Morgunblaðið - 06.02.2002, Page 23

Morgunblaðið - 06.02.2002, Page 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 23 TIL stóð að Gerrit Schuil léki með belgíska Arriaga-kvartettinum frá Brussel píanókvintett eftir Dvorák á síðastliðnum sunnudags„matinée“ í Hljómlistarhúsi Karlakórs Reykja- víkur, en píanistinn varð, eins og sagt er í íþróttum, frá að hverfa vegna meiðsla, og kom 2. kvartett Borodins því í staðinn. Hitt var þó markverð- ara, að hér gat að heyra einn af fær- ustu strengjakvartettum Norðurálfu sem landið hefur sótt heim á seinni árum, og hefði það eitt sér vissulega verðskuldað mun betri aðsókn en 15% sætanýting hússins bar vitni. Tónlistarsagan kann að greina frá sorglega fjölmennum hópi stórhæfi- leikamanna sem hrifsuðust burt þeg- ar í blóma æskunnar. Einhver yngst- ur þeirra allra var Juan Crisóstomo Arriaga (1806–26) frá Bilbao í Baska- landi. Enginn annar en hinn vandláti Cherubini (er sjálfur var í miklum metum hjá Beethoven) lýsti sem meistaraverki átta radda mótettu er hinn kornungi Spánverji samdi á námsárum sínum í París. Hafði höf- undur hennar reyndar þegar á 13. aldursári samið og fengið flutta óperu í heimabæ sínum. Við þennan unga snilling, sem lézt úr berklum tíu dög- um fyrir tvítugsafmælið og fæddur var nákvæmlega fimmtíu árum eftir hálfnafna sinn, Wolfgangus Chrys- ostomus Amadeus Mozart, kenndu belgísku gestirnir sig, enda kváðu þeir skv. tónleikaskrá m.a. hafa lagt sig eftir að flytja gleymd meistara- verk. Arriaga náði að semja þrjá strengjakvartetta, og var hér fluttur nr. 1 í d-moll. Ef að líkum lætur í fyrsta sinn í íslenzkum sölum. Andi Mozarts var víða áberandi, og kannski líka svolítið af Weber og Rossini, en sterkust áhrif á undirrit- aðan höfðu ljóðræni II. þátturinn og Fínallinn, mendelssohnskur álfadans í 6/8. Tvennt var áberandi við leikstíl kvartettsins, léttur og loftkenndur tónn (hljómaði nærri því líkt og leikið væri við dempara) sem verkaði frem- ur blóðlítill og hrynvana í Arriaga en átti betur við í litbrigðastíl Debussys. Hitt var hversu mikið virtist leikið beint af augum og sjaldan staldrað við modo rubatico, eða alla vega þar til maður var farinn að venjast því og tekinn að greina smágerðari gráð- urnar betur. Eiginlega undarlegt hjá öðrum eins hnífsamtaka spilurum að flíka ekki meir slíkum tímasvipting- um, sem flestu fremur skilja sauði frá höfrum í kammertónlist. Í eina en meistaralega kvartetti sínum frá 1893 er impressjónismi De- bussys þegar kominn á skrið. Vakti þar athygli manns óvenju safaríkt – og klukkusamtaka – pizzicato-plokk í II. þætti, auk hins fíngerða „Andant- ino, doucement expressif“-þáttar (III.), þar sem víóluleikarinn átti mörg falleg lagræn sóló. Af bar þó flutningur Belganna á 2. strengja- kvartetti Alexanders Borodins (1833–87). Borodin var jafnvel enn fleiri störfum hlaðinn en sænski koll- eginn Kurt Atterberg hálfri öld síðar – þ.