Morgunblaðið - 06.02.2002, Side 37

Morgunblaðið - 06.02.2002, Side 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 37 Sæll, Haffi minn. Mig langar með nokkr- um fátæklegum orðum að kveðja þig en þú fórst svo fljótt þannig að fátt var um kveðjur, kallinn minn. Ég kynntist þér fyrst að einhverju gagni þegar þú fluttir til okkar á Patró, stuttan tíma til að ganga þar í grunnskólann, en það hafði gengið svolítið illa fyrir þig að aðlagast ann- ars staðar. Þú varst svolítið baldinn og varst ekki á að hlýða alltaf og við systir þín vorum satt best að segja í mestu vandræðum með þig. Samt fannst okkur að þú hefðir svo margt til brunns að bera og myndir verða góður drengur er fram liðu stundir ef þú rataðir rétta leið. Þú hafðir frá fyrstu tíð gaman af vélum og bílum, það var greinilegt og það sagði systir þín mér líka þeg- ar við ræddum um þig. Þú hafðir líka gaman af að borða og fáum hef ég haft eins gaman af að gefa mat og þér og bræðrum þínum en þið tókuð allir hraustlega til matar ykkar svo unun var á að horfa. Mig langar að minnast á jólin 1994, en þá bjugguð þið, þú, Valdi, Sigþór og mamma þín á Ásgötu 17 á Raufarhöfn og við komum í heimsókn að vestan og vor- um hjá ömmu ykkar og Dedda, í næsta húsi. Ég man þegar þið sýnd- uð mér jólageisladiskinn það ár. Hann hafði verið bannaður í útvarp- inu og var ekki verri fyrir það fannst ykkur. Þið spiluðuð diskinn fyrir okkur, við lítinn fögnuð mömmu ykk- ar, en þetta var bráðfyndinn diskur og gaman að rifja þetta upp. Þið vor- uð búnir að koma ykkur svo vel fyrir í herbergjunum á efri hæðinni og græja upp hljómflutningstæki í her- berginu, að hluta til bílgræjur að mig minnir og var frábært „sánd“ þar uppi. Svo liðu ár og stundir og við hitt- umst alltaf öðru hvoru, en þó báru stundirnar keim af því hversu langt var milli okkar Grétu og ykkar allra. Þó hittumst við oftar eftir að þú fluttir til Húsavíkur og eftir að þú kynntist Dísu. Einn daginn þegar lífið brosti við þér kom kallið. Daginn sem þú fórst var ég í vinnunni og dagurinn leið eins og aðrir dagar, frekar rólegur og ekkert sérstakt að gera. Svo kom kallið, slys á Kísilvegi og ég fór ásamt félaga mínum í útkallið og svo tveir að auki á öðrum bíl. Við vorum fyrri á stað- inn og hlupum að bílnum til að at- huga hvort við gætum gert eitthvað en það var ekkert hægt að gera. Ég þekkti ekki bílinn þinn strax en sá svo númerið á honum og gerði mér þá grein fyrir hvað gerst hefði. Sárari stund hef ég ekki upplifað, vinurinn minn, að geta ekkert gert fyrir þig og vita ekki hvar Dísa og Davíð væru. HAFÞÓR GÍSLASON ✝ Hafþór Gíslasonfæddist í Reykja- vík 10. janúar 1976 og ólst upp á Rauf- arhöfn og í Mývatns- sveit. Hann lést af slysförum á Kísilvegi milli Húsavíkur og Mývatnssveitar 11. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Reykjahlíðarkirkju 19. janúar. Dísa hafði þá verið flutt með Davíð á sjúkrahúsið á Húsavík. Þú ert núna farinn, kallinn minn, og það er erfiðara en orð fá lýst að horfast í augu við það því lífið var fram- undan og allt svo bjart og gott hjá ykkur. Ég sá þér síðast bregða fyrir á kísilbíln- um um morguninn, við Naustagilið á Húsavík þar sem þú varst að beygja niður að höfn og varst á leið út að kís- ilskemmu til að losa bílinn. Ég veit ekki hvort þú sást mig en ég vil halda það, því ég veifaði til þín, eins og svo oft áður. Við höfðum oft ekki mörg orð um hlutina þegar við hittumst en gerðum oft að gamni okkar og rædd- um um áhugamálin, bíla og vélar og allt í kring um það. Þú ætlaðir alltaf að gera Sunbeaminn upp. Ég átti eft- ir að kíkja á hann hjá þér en ég hafði tröllatrú á því að þér tækist að gera við hann. Þú gerðir við það sem þú ætlaðir þér að lagfæra og gafst ekki upp fyrr