Morgunblaðið - 06.02.2002, Síða 20
ERLENT
20 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BYSSURNAR eru flestar eldri en
strákarnir.
En þeir sem þurfa að láta hressa
upp á AK-47-hríðskotariffilinn sinn
virðast ekki kippa sér upp við að
elsti byssusmiðurinn á verkstæðinu
er vart farinn að raka sig og sá
yngsti er enn ekki byrjaður að taka
fullorðinstennur.
Viðskiptin ganga líka vel hjá þess-
um fjórum ungu bræðrum. Um það
sjá stríðsherrar, vígamenn og venju-
legir Afganar sem sjaldnast skilja
hólkinn við sig. Það fer enda gott orð
af bræðrunum; þeir þykja sérlega
flinkir bæði í viðgerðum og end-
ursmíði á AK-47-byssunni en sá
hálf-sjálfvirki hríðskotariffill er
uppistaðan í vopnabúrum Afgana.
„Ef hann er bilaður, getum við
lagað hann,“ segir elsti bróðirinn,
Mohammad Ari sem er 17 ára. Hann
er fullur sjálfstrausts líkt og hæfir
reyndum byssusmið á markaðnum í
Balkh, tæpa 20 kílómetra frá borg-
inni Mazar-e-Sharif í Norður-
Afganistan.
„Viljum lifa í friði“
Hann er enda ágætlega reyndur.
Bræðurnir, þeir Zarif, sem er 15
ára, Nazar, 12 ára, og Janagha, sem
er aðeins sjö ára auk Mohammad
Arif, hafa fengist við skotvopn allt
frá því þeir tóku að skríða um verk-
stæðið. Þeir lærðu að þekkja sér-
hvern bolta og hverja ró af elsta
bróður sínum en sá kvaddi þennan
heim í kúlnaregni í fyrra eftir að
hafa lent í deilum við einn ættingja
þeirra.
Og vitanlega notaðist sá við
AK-47.
Strákarnir segjast ekki vita ná-
kvæmlega hvers vegna upp úr hafi
soðið. Ráðlegast að spyrja sem
minnst um það í landi þar sem virkt
dómskerfi er óþekkt fyrirbrigði og
minnst eitt vopn er að finna á hverju
heimili.
„Við viljum bara vinna, græða
smápeninga og lifi í friði við Guð og
menn,“ segir hinn 15 ára gamli Zar-
if.
En greina þeir enga mótsögn í því
að vilja lifa í friði en fást á sama tíma
við að halda sjálfvirkum skotvopnum
í góðu lagi? „Nei,“ svara allir fjórir.
Menn hugleiða lítt siðferðislegar
hliðar tilverunnar þegar hungrið
sverfur að.
Þegar talibanarnir réðu ríkjum í
Afganistan sáu bræðurnir um að
halda vopnum þeirra við. Nú þjóna
þeir nýjum herrum.
„Við kunnum að gera við byssur.
Þetta er vinnan okkar. Við þurfum
að borða,“ segir Mohammad Arif.
„Og mér finnast smákökur góð-
ar,“ bætir sá minnsti við þegar þeir
fá sér snarl í einu horni verkstæð-
isins.
Þriggja daga bið
Á krókum á veggjunum er að
finna alla þá hluti sem mögulega og
ómögulega er hægt að koma fyrir í
Ak-47-hríðskotabyssu, sem oft er
líka nefnd Kalishnikov eftir Rúss-
anum sem smíðaði hana. Þarna eru
hlaup, gikkir, hleðslukerfi, skefti... Á
vinnuborðinu er heill haugur af
skrúfum, fjöðrum og öðrum óræðum
smáhlutum.
Í þessu verkstæði er ekkert raf-
magn. Allt er gert í höndunum, sama
þótt bora þurfi, sverfa eða slípa.
„Það kemur sér vel að hafa litla
fingur,“ segir 25 ára gamall frændi,
Kamil Tavaqoi, sem lítur inn en
hann er að gera upp Kalishnikov-
riffil fyrir vin sinn.
Nú um stundir kostar um 600.000
afgani eða um 1.000 krónur að gera
við hríðskotabyssu. Alltjent er þetta
verðið hér í Norður-Afganistan. Og
hversu lengi þarf að bíða? „Þetta
tekur yfirleitt svona þrjá daga,“ seg-
ir Mohammad Arif. „Vilji menn nýtt
vopn sem sett er saman úr vara-
hlutum þurfa þeir að bíða lengur og
borga meira. Það tekur um tíu daga
að koma saman slíkum grip og gera
hann nothæfan. Það kostar um millj-
ón afgana eða rúmlega 3.300 krón-
ur,“ segir Nazar.
