Morgunblaðið - 08.02.2002, Page 10

Morgunblaðið - 08.02.2002, Page 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ STURLA Böðvarsson (D), sam- gönguráðherra, var sakaður um vald- níðslu og að hafa lekið upplýsingum úr skýrslu, sem fjallaði um störf trún- aðarlæknis Flug- málastjórnar, í fjöl- miðla, í umræðu utan dagskrár um stjórn- sýslu ráðherra í máli trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar á Alþingi í gær. Lúðvík Bergvinsson, þing- maður Samfylking- arinnar, málshefj- andi umræðunnar, sagði að mál, sem tengdist útgáfu á heilbrigðisvottorði trúnaðarlæknis- ins til flugmanns með skilyrðum, væri í sjálfu sér ekki stórt í sniðum og undir eðlilegum kringumstæðum hefðu stjórnvöld átt að fara létt með að afgreiða málið. Af einhverjum óút- skýranlegum ástæðum hefði sam- gönguráðherra komið að málinu með þeim hætti að það væri komið í hnút og að mörgu leyti hefði hagsmunum Íslendinga í flugöryggismálum verið teflt í uppnám. Lúðvík sagði að ráðherra hefði beitt valdníðslu í málinu og lagt fyrir trúnaðarlækninn að gefa út vottorð sem hann hefði ekkert með að gera. „Þetta mál er miklu alvarlegra en svo að það lúti að þessu litla máli því Íslendingar eru aðilar að svokölluð- um Flugöryggissamtökum Evrópu (JAA), sem eru samstarf 36 ríkja. Þau ríki hafa með sér sameiginlegar reglur, sem hlaupa á þúsundum síðna. Við höfum þýtt 150 síður af þessum þúsundum síðna. Það er allt og sumt,“ sagði þingmaðurinn. Hann bætti því við að ráðherra hefði gefið nefndinni fyrirmæli um að virða ein- ungis 150 síður sem voru þýddar, sem þýddi að Íslendingar ætluðu sér ekki að fara eftir þessum reglum að öllu leyti. „Sem þýðir að skírteini sem er gefið út hér á landi uppfyllir ekki lágmarkskröfur sem þessi JAA-ríki setja.“ Lúðvík sagði að þegar allt væri komið í uppnám hefði ráðherra skip- að nefnd þar sem lögmaður Símans til langs tíma væri formaður. Þá hefði starfsmaður ráðuneytisins setið drjúgan tíma í nefnd- inni. Því taldi Lúðvík að nefndin væri ekki nægjan- lega trúverðug. „Svo til þess að kóróna alla þessa vitleysu, leyfir hæstvirt- ur ráðherra sér það að leka í fjölmiðla niðurstöðum úr þessari nefnd áður en flugmaðurinn, sem um ræðir, fær að sjá þetta,“ sagði Lúðvík ennfremur og bætti því við að slík málsmeðferð væri með öllu óviðunandi. Allar reglur í fullu samræmi við JAR-reglur ríkja innan JAA Samgönguráðherra kvaðst fagna því að fá tækifæri til þess að ræða málið á Alþingi, en hins vegar sagði hann málflutning Lúðvíks Berg- vinssonar bæði ómerkilegan og ósannan. Mótmælti hann því harð- lega að skírteini sem eru gefin út hér á landi uppfylli ekki lágmarkskröfur JAA-ríkja, því allar reglur hérlendis séu í fullu samræmi við svokallaðar JAR-reglur JAA-ríkjanna. Hann skýrði frá niðurstöðum nefndarinnar, sem hann sagði að væri skipuð að beiðni flugmálastjóra til þess að fara yfir stjórnsýslu trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar vegna útgáfu flug- skírteinis. Meginniðurstaðan sýndi að rétt hefði verið haldið á málum af hálfu ráðuneytisins og að nefndin hefði tekið tillit til reglna og sjónar- miða við endanlegt læknisfræðilegt mat á hæfni flugmannsins, þar með vegna svokallaðrar 1% reglu sem væri innan JAR-reglugerðarinnar. Ráðherra sagði að úrskurður ráðu- neytisins væri í samræmi við stjórn- sýslureglur og hefði ekki falið í sér nein afskipti af efni heilbrigðisvott- orðs eða læknisfræðilegum athugun- um. Hann mótmælti því jafnframt að hafa lekið