Morgunblaðið - 06.02.2002, Qupperneq 36
✝ Guðjón Högna-son fæddist í
Laxárdal í Gnúp-
verjahreppi hinn 21.
marz 1925. Hann
lézt á Landspítala
við Hringbraut 7.
janúar síðastiðinn.
Guðjón var yngstur
átta barna Högna
Guðnasonar, f. í
Fjósakoti við
Stokkseyri 1884, og
konu hans Ólafar
Jónsdóttur, f. í
Kaldakinn í Holtum
1882. 1950 kvæntist
Guðjón Unni Ólafsdóttur, f. í
Reykjavík 1932. Börn þeirra
eru: 1) Ólafía Steinunn (skráð
og skrifuð Lóa), hennar maður
er Erik Edling og eru þau bú-
sett í Lundi í Svíþjóð og eiga
tvær dætur: Súsönnu Eydísi og
Helenu Steinunni. 2) Guðrún
Edda, maður henn-
ar er Hamza Bellil
og eiga þau soninn
Hakim, búsett í
Malmö. 3) Ásdís
Svala gift Þóri Þór-
arinssyni á Selfossi,
eiga þrjú börn:
Guðjón Birgi, Erlu
Fanneyju og Gísla
Örn. 4) Ólöf Anna,
búsett á Selfossi
ásamt sonum þeirra
Ólafs Eiríkssonar:
Sveini Sigurði, Ei-
ríki Unnari og
Daníel Hrafni. 5)
Hrafnhildur Unnur, maður
hennar er Stefan Jönsson í
Åkarp skammt frá Malmö, og
eru börn þeirra: Johan Alexand-
er, Anna Nathalie og María Jo-
hanna. Útför Guðjóns fór fram í
kyrrþey frá Fossvogskapellu 14.
janúar.
Fyrir rás viðburðanna fermdist
Reykjavíkurmærin Unnur Ólafs-
dóttir í Hrunakirkju vorið 1946.
Voru ástæður þær, að hún hafði
misst móður sína, Steinunni Guð-
mundsdóttur frá Hörgslandskoti á
Síðu, í fyrstu bernsku og faðir
hennar komið telpunni í fóstur
austur fyrir fjall. Var það raunar
löngu eftir að hann missti konu
sína, en á Suðurlandi áttu þau
Ólafur Þórðarson næturvörður á
Lindargötu 8A og Steinunn kona
hans frændur og forna vini. Var
Unnur lengi í Hrunasókn, því að
hún giftist Guðjóni Högnasyni í
Laxárdal í Eystrihrepp 3. júní
1950, en Laxárdalur var þá og
lengi enn í Hrunasókn. Guðjón var
fæddur og uppalinn í Laxárdal og
var fermingardagur hans á hvíta-
sunnu 28. maí 1939. Þá var síra
Jón Thorarensen prestur Hruna-
manna og hafði hann vígzt þangað
1930. Geta má þeirra hlýju kveðju-
orða, sem sálnaregistur í Hruna-
og Tungufellssóknum geymir, þeg-
ar síra Jón hafði lokið skráning-
unni í síðasta sinn í janúar 1941:
„Um leið og ég hefi lokið við þessa
húsvitjun, bið ég þess, að friður og
blessun Drottins sé með þessu
fólki alla tíma bæði þessa heims og
annars“. – Þá var Guðjón í Lax-
árdal á 16. ári, fæddur á vorjafn-
dægrum 1925. Aðeins þau Ingi-
gerður, yngstu systkinin, voru
fædd í Laxárdal, en Jón Gísli, sem
var þeirra elztur, fæddur 1908, og
eldri systkinin í Austurhlíð í
Eystrihrepp, þar sem foreldrar
þeirra bjuggu lengi, áður en fóru
búnaði sínum að Laxárdal. Hefur
það verið um 1920, en vanhæfi er
að rekja nánar, vegna þess að
hvorki eru kirkjubækurnar frá
Hruna né Stóra Núpi fræðavinum
né forvitnum til sýnis á Þjóðskjala-
safni. Sigrún Högnadóttir lifir nú
ein þeirra systkinanna frá Lax-
árdal, fædd 1915. Var hún barn-
fóstra Guðjóns og miklir kærleikar
með þeim og systkinalag hlýtt og
ævinlegt. Sigrún var húsfreyja í
Grindavík langa ævi, en situr nú í
skjóli dóttur sinnar og fjölskyldu
suður á Álftanesi. Var það Guðjóni
mikil gleði, að Sigrún gat fundið
hann á Landspítalanum undir ára-
mótin, en þar lá hann banaleguna
á krabbameinsdeildinni síðustu 3
vikur hins gengna árs og þá fyrstu
hins nýja og komandi. Hann lézt
þar á nóni réttrar klukku 7. jan-
úar.
