Morgunblaðið - 05.02.2002, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2002 55
DAGBÓK
Árnað heilla
NORSKU landsliðspörin
urðu í fyrsta og öðru sæti á
Cap Gemini-boðsmótinu í
Hollandi í síðasta mánuði –
Helness og Helgemo unnu
sinn þriðja sigur í 16 ára
sögu mótsins, en landsliðs-
félagar þeirra, Brogeland og
Sælensminde, urðu aðrir. Í
þriðja sæti enduðu Þjóðverj-
arnir Sabine Auken og
Klaus Reps, en Reps hljóp í
skarið fyrir eiginkonu sína,
Danielu von Arnim, sem
veiktist á fyrsta spiladegi.
Zia Mahmood og Andy
Robson hafa tvívegis unnið á
Cap Gemini. Þeim gekk
heldur illa í þetta sinn, en
hins vegar sýndi Robson
glæsileg tilþrif í eftirfarandi
spili úr fyrstu umferð:
Suður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ K102
♥ G42
♦ D973
♣1076
Vestur Austur
♠ 83 ♠ G7
♥ K853 ♥ ÁD976
♦ 5 ♦ KG2
♣DG9542 ♣ÁK3
Suður
♠ ÁD9654
♥ 10
♦ Á10864
♣8
Mótherjar Zia og Rob-
sons voru Bandaríkjamenn-
irnir Garner og Weinstein:
Vestur Norður Austur Suður
Zia Garner Robson Weinstein
– – – 1 spaði
Pass 2 spaðar 3 hjörtu 4 tíglar
4 hjörtu 4 spaðar Pass Pass
Pass
Flestir unnu fjóra spaða,
annaðhvort eftir útspil í
tígli, ellegar þá með því að
spila drottningunni úr borði
í upphafi í gegnum upplýst-
an styrk austurs. En Wein-
stein fór hins vegar vitlaust í
tígulinn og lái honum hver
sem vill: Zia spilaði út
hjartakóng, sem Robson yf-
irdrap með ás til að skipta
yfir í tígultvist! Weinstein
taldi víst að tvisturinn væri
einn á ferð og stakk upp ás,
tók trompin og spilaði svo
tígli að drottningunni. Einn
niður.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert góð(ur) í að tjá þig með
orðum. Öðrum þykir þú
skemmtileg(ur). Afslappaður
lífsmáti þinn er engum líkur og
allt sem þú gerir býr yfir þokka.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hugsanir þínar eru ekki yfir-
borðskenndar í dag. Þú finnur
fyrir þörf til að finna eitthvað
sem þú trúir á og sem getur gef-
ið lífi þínu aukið gildi.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Taktu þér tíma í dag til að laga
fjármálin. Minnkaðu skuldirnar,
endurgreiddu lán, skilaðu því
sem þú hefur fengið að láni og
kannaðu hverjir skulda þér.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Í dag ertu ekki lengur til í að
hunsa það sem hefur angrað þig
í nokkurn tíma. Núna er tími til
að gera breytingar til hins
betra.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú er reiðubúin(n) til að taka þig
saman í andlitinu í dag og jafn-
vel ganga skrefi lengra. Þig
langar til að taka til hjá öllum
öðrum í kringum þig líka.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þig kann að langa að spreyta þig
á nýrri aðferð í samskiptum þín-
um við börn í dag. Með því að
fylgjast betur með tíðarandan-
um mun skilningur milli þín og
ungs fólks aukast.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Uppbyggjandi hugmyndir þínar
um úrbætur á vinnustað eru
áheyrnarinnar virði. Ekki hika
við að hafa þær í frammi því að
aðrir munu verða hrifnir af
þeim.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Afstaða þín til fjárhagslegra
vangaveltna í dag getur verið
frökk en árangursrík. Ef gjörðir
þínar verða til þess að bæta líf
annarra á einhvern máta, þá
mun ávinningur þinn í framtíð-
inni verða meiri.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Í dag er kjörið tækifæri til að
hreinsa til í þínu nánasta um-
hverfi. Betrumbættu þær kring-
umstæður sem þú hefur veri
óánægð(ur) með í nokkurn tíma.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú gætir þurft að ganga þvert á
vilja hóps sem þú átt dagleg
samskipti við. Besti möguleik-
inn í stöðunni er að breyta
áformum þínum og gera vel-
gengni þeirra jafnframt að þinni
eigin.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Gaumgæfileg athugun gæti leitt
af sér nýjar fjáröflunarleiðir.
