Morgunblaðið - 06.02.2002, Page 24
LISTIR
24 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
AÐ vera í félagsskap ljúflingsins
Antonios Vivaldis er líkt og að fá sér
sæti í þægilegum hægindastól. Þæg-
indin eru hér í boði Bach-sveitarinn-
ar í Skálholti, einleikara og stjórn-
anda þeirra Jaaps Schröders.
Vivaldi er einstakur. Enn og aftur
undrast maður þetta ótrúlega hug-
myndaflug „rauða prestsins“ sem
var svo gífurlega afkastamikill að
orðspor hans sem tónskálds varð
mun verra en hann átti skilið. Því er
nefnilega svo undarlega farið að
menn eiga afar erfitt með að sætta
sig við mjög afkastamikla listamenn,
og er þá skemmst að minnast orða
hrokagikksins Igors Stravinskys
sem fór háðulegum orðum um Viv-
aldi og tónlist hans. Þegar hugsað er
til hinna u.þ.b. 500 konsertverka Viv-
aldis þá er þar að sjálfsögðu um að
ræða magn sem erfitt er að gera sér
grein fyrir og það er borin von að
maður nái að kynnast þeim öllum á
einni mannsævi, jafnvel þó maður
heiti Stravinsky. Sérhver ný kynni af
verkum Vivaldis er fersk upplifun,
hvað sem menn segja. Alltaf tekst
honum að koma manni á óvart, ekki
endilega með hlutum eins og súrr-
andi ómstreitum og einkennilegu
lagferli heldur felst hið óvænta frek-
ar í smærri atriðum sem eru ef til vill
ekki svo áberandi við fyrstu kynni.
Eitt megineinkenni Vivaldis, og mik-
ill kostur, er frábært tímaskyn.
Hlutföllin í konsertum hans eru ein-
hvern veginn svo fullkomin að manni
finnst aldrei nótu ofaukið. Ekki
skortir heldur tilfinningalega fjöl-
breytni. Hafi einhver þá skoðun að
tónlist Vivaldis sé léttvæg þá má t.d.
benda á „Al santo sepolchro“ RV 130
sem í bókstaflegum skilningi er graf-
alvarlegt verk. Það er í tveimur köfl-
um og aðeins fimm mínútna langt. C-
moll fiðlukonsertinn RV 202, viða-
mesta verkið á diskinum, er einnig
fjarri því að vera eitthvert léttmeti.
Þetta er tilfinningaþrungið en einnig
afar glæsilegt verk sem afsannar svo
um munar alla neikvæða fordóma
um tónskáldið. Einleiksparturinn er
hér fallega leikinn af stjórnandanum
Jaap Schröder. Það sem hann kann
að skorta í einskærum „bravúr“ veg-
ur hann ótvírætt upp með fallegum
leik, innsæi og einlægni. Konsertinn
fyrir fjórar fiðlur RV 550 er einnig í
alvarlegri kantinum, tilkomumikið
verk í concerto-grosso stíl. Einleik-
ararnir Jaap Schröder, Rut Ingólfs-
dóttir, Sif Tulinius og Lilja Hjalta-
dóttir gera einleikshlutverkinu mjög
góð skil og eru sérlega vel studd af
snarpri strengjasveitinni. Sellóleik-
arinn Sigurður Halldórsson er mikill
orkubolti og tekst óhikað á við tónlist
allra tímabila tónlistarsögunnar á
einleikstónleikum og í hljóðritunum.
