Morgunblaðið - 06.02.2002, Síða 6

Morgunblaðið - 06.02.2002, Síða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Gestir á vefi mbl.is aldrei verið fleiri ALDREI hafa fleiri skoðað vefi mbl.is en í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum Virkrar vefmælingar mældust þeir 110.109, sem er nýtt met. Flestir nýir gestir heimsóttu mbl.is í síðustu viku en hlutfallsleg aukning er reyndar lægri en hjá minni vefsetrum. Til samanburðar við stóra erlenda vefi, má geta þess að netútgáfan af Politiken í Dan- mörku fékk 155.794 staka gesti í síð- ustu viku í sambærilegri vefmælingu. Leitað án árangurs við Svanborgu LEIT kafara við flak Svanborgar SH á mánudag bar ekki árangur. Þriggja manna er saknað eftir að skipið strandaði við Svörtuloft á Snæfells- nesi 7. desember sl. Í fréttatilkynningu frá Slysavarna- félaginu Landsbjörg segir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hægt var að kafa við flakið. Aðstæður til köf- unar voru mjög erfiðar og komu straumar í veg fyrir að kafarar gætu athafnað sig með góðu móti. Þrátt fyrir það tókst að leita við flakið. Einnig var strandstaðurinn grand- skoðaður með neðansjávarmyndavél. ♦ ♦ ♦ TVEIR menn voru í gær dæmdir fyr- ir að hafa staðið saman að sjö inn- brotum í fyrirtæki og bifreiðir en and- virði þýfisins nam um 2,3 milljónum króna. Þá voru þeir dæmdir fyrir inn- brotstilraun og nytjastuld á bifreið. Mennirnir sem eru 25 og 22 ára gaml- ir játuðu báðir brot sín. Sá eldri braust inn á tveimur stöð- um til viðbótar í félagi við ónafn- greindan aðila, m.a. inn í félagsheimili Lögreglufélags Reykjavíkur og stálu þeir jafnvirði 420.000 króna. Þá fund- ust fíkniefni í fórum hans á Eldborg- arhátíðinni á Kaldármelum í fyrra. Hlaut hann 10 mánaða óskilorðs- bundinn fangelsisdóm. Sakaferill hans er talsverður en hann var fyrst dæmdur til refsingar 1995. Frá refsi- vistinni dregst gæsluvarðhald frá 7. september 2001. Félagi hans var dæmdur í sex mán- aða skilorðsbundið fangelsi til þriggja ára en hann hafði ekki áður verið dæmdur fyrir hegningarlagabrot. Báðir sögðu þeir að innbrotunum hafi verið ætlað að fjármagna fíkniefna- neyslu, einkum hafi hinn eldri verið stórskuldugur fíkniefnasölum. Hefði hann fengið alvarlegar hótanir vegna þess. Innbrotin frömdu þeir á tímabilinu frá 24. júlí til 30. ágúst 2001. Þeir stálu m.a. geisladiskum, áfengi, hverskyns tölvubúnaði, myndavélum, símum, brauðrist, ljósritunarvél, örbylgju- ofni, lakkrís að verðmæti 330.000, riffli, haglabyssu, frímerkjasafni, geislaspilurum og fleiru. Við ákvörð- un refsingar var m.a. litið til þess að töluvert af þýfinu skilaði sér til baka. Í dómnum kemur fram að báðir segjast þeir hafa hætt fíkniefna- neyslu. Sá eldri hefur hafið afplánun og kveðst vinna tvöfalda vinnu til að greiða niður skuldir. Hinn er í vinnu og fær góða umsögn. Hjördís Hákonardóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Mönnunum var gert að greiða skipuðum verjend- um sínum, Sigríði Rut Júlíusdóttur hdl. og Erni Clausen málsvarnarlaun. Hjalti Pálmason, fulltrúi lögreglu- stjórans í Reykjavík, sótti málið. Dæmdir fyrir stórfelld innbrot Fékk hótanir vegna fíkni- efnaskulda FRÍMANN Gunn- laugsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands, lést á líknardeild Land- spítala Íslands sl. laug- ardag eftir langvarandi veikindi. Hann var tæp- lega 69 ára að aldri, fæddur 27. mars 1933. