Morgunblaðið - 05.02.2002, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
LOKAUMFERÐIN á Skákþingi
Reykjavíkur sl. föstudagskvöld var
æsispennandi.
Stefán Kristjánsson og Páll Agn-
ar Þórarinsson höfðu vinningsfor-
skot, fyrir umferðina, en einni um-
ferð áður höfðu 5 skákmeistarar
verið jafnir og efstir. Stefán hafði
hvítt gegn Sigurbirni Björnssyni í
lokaumferðinni, en Páll Agnar
svart gegn Ingvari Þór Jóhannes-
syni.
Sævar Bjarnason gaf tóninn í
síðustu umferðinni með því að tefla
Kóngsbragð, að hætti fyrsta opin-
bera heimsmeistara skáksögunnar,
Wilhelm Steinitz. Björn Þorfinns-
son, andstæðingur hans, var til í
slaginn og fórnaði strax hrók og
síðan manni. Í framhaldi skákar-
innar missti Björn af vinningi, er
honum yfirsást snjöll leið Sævars
til gagnsóknar, en eftir það vann sá
síðarnefndi skákina.
Á efstu borðunum gengu málin
ekki eins ævintýralega fyrir sig,
þótt hart væri barist. Sigurbjörn
notaði hvert tækifæri til að flækja
taflið, því hann varð að vinna skák-
ina til að ná Stefáni. Í tímahraki,
níu leikjum áður en tímamörkunum
var náð, fórnaði Sigurbjörn manni,
en Stefán brást ekki rétt við fórn-
inni. Sigurbjörn fann ekki besta
framhaldið og Stefán vann.
Á meðan á þessu gekk tefldu
Ingvar Þór og Páll Agnar þunga
skák, þar sem heldur hallaði á þann
síðarnefnda. Páll varðist vel og
náði að jafna taflið, þegar komið
var út í seinni setuna. Lengi var
teflt og þegar Páll átti eftir 3 mín-
útur til að ljúka skákinni, en Ingvar
10, upphófst æsileg hraðskák.
Leikirnir komu leiftursnöggt og
klukkan hristist og skalf. Ingvar
missti taktinn í látunum og Páll
náði undirtökunum og unninni
stöðu. Þegar Ingvar að lokum féll á
tíma var staðan aftur orðin jafn-
tefli.
Sannarlega dramatísk lok.
Klukkan er farin að leika stórt
hlutverk í „hinum nýja sið“ í skák-
inni og má í þeim efnum muna
heimsmeistaraeinvígið um daginn.
Það dregur ekki úr frammistöðu
Páls Agnars, sem barðist af aðdá-
unarverðri hörku til að ná Stefáni
og fá einvígi um titilinn.
Helstu úrslit í 11. umferð:
Stefán Kristjánsson vann Sigur-
björn Björnsson, Páll Agnar Þór-
arinsson vann Ingvar Þór Jóhann-
esson, Sævar Bjarnason vann
Björn Þorfinnsson, Sigurður Páll
Steindórsson vann Dag Arngríms-
son, Júlíus L. Friðjónsson vann
Ólafur Ísberg Hannesson, Berg-
steinn Einarsson vann Guðfríði
Lilju Grétarsdóttur, Arnar Gunn-
arsson vann Kjartan Ingvarsson,
Jón Árni Halldórsson vann Björn
Þorsteinsson, Lenka Ptácniková
vann Guðjón Heiðar Valgarðsson
og Guðmundur Kjartansson vann
Halldór Pálsson.
Stefán og Páll Agnar voru sam-
stiga í mótinu, höfðu 4 v. , eftir 5
umferðir, 6 v. eftir 8 og unnu svo
þrjár síðustu skákirnar. Páll Agnar
var eini keppandinn á mótinu, sem
ekki tapaði skák, en Stefán tapaði
einni, fyrir Júlíusi L. Friðjónssyni.
Það var einmitt Júlíus, sem setti
mjög mark sitt á mótið. Hann vann
sex fyrstu skákirnar og virtist
óstöðvandi, en þá tapaði hann mik-
illi baráttuskák fyrir Páli Agnari.
Hann missti við það flugið og fékk
aðeins 2 v. í síðustu fjórum skák-
unum.