Hér fæst hann við einn af hinum frá-
bæru sellókonsertum Vivaldis, a-
moll konsertinn RV 418. Hann spilar
þetta ábúðarmikla verk af öryggi og
dramatískum þunga. Vivaldi samdi
alls 27 sellókonserta og hafa þeir
fallið nokkuð í skugga fiðlukonsert-
anna. Hvernig væri að sellóleikarar
landsins tækju sig saman, skiptu
þessum konsertum milli sín og flyttu
á nokkrum tónleikum? Hljómsveit-
arkonsertinn RV 166 er eina verkið á
diskinum sem er í dúr. Þessi stutta
og glaðlega tónsmíð endar alltof
fljótt enda frábærlega vel spiluð af
strengjasveitinni. Tvöfaldi óbókons-
ertinn er frumlegt virtúósastykki,
fullt af óvæntum uppátækjum. Ein-
leiksparturinn er leikinn af óbóleik-
urunum Peter Tompkins og Gunnari
Þorgeirssyni sem eru einkar sam-
stilltir í leik sínum.
Eins og jafnan tryggir hljómsveit-
arstjórn Jaaps Schröders snarpan
tónlistarflutning. Hröðu kaflarnir
eru gjarnan leiknir á hæfilega frísk-
legum hraða og í þeim hægu aldrei
farið offari, þeir eru íhugulir en aldr-
ei þunglamalegir.
Upptakan er skýr og hljómmikil
og hefur ákjósanlegan enduróm
enda gerð í Skálholtskirkju sem er
tónleikasalur af Guðs náð. Hér er
kominn birtugjafi í skammdeginu
sem er öllum hlutaðeigandi til sóma.
Og mikið mætti Stravinsky
skammast sín.
Góður
félagsskapur
TÓNLIST
Geislaplötur
Antonio Vivaldi: Konsert í e-moll fyrir fjór-
ar fiðlur og strengi RV 550, Konsert í a-
moll fyrir selló og strengi RV 418, Kons-
ert í B-dúr fyrir strengi RV 166, Konsert í
d-moll fyrir tvö óbó og strengi RV 535,
Sónata a 4 „Al santo sepolcro“ í Es-dúr
RV 130, Konsert í c-moll fyrir fiðlu og
strengi RV 202. Einleikur: Jaap Schröder,
Rut Ingólfsdóttir, Lilja Hjaltadóttir og Sif
Tulinius (fiðla), Sigurður Halldórsson
(selló), Peter Tompkins og Gunnar Þor-
geirsson (óbó). Semballeikur: Guðrún
Óskarsdóttir og Helga Ingólfsdóttir.
Hljómsveit: Bachsveitin í Skálholti.
Stjórnandi: Jaap Schröder. Hljóðritun:
Halldór Víkingsson (Skálholtskirkja
ágúst 2000). Heildartími: 52’20. Útgáfa:
Smekkleysa SMC 4.
VIVALDI KONSERTAR & SÓNATA
Valdemar Pálsson
„TRUFLANDI“ áhrif kvikmynda-
tónlistar á hugmyndatengsl konsert-
hlustandans komu enn sem oftar upp
í hugann á raftónleikum Myrkra mús-
íkdaga í Salnum á sunnudag. Af
hverju raftónlistin kveikir slíkar hug-
renningar öðrum greinum fremur er
mér hulið. Nema megi rekja til þess
hvað hún sjálf hefur löngum verið
notuð á takmörkuðu sviði í þágu hvíta
tjaldsins, nefnilega til að undirstrika
hið annarlega og framandi í fantasí-
um, hrollvekjum og vísindaskáldsög-
um.
Vera má að yngsta kynslóðin sé nú
orðin svo vön allskyns rafhljóðum í og
utan tónlistar, að slík mengunaráhrif
séu senn á faraldsfæti. En þeir sem
voru nógu gamlir til að muna gullöld
útvarpsins og leikrit eins og „Greg-
ory“ áttu alltjent í vök að verjast með
að tengja ekki skruðningana í Nú-þá
(2002; 15 mín.) eftir Gunnar Kristins-
son við risavaxinn bor úr iðrum jarð-
ar. Nú er að vísu uggur eins yndi ann-
ars (og öfugt), en hefði Gallup kannað
það á staðnum, grunar mann að ein-
hver álíka upplifun hafi samt verið
ríkjandi hjá flestum. Hvort tónskáldið
hafi nákvæmlega verið á þeim þanka-
brautum er verkið kom undir, er aftur
á móti næsta óvíst. Hitt stóð þó
heima, skv. höfundi í tónleikaskrá, að
einu hljóðgjafar verksins voru steina-
hljóð, og þaðan svosum ekki langt að
fara yfir í einskonar bergmulningsvél,
þegar tölvan hafði teygt og tosað næf-
urstutt grjótklikkin.
