Morgunblaðið - 06.02.2002, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Kl
ippstopp
2
8
.FEB R Ú AR
20
0
2
VERSLUNARRÁÐ Íslands hefur
gert athugun á framkvæmd aðgerða
Samkeppnisstofnunar gegn olíufé-
lögunum hinn 18. desember síðast-
liðinn og telur ástæðu til að ætla að
mjög alvarlegar brotalamir hafi ver-
ið á framkvæmdinni.
Í skýrslu sem Verslunarráðs hefur
sent frá sér um málið og birt er í
heild í blaðinu í dag, kemur fram að
Samkeppnisstofnun hafi farið langt
út fyrir heimildir þess dómsúrskurð-
ar sem hún fékk vegna aðgerðanna
og mörg dæmi eru nefnd um að
ákvæðum laga hafi ekki verið fylgt
við framkvæmd húsleitar og hald-
lagningu gagna og þess séu mörg
dæmi að lagt hafi verið hald á gögn
sem ekkert hafi með rannsókn máls-
ins að gera, en slíkt sé óheimilt. Er
sem dæmi nefnt að hald hafi verið
lagt á hluta af bókhaldi kirkjusafn-
aðar í Reykjavík, persónulegan
tölvupóst og persónulega greiðslu-
kortareikninga starfsmanna.
Á blaðamannafundi sem Verslun-
arráð hélt í gær til að kynna athug-
anir sínar sagði Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri ráðsins, að sent
hefði verið bréf til viðskiptaráðherra
þar sem óskað hefði verið eftir því að
ráðherra léti fara fram rannsókn á
málinu. Vilhjálmur sagði einnig að
óskað hefði verið eftir því við ráð-
herra að gerðar yrðu ráðstafanir til
að slíkar aðgerðir, ef til þeirra kæmi
aftur, yrðu með eðlilegum hætti í
framtíðinni.
Valgerður Sverrisdóttir viðskipta-
ráðherra sagði erindi Verslunarráðs
til athugunar í ráðuneytinu. Beindist
athugunin að því hvort það væri í
raun hlutverk ráðuneytisins eða ann-
arra yfirvalda, t.d. dómsyfirvalda, að
annast slíka rannsókn. Málið yrði
skoðað frá lagalegu sjónarmiði.
Bjóst ráðherra við að niðurstaða
lægi fyrir í dag eða á morgun.
Vilhjálmur lagði áherslu á að að-
gerðirnar gegn olíufélögunum væru í
eðli sínu lögregluaðgerðir. Í þeim
fælist frelsisskerðing og innrás í
einkalíf fólks og um slíkar aðgerðir
giltu ákveðin lög og það væri litið al-
varlegum augum væru þessi lög
brotin. Eitt af því sem lög kvæðu á
um væri að lögregla stjórnaði að-
gerðum sem þessum, en það hefði í
engu tilviki átt við og lögreglumenn
hefðu ekki bent starfsmönnum á rétt
þeirra.
Í skýrslu Verslunarráðs er dregið
í efa að heimila hefði átt aðgerðirnar
gegn olíufélögunum. Þar segir meðal
annars að eina röksemdin sem raun-
verulega hafi getað skapað ástæðu
fyrir aðgerðum af hálfu Samkeppn-
isstofnunar séu nýlegar upplýsingar
og ábendingar sem stofnuninni hafi
borist og vísað sé til í forsendum fyr-
ir úrskurði héraðsdóms. „En til þess
að þessar upplýsingar teljist trú-
verðugar hljóta þær að þurfa að vera
allnákvæmar og beinast að tiltekn-
um atburðum eða ákvörðunum sem
hafa vel skilgreindar tímasetning-
ar,“ segir í skýrslunni. Slíkar upplýs-
ingar eigi að gera Samkeppnisstofn-
un kleift að takmarka rannsókn sína
við þá einstaklinga og þau gögn sem
varpa kynnu ljósi á málið. Á þessu
segir Verslunarráð að hafi verið
verulegur misbrestur og lagt hafi
verið hald á mikið magn af gögnum í
von um að finna eitthvað sem ekki
hafi verið fyrirfram skilgreint.
Verslunarráð Íslands sendir viðskiptaráðherra erindi
Telur að Samkeppnis-
stofnun hafi brotið lög
Aðgerðir/38
ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar
var fluttur á slysadeild með
sjúkrabifreið eftir árekstur við
jeppabifreið á mótum Reykja-
nesbrautar og Arnarnesvegar
síðdegis í gær. Bifreiðirnar
rákust saman með þeim afleið-
ingum að jeppinn valt og
skemmdust báðar bifreiðirnar
töluvert. Ekki munu meiðsli
ökumannsins hafa verið eins al-
varleg og talið var í fyrstu.
Árekstur
á Reykja-
nesbraut
VIÐBÚNAÐARÁSTAND var um tíma á Reykja-
víkurflugvelli í gærkvöld vegna fjögurra hreyfla
bandarískrar herflutningavélar af Hercules-
gerð, með sjö manna áhöfn, sem gerði tvær
árangurslausar lendingartilraunir á Reykjavík-
urflugvelli vegna slæmra veðurskilyrða á Kefla-
víkurflugvelli. Aðflug flugvélarinnar tókst ekki í
fyrra skiptið og í seinna skiptið kom vélin of hátt
inn til aðflugs og snéri því aftur til Keflavíkur
þar sem hún lenti heilu og höldnu kl. 23.47.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út
kl. 22.52 og sendi fjórar sjúkrabifreiðir að
Reykjavíkurflugvelli og þrjár dælubifreiðir en
kallaði lið sitt heim kl. 23.42.