Stefán og Páll Agnar verða að
tefla einvígi um titilinn skákmeist-
ari Reykjavíkur, en þegar þetta er
ritað, hefur ekki verið ákveðið, hve-
nær það fer fram.
Lokastaðan í mótinu varð þessi:
1.–2. Stefán Kristjánsson og Páll
Agnar Þórarinsson, 9 v hvor; 3.–5.
Júlíus L. Friðjónsson, Sævar
Bjarnason og Sigurður Páll Stein-
dórsson, 8 v. hver; 6.–12. Björn
Þorfinnsson, Sigurbjörn J. Björns-
son, Arnar E. Gunnarsson, Ingvar
Þór Jóhannesson, Bergsteinn Ein-
arsson, Lenka Ptácniková og Jón
Árni Halldórsson, 7 v. hver; 13.–18.
Kjartan Maack, Dagur Arngríms-
son, Guðmundur Kjartansson,
Ólafur Ísberg Hannesson, Guðfríð-
ur Lilja Grétarsdóttir og Sindri
Guðjónsson, 6½ v. hver; 19.–25.
Sigurður G. Daníelsson, Ólafur
Kjartansson, Guðjón Heiðar Val-
garðsson, Björn Þorsteinsson, Jó-
hann H. Ragnarsson, Kristján Örn
Elíasson og Kjartan Ingvarsson, 6
v. hver; 26.–31. Haraldur Baldurs-
son, Rafn Jónsson, Halldór Páls-
son, Atli Antonsson, Sigurður
Ingvarsson og Harpa Ingólfsdóttir,
5½ v. hver; 32.–38. Birkir Örn
Hreinsson, Skúli Haukur Sigurðs-
son, Anna Björg Þorgrímsdóttir,
Sigurður Ingason, Jóhannes Jens-
son, Aron Ingi Óskarsson og Magn-
ús G. Jóhannsson, 5 v. hver; 39.–42.
Guðni Stefán Pétursson, Arnar
Sigurðsson, Sverrir Þorgeirsson og
Ásgeir Mogensen, 4½ v. hver; 43.–
48. Hjörtur Ingvi Jóhannsson,
Víðir Petersen, Örn Ágústsson,
Atli Freyr Kristjánsson, Gylfi Dav-
íðsson og Helgi Hafsteinsson, 4 v.
hver;49. Dofri Snorrason 3½ v. ;
50.–52. Ólafur Evert Úlfsson, Hall-
dór Garðarsson og Hjörvar Steinn
Grétarsson, 3 v. hver; 53. Hallgerð-
ur Helga Þorsteinsdóttir 2½ v. ; 54.
Elsa Þorfinnsdóttir 2 v.
Tímamörkin voru 1 ½ kls. á 30
leiki og 45 mínútur til að ljúka
skákinni, án viðbótartíma. Þessi
tímamörk eiga líklega stóran þátt í
því að jafntefli urðu fá á mótinu, t.
d. tefldu margir þátttakendur það
til enda, án þess að gera jafntefli,
og má þar nefna Júlíus L. Frið-
jónsson ,Arnar E. Gunnarsson,
Ingvar Þór Jóhanesson, Lenku
Ptacknikovu og Sigurð Pál Stein-
dórsson. .
Við skulum nú sjá eina af vinn-
ingsskákum Stefáns Kristjánsson-
ar frá mótinu.
Hvítt: Stefán Kristjánsson
Svart: Sigurður Páll Steindórs-
son
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f3 e6 7. Be3
b5 8. g4 h6 9. Dd2 Rbd7 10. 0–0–0
Bb7 11. h4 b4 12. Ra4 Da5 13. b3
Rc5 14. a3 Hc8
(Þetta geysiflókna afbrigði hefur
mikið verið teflt að undanförnu. Í
þekktri skák, Kasparov-Topalov,
Wijk aan Zee 2001, vann hvítur,
eftir 14. . . Rxa4 15. axb4 Dc7 16.
bxa4 d5 17. e5 Rd7 18. f4 Rb6 19.
Hh3 Rc4 20. Dc3 Hc8 21. Bd2 Be7
22. Be1 Hb8 23. f5 Bc8 24. Bxc4
dxc4 25. Df3 Bd7 26. fxe6 fxe6 27.
g5 hxg5 28. hxg5 Hxh3 29. Dxh3
Dxe5 30. Dh5+ Kf8 31. Rf3 De3+
32. Kb2 Be8 33. Dh8+ Kf7 34. Bc3.
Í sýningarskákinni, Shirov-An-
and, á ólympíuleikunum í Sydney
2000, varð framhaldið 19. f5 (í stað
19. Hh3) 19. –Rxa4 20. fxe6 Rc3 21.
exf7+ Kxf7 22. Bd3 Bxb4 23.