Eða tímavél. Kveikja hljóðsmíðinn-
ar kvað vera hugleiðingar um „efni“
og „tíma“. Má með sanni segja að hart
hafi verið riðið yfir mikinn tímavöll –
frá frumsteinöld í tölvuöld. Frá fyrstu
töluðu setningunni [„Kalak drepa!“
var uppástunga gamla sögukennara
míns í anda Tarzans apabróður] yfir í
tilfinningasneyddu smárarödd HAL
2000: „I’m sorry Dave. I can’t do
that.“ Og þó að kortérslengdin hefði
verið fulldrjúg fyrir síðasta dagskrár-
atriði, hélt verkið merkilega vel at-
hygli í ferskum huga áheyrandans í
tónleikabyrjun, einnig þökk sé tölu-
verðri fjölbreytni meðan á hljóðferða-
laginu stóð. Þar mátti m.a.s. heyra
flýtingar og hægingar, n.k. loftvarn-
arsíbylju, lestardynki úr fjarska og að
lokum ískur úr ryðguðum tannhjól-
um, þegar Saknússem jarðfari stöðv-
aði ferlíkið á áfangastað.
Organized Wind (2000; 5:10) eftir
Helga Pétursson heyrðist síðast á
ART 2000 hátíðinni haustið 2000. Sem
fyrr hreif mann undraverður kliður
„uppstækkaðs“ lofts að leka í orgel-
pípur í krafti samspils hljóða milli
þessa heims og annars, milli helgi-
söngs og hindurvitna. Enn mátti
segja að yndi eins væri uggur annars.
Og, þegar verst lét, ærið til að hleypa
hrolli í hvern hljóðsmaladreng. Helgi
hafði ekki unnið frekar úr verkinu í
millitíðinni eins og kannski hefði mátt
búast við, enda á sinn hátt skiljanlegt
að vilja sem minnst hrófla við þessum
hulda töfraheimi.
Sononymus III (1998-200; 10:40)
eftir Hilmar Þórðarson var síðast fyr-
ir hlé, byggt á einleiksflautuverkinu
Þulu frá 1998. Við tæran flautublástur
Martials Nardeau, sem var eini „lif-
andi“ hljóðfæraleikari kvöldsins, var
bætt tölvuunnum hljóðum af diski.
Má segja að Morfeifur og Orfeifur –
vættir draums og hljóðfærasláttar –
hafi hér kveðið óvenjuljóðrænan dú-
ett í fútúrísku barnaherbergi, þar
sem súrrealískur hljóðmálari fékk að
leika lausum pensli á hringlum og
vindhörpum fjarlægrar framtíðar.
Blómabörn hippakynslóðar hefðu ef-
laust drukkið verkið í sig fagnandi
undir svefninn sem næsta blíðskap-
arbær draumalandsins við Lucy in
the Sky with Diamonds.
Af geisladiski Kjartans Ólafssonar
frá í fyrra, 7 tilbrigði, voru eftir hlé
leikin tvö: Tilbrigði við gítar og Til-
brigði við raddir (7:55 & 5:50). At-
gangur var nokkuð harður í því fyrra,
sérstaklega eftir ljúfu draumaveröld
Hilmars und mandarínutrjám og
marmelaðiskýjum. Mikið gekk á, og
voru aðföng, jafnt úr hefðbundum
hljóðfærum sem raftóngjöfum, marg-
uppbrotin í skræpótta mósaík svo
minnti helzt á þvögustíl Errós. Seinna
tilbrigðið snart mann meira, enda stíl-
hreinna og hnitmiðaðra að bæði upp-
runa og úrvinnslu. Margt mætti hér
beinlínis kalla fallegt, jafnvel þegar
mannsröddin var rafskæld að mörk-
um hins þekkjanlega, en óneitanlega
fylgdi einnig viss óhugnaður. Einkum
þegar áreitið minnti helzt á forstig
geðklofa, þegar sjúklingurinn fer að
„heyra raddir“. Tónlistin hefði því lík-
lega hæft ákveðnum kvikmyndasen-
um í Englum alheimsins sem flís við
rass.