Fyrstu hjúskaparárin og fram
til 1961 bjuggu Unnur og Guðjón í
Laxárdal, en þá fóru þau að Sel-
fossi, þar sem Guðjón vann á
Mjólkurbúi Flóamanna og hjá
Kaupfélagi Árnesinga, alls staðar
vel liðinn, enda mjög vandvirkur
og lagtækur. Hafði smiðshendur,
en var ekki faglærður.
Í lok sjöunda áratugarins komst
sú hreyfing á unga Ísland, bæði
faglærða og verkafólk, að varð svo
þungur straumur, að kallaðist
landflótti. Er talið, að nær 800
manns færi utan í atvinnuleit, lang
flestir til Svíþjóðar, þar sem mjög
var sókzt eftir vinnuafli, ekki sízt
við skipasmíðastöðina Kochums í
Malmö. Fór svo, að Íslendingar
urðu fleiri í Svíþjóð en í Danmörku
og þótti langt til jafnað og næsta
sögulegt.
Þegar flutningur þeirra Guðjóns
var ráðinn, fóru hann og Lóa, elzta
dóttirin, utan með Gullfossi. Tóku
land í Kaupmannahöfn hinn 1. des-
ember 1969. Bjuggu í haginn, áður
en Unnur og yngri systurnar
kæmu.
Eins og sagði í inngangsorðun-
um eru þrjár dætranna búsettar í
Svíþjóð og eiga þar mann og börn,
en tvær eiga heima á Selfossi með
fjölskyldum sínum. Dvöl Guðjóns
og Unnar í Malmö og nágrenni
varð starfs- og ævitími í meir en
31 ár, ef talið er frá ársbyrjun
1970, unz þau hjónin komu aftur í
Árnesþing á sl. vori, alflutt af nýju
að Selfossi, þar sem áttu fyrrum
margra ára hamingjudaga, þótt
kysi að hleypa heimdraganum.
Kynni okkar Guðrúnar við þau
hjónin hófust litlu eftir að við sett-
umst að í Kaupmannahöfn vorið
1983 til 6 ára þjónustu. Tókst
brátt vinátta og voru bundin
tryggðabönd. – Þannig var háttað,
að forveri minn, síra Jóhann Hlíð-
ar, hafði kynnzt Guðjóni Högna-
syni og fjölskyldu hans fyrr og
meir en ella, af því að hann átti
rætur í Laxárdal eins og Guðjón,
en sem kunnugt er, var Sigurður
E. Hlíðar yfirdýralæknir faðir
hans frá Laxárdal. Varð Guðjón
eins og kirkjubóndi, þegar sendi-
ráðspresturinn embættaði handan
Eyrarsunds. Ásamt Margreti og
Georg Franklínssyni önnuðust
Guðjón og Unnur ýmsan undir-
búning og veittu fyrirgreiðslu, sem
nauðsyn var á, en engum skyldugt.
Minnumst við Guðrún samveru-
stundanna með löndum í Malmö og
grennd með virkt og þökkum
Guðjóni og þeim hjónum sér-
staklega allan drengskap og vin-
áttu. – Skal þar ekki upptalið né
framar tekið eitt öðru, nema hvað
jólaboð íslenzkra hjóna og fjöl-
skyldu var umfram allt þjóðlegt.
Hátíðlegt með rausn og gleðibrag.
Hið mikla geymir minningin, en á
úthafi hins liðna ber hvítan faldinn
efst við himinboga dags og eilífs
árs.
Ágúst Sigurðsson
frá Möðruvöllum.
GUÐJÓN
HÖGNASON
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku Embla Rut
mín. Þú sem varst svo
dugleg í því sem þú
tókst þér fyrir hendur.
