Morgunblaðið - 08.02.2002, Page 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fræðsla um örnefni jökla
Jökulnöfn eru
ekki gömul
Fræðslufundur verð-ur í sal Norrænahússins laugardag-
inn 9. febrúar klukkan 14.
Oddur Sigurðsson, jarð-
fræðingur hjá Orkustofn-
un, flytur þar fyrirlestur
sem hann nefnir: Örnefni
jökla. Í fréttatilkynningu
segir m.a., „Jöklar eru
gjarnan kenndir við á þá
sem frá þeim rennur eða
landið sem að þeim liggur.
Örfáir jöklar eru kenndir
við útlit sitt. Flest jökla-
nöfn enda á „-jökull“ en
það er þó ekki algilt. Til að
fræðast meira um erindið
og viðfangsefnið ræddi
Morgunblaðið við Odd Sig-
urðsson í vikunni.
– Hver heldur þennan
fræðslufund og hver er til-
urð hans?
„Hér er um að ræða mynd-
skreytt erindi sem flutt verður á
vegum Nafnfræðifélagsins. Fé-
lagið stendur fyrir fræðsluerind-
um og fyrirlestrum fyrir félaga og
almenning öðru hverju eins og er
háttur slíkra félaga.“
– Örnefni jökla… hefur eitthvað
verið fengist við þá skoðun og
söfnun?
„Bandarískur jarðfræðingur að
nafni Richard S. Williams yngri
átti hugmyndina að því að safna
yfirliti íslenskra jökulnafna. Hann
hefur lengi haft áhuga á öllu sem
varðar Ísland og þá einkum jökl-
um og á gott safn korta og fræði-
rita um landið. Hann hafði tekið
saman þau jökulnöfn sem hann
fann á kortum og í helstu ritverk-
um, svo sem árbókum Ferðafélags
Íslands, en ég tók að mér að leita í
þeim ritum sem voru honum síður
aðgengileg og að skrá sögu nafns í
hverju tilviki. Það verður óhjá-
kvæmilega nokkur hluti af sögu
viðkomandi jökuls sem er í mörg-
um tilvikum snar þáttur í sögu
þjóðarinnar. Mér er ekki kunnugt
um að örnefnum jökla hafi verið
safnað sérstaklega áður.“
– Er einhver rauður þráður í
gegnum örnefni jökla á Íslandi?
„Jöklar eru gjarnan kenndir við
á þá sem frá þeim rennur svo sem
Skeiðarárjökull, en þó miklu
fremur landið sem að þeim liggur,
eins og t.d. Sólheimajökull.
Nokkrir jöklar eru kenndir við út-
lit sitt og má þar nefna Langjökul
og aðrir við áttaheiti eða stefnu.
Sjö jöklar eru kenndir við tiltek-
inn mann eða sagnapersónu. Flest
jöklanöfn enda á „-jökull“, en það
er þó ekki algilt. Einkum á það við
um síðari tíma nafngiftir. Gott
dæmi um það eru Brækur í
Eiríksjökli. Einnig eru til örnefni
sem enda á „-jökull“ en standa
ekki undir nafni nú þótt þar kunni
að hafa verið jökull í einhverri
mynd áður. Höfðabrekkujökull er
nú malar- og jarðvegsdyngja aust-
an við Vík í Mýrdal og stendur
flugvöllur á honum. Í honum er
ekki lengur að finna ís, en á sínum
tíma þegar hann var nýrunninn
fram í Kötluhlaupinu
1721 var ísröstin svo
mikil að ekki sá yfir
hana til Hjörleifshöfða
fyrr en langt var komið
upp í hlíðar á Háafelli.
Geysileg íshrönn bættist svo við í
Kötluhlaupi 1755 áður en sú fyrri
var að fullu bráðin og tók það heila
öld að bræða allan ísinn. Þessar
miklu jökulhlaupsrastir voru kall-
aðar jökulföll og nú þegar allur ís
er úr þeim heita grjóthaugarnir
enn jökulnöfnum eins og Grasjök-
ull í Öræfum.“
– Hvað verður helst tekið fyrir
á fundinum?
„Fyrirlesturinn fjallar um ör-
nefnin, hvernig þau hafa breyst í
tímans rás og tekin dæmi um mis-
munandi rithátt og jafnvel ritvill-
ur ef um slíkt er hægt að tala.