Séu aðrir teknir með inn í þetta
gæfuspor munu líkur þínar á ár-
angri aukast því þannig orkar
Plútó.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Gríptu sérhvert tækifæri til að
beita mætti þínum til góðs. Þú
skalt aldrei vanmeta þau áhrif
sem þú hefur á aðra – hvort sem
þú ert meðvitandi um það eður
ei.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þér líst vel á hugmyndir um það
hvernig þú getur betur náð
settu marki í lífinu. Þar sem þú
ert draumóramanneskja í hjarta
þínu hefur þig ætíð langað til að
bjarga heiminum.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
ANDLÁTSORÐ
Heyr, himna smiðr!
hvers skáldit biðr;
komi mjúk til mín
miskunnin þín;
því heit ek á þik,
þú hefr skaptan mik;
ek em þrællinn þinn,
þú ert dróttinn minn.
Guð! heit ek á þik,
at þú græðir mik;
minnsktu, mildingr! mín,
mest þurfum þín;
ryð þú, röðla gramr
ríklundr ok framr!
hölðs hverri sorg
ór hjarta borg.
- - -
Kolbeinn Tumason
80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 5. febr-
úar, er áttræður Þorsteinn
Sigurðsson, fyrrum bóndi á
Brúarreykjum, Borgar-
byggð. Þorsteinn verður
fjarverandi á afmælisdaginn
en vonar að vinir og vanda-
menn heimsæki hann og
Kristjönu, konu hans, laug-
ardaginn 9. febrúar í Gull-
smára 11 kl. 15–18, 10. hæð,
(sal).
FRÉTTIR
Þessir duglegu krakkar héldu hlutaveltu til styrktar Björg-
unarsveitinni Súlum á Akureyri og söfnuðust 2.716 krónur.
Þau heita Jóna Brynja Birkisdóttir og Hjalti Jón Guð-
mundsson.
Morgunblaðið/Kristján
1. c4 c6 2. g3 d5 3. Bg2 e6 4.
Dc2 Rd7 5. b3 Bd6 6. Bb2
Rgf6 7. Rf3 e5 8. cxd5 cxd5
9. Rc3 a6 10. 0–0 b5
Staðan kom upp á Skák-
þingi Reykjavíkur sem lauk
fyrir skömmu. Lenka
Ptacníková (2.225) hafði
hvítt gegn Jóhanni H. Ragn-
arssyni (1.955). 11. Rxd5!
Rxd5 12. Dc6 Dc7 13. Dxd5
Bb7 14. Dd3 e4 15. De3 O-O
16. Rd4 Hfe8 17. Rf5 Bf8 17.
...Be5 var skynsamlegri leik-
ur. 18. Hfc1 Dd8 19. Df4
Db6 20. Bxg7! Eftir þetta á
svartur sér ekki viðreisnar
von enda verður hann tveim
peðum undir og með
verri stöðu. 20. ...Bxg7
21. Rxg7 Kxg7 22.
Dg4+ Dg6 23. Dxd7
Hab8 24. Hc5 Hed8 25.
De7 h6 26. Hac1 Df6
27. Dxf6+ Kxf6 28.
H1c2 Hd7 29. Hc7
Hbd8 30. Hxd7 Hxd7
31. Kf1 Ke5 32. Ke1 f5
33. Hc5+ Bd5 34. e3
Kd6 35. d4 h5 36. h4
Hd8 37. Bh3 Hf8 38.
Kd2 og svartur gafst
upp. Lokastaða efstu
manna varð þessi:
1.–2. Stefán Krist-
jánsson og Páll Agnar Þór-
arinsson með 9 vinninga af
11 mögulegum. 3.–5. Júlíus
Friðjónsson, Sævar Bjarna-
son og Sigurður Páll Stein-
dórsson með 8 v. 6.–12.
Björn Þorfinnsson, Sigur-
björn J. Björnsson, Arnar E.
Gunnarsson, Ingvar Þór Jó-
hannesson, Bergsteinn Ein-
arsson, Lenka Ptácniková
og Jón Árni Halldórsson
með 7 v. Stefán og Páll munu
heyja einvígi um titilinn
Skákmeistari Reykjavíkur.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Bankastræti 14, sími 552 1555
Viltu ennþá vera með!
Allt að 90% afsláttur
Vakin er athygli á að skilafrestur vegna könnunar
fulltrúaráðsins er til miðvikudagsins 6. febrúar.