á m. sem framúrskarandi vísinda- maður í efnafræði – og náði því aðeins að fullgera örfá tónverk áður en álag- ið batt enda á líf hans langt fyrir ald- ur fram. En verk eins og 2. kvart- ettinn (1881) gefur aftur á móti tilefni til að spyrja, hvort vísindin hefðu ekki með sanngirni mátt hliðra meira til fyrir jafnaugljósum tónlistargáfum. M.a.s. tekst Borodin að vinna sig bet- ur úr „fegurðarprísund“ hins fræga næturljóðastefs III. þáttar (unaðs- lega vel leikið af sellistanum) en Schubert úr ekki síður frægu 2. að- alstefi I. þáttar í Ófullgerðu sinfóní- unni, sem aldrei kemst almennilega úr sporunum heldur endurbirtist ávallt óbreytt líkt og A-hluti í rondói. Og í framsæknum Fínalnum heyrist hvað Borodin fylgdist furðuvel með nýjustu straumum og stefnum, þrátt fyrir gífurlegt annríki. Óhætt er að segja að Arriaga- kvartettinn hafi farið á kostum í þessu snilldarverki. Sem fyrr var allt hnífjafnt samtaka, og styrkjafnvægið var nánast hvarvetna vegið á silfur- vog. Fjórmenningarnir sýndu glæsi- lega hoppandi saltando-bogatækni í rytmískt líflegum lokaþættinum og gældu við mörg áhugaverð augnablik af mikilli fágun og fínstilltu tíma- skyni. Stundum var djarft teflt í hraðavali, en hvergi ósmekklega. En þessi ofurfagmennskulega fágun gerði hins vegar líka að verkum, að prímaríusinn hefði stundum mátt vera aðeins öruggari í inntónun á efsta tónsviði. Noblesse oblige! eins og franskir segja. Vandi vex með veg- semd hverri. Fagmennsku- leg fágun TÓNLIST Ýmir Strengjakvartettar eftir Arriaga, De- busssy og Borodin. Arriaga-kvartettinn (Michaël Guttman, Ivo Lintermans, fiðl- ur; Marc Tooten, víóla; Luc Tooten, selló). Sunnudaginn 3. febrúar kl. 16. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson ÁSGEIRI Long var ekki fisjað saman, ef marka má þær þrjú hundr- uð ljósmyndir sem eru til sýnis í Sverrissal Hafnarborgar. Þótt ef til vill sé ekki um listræna ljósmyndun að ræða, að minnsta kosti ekki í öllum tilvikum, er heimildagildið ótvírætt. Reyndar er fjöldi myndanna svo mik- ill að það verður að deila þeim í nær- fellt tuttugu og fimm undirflokka til að koma einhverju lagi á galskapinn. Ella mundu áhorfendur vart ná utan um sýninguna. Það er spurning hvort betra hefði verið að deila sýningunni í þrennt eða fernt – sýna hana í nokkrum hlutum – ellegar trimma hana eilítið betur nið- ur. En það er ekki alltaf jafnauðvelt að finna rétta púlsinn á ljósmynda- sýningum sem þessari, þar sem heilt bæjarsamfélag endurspeglast í starfi og leik, og allir þekkja vitaskuld alla. En hvernig skyldu herlegheitin koma utanbæjarmanni fyrir sjónir? Skyldi honum finnast hann afskiptur og ein- mana frammi fyrir þessari stóru fjöl- skyldu hraunbúa? Sýning sem þessi hefur þann aug- ljósa kost að nánast hver Íslending- ur, hvaðanæva af landinu, getur með hennar hjálp komist í eilítið betri snertingu við kynslóðir fimmta, sjötta og sjöunda áratugarins, og gildir þá einu hvort um Hafnfirðinga er að ræða eða einhverja aðra íbúa landsins. Menn voru hvarvetna sjálf- um sér líkir, karlar, konur og börn. Frammi fyrir ljósmyndavélinni voru flestir í essinu sínu, sprækir og sprelllifandi, hvort heldur þeir voru uppáklæddir í sínu fínasta pússi, á kafi í fiskinum – að gogga þorskinn eða breiða hann út flattan til þerris – í vegavinnu, skurðgreftri, fimleikum eða á fjölunum. Ásgeir Long virðist hafa verið alls staðar þar sem eitthvað var að gerast í Firðinum. Árið 1966 stofnaði hann kvikmyndagerð sem aðallega fram- leiddi sjónvarpsauglýsingar, en 1974 varð til