Einnig kann að vera unnt að lesa
úr nöfnum breytingar sem orðið
hafa á jöklunum síðan land byggð-
ist“
– Hvert finnst þér sjálfum vera
skemmtilegasta örnefnið á jökli?
„Ég get varla sagt að ég hafi
sérstakt dálæti á einhverju þeirra
nafna sem ég hef rekist á, en í lát-
leysi sínu hefur „jökull“ sérstöðu
með þjóðinni og tengist því yfir-
náttúrlega.
Enginn velkist í vafa um hvar sá
prestur messar sem heldur uppi
kristni undir Jökli. Nafnið er trú-
lega stytting á Snæfellsjökli en
kemur sennilega oftar fyrir í sinni
einfölduðu mynd.“
– Hversu gömul eru þessi ör-
nefni?
„Sárafá jökulnöfn koma fyrir í
elstu ritum en þar á þó Snæfells-
eða Snjófellsjökull fastan sess.
Önnur þau sem nefna má úr forn-
ritum eru Balljökull (nú Eiríks-
jökull) og Geitlandsjökull. Athygl-
isvert er að núgildandi nöfn
þriggja stærstu jöklanna eru ekki
nema tveggja til þriggja alda göm-
ul.“
– Hefur einhver tekið saman
hvað örnefni á jöklum eru mörg?
„Í skrá okkar koma fyrir hátt í
400 nöfn en þau eru mörg hver
nánast afbökun eða misritun og
eru einungis tekin með til að halda
öllu til haga. Raunveruleg nöfn má
telja vel á þriðja hundr-
að.“
– Verður eitthvað
gefið út á næstunni?
„Það er ekki á döf-
inni að gefa þessi ör-
nefni út en ef okkur finnst að flest
kurl séu komin til grafar þá gæti
verið fengur fyrir áhugasama að
hafa slíka skrá innan seilingar.
Eðlilegt er að viðra þetta efni á
vettvangi nafnfræðifélagsins. Þar
gæti komið til mjög gagnlegra
skoðanaskipta og ábendinga. Ekki
er hollt að vinna svona efni í sínu
horni því að manni sést oft yfir
vagl í eigin auga.“
Oddur Sigurðsson
Oddur Sigurðsson fæddist á
Akureyri 1945. Stúdent frá MA
1965. Jarðfræðinám í Uppsala-
háskóla 1965–71 og hefur starf-
að hjá Orkustofnun síðan, sl. 15
ár við jöklarannsóknir og vatna-
mælingar. Var 10 ár í stjórn
Jöklarannsóknafélagsins og
einnig í stjórn foreldrafélaga í
leik- og grunnskólum. Eiginkona
er Kolbrún Hjaltadóttir kennari
og eiga þau 4 börn og eitt barna-
barn. Börnin: Finnur, Sölvi,
Freyja og Jórunn.
…eru gjarnan
kenndir
við árnar
Ég legg með mér í djobbið 157 milljarða framlag upp í ný góðærisgleraugu handa Davíð.
VIÐ Vífilsstaðaspítala er verið að
hlaða 40 feta gám með margs konar
lækningatækjum og búnaði sem
nota á í nýrri heilsugæslustöð og
spítala í Malaví sem Þróunarsam-
vinnustofnun Íslands er nú að
byggja í samráði við heimamenn.
Búnaðurinn er frá Landspítala –
háskólasjúkrahúsi og lyfjafyr-
irtækið Delta sendir einnig nokkuð
af lyfjum.
Meðal þess sem senda á eru fæð-
ingarbekkir, barnarúm, hjólastólar,
sjúkrahúslín og ýmis einföld tæki
svo sem svæfingavélar og hjarta-
línurit.
Sighvatur Björgvinsson, fram-
kvæmdastjóri Þróunarsam-
vinnustofnunar, tjáði Morgun-
blaðinu að sú hugmynd að fá búnað
hjá Landspítalanum hefði kviknað
við umræður sínar við Magnús Pét-
ursson, forstjóra spítalans. Hann
segir búnaðinn hvergi nærri úrelt-
an en engu að síður hefði honum
verið skipt út hér í takt við kröfur
sem gerðar eru til nútíma- og há-
tæknisjúkrahúss. Búnaðurinn væri
í góðu lagi og kæmi að fullum not-
um í Malaví.
