Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.02.2002, Blaðsíða 1
32. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 8. FEBRÚAR 2002 FJÓRIR létust þegar snjóflóð féll á Salang-göngin í Hindu Kush- fjöllunum norður af Kabúl í Afg- anistan í gær. Björgunarmönnum tókst að bjarga 190 manns sem lokuðust inni er snjóflóðið féll og þá björguðu þeir 300 manns úr snjónum utan við göngin. Nokkuð mun hafa verið um að þeir, sem lokuðust inni í göngunum, létu bíla sína ganga til að halda á sér hita en um fjörutíu stiga frost var á fjallinu á meðan björgunarstarf stóð yfir. Varð það til þess að margir urðu fyrir reykeitrun. Salang-göngin eru þau hæstu sinnar tegundar í heiminum, standa rúmlega fjögur þúsund metrum yfir sjávarmáli. Þau voru á sínum tíma byggð af Sovét- mönnum og voru aðeins í síðasta mánuði opnuð að nýju eftir að hafa staðið lokuð um árabil vegna borgarastyrjaldar í landinu. Mikil snjókoma hefur verið í Afganistan undanfarna daga og sjást nokkrir Afganar á myndinni ýta bíl sínum eftir að hafa sloppið undan snjóflóðinu í Salang-göng- unum. Reuters Björgun í 40 stiga frosti TALSMENN George W. Bush Bandaríkjaforseta sögðu í gær að forsetinn hefði ákveðið að skilmálar Genfarsáttmálans um meðferð fanga skyldu gilda um þá talibana, sem teknir voru höndum í stríðinu í Afganistan, en ekki um liðsmenn al- Qaeda hryðjuverkasamtaka Sádí- Arabans Osama bin Laden. Þessi ákvörðun kemur eftir að Banda- ríkjamenn urðu fyrir víðtækri gagnrýni vegna meðferðar sinnar á föngum, sem komið hefur verið fyr- ir í búðum Bandaríkjahers á Kúbu. ?Þessi ákvörðun mun engu breyta um daglegt líf fanganna. Áfram verður komið fram við þá af mannúð vegna þess að það er venja Bandaríkjamanna,? sagði Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins. Alls eru nú 186 menn í haldi í Gu- antanamo-herstöðinni á Kúbu og fjölgaði þeim um 28 í gær. Ari Fleischer lét þess getið að hvorki talibanarnir né al-Qaeda-lið- arnir yrðu viðurkenndir sem stríðs- fangar. Sagði hann um talibanana, sem nú munu njóta þeirra réttinda sem Genfarsáttmálinn tryggir föng- um, að þeir hefðu ekki skorið sig fyllilega frá almennum borgurum Afganistans og ekki væri því hægt að líta á þá sem stríðsfanga. ?Þvert á móti veittu þeir algerlega ótil- neyddir hinum ólöglegu al-Qaeda- hryðjuverkasamtökum liðsinni sitt.? Sagði Fleischer um al-Qaeda-lið- ana, sem eru í haldi á Kúbu, að þar væru á ferðinni liðsmenn alþjóð- legra hryðjuverkasamtaka og þeir ættu engan rétt á því að verða felldir undir skilmála Genfarsamn- inganna. Genfarsáttmálinn gildi um talibana Washington. AFP. Heimsókn Sharons til Bandaríkj- anna er sú fjórða á einu ári. Fyrir för sína vestur um haf hafði hann hvatt Bandaríkjamenn til að finna sér ann- an viðmælanda en Arafat. Ari Fleischer, talsmaður Hvíta hússins, sagði hins vegar fyrir fund þeirra Bush og Sharons í gær að forsetinn myndi gera Sharon ljóst að Banda- ríkjastjórn hygðist halda tengslum sínum við heimastjórn Palestínu- manna og jafnframt að hún myndi áfram reyna að miðla málum í Mið- Austurlöndum. Ísraelar hefna fyrir voðaverk Hamas Mikið hefur verið rætt um það að