upplýsingum úr skýrslunni í fjölmiðla, sagði að blaðamaður DV hefði haft samband við landlækni, sem hefði gert að einhverju leyti grein fyrir því sem væri niðurstaða skýrslunnar. „Hvílíkur málflutningur,“ sagði ráðherrann um ásakanir þess efnis að hann hefði tekið þetta mál upp hjá sjálfum sér og spurði hvort hann hefði búið til deilu milli Flugmála- stjórnar og Félags íslenskra atvinnu- flugmanna. „Það er afar mikilvægt að við náum sátt og sönsum í þessu máli, en það verður ekki gert með aðstoð stjórnarandstöðunnar, í það minnsta kosti ekki þess sem hóf þessa um- ræðu,“ sagði ráðherra. Flokksbróðir ráðherrans, Guð- mundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, sagði að í málinu hefði verið staðið að stjórn- sýslu eins og lög gerðu ráð fyrir. Hins vegar gagnrýndi hann harkalega trúnaðarlækni Flugmálastjórnar fyr- ir vinnubrögð sín, einkum þó það að hafa haft samband við flugmálayfir- völd erlendis eftir að úrskurður hafði fallið af hálfu þriggja sérfræðinga með meiri menntun en hann sjálfur. „Þessi ágæti maður er um leið að grafa undan íslensku flug- öryggi með þeim hætti sem hér er unn- ið og staðið að,“ sagði Guðmundur ennfrem- ur um trúnaðarlækn- inn og bætti því við, undir lok málsins, að sami læknir hafi í málinu gert viðkom- andi flugmann að blóraböggli. Ásta R. Jóhannes- dóttir (S) benti á að landlæknir hefði stað- fest hin læknisfræði- legum vinnubrögð trúnaðarlæknisins í séráliti sínu og furð- aði sig á þeim vinnu- brögðum að ætlast til þess að lögfræðingar eða fagfélög gefi fyr- irmæli um það hverjir fái heilbrigðisvottorð og hvað standi í þeim. „Á hvaða plani eru stjórnarathafnir ráð- herrans? Hvaða hags- munir eru svo ríkir að ráðherrann er tilbú- inn að hætta flugör- yggi og rekstrar- grundvelli millilandaflugs á Íslandi með pólitískum íhlutunum í fagleg vinnubrögð eftir reglum og kröfum JAA?“ spurði Ásta Ragnheiður og sagði málið staðfesta efasemdir um að samgönguráðherra sé starfi sínu vaxinn. Svo bætti hún við: „Ég trúi því ekki að náin frændsemi umrædds flugstjóra við framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins ráði hér ferð, eins og hvíslað hefur verið. Ég trúi því ekki að slíkt Nígeríustjórnarfar ríki hér. Ég trúi því ekki.“ Málsmeðferð samgönguráð- herra vekur margar spurningar Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, gagnrýndi sér- staklega orð formanns samgöngu- nefndar í umræðunni og sagði betur fara á því að hann setti sig faglega inn í málin í stað þess að reyna að af- greiða þau með svo einföldum hætti að finna einfaldan blóraböggul í formi trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar. „Málsmeðferð samgönguráðherra í þessu máli vekur margar spurning- ar. Ekki síst það, að ráðherra virðist ætla að koma málinu út úr heiminum með því að skipa sjálfur nefnd, sem rannsakar meðal annars og ekki síst stjórnsýslu ráðherrans sjálfs. Síðan er niðurstöðum nefndarinnar lekið til fjölmiðla sólarhringum áður en máls- aðilar fá aðstæður til að kynna sér þær.