Forngrískir harmleikhúsgestir ku
hafa fengið ærslaþátt í lokin, svo ekki
gengju allir grátandi heim. Ríkharður
H. Friðriksson axlaði það hlutverk
með glöðu geði í verki sínu
Líðan (2002; 15:30) og gekk þar
vart með veggjum. Því hafi Raddtil-
brigði Kjartans verið englatremmi,
þá tók nú við sannkallaður djöflat-
remmi sem laðaði fram úr dagfar-
sprúðum barka tónskáldsins ótrúleg-
ustu tölvuskælda pústra, hveljur,
ræskingar og hvers kyns gróteskuh-
ark, að sögn höfundar undan inn-
blæstri frá skammdegisþynnku. Líkt
og í smáheyrn Trevors Wisharts á
fyrrgetinni ART 2000 var hér teygt
og togað úr (ó)hljóðunum, og oft með
kostulegum árangri. En eins og Bif-
geir barði kvað svo fleygt í Hamlet, er
knappleikinn sál kerskninnar. Timb-
urmannasinfónía Ríkharðs var vissu-
lega fyndin – en hefði orðið hálfu
fyndnari helmingi styttri.
Ríkarður Ö. Pálsson
Hátækni hins
hlustandi manns
TÓNLIST
Salurinn
Raftónverk 1998–2002. Gunnar Krist-
insson: Nú-Þá. Helgi Pétursson: Org-
anized Wind. Hilmar Þórðarson: Sonony-
mus III. Kjartan Ólafsson: 2 tilbrigði.
Ríkharður H. Friðriksson: Líðan. Sunnu-
daginn 2. janúar kl. 17.
MYRKIR MÚSÍKDAGAR
BEST að taka fram í upphafi að
vestrinn American Outlaws er ekki
byggður á sögulegum heimildum og
á ekkert skylt við lífshlaup hins
fræga James-Younger-gengis annað
en mannanöfn. Bíógestum er því
hollast að gleyma staðreyndum,
raunveruleikinn er jafn fjarlægur
hér og í ævintýrinu um Búkollu.
Nýjasta Hollywood-útgáfan um
hina illræmdu útlaga, James-bræð-
urna Jesse (Colin Farrell) og Frank
(Gabriel Macht) og þá Younger-syni
Cole (Scott Caan), Bob (Will McCor-
mack) og Jim (Gregory Smith), hefst
á því að þessir sveitapiltar drita nið-
ur herdeild Norðurríkjamanna í lok
þrælastríðsins. Koma sér síðan heim
í átthagana, hvar önnur vá vofir yfir í
líki gráðugra landakaupamanna og
járnbrautarmógúlsins Thadeus
Rains (Harris Yulin). Ef bændur
vilja ekki selja honum kot sín á slikk
kemur Allan Pinkerton (Timothy
Dalton) til skjalanna með skálka
sína. Jesse vill halda friðinn. Þá
sprengir illþýði járnbrautarmanna
kotið í loft upp með mömmu gömlu
innanborðs. Í samræmi við annað
„raunsæi“ myndarinnar flýgur kerl-
ingin ekki eins og orrustuþota upp í
heiðið hátt, heldur birtist, dauðvona
reyndar og kámug, í næstu senu og
gefur upp andann í höndum Jesse.