Skólinn kallar
Samkeppnin er lítil en þó er þarna
að finna verkstæði sem gerir við allt;
vopn, saumavélar, vekjaraklukkur.
„Jú, jú, það kemur fyrir að menn
komi hingað með byssur í viðgerð,“
segir eigandinn, Mohammad Karim.
„En strákarnir fá mikið af þessu.
Hvað skal segja: þeir eru einfaldlega
mjög færir,“ bætir hann við.
En hann getur gert sér vonir um
að viðskiptin glæðist í næsta mán-
uði; yngstu bræðurnir tveir eiga þá
að mæta í skólann.
„Það kemur
sér vel að hafa
litla fingur“
Fjórir barnungir handverksmenn
laga hríðskotariffilinn fljótt og vel
AP
Kamil Tavaqol, frændi bræðranna, vinnur við að gera upp Kalishnikov-hríðskotariffil. Mohammad Arif, sem
rekur verkstæðið, er fyrir miðju en yngsti bróðirinn, hinn sjö ára gamli Janagha, er lengst til hægri.
Forvitinn afganskur strákur liggur á „glugganum“ á verkstæði bræðr-
anna, sem fengist hafa við skotvopn frá því þeir fóru að skríða.
Balkh í Afganistan. Associated Press.
’ Rússnesku Kalishnikovarnir
eru bestir. Það
vilja allir fá þá ‘
NEFND öldungadeildarþingmanna í
Bandaríkjunum, er rannsakar gjald-
þrot orkusölufyrirtækisins Enron,
samþykkti í gær
að senda fyrrver-
andi forstjóra fyr-
irtækisins, Kenn-
eth L. Lay, stefnu
til þess að fá hann
til að koma fyrir
nefndina, eftir að
hann hætti við að
mæta sjálfviljug-
ur sl. mánudag,
eins og til stóð.
Verslunar-, vís-
inda- og samgöngunefnd öldunga-
deildarinnar samþykkti einróma að
þvinga Lay til að mæta fyrir nefnd-
ina. „Það hafa of margir Bandaríkja-
menn skaðast,“ sagði þingmaðurinn
Ron Wyden, og bætti við, að „eina
leiðin til að komast til botns í þessu
hörmulega máli er að fá að tala við
[Lay].“ Margir þingmannanna í
nefndinni viðurkenndu að líklega
myndi Lay neita að svara spurning-
um nefndarinnar á forsendum stjórn-
arskrárbundins réttar síns til að
skaða ekki sjálfan sig með vitnis-
burði.
Skyndilegt gjaldþrot Enron í byrj-
un desember sl. kostaði þúsundir
starfsmanna vinnuna og margir
starfsmenn og fjárfestar töpuðu öllu
sparifé sínu þegar hlutabréf í fyrir-
tækinu urðu skyndilega verðlaus.
Rúmlega tíu þingnefndir eru nú að
rannsaka gjaldþrotið og beinist at-
hyglin m.a. að því hvort ólögmætar
bókhaldsaðferðir og hagsmuna-
árekstrar yfirmanna fyrirtækisins
hafi leitt til gjaldþrotsins.
William Powers, stjórnarmaður í
Enron og rektor lagadeildar Háskól-
ans í Texas, bar vitni fyrir rannsókn-
arnefnd fulltrúadeildar þingsins á
mánudaginn, og gerði grein fyrir
skýrslu sem þriggja manna nefnd,
skipuð af stjórninni, skrifaði um
gjaldþrot Enron. Powers var skipað-
ur í stjórn fyrirtækisins sérstaklega
til að rannsaka ástæður gjaldþrots-
ins.
Powers sagði m.a. að Lay og aðrir
yfirmenn Enron hefðu auðgast sjálfir
á kostnað fyrirtækisins með viðskipt-
um sem voru að mestu falin fyrir al-
menningi. Lay hefði sjálfur samþykkt
það fyrirkomulag, en samkvæmt því
var undirmönnum hans heimilt að
taka þátt í viðskiptum við sameign-
arfyrirtæki sem Enron stofnaði til í
því augnamiði að fela skuldir.
Hrun Enron má rekja til „skipu-
lagðra og gegnumgangandi tilrauna“
til að ýkja tekjur og fela tap, að sögn
Powers. Ekki hafi verið um að ræða
fáeina svikula starfsmenn sem brutu
starfsreglur fyrirtækisins. Frétta-
skýrendur segja að framburður
Powers muni gera fyrrverandi yfir-
mönnum Enron erfiðara um vik að
skella allri skuldinni á endurskoðanda
fyrirtækisins, fyrirtækið Anderson.