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Einarsson bifreiðastjóri og Katrín Regína Frímannsdóttir húsfreyja. Frímann ólst upp í vesturbænum í Reykjavík en bjó síðar í Kópavogi, á Akureyri, í Reykjavík og síðast í Hafnarfirði. Frímann var rafvirki að mennt en starfaði lengst af við annað. Hann var hótelstjóri í Skíðahótelinu í Hlíðar- fjalli á sjöunda áratug síðustu aldar, rak Sport- og hljóðfæraverslunina á Akureyri í mörg ár, og frá 1985 til 1999 var hann framkvæmdastjóri Golfsambands Íslands. Frímann var kunnur fyrir störf sín í íþróttahreyfingunni víða um land. Frímann var kosinn formaður hand- knattleiksdeildar KR 15 ára að aldri árið 1948. Hann þjálfaði alla flokka í handknattleik hjá KR á árunum 1948 til 1958. Hann þjálfaði einnig handknattleik í ÍR, ÍBA, Breiðablik og KA. Hann þjálfaði öll landslið HSÍ frá 1959– 1964. Hann dæmdi um 1.200 leiki í handknatt- leik, var fyrsti formaður Handknattleiksdóm- arafélags Reykjavíkur og varð ásamt Hannesi Þ. Sigurðssyni fyrsti ís- lenski alþjóðadómarinn í handknattleik árið 1954. Hann var formað- ur Skíðaráðs Akureyr- ar í mörg ár og í níu ár formaður Golf- klúbbs Akureyrar. Frímann var sæmdur mörgum heiðursmerkjum íþróttahreyfingar- innar. Hann fékk gullmerki Golfsam- bands Íslands, ÍSÍ og Handknatt- leikssambands Íslands. Hann hlaut gullkross Íþróttasambands Íslands árið 1998 og Golfsambands Íslands ári síðar. Hann varð heiðursfélagi Handknattleiksdómarafélags Íslands árið 1993. Frímann var kvæntur Karólínu Guðmundsdóttur og eignuðust þau fimm börn. Þau skildu. Eftirlifandi sambýliskona Frímanns er Hildur Jónsdóttir kennari. Andlát FRÍMANN GUNNLAUGSSON JÓN Gauti Jónsson ísklifrari sigr- aði á fyrsta hraðaklifurmóti Ís- lenska alpaklúbbsins í ísklifurturn- inum í Gufunesi, sem fram fór 30. janúar við góðar aðstæður. Turn- inn er 13 metra hár og varð klif- urhæfur síðla janúar. Keppt var með útsláttarfyrirkomulagi, með því að tólf klifrarar hófu leik, þar af ein kona, og komust átta klifrarar í undanúrslit. Tveir kepptu að lokum um fyrsta sæti, þeir Jón Gauti og Ívar Finnbogason og sigraði Jón Gauti á 1.05 mín. en Ívar fór á tím- anum á 1.22 mín. Áhorfendur skemmtu sér hið besta þrátt fyrir frostið, sem er nauðsynlegt í keppni sem þessari. Má þess geta að tími keppenda var frá 1.05 mín. upp í 13.29 mín. Fáein- ir luku ekki keppni þar sem þeir duttu í miðjum klíðum, en það kom ekki að sök þar sem öryggis er gætt með því að ávallt er klifið í ofanvað. Ljósmynd/Helgi Borg Jón Gauti fljót- asti ísklifrarinn SAMKEPPNISRÁÐ telur Heilsu- verslun Íslands ehf. hafa brotið gegn ákvæðum 21. greinar samkeppnis- laga með fullyrðingum um að Ortis- ginseng væri ræktað á ómenguðum landsvæðum. Kveður lagagreinin á um bann við villandi upplýsingagjöf. Eðalvörur ehf. fóru fram á það við Samkeppnisstofnun að kannaðar yrðu fullyrðingar Heilsuverslunar Íslands ehf. um að Ortis-ginseng væri ræktað samkvæmt aldagamalli hefð á ómenguðum landsvæðum. Eð- alvörur flytja inn ginseng frá Kóreu en Heilsuverslunin frá Kína og eru fyrirtækin keppinautar. Eðalvörur benda á að í grein í auglýsingablaði Heilsuverslunarinnar hafi verið dregin upp dökk mynd af ræktunar- aðferðum í Kóreu og fullyrt að þar væri notað óhóflegt magn tilbúins áburðar og skordýraeiturs andstætt því sem gerðist í Kína. Lögmaður Heilsuverslunar Íslands taldi mála- tilbúnað Eðalvara lið í því að sverta nafn Heilsuverslunarinnar. Í niðurstöðu samkeppnisráðs seg- ir að fram hafi komið að Hollustu- vernd ríkisins hafi ekki talið forsend- ur til aðgerða eftir athugun á ginsenginu en beint því til Heilsu- verslunarinnar að ekki yrði auglýst að jurtin væri ræktuð í ómenguðum jarðvegi nema hægt væri að sýna fram á að svo væri. Er það niður- staða ráðsins að Heilsuverslun Ís- lands hafi ekki fært fram sannanir fyrir því að Ortis-ginseng væri rækt- að á ómenguðum landsvæðum. Hafi hún því brotið í bága við 21. grein samkeppnislaga. Auglýsti ginseng með ósönnuðum fullyrðingum ÞRENNT var flutt á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Ísafirði eftir bílveltu innan við Látra í Mjóafirði síðdegis á mánudag. Í bifreiðinni var roskið fólk og fór bifreiðin nokkrar veltur út af veginum. Einum úr bílflakinu tókst að komast upp á veginn og gera ökumanni á aðvífandi bifreið viðvart um slysið. Fólkið var flutt með sjúkrabifreið og lögreglubifreið til Ísafjarðar þar sem tekið var á móti þeim á sjúkrahúsinu um klukk- an 19.30. Tveir hinna slösuðu fengu að fara heim að lokinni rannsókn en slösuð kona