Mælirinn er fullur, Suðurríkjapilt-
ar snúa bökum saman, gerast útlag-
ar og ræna hvern bankann á fætur
öðrum. Jesse, sem er orðinn yfir sig
ástfanginn af læknisdótturinni Zee
(Ali Larter), heltist úr lestinni og
flytur með brúði sína niður til Flór-
ída. Þar dúkkar Pinkerton upp, hefði
betur látið það ógert, því Jesse ríður
að lokum alheill og óskaddaður með
Zee inn í friðsælt sólarlagið í Tenn-
essee.
Vestrar eru fáséðir um þessar
mundir og lítil von til að American
Outlaws, sem er í rauninni ósköp
hversdagsleg hefndarmynd með
lukku í lokin, breyti einhverju þar
um. Framvindan er að vísu nokkuð
fjörug, mikið um sprengingar og
kúlnaregn og alltaf gaman að sjá
gamla jaxla og fáséða eins og Yulin,
Cox og Terry O’Quinn, jafnvel Scott
Wilson bregður fyrir í hlutverki sál-
nahirðis, af öllum mönnum. Jafn-
skjótt og bræðurnir mynda gengið
rennur myndin út í sandinn. Þrjót-
arnir verða e.k. Hróar hettir. Farrell
(Tigerland) og Caan eru jafnan hinir
reffilegustu, henta vel fallegum en
innihaldslitlum umbúðum.
Ævintýri
um ódáma
KVIKMYNDIR
Kringlubíó
Leikstjóri: Lew Mayfield. Handritshöf-
undur: Roderic Taylor. Kvikmyndatöku-
stjóri: Russell Boyd. Tónlist: Trevor Rob-
in. Aðalleikendur: Colin Farrell, Scott
Caan, Ali Larter, Gabriel Macht, Harris
Yulin, Timothy Dalton, Kathy Bates,
Ronny Cox. Sýningartími 93 mín. Warner
Bros. Bandaríkin 2001.
AMERICAN OUTLAWS
(AMERÍSKIR ÚTLAGAR) Sæbjörn Valdimarsson
TVEIR listamenn í Garðabæ hlutu
á dögunum viðurkenningu úr Verð-
launasjóði Rótarýklúbbsins Görð-
um. Það voru þau Árni Elvar mynd-
listarmaður og Kristín Helga
Gunnardóttir rithöfundur. Á mynd-
inni eru, talið f.v.: Pétur Stefánsson
stjórnarmaður sjóðsins, Einar Þor-
björnsson, forseti klúbbsins, Kristín
Helga Gunnarsdóttir, Árni Elvar,
Axel Gíslason, formaður sjóðsins og
Jónas Hallgrímsson stjórnarmaður
sjóðsins.
Morgunblaðið/Sverrir
Viðurkenn-
ing veitt í
Garðabæ
Norræna húsið Á fyrstu háskóla-
tónleikum ársins, kl. 12.30, syngur
kvennakórinn Vox feminae undir
stjórn Margrétar J. Pálmadóttur.
Arnhildur Valgarðsdóttir og Ástríð-
ur Haraldsdóttir leika með á píanó.
Á efnisskránni eru Liebeslieder-
Walzer op. 52 eftir Johannes
Brahms í raddsetningu Pauls Hin-
dermanns. Tónleikarnir taka um það
bil hálfa klst. Aðgangseyrir er 500
kr. en ókeypis fyrir handhafa stúd-
entaskírteina.
Goethe-Zentrum, Laugavegi 18
Þýska heimildamyndin „Mein liebs-
ter Feind – Klaus Kinski“ frá árinu
1999 verður sýnd kl. 20.30. Myndina
gerði leikstjóri Werner Herzog um
„fjandvin“ sinn, leikarann Klaus
Kinski, sem lést 1991. Herzog fer á
fornar slóðir Kinskis, sýnir híbýli og
tökustaði og ræðir við fyrrverandi
kollega leikarans. Myndin er með
enskum texta og aðgangur ókeypis.
Í DAG