Fulltrúaráðsmenn eru vinsamlega beðnir að koma
tilnefningum á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í
Valhöll eða póstlegga þær fyrir þann tíma.
Tökum þátt í að setja saman sterkan og
sigurstranglegan lista sjálfstæðismanna í
Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Stjórnin.
Fulltrúaráð
sjálfstæðisfélaganna
í Reykjavík
Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 551 8439
Líföndun
Guðrún Arnalds verður með helgarnámskeið
í líföndun helgina 9. og 10. febrúar.
Djúp öndun hreinsar líkama og sál, eykur bjartsýni og lífsorku og
blæs burtu kvíða og kvillum. Gefur þú þér tíma til að lifa?
„Tíminn er líf og lífið býr í hjartanu“.
EINKATÍMAR: HÓMÓPATÍA - NUDD - LÍFÖNDUN
Er ekki allt frekar
dýrt hérna, Magnús?
Hlutavelta
60 ÁRA afmæli. Í dagþriðjudaginn 5. febr-
úar er sextugur Guðjón
Davíðsson, húsasmíða-
meistari, Suðurtúni 27,
Bessastaðahreppi. Eigin-
kona hans er Anna M. Ey-
mundsdóttir. Þau eru að
heiman í dag.
Mamma, hættu nú.
Þessi lota er búin.
... og svo er þetta fína
útsýni til hafsins.
GEIR Þórólfsson heldur fyrirlestur
til meistaraprófs við véla- og iðnað-
arverkfræðiskor fimmtudaginn 7.
febrúar, kl. 16.15 í stofu 158 í VR-II.
Bestun á nýtingu lághita jarðvarma
til raforkuframleiðslu.
Geir lauk CS gráðu í vélaverk-
fræði frá Háskóla Íslands 1976 og
hefur starfað undanfarin 20 ár hjá
Hitaveitu Suðurnesja. Hann hefur
stundað nám til meistaraprófs við
véla- og iðnaðarverkfræðiskor frá
haustmisseri 2000.
Verkefnið fjallar um nýtingu
lághitajarðvarma til raforkufram-
leiðslu. Sérstaklega er skoðuð nýleg
tækni, svokölluð Kalina varmavinnu-
hringrás og notkun hennar á lághita-
svæðum. Sett er fram líkan af Kalina
varmavinnuhringrás, en líkanið er á
formi hugbúnaðar. Líkanið auðveld-
ar hönnuði að finna bestu gildi á stik-
um í vinnuhringrásinni og kemur til
með að auðvelda hönnun jarðvarma-
virkjana. Við sannprófun á líkaninu
er stuðst við gögn frá 2 MW raforku-
verinu á Húsavík. Nýjung í þessari
rannsókn er, að varmafræðilegar
grundvallarbreytur eru bestaðar
miðað við hagrænar forsendur. Við
rannsóknir á líkaninu kemur fram
mikilvægi umhverfisþátta, en þeir
eru hitastig og rennsli bæði jarðhita-
vökva og kælivatns.
Einnig voru gerð líkön af öðrum
varmavinnuhringrásum, svo sem
„Organic Rankine Cycle“, en það var
sannprófað með gögnum frá Orku-
verinu í Svartsengi. Samanburður á
Kalina hringrásinnni við aðrar
vinnsluaðferðir sýnir að hún hefur
yfirburðanýtni á lághitajarðvarma.
Kalina hringrásin gerir raforku-
framleiðslu mögulega á lághitasvæð-
um víða um landið.
Verkefnið var unnið undir leið-
sögn Birnu Pálu Kristinsdóttur, dós-
ents við véla- og iðnaðarverkfræði-
skor og Páls Valdimarssonar,
prófessors við véla- og iðnaðarverk-
fræðiskor. Prófdómari er Runólfur
Maack, MSc, framkvæmdastjóri
VGK verkfræðistofu.
Fyrirlesturinn er öllum opinn á
meðan húsrúm leyfir.
Fyrirlestur til
meistaraprófs
BORGARFULLTRÚAR Sjálf-
stæðisflokksins kynna tillögur
sínar vegna Aðalskipulags
Reykjavíkur 2002–2024 á fundi
á Grand hótel Reykjavík í dag,
þriðjudaginn 5. febrúar kl.
17.15.
Opinn fund-
ur um skipu-
lagsmál
ATVINNA mbl.is