“ Steingrímur lagði á það áherslu að flugöryggi væri hér mikilvægast og fyrir lægi að trúnaðarlæknirinn hefði ekkert annað gert í þessu máli en að standa fast á sínu faglega áliti og framfylgja þeim alþjóðlegu viðmið- unarreglum sem Ísland ætti að starfa eftir til þess að íslensk flugfélög og flugmenn geti flogið óhindrað og not- ið trausts. Katrín Fjeldsted (D) sagði ljóst að samgönguráðherra hefði hreinan skjöld og málsmeðferð hans hafi í einu og öllu verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. „Ég þekki trúnað- arlækni Flugmálastjórnar að góðu einu, tel hann raunar vera valinkunn- an sæmdarmann. En það er ráðherra samgöngumála einnig. Báðir eru vandir að virðingu sinni, en þó verða menn að varast að setja þetta mál upp sem misklíð þeirra á milli. Um það snýst þetta mál ekki,“ sagði Katrín og benti á að samtök flug- manna vefengi einnig störf fluglækn- is á Akureyri. Samgönguráð- herra sakaður um valdníðslu Þingmenn spöruðu síst stóru orðin í umræðu utan dagskrár um stjórnsýslu samgönguráðherra í máli trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar á Alþingi í gær. Morgunblaðið/Golli Þau komu bæði við sögu á þingfundi í gær. Þuríður Backman las upp yfirlýsingu þing- flokks Vinstri grænna, en Lúðvík Bergvinsson hóf máls í umræðum um trúnaðarlækni Flugmálastjórnar. Að baki stendur Þorgerður K. Gunnarsdóttir. ÞINGMENN munu greiða at- kvæði um frumvarp til laga um lögleiðingu áhugahnefaleika á mánudag. Þriðju umræðu lauk síðdegis í gær, en atkvæð- ugreiðslu um frumvarpið og breytingartillögu við það var frestað til næsta þingfundar sem hefst kl. 15 nk. mánudag. Í breytingartillögu sem kom fram við þriðju umræðu um frumvarpið í gær, felst að ekki verður heimilt að veita högg í höfuð andstæðinga í áhuga- hnefaleikum. Þar er einnig lagt til að Íþrótta- og Ólympíu- sambandi Íslands verði gert að setja reglur um bann við höf- uðhöggum í öðrum sambæri- legum bardagaíþróttum. Þing- konurnar Kolbrún Halldórs- dóttir, Vinstri grænum, Katrín Fjeldsted, Sjálfstæðisflokki, og Sigríður Jóhannesdóttir, Samfylkingu, lögðu fram breytingartillöguna, en þær hafa allar lýst yfir andstöðu sinni við lögleiðingu hnefa- leika. Frumvarp til laga um hnefaleika Atkvæða- greiðsla á mánudag ÞURÍÐUR Backman, varaformaður þingflokks VG, kvaddi sér hljóðs á þingfundi síðdegis í gær og las upp eftirfarandi yfirlýsingu þingflokks Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs vegna samskipta þing- flokksins og einstakra þingmanna hans við forseta Alþingis, Halldór Blöndal: „Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lýsir miklum vonbrigðum með hvernig samskipti þingflokksins og einstakra þingmanna hans við forseta Alþingis Halldór Blöndal hafa þróast um skeið. Þrjá eftirtalda atburði ber hæst í þeim efnum frá undanförnum dögum:  Fimmtudaginn 31. janúar sl. fór forseti Halldór Blöndal í forsetastól kl. 19.00 og frestaði fyrirvara- laust og án nokkurra undangenginna tilrauna til að leita samkomulags, umræðum um þingsályktunartil- lögu þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð há- lendisins norðan Vatnajökuls. Þetta gerði forseti þótt rætt hefði verið um að ljúka umræðunni á þeim degi og allt útlit fyrir að það tækist án þess að efna til kvöldfundar. Forseti hafði að engu óskir formanns þingflokksins um að æskilegt væri að ljúka um- ræðunni.  Þriðjudaginn 5. febrúar, þegar loks var fram haldið umræðum um fyrrnefnda þingsályktunartil- lögu, gerðist það að 1. þingmaður Norðurlandskjör- dæmis eystra, Halldór Blöndal, sem jafnframt er forseti Alþingis, veittist með ómaklegum og að mati þingflokksins ósæmilegum hætti að þingmönnum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Voru þeir bornir þeim sökum að vinna „annaðhvort gegn betri vitund eða viljandi“, eins og þingmaðurinn kaus að orða það, gegn því að íslenska þjóðin gæti bætt sín lífskjör og að þingmennirnir og formaður flokksins sérstaklega stæðu á móti hagsmunum Austfirðinga.  