Morgunblaðið - 06.02.2002, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 06.02.2002, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 47 Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 6. Ísl tal Vit 320 Hasarstuð frá byrjun til enda Sýnd kl. 8 og 10. Vit340 Sýnd kl. 8. Vit 332  DV  Rás 2 Sýnd kl. 10.10. MAGNAÐ BÍÓ Stórverslun á netinu www.skifan.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. 1/2 Mbl ÓHT Rás 2 DV Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi 14. Riddarinn hugrakki og fíflið félagi hans lenda óvart í tímaflakki og þú missir þig af hlátri. Jean Reno fer á kostum í geggjaðri gamanmynd. Endurgerð hinnar óborganlegu Les Visiteurs! i l i i www.laugarasbio.is „Þvílík bíóveisla“ HVS Fbl HK. DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com „Besta mynd ársins“ SV Mbl i ir. HJ. MBL. Sýnd kl. 5.45 og 9. B.i 12 ára Rick og félagar kunna bara eitt og það er að skemmta sér. Um leið og reynt er að eyðileggja það fyrir þeim taka þeir til sinna ráða... Frábær grínmynd með svakalegum snjóbrettaatriðum og geggjaðri tónlist! SVAL ASTA GAM ANM YND ÁRSI NSI Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sprite forsýning kl 8. Komdu með 2. Spritetappa. 2. tappar=2 miðar. Gwyneth Paltrow Jack Black Frá höfundum „There´s Somet- hing About Mary“ og „Me myself & Irene“ kemur Feitasta gaman- mynd allra tíma Sýnd kl. 8 og 10.10.Sýnd kl. 8 og 10. B.i 14 ára 1/2 Kvikmyndir.is betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8 og 10.30. 1/2 RadioX Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sjóðheitasta mynd ársins er komin. Tom Cruise + Penelope Cruz=Heitasta parið í dag. Ásamt ofurskutlunni, Cameron Diaz. HARÐKJARNASVEITIN Mínus er nú stödd á tónleikaferðalagi um Bretland ásamt „sjötta“ með- limnum, hljóðgerðar- og listamann- inum Bibba. Með þeim leika heima- sveitirnar Charger og Matter og um er að ræða 19 tónleika á 19 dögum hvar farið er þvers og krus um landið og stoppað í hinum ýsmu bæjum, litlum sem stórum. Morgunblaðið sló á þráðinn til Kristjáns Frosta Logasonar, gít- arleikara sveitarinnar, þar sem hann lá í makindum í farkosti sveitanna; forláta rútu. Lét hann vel af aðbúnaðinum og sagði þetta ganga eins og smurða vél. „Þetta er búið að ganga framar öllum vonum,“ segir Frosti, auð- heyranlega mjög ánægður. Þannig er nú mál með vexti að í svona rokktúrum getur brugðið til beggja vona; menn geta lent í ónýtum ryðkláfi og ekkert stenst af áætlunum. En Mínus er í góðum málum að því er virðist. „Þetta er miklu betra en við gát- um nokkurn tíma ímyndað okkur,“ heldur Frosti áfram. „Stemningin í hópnum er ævintýri líkust.“ Frosti segir að uppselt hafi verið á flesta tónleika, en um er að ræða staði sem taka um 500 manns alla jafna. „Okkur hefur gengið vel að spila og við höf- um fengið góða endurgjöf frá áhorfendum. Svo seljum við mjög vel af varningnum sem við erum með.“ Frosti segir þetta mjög vel skipulagðan túr, en þunga- rokksblaðið Kerrang! stendur fyrir ferðinni. „Við fáum alls staðar heitan mat og morgunmat. Það væsir heldur ekki um okkur í rútunni; það eru setustofur hérna, DVD spilari, græjur. Þetta er bara stórkost- legt!“ Margir af þeim sem leggja leið sína á tónleikana þekkja Mínus og tónlist sveitarinnar. „Margir segjast hafa beðið lengi eftir að sjá okkur á tónleikum. Í Southampton labbaði ég t.a.m. inn í búð sem selur notuð föt og þar kannaðist afgreiðslumaðurinn við mig! Sagðist ekki geta beðið eftir að sjá okkur um kvöldið.