Morgunblaðið - 08.02.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 08.02.2002, Síða 25
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 25 meistar inn. is ÁBYRGÐ ÁREIÐANLEIKI Í málstofu sálfræðiskorar Há-skóla Íslands var nám ogþroski ungra barna til um-ræðu hjá Hermundi Sig- mundssyni, Ph.D., dósents við sál- fræðideild Norska tækniháskólans í Þrándheimi. Erindi hans hét Skynj- unarvandamál og þroski (hreyfi- vandamál og lesblinda), og var flutt miðvikudaginn 6. febrúar. Málstofur sálfræðiskorar eru alla miðvikudaga í vetur í Odda, í stofu 201. klukkan 12.05-12.55. Hermundur sagði frá rannsóknum sínum bæði í Noregi og Bretlandi, og einnig einföldum prófum sem hönn- uð hafa verið til að kanna hvort líkur séu á að barn verði með dyslexíu. Norsk yfirvöld hafa nú til skoðunar hvort próf til að kanna hreyfiþroska- vanda (developmental „clumsiness“ / developmental dyspraxia) og les- blindu (dyslexia) verði tekin í notk- un. Hermundur og rannsóknarhópur dr. John Steins í Oxford hönnuðu þessi próf. Lesblindir í umferðinni Hermundur hefur sýnt fram á að um 50% barna með lesblindu eigi einnig við „klaufsku“ eða hreyfi- vandamál að stríða. Hann hefur í framhaldi af því m.a. velt fyrir sér gengi lesblindra í umferðinni, og spurt: „Lenda þeir oftar í umferð- arslysum? Þyrftu þeir að fara í fleiri ökutíma áður en skírteinið er af- hent?“ Tilgáta hans er að svo sé. Hermundur stýrir nú rannsókn í Noregi, í samstarfi við hópinn í Ox- ford, um lesblindu og umferð. Kenn- ingin sem gengið er útfrá er að dys- lexía sé skynjanargalli: Þær frumur (MC) sem flytja skilaboð um snögg- ar breytingar sem verða í umhvefinu starfa hægar í „klaufskum“ og les- blindum en öðrum. „Umferðin er hættulegasta umhverfið, hún breyt- ist á hverju andataki. Bílstjóri öku- tækis þarf því að vera algerlega með á nótunum,“ segir Hermundur. Ef niðurstaðan verður að lesblind- an/klaufskan hefur reynst þeim erf- iðari en öðrum, er ráðið falið í út- færslu á þjálfun í ökunámi, t.d. með því að leggja nýja og breytta áherslu á hið sjónræna í náminu, og með fleiri ökutímum. Þetta hefur ekki verið kannað áð- ur, og fylgjast Norðmenn vel með rannsókninni (Sjá: http:// www.ntnu.no/gemini/2001- 06E/27_1.htm). Niðurstöður verða birtar í sumar. Íslensk rannsóknamiðstöð um nám og þroska barna? Meginrannsóknir Hermundar hafa verið á sviði náms og þroska ungra barna, og þá helst í því að leita að ástæðum hreyfivandamála og les- blindu, og þróun prófa í tengslum við það. Hermundur er nú að reyna afla fylgis hugmynd sinni um rannsókna- miðstöð um þroska og nám barna hér á landi. Miðstöðin mundi hafa þrjú meginmarkmið; 1. Rannsóknir. 2. Kennslu. 3. Miðlun.  1. Í miðstöðinni yrði aðaláhersla lögð á rannsóknir á þroska og þroskafrávikum. Einnig yrði unnið að rannsóknum á sviði náms, meðal annars til að finna út hvaða aðferðir gefi bestan árangur fyrir nám. „Þessi þáttur yrði framkvæmdur í náinni samvinnu með þeim aðilum sem nú þegar vinna að þessum mál- um hérlendis,“ segir Hermundur.  