en „vélin fór í gang“. Ég hjálpa þér með Hunterinn þegar við hittumst næst, vinur. Mér er enn í fersku minni þegar þú fékkst nýja bílinn, sem var í flutn- ingum milli Húsavíkur, Mývatns- sveitar og Akureyrar fyrir Sniðla. Þú kallaðir á mig þar sem þú varst að lesta vörubretti við vöruflutninga Alla Geira og sýndir mér djásnið. Þetta var nýr Volvo, kassabíll með öllum græjum og sætið, maður, og vinnuaðstaðan. Ég fékk að setjast smástund upp í bílinn og máta sætið og fannst flott. Geislaspilari og allt hvað eina. Hamingjuóskir með bíl- inn. Síðan varstu farinn upp í Mý- vatnssveit. Það var þó aldrei neinn asi á þér og þú barst með þér rólegheit hvert sem þú komst. Ég held að það hafi verið þín mesta gæfa í lífinu að kynnast Dísu þinni og hún var þér sem þitt ankeri í lífinu, að ég tali ekki um eftir að þið eignuðust Davíð litla. Við fylgjumst með Dísu, Davíð og Erlu fyrir þig, þótt ég sé alveg viss um að þú gerir það líka. Vertu sæll og Guð blessi minningu þína. Elsku Dísa, Davíð og Erla. Hugur okkar er hjá ykkur. Megi algóður Guð styrkja ykkur í sorginni. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Aðalsteinn Júlíusson. Elsku Hafþór, með þessum orðum vil ég minnast þín. Þegar ég sit hér og skrifa um þig minningargrein koma margar minningar upp í hug- ann og engin ein stendur upp úr. All- ar þessar minningar um þig eru svo skemmtilegar og góðar. Alltaf var jafnskemmtilegt í félagsskap þínum, eins var nú gaman þegar við tókum okkur til og strumpuðum í stofunni hjá Söru. Allar þessar minningar mun ég geyma í hjarta mér um ókomna tíð. Elsku Hafþór minn, þín er sárt saknað. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eiga þig að. Að lokum bið ég góðan Guð að styrkja Dísu, Davíð, Erlu Ösp, mömmu þína og Jóa og aðra að- standendur í þessari miklu sorg. Elsku Hafþór minn, með þessum línum vil ég kveðja þig. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hugrún. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýs- ingar komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina KIRKJUSTARF RANNSÓKNIR á trúarstefjum í kvikmyndum hafa aukist verulega á síðustu árum. Til að kynna þessar rannsóknir stendur fullorðins- fræðsla kirkjunnar og kvikmynda- hópurinn Deus ex cinema fyrir námskeiði í aðalbyggingu HÍ. Á námskeiðinu verður þessi nýja fræðigrein kynnt og mikilvæg trúarstef skoðuð. Fjallað verður um myndir um líf og starf Jesú Krists sem og afþreyingarmyndir, rýnt verður í þær og skoðað hvar finna má Kristsgervinga, Edenstefið og yfirvofandi heimsendi, Davíðs- sálma og þekkta kristna trúarhópa. Námskeiðið stendur yfir í sex miðvikudaga frá kl. 20–22 og hefst í dag, 6. febrúar. Kennarar á nám- skeiðinu eru félagar í Deus ex cin- ema-hópnum og eiga allir greinar í hinni nýútkomnu bók, Guð á hvíta tjaldinu. Trúar- og Biblíustef í kvik- myndum. Þau eru dr. Arnfríður Guðmundsdóttir lektor, Bjarni Randver Sigurvinsson guðfræð- ingur, dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor og Þorkell Ágúst Óttars- son BA í guðfræði. Skráning á námskeiðið fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leik- mannaskólans, www.kirkjan.is/ leikmannaskóli <http:// www.kirkjan.is/leikmannaskóli> Endurminningafundir í Langholtskirkju ENDURMINNINGAFUNDIR kvenna og karla (blandaður hópur) í Langholtssöfnuði eru annan hvern fimmtudag kl. 14.00–15.30 í Guð- brandsstofu í anddyri Langholts- kirkju. Á slíkum fundum hittist lítill hóp- ur fólks (5–10 manns) 1½ tíma í senn og ræðir saman um eitthvert efni sem hefur verið fyrirfram ákveðið eða kemur á óvart. Upprifj- unin byggist á skynjuninni allri; sjón, heyrn, lyktarskyni, snertingu og bragðskyni. Rifjaðar eru upp bjartar minningar úr bernsku, æsku og frá