kvikmyndagerðin Kvik s/f, sem hann stofnaði ásamt Páli Stein- grímssyni og Ernst Kettler, og starf- aði næstu fjögur árin. Sú kvikmynda- gerð átti sér forvera um miðjan sjötta áratuginn þegar hafnfirsk skreiðar- skemma varð að „Litlu Hollywood“. Þar litu kvikmyndirnar „Tunglið, tunglið taktu mig“ og „Gilitrutt“ dagsins ljós og hristu rækilega upp í ungviði þess tíma. Skortur á bjart- sýni virðist ekki hafa hrjáð Ásgeir frekar en aðra snemmborna kvik- myndagerðarmenn þótt enn væru nokkrir áratugir í kvikmyndavorið margumtalaða. Svo virðist sem aug- ljós skortur á fjármagni hafi ekki hamlað svo mjög gerð barnamynd- anna tveggja. Reyndar fá sýningar- gestir tækifæri til að kynnast báðum verkum í Hafnarborg, þar sem myndirnar verða sýndar eftir kúnst- arinnar reglum sem veggbíó. Sýningin á ljósmyndum og kvik- myndum Ásgeirs Long er því ágæt- lega til þess fallin að brúa bilið milli elstu og yngstu kynslóða Hafnfirð- inga, og ef vel tekst til annarra lands- manna. Ljósmyndir Ásgeirs eru ef til vill ekki nein snilld, en þær eru ein- lægar og upplýsandi. Með jákvæðum göllum sínum – of uppstilltu, of sam- taka, og of brosmildu fólki – minna þær okkur einmitt á þá þverrandi mennsku sem fólgin er í óbrúanlegu kynslóðabili og of sundurslitinni bæj- arbyggð. Á saltfisksreit er meðal yrkisefna sem Ásgeir Long hefur valið til að bregða ljósi á líf samferðamanna sinna. Gaflarar á góðum degi MYNDLIST Hafnarborg Til 11. febrúar. Opið miðvikudaga til mánudaga frá kl. 11–17. LJÓSMYNDIR ÁSGEIR LONG Halldór Björn Runólfsson ULLARVETTLINGAR Myndlist- arakademíu Íslands, í samvinnu við gallerí Áhaldahúsið, voru afhentir Árna Ingólfssyni myndlistarmanni á dögunum. Vettlingarnir voru af- hentir í annað sinn, en í fyrra hlaut Birgir Andrésson myndlistarmaður viðurkenninguna. Þótti Árni vel að vettlingunum kominn að þessu sinni, þar sem hann hefur átt „eitt athygliverðasta framlag á íslenskum myndlist- arvettvangi síðastliðið ár“. Eða eins og kom fram í ræðu for- manns Myndlistarakademíu Ís- lands, Benedikts Gestssonar, við af- hendinguna: „Á téðri sýningu opinberaði Árni fimmtán smáskúlp- túra mótaða í leir sem hann stillti upp á klassíska stöpla, þó í þeirri hæð að hver meðalmaður mætti líta niður á þá úr persónulegri flugsýn sinnar náttúru. Má hverjum manni vera ljós sú ádeila sem slíkur hor- isónt er á meðalmennskuna. Með skúlptúrum sínum afhjúpar Árni myndlistarsögulega ofskynj- unarglýju hins íslenska rétttrún- aðar gegnum aldirnar (les póst- módernista allra tíma) og staðfestir um leið kæfð og vanmetin gildi ís- lenskrar myndhugsunar og þátt hennar í menningarsögunni.“ Markmiðið með viðurkenning- unni er að efla vitund þjóðarinnar um gildi myndlistar Íslendinga og gildi hennar fyrir Íslendinga í for- tíð, nútíð og framtíð. Einnig er við- urkenningunni ekki síst ætlað að vekja athygli á þeim myndlist- armanni sem hefur dug, þor og frumleika til þess að ausa af þeim gnægtabrunni sem geymir forn og ný sannindi um eðli þeirrar þjóðar sem kallar sig Íslendinga. Árni Ing- ólfsson fékk Ullarvett- lingana Morgunblaðið/Golli Benedikt Gestsson, formaður MAÍ, afhendir Árna Ingólfssyni viðurkenninguna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.