2. Í miðstöðinni yrði einnig lögð áhersla á kennslu nýjustu kenninga tengdum þroska og námi barna. „Þetta yrði gert í samvinnu við al- þjóðlegar vísindastofnanir eins og Oxford háskóla og Uppsala háskóla,“ segir hann.  3. Miðlun á þekkingu út í sam- félagið yrði stór þáttur af starfsem- inni þannig að sú þekking sem safn- ast saman veiti árangur og aukin lífsgæði í samfélaginu. Miðlunin gæti verið fólgin í útgáfu vísindagreina og bóka. Með námskeiðum og ráð- stefnum mun þekking aukast hjá þeim hópum sem vinna með börn þ.e.a.s. sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfur- um, þroskaþjálfurum, leikskóla- kennurum og kennurum. Einnig yrði mikil áhersla lögð á að upplýsa for- eldra um nýjustu kenningar á sviði þroska og náms. Netfang Hermund- ar er hermundurs@svt.ntnu.no. Þjálfun vanmetin, en erfðir ofmetnar „Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við þessari hugmynd, bæði hjá ráða- mönnum þjóðarinnar, innan heil- brigðis og menntamála, sem ég hef talað við, og vonast ég til að á end- anum verði hægt að koma henni á laggirnar,“ segir hann. „Því fyrr því betra, vegna þess að það er brýn nauðsyn að þessu sviði sé sinnt betur en gert er í dag. En greina þarf vandamálin sem fyrst og setja svo strax í gang þá þjálfun sem þarf til að þessum hópi barna sé gert fært að öðlast þau lífsgæði sem flest önnur börn hafa, og okkur öllum þykir sjálfsögð.“ Bið eftir sjálfsagðri greiningu, lengir einnig biðina eftir þjálfun/úr- ræðum, sem aftur eykur vandann, bæði fyrir barnið og þá sem aðstoða og þjálfa. En Hermundur lagði mikla áherslu á þjálfun í erindi sínu í mál- stofunni, og nefndi kenningar um tengingar heilafrumna vegna þjálf- unar; kenninguna „Neural Darwin- ism“ (Edelman, 1987; 1992) sem sýn- ir fram á að áreiti og þjálfun skapa auknar tengingar innan ákveðinna heilasvæða. Með þjálfun styrkjast þær taugaboðleiðir sem eru notaðar. Í framhaldi af því sagði hann einn- ig frá nýjustu kenningum innan fóst- urfæði með prófessor Gottlieb (1997) í fararbroddi, en þær sýna fram á að erfðir og umhverfi eru í stöðugu samspili. „Þannig að það eru ekki eingöngu erfðir sem valda þróun, eins og áður var talið, heldur getur umhverfi haft áhrif á erfðir og um leið á þróunina,“ sagði hann. „Um- hverfið er það eina sem uppalendur geta haft áhrif á. Það er að segja, með því að auka eða breyta áreitum og hafa þannig áhrif á þroska barna. Því að það sem er þjálfað, það þrosk- ast,“ sagði hann. Að koma í veg fyrir aðrar þjáningar barna Hermundur sagði einnig frá rann- sóknum sem sýndu að oft væri ekki mikið mark takandi á fullyrðingum um hvenær börn ættu að geta eitt- hvað eða á hvaða aldri, markviss þjálfun hefði margafsannað slíkar tímasetningar. Niðurstaða hans var ljós um börn með dyslexíu og dyspraxíu, þótt að hér séu um flókin fyrirbæri að ræða, hún er: Hægt er að greina þessa galla með einföldum prófum í 80% tilvika hjá 5 ára börnum, og hefja í framhaldi af því markvissa þjálfun til að vinna á þeim. Þetta kostar auka- vinnu, bæði hjá foreldrum og skól- um, en getur um leið komið í veg fyr- ir ýmsis vandamál sem myndu kosta jafnvel meiri tíma, fyrir utan þján- inguna sem þau skapa. En börn sem glíma við þennan vanda verða oftar en önnur börn fyrir einelti og öðrum félagslegum og andlegum krísum. Sálfræði/Framhaldsnemar í sálfræði við HÍ standa fyrir opnum málstofum, og flutti dr. Hermundur Sigmunds- son, dósent í tækniháskólanum í Þrándheimi, þar erindi sem vakti athygli. Það var um greiningar og próf á hreyfivandamálum og lesblindu ungra barna. Gunnar Hersveinn hlýddi á hann ásamt sextíu öðrum gestum. Þroskast það sem þjálfað er Morgunblaðið/Ásdís Greining og þjálfun skapar þessum börnum þau lífsgæði sem önnur börn búa við, og sem fullorðnir telja sjálfsögð, segir Hermundur.      !   "  ! / !#&%5& 36$!$  Greiningu er hægt að gera hjá a.m.k. fimm ára börnum.  Þjálfun og þrotlaus vinna eru lykilorðin í árangrinum. guhe@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.