Morgunblaðið - 08.02.2002, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 31
dir á að
ákveða að
ð Hring-
a Hring-
gðisráðu-
fjármála-
ð byggja
tað verði
fara út í
u í sam-
borg. Til
ikla pen-
ram í út-
byggingu
r athuga-
ánsson að
æg í um-
háskóla-
mótun þar
iðs 1 á
júkrahúsi
gbraut, á
ási. Guð-
tir, svið-
ækninga-
háskóla-
arfsmenn
nefndar-
mikið að
ráðastarf-
r stöðum
ugar Rak-
r fram að
þjónusta
ð að hafa
auk þess
öllu leyti
vegar sé
og Hring-
s ágætis.
rir valinu
ugsanlega
a þess að
egt land-
ð Hring-
þáttum.
fsfólk sé
ða nefnd-
úið sé að
framtíð-
ns. „Við
uð langt
tíðina og
ólk vinni
ir þeirri
era það
ægt er á
ða þar til
uleika.“
nardóttir,
rgeðsviðs
úkrahúss
g ánægð
fsnefndar
ramtíðar-
ið Hring-
gur hefði
fði verið
utahópar,
sem eigi sér ekki alltaf sterka
málsvara í samfélaginu, eins og
geðsjúkir, börn og konur, hefðu
orðið eftir í núverandi húsnæði við
Hringbrautina. Þá hefði ákveðin
sérþjónusta orðið eftir við Hring-
braut sem hún telur að sé ekki
viðunandi þegar verið sé að
byggja upp og sameina þjónustu í
eitt sjúkrahús.
Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir
segir að nú í janúar hafi móttöku-
geðdeild verið færð úr Fossvog-
inum á Hringbrautina. Því sé að-
eins eftir ráðgjafarþjónusta við
sjúkradeildirnar í Fossvogi sem
geðdeildin veiti forstöðu og í vor
verði aðstaða fyrir geðsjúka inni á
almennri gæsludeild þar til næstu
framtíðar. Til séu teikningar að
stækkun geðdeildarbyggingarinn-
ar við Hringbraut og draumur
sinn sé að geðdeildin verði með í
uppbyggingu sjúkrahússins en
ekki „sér“ úrræði. Því séu tillögur
„Ingibjargarnefndarinnar“, eins
og hún kallar nefndina, góð lend-
ing fyrir geðsjúka.
Bráðamóttaka geðsjúkra er við
Hringbraut og þar verður miðstöð
hins nýja sjúkrahúss. Eydís Kr.
Sveinbjarnardóttir segir að við
Hringbraut séu nú fjórar bráða-
móttökudeildir en verið sé að
byggja upp endurhæfingu á Land-
spítalanum Kleppi. Endurhæfing-
in krefjist aðeins rólegra umhverf-
is og Kleppur bjóði upp á það.
„Ég vona að borgin leyfi okkur að
vera þar áfram eftir 2016,“ segir
hún og áréttar að uppbygging
geðsviðsins sé við Hringbraut og á
Kleppi en síðan séu barna- og
unglingadeildir á Dalbraut. Hins
vegar liggi ekki fyrir hvernig tek-
ið verði á málum í Gunnarsholti
og Arnarholti sem tilheyri líka
geðsviði.
Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir
segir jákvætt að framtíðarupp-
bygging sjúkrahússins verði ná-
lægt Háskóla Íslands og í sam-
neyti með háskólauppbyggingunni
í Vatnsmýrinni. „Ég tel að þetta
sé líka hluti af uppbyggingu
Reykjavíkurborgar og stefnu
borgarinnar um mótun byggðar,
en aðalatriðið er að geðsjúkir sitja
ekki eftir til framtíðar í uppbygg-
ingu á bráðasjúkrahúsi.“
Hlutverki Vífils-
staða að ljúka
Hlutverki Vífilsstaðaspítala,
sem fyrst var sérhæfður berkla-
spítali í áratugi og hýsti á síðari
árum deildir lungnasjúklinga, lýk-
ur senn.
Legudeild og göngudeild
lungna- og ofnæmissjúklinga eru
að flytjast á Landspítala í Foss-
vogi og öldrunardeild sjúklinga
sem ekki geta útskrifast beint
heim flutti s.l. haust á Landakot.
Þar fyrir utan hefur verið tekin
ákvörðun um að framtíðarupp-
bygging Landspítala verði við
Hringbraut og því ljóst að ekki
verði reistur nýr spítali í landi
Vífilsstaða. Morgunblaðið hleraði
sjónarmið tveggja lækna og
hjúkrunarfræðings um þá ákvörð-
un.
„Fyrir nokkrum árum fannst
manni það spennandi tilhugsun að
standa í hlaðvarpanum og bjóða
aðra velkomna hingað. En það er
ekkert kappsmál og ákvörðun um
að byggja ekki á Vífilsstöðum er
af minni hálfu sárs-
aukalaus. Aðalmálið er
að fyrst ákvörðun er
komin er mikilvægt að
sátt ríki um hana og að
framtíðarskipulagið
miðist við að það sé metnaður í
þeirri heilbrigðisþjónustu sem
fram á að fara á þessum nýja stað
og nálægðin við Háskólann er vel
skiljanleg röksemd,“ sagði Þórar-
inn Gíslason, yfirlæknir. „Það er í
raun viss léttir að þessari umræðu
um steinsteypu og lóðir sé lokið
og vonandi tekur nú við öflug
samfélagsumræða um hlutverk
háskólasjúkrahússins í þjónustu
við sjúklinga, rannsóknum og
kennslu.“
Undir þetta taka Davíð Gísla-
son, yfirlæknir sem er sérfræð-
ingur í lyf- og ofnæmislækningum
og hefur starfað áratugi á Vífils-
stöðum, og Alda Gunnarsdóttir,
deildarstjóri legudeildar lungna-
sjúklinga. Öll segja þau að þegar
flutningurinn í Fossvog var ákveð-
inn fyrri part síðasta árs hafi fólk
einkum haft eitt atriði ofarlega í
huga: Hvað verður um gamla hús-
ið og um Vífilsstaði? Segja þau
þetta lýsa í hnotskurn viðhorfi
sjúklinga sem og starfsmanna til
þessa níræða húss sem hafi þjón-
að svo vel allri starfsemi sem það
hefur hýst. Þar hafi öllum liðið vel
og húsið dug að vel til þessa dags.
