Morgunblaðið - 06.02.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 17
FRAMKVÆMDANEFND um
einkavæðingu sendi frá sér tilkynn-
ingu í gær þar sem fram kemur m.a.
að viðræður við TDC um viðskipti
með fjórðungshlut í Landssíma Ís-
lands standi enn. Jafnframt kemur
fram að nefndin áskilji sér rétt til
viðræðna við aðra aðila sem sýnt
hafa sölunni áhuga.
Henning Dyremose, forstjóri
TDC (áður Tele Danmark), sagði
við Reuters-fréttastofuna á mánu-
dag að viðræðurnar við fulltrúa ís-
lensku ríkisstjórnarinnar um kaup
TDC á 25% hlut í Landssímanum
hefðu siglt í strand, a.m.k. tíma-
bundið. Dyremose hefur einnig lýst
því yfir að ekkert verði af samn-
ingum nema verðið á hlut í Lands-
símanum verði lækkað.
Fyrir fjórðungshlut í Landssím-
anum á genginu 5,75 sem var ákveð-
ið lágmarksverð, þarf TDC að
greiða um tíu milljarða íslenskra
króna. Markmið íslensku ríkis-
stjórnarinnar var að selja kjölfestu-
fjárfesti 25% auk réttar til að kaupa
10% til viðbótar eftir eitt ár.
Dyremose segir einnig í frétt
Reuters: „Það hefur hægt á samn-
ingaviðræðunum. Við höfum ekki
fjárhagslega burði til að borga 5,75
krónur á hlut eins og krafist er.“
Dyremose segir að það sé skilningur
TDC að íslenska ríkisstjórnin hafi
nú sjónarmið TDC til athugunar.
Í tilkynningu til Verðbréfaþings
um málið kemur fram að Price-
waterhouseCoopers hefur fyrir
hönd framkvæmdanefndar um
einkavæðingu sent TDC bréf þar
sem fyrirtækinu var greint frá að á
næsta viðræðufundi yrði farið yfir
niðurstöðu ársreiknings 2001 og
endurskoðaða rekstraráætlun 2002
en hvort tveggja verður tilbúið fljót-
lega.
Í tilkynningunni segir einnig:
„Jafnframt var TDC greint frá því
að framkvæmdanefnd um einka-
væðingu áskildi sér rétt til að eiga
viðræður við aðra aðila sem sýnt
hafa sölunni áhuga að undanförnu.
Því er rangt að viðræðum við TDC
hafi verið slitið af hálfu nefndarinn-
ar. Þá er það miður að TDC virðist
að undanförnu kjósa að bera nefnd-
inni skilaboð í gegnum fjölmiðla.
Nefndin mun á fundi síðar í vikunni
taka ákvörðun um framhald máls-
ins.“
Skarphéðinn Steinarsson, starfs-
maður einkavæðingarnefndar, vildi
ekki tjá sig um málið í gær og vísaði
alfarið í tilkynninguna frá nefndinni.
Gengi bréfa Landssímans hefur
lækkað að undanförnu á Tilboðs-
markaði VÞÍ. Síðustu viðskipti voru
á genginu 5,10 og er það lægsta
gengið síðan bréf félagsins voru
skráð sl. haust þegar upphafsgengið
var 6,1.
Morgunblaðið/Jim Smart
Áskilur sér rétt til við-
ræðna við aðra en TDC
● BÚNAÐARBANKI Íslands telur ekki
tímabært að lækka stýrivexti. Bún-
aðarbankinn telur að taka verði á
lausafjárskorti bankanna einungis ef
stýrivextir verða lækkaðir og ef sú
lækkun eigi að leiða til lækkunar
markaðsvaxta.
Í Morgunblaðinu í gær kom fram
að Búnaðarbanki Íslands hefur bent
á að miðlunarferli peningamálastefn-
unnar sé stíflað. Þar kom einnig fram
að bankinn teldi að gera þyrfti ráð-
stafanir gagnvart lausafjárskorti
bankanna en Edda Rós Karlsdóttir,
forstöðumaður greiningardeildar
Búnaðarbanka Íslands, leggur
áherslu á að það er einungis skoðun
bankans, ef ætlunin er að lækka
markaðsvexti.
Taka þarf á lausa-
fjárskorti ef lækka á
markaðsvexti
● FLOTUN ehf., Baldur Björnsson og
Sigurður Sigurðsson, hafa keypt
Gólflagnir af Eignarhaldsfélagi Hörpu
hf. og hafa nýir eigendur tekið við
rekstrinum. Baldur var áður eigandi
fyrirtækisins en Harpa hf. keypti af
honum reksturinn árið 1998 og hef-
ur rekið síðan.
Gólflagnir voru stofnaðar fyrir 12
árum og hafa unnið mikið fyrir sjáv-
arútvegsfyrirtæki og aðra aðila í mat-
vælaiðnaði, eins og kjötvinnslur,
sláturhús, mjólkurbú og fleiri. Einnig
iðnfyrirtæki í flestum greinum, versl-
unarfyrirtæki, skóla, íþróttahús og
önnur opinber mannvirki.
Gólflagnir skipta
um eigendur