Hdf1+ Kg8 24. Df2 Ba3+ 25. Kd2
Re4+ 26. Bxe4 dxe4 27. g5 Bd5 28.
gxh6 Bb2 29. Hb1 Bc3+ 30. Kc1
Bxd4 31. Bxd4 e3 32. Dxe3 Bxh1
33. Hb6 Hc8 34. Db3+ Dc4 35.
hxg7 Hxh4 36. Hb8 Dxb3 37.
Hxc8+ Kxg7 38. cxb3 Hxd4 39.
Hc7+, jafntefli. )
15. axb4 –
(Önnur leið er 15. Dxb4 Dc7 16.
Kb1 Rcd7 17. Dd2 d5 18. Bh3 dxe4
19. g5 hxg5 20. hxg5 Rd5 21. fxe4
Rxe3 22. Dxe3 Re5 23. Hhf1 Bxa3
24. g6 Rxg6 25. Bxe6 fxe6 26. Rxe6
De7 27. Db6 Rf8 28. Hd8+ Hxd8
29. Rc7+ Dxc7 30. Dxc7 Hd7 31.
Db8+ Ke7 32. De5+ Re6 33. Hg1
Kf7 34. Rb6 Hhd8 35. Ka2 Bf8 36.
Rxd7 Hxd7 37. Df5+ Ke7 38. Hf1
Bc8 39. Df7+ Kd6 40. e5+ og
svartur gafst upp (Anand-Khalif-
man, Shenyang 2000). )
15. . . Rxb3+ 16. Rxb3 Dxa4 17.
Kb2 d5 18. c3 dxe4 19. Ha1 Dd7
20. Dxd7+ –
20. . . Rxd7?!
(Líklega er þetta tapleikurinn.
Eftir 20. . . Kxd7!? 21. Ra5 Bd5 22.
Bxa6 exf3 23. Bxc8+ Kxc8 24. g5
(Líklega gengur 24. Bd4!? ekki, t.
d. 24. – Rxg4 25. c4 Be4 26. Kc3 e5
27. Bb6 f2 28. Hhd1 Be7 29. b5!?
Bf3 30. Rc6 Bxd1 31. Hxd1 He8! o.
s. frv. ) 24. . . Rg4 25. Bb6 f2, kemur
upp flókin og vandmetin staða. )
21. Ra5 Bd5
(Eða 21. . . Ba8 22. Bxa6 Hd8 23.
Bb5 Be7 24. Hhd1 Bxh4 25. Rc6
Bxc6 26. Bxc6 e5 27. Bb6 og svart-
ur gafst upp (Motylev-Parligras,
2000). )
22. Bxa6 Hb8 23. fxe4 Bxe4 24.
Hhe1 Bd5
(Eftir 24. . . Bf3 25. Bf4 Ha8 26.
Bb5!, ásamt 27. Rc6, verður svart-
ur í vandræðum með að valda ridd-
arann á d7. )
25. Bf4 Hb6
(Eða 25. . . Ha8 26. Bb5 Hg8 27.
Rc6 Hxa1 28. Hxa1 f6 29. Ha8+
Kf7 30. Ha7 Bxc6 31. Bxc6 Be7 32.
Hxd7 o. s. frv. )
26. Bc4! –
26. . . g5
(Örvænting. Eftir 26. . . Kd8 27.
Bxd5 exd5 28. Rc4 dxc4 29. Ha8+
Rb8 30. Bxb8 Kd7 31. Ha7+ Kc6
32. Hc7+ Kd5 33. Hc8 á hvítur
vinningsstöðu. )
27. Bc7 Bg7 28. Bxd5 Hxb4+ 29.
Kc2 0–0 30. cxb4 Bxa1 31. Bc6
(og svartur gafst upp, því að
hann hefur ekki nægar bætur fyrir
manninn. )
Meistaramót
Hellis
Meistaramót Taflfélagsins Hellis
2002 hefst mánudaginn 11. febrúar
klukkan 19:30. Meistaramótið verð-
ur opið öllum sem áhuga hafa.