fullorðinsárum. Ákveðið efni er tekið fyrir hverju sinni í hópstarfinu og fá allir að tjá sig ef þeir vilja. Rætt er um gamlar endurminningar, s.s. fyrstu minn- inguna, sambandið við mömmu og pabba, systur og bræður, vini og vandamenn. Skólagangan, ferm- ingin, giftingin, barn fæðist, hús- bygging, kreppan, stríðsárin, at- vinna, starfslok o.s.frv., ótalmargt kemur til greina. Bjartar minningar eru í fyr- irrúmi en ef þátttakendur vilja ræða nánar einstaka atburði gefst þeim tækifæri til að ræða við djákna í einrúmi. Kaffi og meðlæti er í boði kirkj- unnar. Alltaf er pláss fyrir nýja meðlimi. Svala Sigríður Thomsen djákni stýrir þessu starfi og eru áhuga- samir um þátttöku beðnir að hafa samband við hana í síma 520-1300 eða 862-9162. Alfa-námskeið og opið hús í Hjallakirkju NÚ ER að hefjast Alfa-námskeið í Hjallakirkju, Kópavogi, en slík námskeið hafa víða verið haldin í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu með góðum árangi. Á námskeiðinu gefst einstakt tækifæri til að kynnast grundvall- aratriðum kristinnar trúar á skemmtilegan og samfélagseflandi hátt. Námskeiðið er þannig uppbyggt að hver kvöldstund hefst á því að þátttakendur snæða saman léttan kvöldverð, síðan tekur við fræðsla og hópaumræður og í lokin er stutt helgistund. Námskeiðið verður á fimmtudög- um kl. 19–22 og stendur skráning nú yfir í kirkjunni, í síma 554-6716. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta næsta fimmtudag og kynna sér málin. Við minnum einnig á opið hús sem er hvern miðvikudag í kirkj- unni kl. 10–13.30. Þar snæðum við saman léttan hádegisverð og njót- um samfélags hvert við annað. Ver- ið velkomin. Trúarstef í kvikmyndum Hjallakirkja í Kópavogi. Bústaðakirkja. Opið hús fyrir aldraða í dag kl. 13. Handavinna, spil, föndur og gamanmál. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Léttur málsverður á eftir. Prestarnir taka við fyrirbænum í síma 520 9700. Grensáskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Samverustund aldraðra kl. 14. Biblíulestur, bænastund, kaffiveitingar og samræður. Munið þorrahátíðina á öskudaginn, miðvikudaginn 13. febr., kl. 12.10. Helgistund, þorramatur o.fl. Skráning til þátttöku í kirkjunni í síma 553-2750. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10–12. Starf fyrir 9–10 ára börn kl. 16. Starf fyrir 11–12 ára börn kl. 17.30. Háteigskirkja. Morgunbænir kl. 11. Súpa og brauð kl. 12 í hádegi í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis. Brids kl. 13 fyrir eldri borgara. Yngri deild barna- kórsins æfir kl. 16.30 undir stjórn Birnu Björnsdóttur. Kórinn er ætlaður börnum úr 1.–3. bekk. Eldri deild barnakórsins æfir kl. 17.30 undir stjórn Birnu Björns- dóttur. Kórinn er ætlaður börnum úr 4.–6. bekk. Kvöldbænir kl. 18. Langholtskirkja. Þorragleði eldri borg- ara í Langholtskirkju miðvikudaginn 6. febrúar næstkomandi kl. 13–16. Stund- in hefst með kaffisopa í safnaðarheim- ilinu kl. 13. Síðan verður gengið til kirkju þar sem sóknarprestur, djákni og organisti ásamt góðum gestum flytja bænagjörð, hugvekju, stýra söng og gleðimálum. Eftir stundina verður geng- ið að borðum sem svigna undan góm- sætum þorramat (verð veitinga er að- eins 1.200 krónur). Að borðhaldi loknu gefst tími til spjalls eða spilamennsku eftir því sem hugur þátttakenda stendur til. Gleðinni lýkur síðan kl. 16. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. Kirkjuprakkarafundur kl. 14.10–15.30 ætlaður börnum í 1.–4. bekk. Fermingartími kl. 19.15. Ung- lingakvöld Laugarneskirkju og Þrótt- heima kl. 20. Neskirkja. 