Halldór Jónsson læknir er verk-
efnastjóri við uppbygginguna og
Geir Gunnlaugsson læknir hefur
einnig átt þátt í undirbúningnum.
Þá sér Hildur Sólveig Sigurð-
ardóttir, hjúkrunarfræðingur og
ljósmóðir, um að byggja upp heil-
brigðisþjónustuna í samstarfi við
heilbrigðisyfirvöld í landinu.
Reisa heilsugæslustöð
Spítalinn og heilsugæslustöðin
rísa við Malavívatn þar sem fátækt
er einna mest í landinu.
Stöðin verður byggð í tveimur
áföngum og verður heilsugæslu-
hlutinn tekinn í notkun síðar á
þessu ári. Þar verður miðstöð ung-
barna- og mæðraeftirlits, lyfja-
afgreiðsla og fleira. Á næsta ári
verður byrjað að reisa sjúkrahúss-
hlutann þar sem verða m.a. legu-
deildir fyrir um 80 sjúklinga, skurð-
stofur, fæðingarstofnun og fleira.
Auk búnaðarins sem fer með
gáminum senda börn í Mýrarhúsa-
skóla fatnað og reiðhjól og Kenn-
araháskóli Íslands gefur tölvur.
Sighvatur Björgvinsson sagði heil-
brigðisráðherra hafa tilkynnt sér
að ráðuneytið myndi kosta flutning
gámsins til Malaví. Gert er ráð fyrir
að hann nái þangað eftir um tvo
mánuði.
Morgunblaðið/Golli
Sighvatur Björgvinsson, framkvæmdastjóri ÞSSÍ, og Jóhannes M.
Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítalans, við lækningatækin í
gáminum sem sendur verður af stað til Malaví í næstu viku.
Lækningabún-
aður til Malaví
EKKI hefur verið ákveðið hvaða við-
urlögum piltarnir þrír sem hafa ját-
að að hafa staðið að sprengingu í
skólastofu í Engjaskóla í Grafarvogi
á þriðjudag verða beittir. Þeim var
vísað heim úr skóla á miðvikudag eft-
ir að þeir játuðu verknaðinn.
Hildur Hafstað, skólastjóri Engja-
skóla, býst við því að í upphafi næstu
viku liggi fyrir hvaða úrræðum verði
beitt. Fyrr muni piltarnir ekki snúa
aftur í skólann. Málið sé unnið í ná-
inni samvinnu við Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur og foreldra piltanna.
Í reglugerð sem menntamálaráðu-
neytið gefur út er heimild fyrir því að
víkja nemanda um stundarsakir úr
skóla meðan fundin er lausn á máli
hans ef „ítrekuð brot hans á skóla-
reglum eru alvarleg, eða hann stefn-
ir eigin eða annarra lífi eða heilsu í
hættu innan skólans“.
Skv. grunnskólalögum er þó
óheimilt að víkja nemanda úr skóla
að fullu nema tryggt hafi verið að
hann fái kennslu annars staðar.
Sprenging í Engjaskóla
Viðurlög
ekki ákveðin
OLÍUFÉLAGIÐ hf. opnar í dag
þriðju sjálfsafgreiðslubensínstöðina
undir nafninu Express í Kópavogi.
Fyrir eru stöðvar við verslunarmið-
stöðina Smáralind og á Hæðarsmára
en nýja stöðin er við Salaveg. Seldar
eru tvær tegundir eldsneytis; 95 okt-
ana bensín og díselolía, á lægra verði
en gengur og gerist í hefðbundnum
bensínstöðvum félagsins.
Lítrinn af 95 okt. bensíni kostar
87,10 kr. hjá Esso Express en 92,20 á
þjónustustöðvum og dísilolíulítrinn
er seldur á 42,90 kr., fjórum krónum
lægra en á stöðvum með fulla þjón-
ustu. Þetta er sama verð og er á
sjálfsafgreiðslustöðvum Olís, Ób-
bensíni.
Af sjálfsafgreiðslustöðvunum er
Orkan, sem Skeljungur, Hagkaup og
Bónus reka, með lægsta verðið eða
86,90 kr. á hvern lítra 95 okt. bensíns
og dísilolía er á 41,90 kr. lítrinn.
Olíufélagið hf.
Þriðja Express-
stöðin opnuð
í Kópavogi
♦ ♦ ♦