“ Charger og Matter leika tónlist sem er nokkuð frábrugðin þeirri sem Mínus stundar. Sú fyrrnefnda leikur hægt og slepjulegt eyði- merkurrokk á meðan sú síð- arnefnda spilar einhvers konar nú- tíma dauðarokk. En andinn í hópnum er frábær að sögn Frosta. „Það er mikil samstaða í hópnum og þetta eru yndislegir ferða- félagar,“ segir hann að lokum. Þess má að endingu geta að í Kerrang!, dagsettu 26. janúar, er þriggja blaðsíðna viðtal við Mínus. Tónleikar sveitanna í London 23. janúar, sem voru þeir fyrstu í ferð- inni, fengu svo hámarkseinkunn í blaðinu, fimm K. Einnig verður birtur síðudómur um tónleika þess- ara þriggja sveita, undir titlinum „tónleikar vikunnar“. Lokatónleikar sveitanna verða 10. febrúar í Liverpool. Þar munu þær leika á hinum fornfræga stað, The Cavern, þar sem Bítlarnir hófu feril sinn forðum daga. Mínus á hljómleika- Eins og í sögu Morgunblaðið/Kristinn Mínus ásamt Bibba (lengst til hægri). Frosti Logason stendur við hlið hans, aftastur, í ljós- bláum bol. ferðalagi í Bretlandi Apaheilar.is The Brainiacs.com Gamanmynd Bandaríkin, 2000. Góðar stundir VHS. (100 mín.) Öllum leyfð. Leik- stjórn: Blair Treu. Aðalhlutverk: Kevin Kilner, Alexandra Paul og Michael Angarano. ÞAÐ er leitt að þurfa að rakka niður næstum því hverja einustu bandarísku barna- og unglingamynd sem kemur fyrir sjónir íslenskra myndbanda- leigugesta, en hjá því verður hreinlega ekki komist, slík eru heimskulætin sem þar viðgang- ast. Sú sem hér um ræðir er dæmigerð tilgerðarleg og ófyndin mynd um of- dekruð börn sem lenda í einhvers kon- ar ævintýr- um, nema hvað í þessu tilfelli eru við- skiptatækifæri í netviðskiptum færð inn í fléttuna. Í myndinni segir sem sagt frá Matthew nokkrum sem nýlega hefur misst móður sína, og leiðist það óskaplega hvað pabbi hans hef- ur sökkt sér í vinnu. Í hagfræði- tíma fær hann hins vegar snjalla hugmynd. Hann ákveður í samvinnu við vin sinn (sem er kómísk blökkumanna- týpa) að stofna fyrirtæki á Net- inu og yfirtaka litla leikfanga- fyrirtækið sem faðir hans er stöðugt að vinna við. Sem sagt mjög langsótt flétta sem virðist ætluð sem nokkurs konar kennslustund í viðskiptasið- ferði, en boðar ef til vill eitthvað allt annað og mun verra. Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Litlir við- skipta- jöfrar Dánarorsök (Determination of Death) Spennumynd Bandaríkin, 2001. Bergvík VHS. (100 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Michael Miller. Aðalhlutverk: Veronica Hamel, Michael Greene og William Katt. Í þessari spennumynd segir frá hinum ofbeldishneigða og spilasjúka Reese, sem ákveður að sviðsetja eig- in dauða til að hafa stórfé út úr tryggingafyrirtæki sínu. En það get- ur verið hættulegt að sviðsetja eigin dauða ef allir aðrir vilja mann feigan, líkt og bent er á í kynningu myndar- innar. Reyndin er nefnilega sú að með hegðun sinni gegn- um árin hefur Reese eignast marga óvini, þ.á m. eiginkonu sína sem hann hefur mis- þyrmt um árabil. Hér er á ferðinni spennandi mynd, yfir henni er nokkur sjónvarpsbrag- ur sem þarf þó engan veginn að skemma fyrir ánægjunni. Söguþráð- urinn er vel unninn og leikarar traustir í hlutverkum sínum þótt engir stórleikarar séu innanborðs. Þetta er þétt sakamálamynd sem uppfyllir helstu kröfur sem til slíkra mynda eru gerðar.  Myndbönd Leyndar- dómsfullur dauðdagi Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.