úr hópnum var lögð inn, þó ekki mikið slösuð, samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu. Bifreiðin skemmdist mikið að sögn lögreglunnar á Ísafirði. Þrennt slasaðist í bílveltu SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirkomulag Listasafns Kópavogs við útleigu sýningarsala til utanaðkomandi að- ila þar sem endurgjald er háð veltu sýningar hafi skaðleg áhrif á sam- keppni. Beinir ráðið þeim fyrirmæl- um til safnsins að ekki skuli verð- leggja útleigu sýningarsala undir þeim kostnaði sem henni tengist. Málefni Listasafns Kópavogs voru tekin upp vegna kvörtunar manns vegna fyrirkomulags sölu- sýningar á eldri myndlist í safninu. Er atvikum þannig lýst að Listasafn Kópavogs hafi í samvinnu við lista- verkasala sett upp sölusýningu á verkum í eigu einstaklinga og stofn- ana. Kæmi til sölu myndi 15% sölu- þóknun skiptast að jöfnu milli safns- ins og listaverkasalans. Kemur fram í erindinu að sá sem stóð fyrir sýn- ingunni hafi engin leyfi til rekstrar, hafi ekki greitt höfundarréttargjöld en hafi verið umsvifamikill í sölu á list- og fornmunum. Telur kvartandi að þarna hafi verið á ferð órétt- mætir viðskiptahættir og óeðlileg samkeppni af hálfu opinbers aðila sem samræmist ekki þeim tilgangi sem stofnað hafi verið til með starf- semi safnsins. Safnið sé í beinni samkeppni við einkarekin fyrirtæki á þessu sviði. Listasafn Kópavogs heldur því fram að umrætt fyrirkomulag sölu- sýningar sé ekki í andstöðu við sam- keppnislög. Samkeppnisráð kemst að þeirri niðurstöðu að meginmark- mið Listasafns Kópavogs sé að sýna verk og muni með skipulögðum sýn- ingum en megintilgangur sýningar sem kvartað er yfir sé hins vegar sala listaverka. Með því að tengja endurgjald fyrir afnot sýningarsala við söluverðmæti listaverkanna sé safnið orðið þátttakandi í sölu þeirra og þar með að taka á sig viðskipta- lega áhættu. Með því að tengja end- urgjald fyrir útleigu sýningarsala við veltu viðkomandi sýningar sé ekki öruggt að hlutur safnsins nægi til að þekja þann kostnað sem safnið hafi af sýningum auk hæfilegs end- urgjalds fyrir afnot sala. Af þeim sökum sé hætta á að verið sé að nið- urgreiða samkeppnisstarfsemi með opinberu fé. Ákvörðun samkeppnisráðs er því sú að fyrirkomulag Listasafns Kópavogs við útleigu sýningarsala til utanaðkomandi aðila, þar sem endurgjald sé háð veltu sýningar viðkomandi aðila, hafi skaðleg áhrif á samkeppni. Telur ráðið að til að vinna gegn samkeppnishömlum sem geti leitt af slíkri verðlagningu sé nauðsynlegt að beina þeim fyrir- mælum til safnsins að það verðleggi þjónustu sína þannig að ekki leiki vafi á því að það sé ekki að nið- urgreiða samkeppnisrekstur. Samkeppnisráð finnur að útleigu sýningarsala HÆSTIRÉTTUR hefur ómerkt úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá dómi kröfum gæsluvarð- haldsfanga sem sætir gæslu vegna gruns um fíkniefnabrot, en fanginn neitaði að heimilt væri að fram- kvæma líkamsleit á honum eða leita í klefa hans, nema sérstök og rök- studd ástæða væri til. Þá krafðist fanginn þess að hér- aðsdómari kvæði upp úrskurð um að hann ætti rétt á því án sérstakra tak- markana að ræða við verjanda sinn símleiðis í einrúmi. Hæstiréttur taldi að ekki yrði ráð- ið af gögnum málsins að héraðsdóm- ari hefði boðað ákæruvaldið til að sækja þing í héraði svo sem rétt hefði verið og taldi að ekki yrði hjá því komist að ómerkja úrskurðinn og leggja fyrir dómara að taka málið til meðferðar að nýju. Dómari taki kröfur fanga fyrir að nýju RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært fyrrverandi hafnarvörð hjá Búða- hreppi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Er hann sakaður um að hafa dregið sér og nýtt í eigin þágu sam- tals tæplega 4,7 milljónir af fé hafn- arsjóðs. Skv. ákæru sveik hann út fé með útgáfu 32 tékka sem hann inn- leysti á tímabilinu frá 16. júní 1995 til 26. júlí 2000. Ákært fyrir fjárdrátt ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.