Stóru bláu fallegu
augun þín og þetta heillandi bros
sem alltaf var til staðar og bræddi
hjörtu allra. Þú töfraðir mann
gjörsamlega upp úr skónum. Þrátt
fyrir það hafðir þú skap og vissir
alveg hvað þú vildir. Ég vildi ekki
trúa því að þinn tími væri kominn
þegar ég fékk þessar hræðilegu
fréttir. Hugur minn hafði verið
mikið hjá þér og fjölskyldu þinni
undanfarið en ég hlustaði ekki á
hugboðið og fékk því ekki tækifæri
á að sjá þig einu sinni enn. Elsku
Linda, það mun alltaf vera mér í
minni hversu dugleg þú varst að
hjálpa Emblu litlu að gera hluti
sem hún gat ekki, en fannst æð-
EMBLA RUT
HRANNARSDÓTTIR
✝ Embla RutHrannarsdóttir
fæddist í Reykjavík 9.
febrúar 2000. Hún
lést á gjörgæsludeild
Landspítalans í Foss-
vogi að kvöldi föstu-
dagsins 25. janúar
síðastliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Fossvogskirkju.
islega gaman að fást
við. Þegar hún sá
önnur börn labba þá
vildi hún gera eins.
Það var ekki að spyrja
að því að þú hjálpaðir
henni við það, hversu
erfitt sem það var fyr-
ir þig. Þú reyndir að
gleðja hana eins og þú
gast með þessari
hjálp. Það sem ég sá
af Hrannari með
henni var allt svona
ljúft og þolinmæðin í
hávegum höfð hjá
þeim báðum. Vegir
Guðs eru órannsakanlegir.
Eins og blóm án blaða
söngur án radda
skyggir dökkur fugl heiðríkjuna.
Vorið sem kom í gær,
er aftur orðið að vetri.
(Magnús Jóhannsson.)
Elsku Linda og Hrannar, það
eru þungar byrðar sem á ykkur
eru lagðar, en sem betur fer eigið
þið góða að, fjölskyldu og vini sem
reyna að létta ykkur byrðina á erf-
iðum stundum sem þessari. Megi
góður guð fylgja ykkur í ókominni
framtíð.
Guðrún Helga.
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í
textameðferð og kemur í veg
fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að
senda greinarnar í símbréfi
(569 1115) og í tölvupósti
(minning@mbl.is). Nauðsyn-
legt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstak-
ling birtist formáli, ein uppi-
stöðugrein af hæfilegri lengd,
en aðrar greinar um sama
einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við með-
allínubil og hæfilega línu-
lengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú er-
indi.
Greinarhöfundar eru beðn-
ir að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
5
6
, 6
* +*+
,
$
,
,
$3
#2 >
; 20%
/ 6
#
%
% +
7
%
4+% 40$
0
% ,
(2) * 0 , )''! *
05' * ,! *
0-'* #' ,! * ,0 % .( !2 ('
,5' 01, ,! * 2 !'' ** ('
,! ' (' '' , % 0' *
'1' ''1'
(, ''''%
8, + , 6
*
+*+ 6 % +
,
,
/
3/
?!! @ A B*C
'D E>
!"#%
/ 6
% ,#
& $ 3
!'' F !'
3# B* FG2(*
,#0 !'' ' *
@ !! ' ('
!2&' 3!'A! !2&' ('%
5
6
0
*
)
+
$
,
,
@H< $
2"% !,2!0
! !, >
!"#%
/ 6
% 0
#
)
1( & $
3
0
# ,
(
0 , #' &' *
1' !',*1' '1' (, ''1'%
"#
$9< 44< <+<4
0
,
,
8
0
9
1!!
'' +1 ,0*
: 2 +& 2 (' ! - 2 *
' ,! 2 ('
0-'*
'* ('! , *
,0 902'' (' /'2#0 $ # +,'5 * %
"#
<+<4
I
D >
:%
,
.
!
;%
6
6
+
<
7 05'
,' * ! ,
*- ('
'
,' (' ' +, &' *
#'
,' * .0 5 ('
5 #
,' ('
/' * ! ,* /' 05' .0*
,' ! , (' 5 .0 ('
&' ! , (' # '' 5 # ('
,' ' ('
,' +& 5 # ('
/' $ ' * /1' -'' 5 # ('
(, ''1'%