Morgunblaðið - 06.02.2002, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 06.02.2002, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 45 DAGBÓK Lífið í landinu Fundaröð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Þingmenn og aðrir forsvarsmenn Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs heimsækja byggðir landsins næstu vikur, fara á vinnustaði og halda almenna stjórnmálafundi. Sérstök áhersla verður lögð á sveitarstjórnarmál, atvinnu-, umhverfis- og velferðarmál og Ísland og Evrópusambandið. Í febrúar verða fundir á eftirtöldum stöðum: Mið. 6. feb. Tryggvaskála, Selfossi, kl. 20:00 Fös. 8. feb. Hótel Þórshamri, Vestmannaeyjum, kl. 20:00 Lau. 9. feb. Álafoss Föt Bezt, Mosfellsbæ, kl. 11:00 Fim. 14. feb. Kænunni, Hafnarfirði, kl. 20:00 Fös. 15. feb. Hótel Keflavík, Reykjanesbæ, kl. 20:00 Lau. 16. feb. Hótel Borgarnesi kl. 11:00 Lau. 16. feb. Þinghóli, Kópavogi, kl. 11:00 Fim. 21. feb. Kirkjubraut 2, Akranesi, kl. 20:00 Fim. 28. feb. Kristjáni IX, Grundarfirði, kl. 20:00 STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VATNSBERI Afmælisbörn dagsins: Mörg ykkar eru vinsæl og öll eruð þið vel liðin. Vegna þess að ykkur er eðlislægt að eiga samskipti við aðra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Rifrildi um trú þína mun ekki verða þér til góðs í dag. Það er sama hvað þú segir, þú færð ekki aðra til að sam- sinna þér í dag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur áhyggjur af því að einvher kunni að vera að mis- nota þig fjárhagslega eða að misnota eigur þínar. Mundu að þú hefur fullan rétt á því að verja hagsmuni þína. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú gætir laðað að þér ein- hvern í dag sem er staðráðinn í að gera þig að betri manni. Auðvitað fer þetta í taugarn- ar á þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þér er mikið niðri fyrir varð- andi hugmyndir þínar í dag. Þú veist að tillögur þínar myndu bæta framkvæmdir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Rómantískt ástand verður til þess að þínar dýpstu tilfinn- ingar ólga innra með þér. Þér er mikið í mun að einhver geri eða segi eitthvað sem þér er mjög mikilvægt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Einhver í fjölskyldunni gæti farið í taugarnar á þér vegna einhvers sem hann/hún sting- ur upp á. Sú manneskja telur sig hafa meira vit á því hvern- ig þú ættir að haga þínu lífi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér er mikið í mun að sann- færa einhvern um eitthvað í dag. Það er hins vegar svo að enginn heyrir jafnilla og sá sem neitar að hlusta á þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þegar þú tekur til í kringum þig, bæði á vinnustað og heimili, hikarðu ekki við að losa þig við það sem er orðið þér óþarft. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú gerir þér kannski ekki ljóst hversu krefjandi og ráð- rík(ur) þú ert varðandi eitt- hvað ákveðið í dag. Þar sem Plútó og tunglið er í stjörnu- merkinu þínu í dag verður þú mjög tilfinningarík(ur). Steingeit (22. des. - 19. janúar) Hugsanlega mun einhver ljóstra upp fyrir þér myrku leyndarmáli í dag. Sýndu öðr- um þann virðingarvott að halda þessu fyrir þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er ákaflega leiðinlegt þegar gamall vinur er í sífellu að segja þér hvernig þú eigir að haga lífi þínu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú færð í dag hugmyndir um að skipta um vinnu eða breyta stefnu lífs þíns. Það kann að vera skynsamlegt að ígrunda möguleikana því sagt er að hamingjan felist í því að eiga valkosti. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ÚR HÁVAMÁLUM – – – At kveldi skal dag leyfa, konu, er brennd er, mæki, er reyndr er, mey, er gefin er, ís, er yfir kømr, öl, er drukkit er. Í vindi skal við höggva, veðri á sjó róa, myrkri við man spjalla: mörg eru dags augu; á skip skal skriðar orka, en á skjöld til hlífar, mæki höggs, en mey til kossa. – – – ÞÝSKA landsliðskonan Daniela von Arnim veiktist á fyrsta spiladegi í Cap Gemini boðsmótinu í Hol- landi og varð að hætta keppni eftir tvær umferðir. Eiginmaður hennar, Klaus Reps, tók við hlutverki von Arnim sem makker Sabinu Auken og tókst þeim þrem- ur í sameiningu að vinna til bronsverðlauna. Von Arnim dvaldi einn dag á sjúkra- húsi, en veikindi hennar reyndust sem betur fer ekki alvarleg. Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♠ D952 ♥ D8 ♦ ÁG1085 ♣G6 Vestur Austur ♠ KG103 ♠ 8764 ♥ G65 ♥ 93 ♦ -- ♦ K742 ♣ÁKD873 ♣952 Suður ♠ Á ♥ ÁK10742 ♦ D963 ♣104 Þetta spil kom upp í ann- arri umferð mótsins þar sem von Arnim og Auken voru í vörn gegn fjórum hjörtum Hollendingsins Bauke Mullers. Og satt að segja er ekki að sjá nein veikleikamerki á vörn von Arnims. Vestur Norður Austur Suður von Arnim De Wijs Auken Muller 1 spaði Pass Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Von Arnim kom út með laufás, tók svo á kónginn og spilaði loks þriðja laufinu út í tvöfalda eyðu! Sagnhafi gaf henni hornauga, en tromp- aði svo heima, tók hjarta- drottningu og svínaði hjartatíu í bakaleiðinni. Von Arnim fékk þannig á hjarta- gosann og síðar fékk austur slag á tígulkóng. Einn niður. Muller spilaði ekki illa. Hann féll heiðarlega á bragði von Arnims, sem læddi inn hjá honum þeirri hugmynd að hún væri að standa vörð um trompgos- ann fjórða hjá makker. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Rc3 Dc7 6. Be2 Rc6 7. O-O Rf6 8. Kh1 Be7 9. f4 d6 10. a4 O-O 11. Be3 Ra5 12. g4 d5 13. exd5 Rxd5 14. Rxd5 exd5 15. b3 He8 16. Dd3 Bd6 17. Bf3 Rc6 18. c3 Bd7 19. Bxd5 Bxg4 20. Hg1 Be6 21. Rxe6 fxe6 22. Be4 h6 23. Hg4 Had8 24. Dc2 Be7 25. Hag1 Bf6 26. Hg6 Kh8 27. Dg2 He7 28. Dh3 Hdd7 Staðan kom upp í Rilton Cup sem lauk fyr- ir skömmu í Stokkhólmi. Franski stór- meistarinn Igor Nataf (2535) hafði hvítt gegn Rikard Andersson (2175). 29. Dxh6+! Og svartur gafst upp enda yrði hann mát eftir 29... gxh6 30. Hg8#. Lokastaða móts- ins varð þessi: 1.-4. Evgeny Agr- est (2563), Bogd- an Lalic (2522), Tom Wedberg (2529) og Valery Popov (2578) 7 vinninga af 9 mögulegum. 5.-13. Igor Nataf (2535), Jonathan Rowson (2512), Alexander Volzhin (2521), Igor Khenkin (2572), Luke McShane (2531), Jonny Hector (2528), Mikhail Ulibin (2580) og Anton Aberg (2388) 6½ v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Hlutavelta Þessir duglegu krakkar héldu tombólu til styrktar Antoni L. Hreiðarssyni sem bjargaðist úr eldsvoða á Þingeyri fyrir skömmu. Þau heita Andri, Aníta og Valdimar. Ljósmyndaverið Skugginn BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. ágúst sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni Erla Björk Stefáns- dóttir og Guðjón Sæmundsson. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Smælki Nú erum við á sléttu. Annarri bókinni skila ég viku of seint og hinni viku of snemma. AUGLÝST hefur verið eftir umsókn- um varðandi Evrópsku upplýsinga- tækniverðlaunin. Veitt eru þrenn verðlaun að upphæð 200.000 evrur (tæplega 18 milljónir íkr.) og tuttugu verðlaun að upphæð 5.000 evrur (440.000 íkr.), alls 700.000 evrur (62 milljónir íkr.). Þessi verðlaun, sem nefnd eru The European IST (In- formation Society Technologies) Prize á ensku, eru þau veglegustu sem veitt eru í Evrópu á sviði nýsköp- unar í upplýsingatækni. Verðlaunin renna til framsækinna fyrirtækja sem þróað hafa vöru sem þykir líkleg til að spjara sig á markaðnum. Síðan verður haldin sýning á vörum vinn- ingshafa í Kaupmannahöfn dagana 4. til 6. nóvember næstkomandi. Það er Euro-CASE sem stendur að verðlaunaveitingunni í samvinnu við upplýsingaáætlun Evrópuráðsins. Þrjátíu og eitt land getur sótt um verðlaunin, þar á meðal Ísland. Um- sóknarfrestur er til 15. maí næstkom- andi. Nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla Ís- lands. Ennfremur er ítarlegar upp- ýsingar að finna á heimasíðu Rann- sóknaþjónustu Háskóla Íslands: http://www.rthj.hi.is, segir í fréttatil- kynningu. Evrópsku upplýsinga- tækniverðlaunin 2002

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.