Nefnd Powers kemst að þeirri nið-
urstöðu að Lay og Jeffrey K. Skilling,
fyrrverandi yfirframkvæmdastjóri
Enron, hafi að mestu borið ábyrgðina
á þeirri röngu ákvörðun að láta Andr-
ew S. Fastow, fyrrverandi yfirfjár-
málastjóra fyrirtækisins, stofna og
stjórna sameignarfélögum sem Enr-
on kostaði og skiluðu Fastow tugum
milljóna dollara í tekjur og gerðu
Enron kleift að fela gífurlegt tap og
skuldir. Enron neyddist síðan til að
greina frá þessu tapi í október sl.,
með þeim afleiðingum að fjárfestar,
lánardrottnar og viðskiptavinir
misstu trúna á fyrirtækið og gjald-
þrot varð óumflýjanlegt.
Fastow hafði að minnsta kosti 30
milljónir dollara í tekjur fyrir að
stjórna sameignarfyrirtækjunum, en
hluthöfum í Enron var aldrei sagt frá
því. Samstarfsmaður Fastows, Mich-
ael J. Kopper, hagnaðist um allt að
eina milljón dollara af 125 þúsund
dollara fjárfestingu. Aðrir samstarfs-
menn Fastows fengu allt að einni
milljón fyrir að gera í raun ekki neitt,
sagði Powers.
Að sögn þingmanna er þess enn
vænst að Skilling muni verða fús til að
bera vitni fyrir rannsóknarnefndum,
að sögn blaðsins Houston Chronicle.
Fastow á einnig að bera vitni, en hef-
ur sent nefndarmönnum skilaboð um
að hann muni ekki svara spurningum
þeirra.
Fyrrverandi forstjóra
Enron send stefna
Washington. AFP, The Washington Post.
William
Powers
TUTTUGU palestínskir byssumenn
ruddu sér leið inn í dómshús í bæn-
um Jenín á Vesturbakkanum í gær
og tóku þar af lífi þrjá menn sem
dómari hafði stuttu áður dæmt í
fimmtán ára fangelsi fyrir morðið á
liðsmanni palestínsku öryggislög-
reglunnar. Mistókst lögreglu á
staðnum að halda aftur af byssu-
mönnunum.
Um eitt hundrað manns hafði
safnast saman fyrir framan híbýli
verslunarráðs Jenín en þar fóru rétt-
arhöld yfir þremenningunum fram.
Voru flestir fjarskyldir ættingjar
mannsins, sem þremenningarnir
höfðu myrt síðastliðinn föstudag.
Múgurinn ruddist inn í bygg-
inguna og þrátt fyrir að lögreglan
reyndi að halda aftur af fólkinu kom
hún engum vörnum við þegar byssu-
menn skutu þremenningana til bana.
Dómari hafði gefið tveimur mann-
anna væga dóma sökum aldurs
þeirra en frændurnir Khlaid Mo-
hammed Nasir Qmeil og Jihad Mo-
hammed Selim Qmeil voru 15 og 16
ára. Fengu þeir fimmtán ára fangels-
isdóm í stað dauðadóms sökum þess
hve ungir þeir voru.
Sá þriðji, hinn 32 ára gamli Mo-
hammed Qmeil, fékk sama dóm enda
tók hann ekki þátt í morðinu á örygg-
islögreglumanninum Osama Qmeil
að öðru leyti en því að hann aðstoðaði
piltana ungu við undirbúning þess.
Liður í fjölskylduerjum
Talið er að mennirnir hafi myrt
Osama Qmeil vegna sögusagna um
að hann hefði staðið fyrir morðunum
á nokkrum ættingjum þeirra á ár-
unum 1987–1993 þegar fyrri upp-
reisn Palestínumanna stóð sem
hæst. Þá var Qmeil liðsmaður félags-
skapar er nefndist Svörtu pardus-
arnir og sem tók að sér að lífláta Pal-
estínumenn sem sakaðir voru um
samstarf við Ísraela.
Fulltrúar palestínsku heima-
stjórnarinnar vildu lítt ræða málið
við fjölmiðla en þrýst var á um það að
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, gripi í taumana til að koma í
veg fyrir að þessar fjölskylduerjur
yllu algeru öngþveiti í Jenín.
Palestínskir byssumenn tóku völdin
í sínar hendur í dómsal í Jenín
Ruddust inn
og myrtu sak-
borningana
Nablus. AFP.