Tefldar verðar kappskákir, alls sjö
umferðir. Þetta er í ellefta sinn
sem mótið fer fram, en núverandi
skákmeistari Hellis er Davíð Ólafs-
son. Björn Þorfinnsson hefur hins
vegar verið oftast meistari félagins
eða þrisvar.
Umhugsunartíminn verður 1½
klst. á 36 leiki og 30 mínútur til að
ljúka skákinni. Mótið verður reikn-
að til alþjóðlegra skákstiga.
Umferðir hefjast alltaf klukkan
19:30 og verður teflt á mánudögum,
fimmtudögum og föstudögum.
Tekið er við skráningum í síma
861 9416 og einnig er hægt að skrá
sig með því að senda tölvupóst á
hellir@hellir. is Mótið verður nán-
ar kynnt síðar.
Stefán Kristjánsson og Páll Agnar
Þórarinsson tefla einvígi um titil-
inn skákmeistari Reykjavíkur 2002
SKÁK
Reykjavík
SKÁKÞING REYKJAVÍKUR
6. 1.–1. 2 2002
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu
embættisins í Hafnarstræti 1, Ísafirði, sem hér segir:
Ehl. Þórðar G. Hilmarss. í skipinu Inga Hrönn ÍS 100, sk.skr.nr. 1220,
þingl. eig. Þórður Guðjón Hilmarsson, gerðarbeiðendur Gjaldtökusjóð-
ur og Hannes Hvanndal Arnórsson, föstudaginn 8. febrúar 2002 kl.
13.00.
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
4. febrúar 2002.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Aðalgata 9, Suðureyri, þingl. eig. Friðgerður Guðmundsdóttir, Rafn
Ragnar Jónsson og Egill Örn Rafnsson, gerðarbeiðendur Íslands-
banki-FBA hf., Sam-félagið ehf., Sparisjóður Hafnarfjarðar, sýslumað-
urinn í Hafnarfirði og Tal hf., föstudaginn 8. febrúar 2002 kl. 10.00.
Eyrargata 2, Suðureyri, þingl. eig. Þórir Bjartmar Harðarson, gerðar-
beiðendur Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf., föstudag-
inn 8. febrúar 2002 kl. 10.15.
Hafnarstræti 23, Flateyri, þingl. eig. Benedikt Gunnarsson, gerðarbeið-
endur Olíufélagið hf. og Sparisjóður Hafnarfjarðar, föstudaginn
8. febrúar 2002 kl. 11.00.
Sýslumaðurinn á Ísafirði,
4. febrúar 2002.
STYRKIR
Túngata 22 - BP 1750, 121 Reykjavík
!
!!! " # !$
!
!
" #
$
%
& '
(
& '
%
)
& '
(
"
"
& '
'
#
"
!
#
*
+,
--" &.& /' " '
&* -..-*
0
)
1 '#, )
*
UPPBOÐ
Uppboð
Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti
107, Akureyri, sem hér segir á eftirfarandi eign:
Rimasíða 29B, Akureyri, þingl. eig. Þórhalla D. Sigbjörnsdóttir og
Hallgrímur Már Jónasson, gerðarbeiðendur Byko hf., Íbúðalánasjóð-
ur, Landsbanki Íslands hf. og Sparisjóður Norðlendinga, föstudaginn
8. febrúar 2002 kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
4. febrúar 2002.
Harpa Ævarrsdóttir, ftr. SMÁAUGLÝSINGAR
KENNSLA
■ www.nudd.is
FÉLAGSLÍF
EDDA 6002020519 I
HLÍN 6002020519 IV/V
Hamar 6002020519 III
I.O.O.F.Rb.4 151258E.I.*
Skyggnilýsingafundur
Þórhallur Guðmundsson, miðill,
heldur skyggnilýsingafund mið-
vikudaginn 6. febrúar kl.
20.30 í Skútunni, Hólshrauni
3, Hafnarfirði. Húsið verður
opnað kl. 19.30. Allir velkomnir.
AD KFUK, Holtavegi 28.
Fundur í kvöld kl. 20.00.
Sr. Kjartan Jónsson, fram-
kvæmdstjóri KFUM og KFUK,
kemur í heimsókn.
Allar konur velkomnar.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNA
mbl.is