Morgunblaðið - 08.02.2002, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.02.2002, Qupperneq 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 17 Leiðtogi Opið prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi laugardaginn 9. febrúar, kl. 10 - 22 í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg 2 Rétt til þátttöku hafa allir Kópavogsbúar sem undirrita yfirlýsingu um stuðning við áhersluatriði Sjálfstæðisflokksins og hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningunum 25. maí næstkomandi. sjálfstæðismanna í Kópavogi Dr. Gunnar I. Birgisson hefur verið leiðtogi sjálfstæðismanna í Kópavogi og um leið forystumaður í miklu uppbyggingarstarfi bæjarbúa á síðastliðnum tólf árum. Á þeim tíma hefur bæjar- félagið tekið miklum breytingum. Umsvif atvinnulífsins hafa margfaldast, æskulýðsstarf, menningarlíf og félagsþjónusta stóraukist og almenn þjónusta við íbúana tekið stakkaskiptum. Glæsileg mannvirki íþrótta og menningar hafa risið og frá- gangi gatna verið breytt úr gríni í alvöru. Samtímis hefur styrkum stoðum verið rennt undir fjárhag bæjarsjóðs og engum dylst að á margan hátt gegnir Kópavogur nú verð- skulduðu forystuhlutverki á höfuðborgarsvæðinu. Með öflugri þátttöku í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og stuðningi við Gunnar I. Birgisson í fyrsta sætið tryggja Kópavogsbúar sér framhald á glæstum árangri undanfarinna ára. Stuðningsmenn Gunnars I. Birgissonar Nafnlaust olíufélag ósk- ar eftir sölu- aðila á Íslandi ALÞJÓÐLEGT olíufélag með aðsetur í Danmörku hefur ósk- að eftir söluaðila á Íslandi til að þjóna íslenska flotanum með sölu á smurolíu. Ekki er um sölu á bensíni eða gasolíu að ræða, heldur einungis smurol- íu, samkvæmt upplýsingum frá danska sendiráðinu á Íslandi. Þar fæst ekki uppgefið hvaða félag um er að ræða en raðaug- lýsing birtist í Morgunblaðinu í gær frá alþjóðlegu olíufélagi, en nafn félagsins kom ekki fram. Auk þess að selja smur- olíu skal söluaðilinn annast þjónustu við íslenska fiskveiði- og verslunarflotann. „Einnig að annast birgða- geymslu og dreifingu á olíuvör- um til eigin viðskiptavina auk viðskiptavina olíufélagsins, sem hafa viðkomu í íslenskri höfn.“ Fram kemur að fulltrúar ol- íufélagsins verði til viðræðna hér á landi síðustu viku febr- úarmánaðar. TAP Haraldar Böðvarssonar hf. nam 195,7 milljónum króna á síðasta ári. Árið 2000 var tapið 665,5 milljónir króna og hefur afkoman því batnað á milli ára. Í fyrsta skipti er gerður sam- stæðureikningur vegna stofnsetning- ar dótturfélags Haraldar Böðvars- sonar, Baltic Seafood SIA í Lettlandi, á síðasta ári. Í verksmiðjunni í Lett- landi er unnin þurrkuð loðna fyrir Japansmarkað, auk þess sem einnig er hafin bolfiskvinnsla úr frystu hrá- efni. Hagnaður samstæðunnar fyrir af- skriftir og fjármagnsliði á árinu 2001 nam 1.078 milljónum króna, sem er 23,7% af tekjum, samanborið við 598 milljónir króna árið áður, sem er 15,4% af tekjum þess árs. Veltufé frá rekstri nam 716 milljónum króna á árinu 2001 og jókst um 441 milljón króna eða 160% frá árinu áður. Heildartekjur samstæðunnar námu 5.472 milljónum króna að með- töldum afla til eigin vinnslu, sem er aukning um 925 milljónir króna frá fyrra ári. Á fjórða ársfjórðungi batn- aði afkoma fyrirtækisins um 80 millj- ónir króna. Mesti afli í sögu félagsins Heildarafli skipa félagsins var 156.000 tonn á árinu 2001, sem er mesti afli í 95 ára sögu félagsins. Þar af voru 140.000 tonn af uppsjávarteg- undunum loðnu, síld og kolmunna. Í tilkynningu til Verðbréfaþings Íslands kemur fram það mat Harald- ar Sturlaugssonar, framkvæmda- stjóra félagsins, að ánægjulegt sé að hagnaður fyrir afskriftir og veltufé frá rekstri hafi aukist jafn mikið og raun ber vitni frá árinu 2000. „Þar er fyrst og fremst um að ræða að ástand á afurðamörkuðum hefur verið okkur hagstætt að undanförnu á sama tíma og áherslubreytingar í rekstrinum eru að skila sér,“ segir Haraldur í til- kynningunni. Áætlun um rekstur fé- lagsins á árinu 2002 var birt í desem- bermánuði sl. Þar er reiknað með að framlegð af rekstrinum og veltufé frá rekstri á þessu ári verði allnokkru hærri en árið 2001. „Rekstur ársins 2002 hefur farið af stað líkt og búist var við, aflabrögð og vinnsla eru í samræmi við áætlun, kvótaúthlutun í loðnu er svipuð og reiknað var með, en gengi íslensku krónunnar hefur þó heldur styrkst frá því að áætlunin var birt,“ segir í tilkynningu HB. Tap Haraldar Böðvarssonar minnkar                                                                                !" #  !"#  $% !"   &$ # %#  " #'( !" " " " " " !" !" #" " !" !"    $%  &  '  &  '  &  '      $%              $%   Aukinn áhugi á Arcadia VIÐRÆÐUSLIT Baugs og Arcadia hafa haft áhugaverðar afleiðingar á verð hlutabréfa í Arcadia, að því er segir í Independent. Daginn sem slitin voru tilkynnt lækkaði verð hlutabréfanna í 257 pens úr 270 pensa upphafsverði, en breskir verðbréfamiðlarar hófu að mæla með kaupum á hlutabréfum í Arc- adia eftir langa biðstöðu. Í kjölfarið hafa bréfin hækkað stöðugt og á miðvikudag var lokagengi þeirra komið í 284,5 pens. Það verð er inn- an þess ramma sem Baugur hafði hugsað sér að bjóða fyrir bréfin, þ.e. 280 til 300 pens. Telur Indep- endent að þar með sé ljóst að verð- bilið sem Baugur hafði í huga sé of lágt. CSFB telur að verðið muni ná 400 pensum og SG Securities telur að það fari í 405 pens. HRAÐFRYSTIHÚSIÐ Gunnvör hf. hefur keypt 50% hlut í útgerð- arfélaginu Ögurnesi ehf. á Súða- vík. Ögurnes ehf. gerir út rækju- bátinn Fengsæl ÍS, 30 tonna eikarbát sem smíðaður var í Dan- mörku árið 1930. Að sögn Einars Vals Kristjánssonar, fram- kvæmdastjóra HG, hefur báturinn yfir að ráða um 3,2% innfjarð- arrækjukvótans í Ísafjarðardjúpi. Fengsæll ÍS hefur fram til þessa landað afla sínum í rækjuvinnslu HG í Súðavík og segir Einar Val- ur að svo verði áfram. Alls hafa 17 bátar leyfi til innfjarðar- rækjuveiða í Ísafjarðardjúpi. Gunnvör kaupir 50% í Ögurnesi Morgunblaðið/Hafþór Ögurnes ehf. gerir út rækjubátinn Fengsæl ÍS. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.