blóð borið,
öll sjálfshyggja fjarri skapi. Þú varst
stolt kona og barst þína þjáning í
hljóði, kvartaðir aldrei. Við vitum að
þínir ágætu eðliskostir munu tryggja
þér góða heimkomu á æðri tilveru-
stigum. Að leiðarlokum vottum við
bræðurnir þér, elsku móðir, okkar
dýpsta þakklæti og virðingu.
F.h. okkar bræðranna
Ásgeir Sigurðsson.
SIGURBORG
HÓLMFRÍÐUR
HELGADÓTTIR
Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl.
10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmti-
ganga um Laugardalinn eða upplestur kl.
10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir.
Bæna– og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjuni.
Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Léttur há-
degisverður að stundinni lokinni. Samvera
foreldra unga barna kl.14–16 í neðri safn-
aðarsal. 12 spora starf kl. 19 í kirkjunni.
Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10–12 ára
kl. 17.
Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl.
12.10. Orgelleikur, ritningalestur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimili eftir stundina.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta í
dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum.
Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl. 17.
Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr
1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sig-
rúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin
og alltaf hægt að bætast í hópinn. Ung-
lingaklúbburinn MeMe kl. 19.30. Kröftugt
starf fyrir unglinga í umsjón Gunnfríðar og
Jóhönnu.
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–
7.05 alla virka daga nema mánudaga.
TTT-fundur kl. 16 fyrir krakka í 5.–7. bekk.
Fullorðinsfræðsla kl. 20. Yfirskrift nám-
skeiðsins er Líf og dauði, sorg og gleði. Í
kvöld fjallar Sigurbjörn Þorkelsson um ný-
útkomna bók sína Lífið heldur áfram. Að-
gangur ókeypis og öllum heimill. Gengið
inn um merktar dyr á austurgafli kirkjunn-
ar. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lof-
gjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórs-
son leiðir sönginn. Sigurvin Jónsson,
guðfræðinemi, talar og stjórnar bæna-
stund við altarið. Fyrirbænaþjónusta kl.
21.30 í umsjá bænahóps kirkjunnar undir
stjórn Margrétar Scheving og hennar sam-
starfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi).
Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara kl.
16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir
félagar velkomnir. Foreldramorgunn mið-
vikudag kl. 10–12. Fræðsla frá Málbjörg,
félagi um stam. Umsjón Elínborg Lárus-
dóttir.
Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl.
10–12. Starf fyrir 7–9 ára kl. 16 og fyrir
10–12 ára kl. 17.30.
Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- og bæna-
stund í dag þriðjudag kl. 12 í kapellu safn-
aðarins á 2. hæð í safnaðarheimili kirkj-
unnar, Laufásvegi 13. Allir velkomnir til
þátttöku.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10–
12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT-
klúbburinn í Ártúnsskóla kl. 14.20–15.20.
Barnakóraæfing kl. 17–18.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta
með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum
má koma til sóknarprests í viðtalstímum
hans.
Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Leik-
fimi ÍAK kl. 11.15. Léttur málsverður.
Helgistund, samvera og kaffi. Ólafur
Skúlason biskup og frú Ebba Sigurðardótt-
ir koma í heimsókn og sjá um dagskrá.
Æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára á vegum
KFUM&K og Digraneskirkju kl. 16.30–
18.15.
Fella- og Hólakirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 12. Guðmundur E. Eiríksson les
úr passíusálmum Hallgríms Péturssonar.
Bænaefnum má koma til djákna í síma
557-3280 og í sama síma er hægt að
panta keyrslu til og frá kirkju. Léttur hádeg-
isverður í safnaðarheimilinu eftir stundina
og húsið opið áfram til kl. 15. Starf fyrir
11–12 ára drengi kl. 17
Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borg-
ara kl.13.30. Helgistund, handavinna,
spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitt-
hvað gott með kaffinu. TTT (10–12 ára) í
Engjaskóla kl. 18.30–19.30. Kirkjukrakk-
ar í Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára kl.
17.30–18.30. Æskulýðsfélag í Grafar-
vogskirkju, eldri deild, kl. 20–22.
Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstundir kl.
18.
Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í
safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12.
Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús
milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall.
Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara
kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjall-
að. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt
kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlkur í
Kirkjuhvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK.
Bessastaðasókn. TTT-kristilegt æskulýðs-
starf fyrir 10–12 ára í Álftanesskóla, stofu
104, kl. 17.30. Rúta ekur börnunum
heim.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17–
18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðs-
félag yngri félaga.
Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára
börn í dag kl 17.00. Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18.00.
Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sókn-
arprests eða kirkjuvarðar.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10–12
ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi,
Vonarhöfn frá kl. 17–18.30.
Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í
Lágafellsskóla frá kl. 13.15–14.30.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30
kirkjuprakkarar fyrir 7–9 ára krakka. Kl.
17.30 TTT-kirkjustarf 10–12 ára krakka.
Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur opinn kl.
14–16 með aðgengi í kirkjuna og kapellu
vonarinnar eins og virka daga vikunnar.
Aðgengi frá Kirkjuteig. Starfsfólk verður á
sama tíma í Kirkjulundi. Fermingarundir-
búningur í Kirkjulundi kl. 14.30–15.10,
8.A&B í Holtaskóla, kl. 15.15–15.55, 8.
ST í Myllubakkaskóla, kl. 16–16.40, 8. IM
Myllubakkaskóla. Umræður um málefni
fjölskyldunnar kl. 20.30.
Ytri-Njarðvíkurkirkja. Biblíulestrar þriðju-
dag 5. febrúar kl. 19.30 í umsjá Ástríðar
Helgu Sigurðardóttur guðfræðings. Farið
verður í Jóhannesarguðspjall. Sóknar-
prestur.
Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla
þriðjudaga kl. 10–12.
Hveragerðiskirkja. Foreldramorgnar
þriðjudagsmorgna kl. 10–11.30.
Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf alla
þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkj-
unni sömu daga kl. 18.15–19.
Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl.
13.40.
Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í
Hrakhólum í kvöld kl. 20.
Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í
Hlíðasmára 5. Allir velkomnir.
Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel-
komnir.
Fíladelfía. Samvera eldri borgara fellur
niður í dag vegna útfarar Óskars Jónsson-
ar frá Hjálpræðishernum.
Kefas. Brauðsbrotning og bænastund kl.
20.30. Allir velkomnir.
Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9.
Fermingarfræðsla kl. 16. 8.B Brekkuskóla
og 8.G í Lundarskóla.
Safnaðarstarf
0
F4
! >6
) % (%'
/ 0 @ Q
($' 4#
0 '
'
1
2 $(()
% " :!
; $<))
/&'' 1 / ''%+ '1
6'( /&'' 0%% F% 6 1
+ /&'1 ( )''
'/ /&'1 7 1 6 '
4%+ /&'1
% 8' '
! /&'1 F%( )%' ''
% /&'1 % 7 )%' ''
0%%1 /&''
9
6
#
6
. .
# # (
044
?# %/) Q=
*&+./&
/6
=, 0
,
!" 21/' 2.%'1
2.% 1 '' )% + 21)1
)7 1 '1 L( 4 0 &''
21 1 ''
7 4 1 '1 + 4 ''
8#
.
.
#
#
#
04
! !
%+%/)
0+%%'% JJ
*&+./&
/6
/ ' ",
#
> +
/('1 1%
%R8' '
6'%
/('1 D .%%
'
/(''
)7 *+1%'1
1('
/(''
% ((
% % ((