Miðvikudaginn 6. febrúar gerðist svo sá fá- heyrði atburður að forseti Halldór Blöndal kaus að víta Ögmund Jónasson, formann þingflokks Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, fyrir þær sakir að hafa reynt að koma málefnalegri leiðréttingu að í framíkalli og síðan kallað fram í og sagt að forseti Al- þingis þekkti vel til háttvísi. Getur hver dæmt fyrir sig hvort vítur hafi verið við hæfi af þessu tilefni borið saman við allar þær hörðu orrahríðir sem fram hafa farið og öll þau stóru orð sem fallið hafa á Alþingi undanfarna áratugi án þess að gripið hafi verið til þess að víta þingmenn. Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs telur mikilvægt að forseti Alþingis kappkosti jafnan að halda aðgreindum persónulegum stjórn- málaskoðunum sínum og ágreiningi við aðra þing- menn þeirra vegna og fundarstjórn sinni sem forseti Alþingis. Þingflokkurinn telur að forseti hafi farið of- fari í fundarstjórn sinni sl. miðvikudag og að ummæli formanns þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Ögmundar Jónassonar, hafi fráleitt gefið tilefni til þess að vera vítt.“ Yfirlýsing þingflokks Vinstri grænna Telja forseta Alþingis hafa farið offari HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, var staddur á byggðaráðstefnu á Ak- ureyri í gær og var því ekki viðstaddur þingfund þegar yfirlýsing þingflokks VG var lesin upp. Hann segir ekki rétt að blanda sinni persónu inn í þetta mál, heldur snúist það um virðingu embættis forseta Alþingis. „Ögmundur Jónasson, þingflokks- maður Vinstri grænna, greip tvívegis fram í fyrir forseta Alþingis meðan hann var í ræðustól að skýra frá fundi sínum með formönnum þingflokka um tilhögun dagskrár þingfunda vikunnar. Það er að sjálfsögðu vítavert. Þetta snýst ekki um mína persónu, enda er ekkert leyndarmál að við Ögmundur Jónasson og Steingrímur J. Sigfússon höfum oft ást við í orðræðum. Málið snýst einfaldlega um það að þingmenn sýni forseta Alþingis virðingu,“ sagði Halldór Blöndal við Morgunblaðið. „Ég hefði heldur kosið að vera við- staddur þegar yfirlýsing þingflokks Vinstri grænna var lesin í þingsal. Steingrími J. Sigfússyni var kunnugt um það að ég hygðist sækja byggða- fund á Akureyri, en ég hefði að sjálf- sögðu tekið þingfundinn fram yfir til þess að heyra þessa yfirlýsingu,“ sagði Halldór ennfremur. Nokkur umræða varð um yfirlýsingu þingflokks Vinstri grænna á þingfundi síðdegis í gær, eftir að hún hafði verið lesin upp. Þannig sagði Sigríður A. Þórðardóttir, formaður þingflokks Sjálf- stæðisflokksins, viðbrögð Vinstri grænna umhugsunarverð þar sem for- setinn væri fjarstaddur og lýsti hún vanþóknun sinni á yfirlýsingunni. „Ég tel að þingmaðurinn hafi unnið til þess að vera víttur,“ sagði Sigríður Anna og undir það tók Hjálmar Árnason, vara- formaður þingflokks Framsóknarflokks- ins. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, og Guðjón A. Krist- jánsson, þingflokksformaður Frjáls- lynda flokksins, lýstu hins vegar yfir stuðningi við yfirlýsinguna og að Vinstri grænir hefðu haft fullan rétt til þess að senda hana frá sér. Sagði Össur fráleitt að Ögmundur hafi átt þingvíti skilið og sagði bagalega þá óvissu sem þingmenn byggju nú við varðandi fundarstjórn forseta. Sagði hann forseta Alþingis verða að ræða þessi mál við þingmenn við tækifæri. Halldór Blöndal, forseti Alþingis „Snýst ekki um mína persónu“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.