Þá greip lögreglan í Reykjavík til lokana á
Suðurgötu og við Bústaðaveg.
Almannavarnir ríkisins fengu tilkynningu kl.
22.58 um að eldsneytisbirgðir vélarinnar væru á
þrotum og að hún myndi reyna lendingu á
Reykjavíkurflugvelli og var unnið að við-
bragðsáætlun í samráði við Landspítalann í
Fossvogi vegna hópslysaáætlunar slökkviliðs og
lögreglu en upplýsingar um eldsneytisbirgðir
vélarinnar reyndust á misskilningi byggðar.
Morgunblaðið/Júlíus
Viðbúnaður vegna herflutningavélar
SAMKVÆMT óendurskoðuðu upp-
gjöri móðurfélags Samherja, sem
lagt var fram á stjórnarfundi Sam-
herja hf. í gær, er ljóst að hagn-
aður móðurfélagsins á árinu 2001
er verulega meiri en áætlanir
gerðu ráð fyrir, skv. frétt sem fyr-
irtækið sendi frá sér í gær. Sam-
kvæmt bráðabirgðauppgjörinu
nema rekstrartekjur móðurfélags-
ins 12.755 milljónum króna og
hagnaður án afskrifta og fjár-
magnskostnaðar er 3.463 milljónir
króna.
Fjármagnsliðir eru neikvæðir um
1.159 milljónir króna og afskriftir
nema 984 milljónum króna. Að
teknu tilliti til skatta og annarra
tekna og gjalda er hagnaður móð-
urfélagsins 1.279 milljónir króna.
Veltufé frá rekstri er samkvæmt
uppgjörinu 3.023 milljónir króna.
Ekki liggja fyrir áætluð áhrif dótt-
ur- og hlutdeildarfélaga en í níu
mánaða uppgjöri voru þau neikvæð
um 167 milljónir króna, segir í
fréttinni. Fram kemur að endur-
skoðað uppgjör félagsins verði birt
í byrjun mars og að aðalfundur fé-
lagsins verði haldinn 11. apríl nk.
Hagnaður Samherja
meiri en áætlað var
GRÆNMETISNEFNDIN svo-
nefnda hefur skilað af sér lokatillög-
um til Guðna Ágústssonar landbún-
aðarráðherra. Fella á niður verðtoll
á sveppum, kartöflum og ýmsum
tegundum útiræktaðs grænmetis en
viðhalda magntolli á þessum afurð-
um. Bæði verð- og magntollar verða
felldir niður á agúrkum, tómötum og
papriku en þess í stað teknar upp
beingreiðslur til framleiðenda.
Greiðslurnar gætu numið um 195
milljónum króna á ári.
Þá leggur nefndin til að greiða nið-
ur rafmagn til lýsingar í gróðurhús-
um, styrkja úreldingu gróðurhúsa og
ýmis rannsóknaverkefni, endur-
skoða stofnlán til garðyrkju og koma
á virku verðlagseftirliti með græn-
meti og ávöxtum. Árlegur kostnaður
vegna þessara aðgerða er áætlaður
um 280 milljónir króna en gæti farið
lækkandi á samningstímanum.
Á blaðamannafundi, sem landbún-
aðarráðherra efndi til í gær, kom
m.a. fram að grænmeti gæti lækkað
að meðaltali í verði um 15% til neyt-
enda og mun meira í sumum tilvik-
um. Þannig er talið að afnám tolla af
agúrkum, tómötum og papriku og
beingreiðslur vegna sömu tegunda
geti þýtt 50% lækkun á agúrkum og
tómötum og 55% lækkun á papriku.
Landbúnaðarráðherra telur að
þessar aðgerðir geti þýtt 0,3% lækk-
un á framfærslukostnaði í landinu.
Tillögur nefndarinnar voru kynnt-
ar á opnum fundi með garðyrkju-
bændum og að sögn Kjartans Magn-
ússonar, formanns Félags garð-
yrkjubænda, líst mönnum misvel á
tillögurnar. „Menn hefðu viljað sjá
meiri lækkun á raforku en raun ber
vitni. En ég túlka niðurstöðu fund-
arins sem nokkuð jákvæða, án þess
að greidd hafi verið atkvæði.“
Tómatar og
agúrkur
gætu lækk-
að um 50%
Verð á grænmeti/26–27
SAMKEPPNISRÁÐ hefur ákveðið
að beita Global Refund á Íslandi hf.
dagsektum þar sem fyrirtækið hefur
neitað Samkeppnisstofnun um gögn
og upplýsingar. Óskaði stofnunin
eftir þessum gögnum í tengslum við
athugun sína á kvörtun frá Refund á
Íslandi ehf. sem heldur því fram að
Global Refund á Íslandi hf. misnoti
markaðsráðandi stöðu sína fyrir
endurgreiðslu virðisaukaskatts.
Í framhaldi af kvörtun Refund á
Íslandi ehf. óskaði Samkeppnisstofn-
un eftir gögnum er tengjast aðgerð
sem beint var gegn Refund á Íslandi
ehf.
Við umfjöllun málsins vísar sam-
keppnisráð til 39. gr. samkeppnis-
laga sem veitir Samkeppnisstofnun
heimildir til öflunar gagna og skv.
53. gr. sömu laga getur samkeppn-
isráð lagt á dagsektir þar til farið er
að ákvörðun þess.
Samkeppnisráð leggur dagsektir
á Global Refund á Íslandi hf. og skal
fyrirtækið greiða 250 þúsund krónur
á dag þar til tilgreindar upplýsingar
og gögn hafa verið látin Samkeppn-
isstofnun í té.
Global Re-
fund á Ís-
landi beitt
dagsektum
♦ ♦ ♦