enginn augljós eftirmaður Arafats sé í sjónmáli og gerði Arafat málið sjálfur að umtalsefni í gær í viðtali sem birtist í egypska tímaritinu Al- Mussawar. Nefndi hann Ahmed Qureia, forseta palestínska þingsins, og Mahmoud Abbas, framkvæmda- stjóra PLO-samtakanna, sem hugs- anlega eftirmenn sína sem annars vegar forseti heimastjórnarinnar og leiðtogi PLO hins vegar. Róstusamt var um að litast á Vest- urbakkanum í gær. Ísraelskar her- þyrlur skutu flugskeytum á híbýli palestínsku leyniþjónustunnar í Nablus í gærmorgun til að hefna fyr- ir morð þriggja Ísraela í bænum Hamra á Vesturbakkanum í fyrra- kvöld. Palestínskur byssumaður úr Hamas-samtökunum var þar að verki og myrti hann m.a. móður og ellefu ára dóttur hennar. Féll hann síðan sjálfur fyrir hendi ísraelskra hermanna. Engin meiðsl urðu á fólki í árásum ísraelska hersins í gær. Bush vill ekki slíta tengslin við Arafat Washington, Hamra, Nablus. AFP, AP. GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti Ariel Sharon, forsætisráð- herra Ísraels, á fundi þeirra í Washington í gær að hann myndi ekki verða við óskum hans um að slíta öll tengsl við palestínsku heimastjórnina. Bush ítrek- aði hvatningarorð sín til Yassers Arafats, forseta heimastjórnarinnar, um að grípa til ráðstafana gegn palestínskum hryðjuverkamönnum en hvatti Shar- on á sama tíma til að leita leiða til að bæta hag Palestínumanna. BRESKA stjórnin vill að innflytjend- ur sem æskja þegnréttar í landinu geti sannað að þeir ráði yfir lág- marksfærni í ensku, einnig að þeir hafi einhverja þekkingu á lögum og stjórnskipun Breta og grundvallar- gildum og hefðum samfélagsins. Dav- id Blunkett innanríkisráðherra segir í grein sem hann ritaði í dagblaðið Sun að ef útlendingur vildi gerast breskur þegn yrði hann að sverja eið þar sem lýst yrði réttindum og skyldum breskra þegna og ?drottningunni tjáð hollusta?. Blunkett sagði að svonefnd gervi- hjónabönd, sem stofnað er til að öðl- ast þegnrétt með ólöglegum hætti, væru vaxandi vandamál og sama væri að segja um nauðungarhjónabönd. Kvaðst hann vona að með breyttum reglum yrði hægt að koma í veg fyrir að málefni innflytjenda yrðu æ ofan í æ misnotuð af hægri-ofstækismönn- um í áróðri þeirra. Ýmsir urðu til að mótmæla hugmyndum Blunketts. Milena Buyum, talsmaður Þjóðar- samtaka gegn kynþáttahatri, sagði að í afskiptum af nauðungarhjónabönd- um fælist ?gróf íhlutun í menningar- leg réttindi? innflytjenda. Bresk innflytjendalög hert London. AFP. Bandaríkjastjórn ákveður að láta undan þrýstingi KÍNVERJAR viðurkenndu í gær að atvinnuástand í landinu væri mun verra en þeir hafa fram að þessu viljað viðurkenna. Var greint frá því að nú væri 20% atvinnuleysi meðal þeirra 800 milljóna manna, sem búa á lands- byggðinni, sem jafngildir 120 milljónum atvinnubærra manna. 12 milljónir eru síðan atvinnu- lausar í borgum Kína. Erlendir fréttaskýrendur hafa alltaf talið opinber gögn vafasöm að þessu leyti en þau nýjustu sýndu að atvinnuleysi væri að- eins 3,6%, þ.e. að 6,8 milljónir manna væru án atvinnu. 132 milljónir án atvinnu Peking. AFP. Kína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60