Færri rúm
eftir flutning
Alda Gunnarsdóttir mælir fyrir
mun þeirra þriggja þegar hún
segir að þeim finnist að finna
þurfi Vífilsstöðum virðulegt hlut-
verk sem hæfi bæði sögu og anda
hússins. Hún segir flutningana í
Fossvog hafa gengið vel. Þar verði
25 rúm, þar af þrjú fyrir svefn-
rannsóknir, sem þýði að nokkur
fækkun verði á rúmum fyrir
lungnasjúklinga við flutninginn.
Hún segir að aðbúnaður fyrir
sjúklinga í Fossvogi sé að mörgu
leyti betri en hann var á Vífils-
stöðum. „Aðalspurningin er því sú
hvernig tekst að veita sambæri-
lega þjónustu með færri rúmum,“
segir Alda.
Þremenningarnir segja það tal-
ið eðlilegt í dag að lungnadeild sé
inni á bráðaspítala. Deildin þarf
að hafa samstarf við ýmsar aðrar
deildir, ekki hvað síst gjörgæslu-
deild, hjartadeild og brjósthols-
skurðdeild. „Það er því í takt við
nútímann að tengjast betur þess-
um deildum,“ segir Davíð, „enda
er þjálfun og kennsla læknanema
sívaxandi þáttur í starfinu og sam-
vinna við aðrar sérgreinar er allt-
af að aukast líka.“ Þá nefna þau
að sjúkrahústengd heimaþjónusta
verði væntanlega sí fellt stærri
hluti af þjónustu deildarinnar og
það sé eitt dæmið um þá breyt-
ingu og þróun sem sé í heilbrigð-
isþjónustunni.
Áhyggjur af
fjármálum
Þórarinn kveðst annars hafa
meiri áhyggjur af öðru en því
hvernig háttað verður nákvæm-
lega framtíðaruppbyggingu spítal-
ans, en það er skilningur þeirra
sem stýra fjármálum á Alþingi á
starfsemi spítalans sem honum
finnst vera takmarkað ur. „Það
lýsir sér fyrst og fremst í óraun-
hæfum væntingum um að breyt-
ingar skili undireins verulegum
fjárhagslegum sparnaði.“ Segir
hann að um leið og verið sé að
flytja deildir og sameina hafi kom-
ið fram krafa um að draga saman
í launakostnaði spítalans. „Hér
hafa allir lagt sig fram um að gera
eins vel og mögulegt er og ég veit
að stjórnendur spítalans gera það
líka. En þegar ofan í þetta mikla
rót sem verið hefur á starfseminni
kemur krafa um að lækka launa-
kostnað um 4-5% sem verður ekki
mætt öðruvísi en með uppsögnum
eða niðurskurði í vinnu hjá starfs-
fólki veldur það skiljanlega kvíða
og óánægju.“
Krafan frá
fjárveitingavaldinu
„Stjórnendur spítalans standa
frammi fyrir þessu en
krafan kemur frá fjár-
veitingavaldinu. Yfir-
stjórnin hefur unnið að
því að ná fram hagræð-
ingu en væntingar fjár-
veit ingavaldsins eru óraunhæfar
og torvelda sameiningarferlið,“
segir Davíð.
„Mér finnst áhugi þingmanna á
heilbrigðismálum vera afskaplega
lítill. Við heyrum sjaldan frá Al-
þingi umræðu um heilbrigðismál
miðað við umfang þess mála-
flokks. Og þessar óraunhæfu
væntingar fjárveitingavaldsins
stafa kannski líka af því að fag-
ráðuneyti okkar er of veikt og
ekki nógu sannfærandi þegar það
leggur fram óskir og beiðnir um
framlög til heilbrigðismála,“ bætir
Þórarinn við.
ðu nefndar heilbrigðisráðherra um framtíðaruppbyggingu Landspítalans við Hringbraut
ð
n
u
i, Víf-
lans.
muni
vort
taði.
Morgunblaðið/Þorkell
Már Kristjánsson, læknir og fulltrúi starfsmanna í stjórn-
arnefnd Landspítala – háskólasjúkrahúss, og Guðlaug Rakel
Guðjónsdóttir, sviðstjóri hjúkrunar á lyflækningasviði 1.
Morgunblaðið/Golli
Davíð Gíslason (lengst t.v.), Alda Gunnarsdóttir og Þórarinn Gíslason hafa um árabil starfað á Vífilsstöðum.
Morgunblaðið/Sverrir
Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir er svið-
stjóri hjúkrunargeðsviðs Landspítala –
háskólasjúkrahúss.
Tölvuunnin mynd sem nefnd heilbrigðisráðherra lét gera af athafnasvæði Landspítalans við Hringbraut.
Færsla Hringbrautar suður fyrir Læknagarð og Umferðarmiðstöðina hefur verið færð inná myndina.
Nálægðin við
Háskólann
skiljanleg rök