7 ára starf kl. 14. Öll börn í 2. bekk velkomin. Opið hús kl. 16. Spjallað yfir kaffi og meðlæti. Lestur úr ævisögu sr. Jóns Steingrímssonar. Um- sjón sr. Örn Bárður Jónsson. Bæna- messa kl. 18. Prestur sr. Örn Bárður Jónsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Árbæjarkirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Org- elspil, söngur, fyrirbænir og heilög kvöldmáltíð. Súpa og brauð í safnaðar- heimilinu á eftir gegn vægu verði. Opið hús fyrir aldraða frá kl. 13–16. Kirkju- prakkarar kl. 17–18. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund í dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Kirkjuprakkarar. Starf fyr- ir 7–9 ára börn kl. 16.30. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17.30. Æskulýðsstarf á vegum KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Unglingastarf KFUM&K Digranes- kirkju kl. 20. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12 með altarisgöngu og fyrirbænum. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Allir velkomnir. KFUM fyrir drengi 9–12 ára kl. 16.30–17.30. Kirkjukrakkar í Rima- skóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30– 18.30. KFUK unglingadeild kl. 19.30– 21. Æskulýðsfélag Engjaskóla fyrir börn í 8.–9. bekk kl. 20–22. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10. Opið hús kl. 12. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Litlir lærisveinar í Lindaskóla kl. 17. Kópavogskirkja. Starf með 8–9 ára börnum í dag kl. 16.45–17.45 í safn- aðarheimilinu Borgum. Starf með 10– 12 ára börnum (TTT) á sama stað kl. 17.45–18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir vel- komnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Bessastaðasókn. Dagur kirkjunnar í Haukshúsum í boði Bessastaðasóknar. Foreldramorgnar, starf fyrir foreldra ungra barna, kl. 10–12. Heitt á könn- unni. Fjölmennum. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í samstarfi við Félag eldri borgara á Álftanesi. Notalegar samverustundir með fræðslu, leik, söng og kaffi. Auður og Erlendur sjá um akstur á undan og eftir. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í Ljósbroti Strandbergs. Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10–12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13:00. Helgi- stund, spil og kaffiveitingar Lágafellskirkja. Kirkjukrakkafundur í Lágafellsskóla á miðvikudögum frá kl. 13.15–14.30. Foreldramorgnar í safn- aðarheimili frá kl. 10–12. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshópar. Umsjón Ásta Sigurðardóttir, cand. theol. Æfing kórs Keflavíkurkirkju frá kl. 19.30–22.30. Stjórnandi Hákon Leifsson. Alfanám- skeið í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkj- unni um kl. 22. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 20 opið hús í KFUM&K-húsinu fyrir ung- linga í 8.–10. bekk. Njarðvíkurkirkja (Innri–Njarðvík). For- eldramorgunn í Safnaðarheimilinu í dag kl. 10.30. Sóknarprestur. Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn- ar í dag kl. 10–12. Kletturinn, kristið samfélag. Bæna- stund kl. 20. Allir velkomnir. Kefas. Samverustund unga fólksins kl. 20.30. Orð guðs rætt og mikil lofgjörð. Allt ungt fólk velkomið. Fíladelfía. Létt máltíð á vægu verði kl. 18. Kl. 19 er kennsla og þá er skipt nið- ur í deildir. Það er krakkaklúbbur fyrir krakka 3–12 ára, unglingafræðsla fyrir 13–15 ára, fræðsla fyrir ungt fólk á aldr- inum 16–20 ára. Síðan er kennsla á ensku. Einnig eru til skiptis biblíulestr- ar, bænastundir og vitnisburðarstundir. Allir hjartanlega velkomnir. Akureyrarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Börnin koma með uppáhalds leik- föngin sín. TTT-starf kl. 17. Allir 10–12 ára krakkar velkomnir. Biblíulestur kl. 20.30. Krossins helga nál, Jesús hand- tekinn. Mark. 14: 43–52. Sr. Guðmund- ur Guðmundsson. Safnaðarstarf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.