Morgunblaðið - 08.02.2002, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 08.02.2002, Qupperneq 41
með hana í heimsókn til okkar. Hann kom svo með Önnu sína vestur og auðvelt var að sjá hve ánægð þau voru saman. Og nú var það ég sem faðmaði Önnu og bauð hana vel- komna í fjölskylduna, eins og Hanna hafði faðmað mig forðum daga. Runni og Anna hafa átt góð ár saman. Anna er mikil hannyrðakona og góð húsmóðir. Þau eignuðust góða vini í húsinu Hraunbæ 103 sem þau bjuggu í og undu sér vel við ým- iss konar handavinnu. Afurðirnar voru svo seldar á árlegum jólabasar sem heimilismenn halda. Nú eru erfiðir dagar hjá Önnu. Hún hefur verið slæm í baki til margra ára og svo er hún nánast bú- in að missa heyrnina. Runni fékk heilablæðingu í desember og hrakaði síðan æ meir. Hann vissi að hverju stefndi og var sáttur við að kveðja þetta líf. Nú hefur hann hitt Hönnu og ég vil trúa því að það sé góður sel- skapur á þeirri sólarströnd sem við vonumst eftir að lenda á. Runni minn, þakka þér fyrir góða samfylgd og hvað þú varst góður öllu mínu fólki. Ég votta Önnu, Önna, Didda, Herði, Sigga og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Blessuð sé minning Runólfs Krist- jánssonar. Sigríður Þóra Eggertsdóttir. Mig langar að minnast Runna í nokkrum orðum. Hann var maður- inn hennar Hönnu föðursystur minn- ar og voru þau svo samrýnd hjón að varla var hægt að nefna annað þeirra án þess að nefna hitt í leiðinni. Hanna og Runni giftust ung og eign- uðust fjóra væna syni sem eru sömu gæðablóðin og foreldrar þeirra. Hanna var 17 árum eldri en pabbi og hefði því getað verið mamma hans. Hún bar hag hans mjög fyrir brjósti og væntumþykjan milli þeirra systkinanna var augljós. En Hanna hefði ekki getað veitt pabba svo mikið sem hún gerði ef Runni hefði verið því andvígur, sem hann alls ekki var, og höfum við fjölskyld- an vel kynnst góðsemi hans. Ég græddi á því að vera dóttir pabba, og kannski líka á því að vera stelpa, að minnsta kosti fékk ég mikla athygli frá Hönnu, Runna og sonum, og gerði mér grein fyrir því að ég var mikið uppáhald hjá þeim. Ég vona að ég hafi ekki nýtt mér það á nokkurn hátt. Mér fannst Hanna og Runni vera eins og amma mín og afi og man eftir miklum samskiptum við þau meðan þau bjuggu í Ólafsvík. Eftir að þau fluttu suður skruppu þau nokkuð oft í helgarferðir vestur og voru ótrúlega dugleg að halda tengslum við ættingja, vini og kunn- ingja. Þau fóru þá snemma á fætur á laugardagsmorgni og heimsóttu þá sem þau vissu að voru árrisulir. Þeg- ar þau komu til baka um hádegisbil, svona þegar við á Mýrarholtinu vor- um að vakna, en þau héldu ætíð til hjá foreldrum mínum, voru þau kanski búin að fara á tvo til þrjá staði. Og þá var ekki hægt að stoppa of lengi yfir matnum því þau áttu eft- ir að fara á fleiri staði. Þau urðu t.d. að hitta Ingu Steinþórs og Lauga, Fríðu og Lúlla í Sandholti, Borgu og Villa í Sandholti, Jönu og Villa í Skál- holti, Steina Brands og Mæju og margra fleiri bæði í Ólafsvík og úti á Sandi. Svo komu þau tímanlega fyrir kvöldmatinn en Runni var stundvís með afbrigðum og gerðum við stund- um grín að því. Hann átti það til þeg- ar maturinn var ekki til á „réttum“ tíma að líta á úrið sitt og segja „hvað er klukkan mín ekki rétt?“ Stundum leit hann bara voða hissa á úrið, þá sagði mamma iðulega við hann að maturinn kæmi ekkert fyrr á borðið þótt hann liti á klukkuna. Þegar ég fór í framhaldsskóla til Reykjavíkur bjuggum við saman tvær stelpur og átti ég öruggt skjól hjá Hönnu og Runna. Þau komu stundum við ef þau voru á rúntinum og þá gjarnan með kleinur eða hveitikökur til að gefa mér. Um helg- ar fór ég til þeirra með óhreinan þvott og áttum við þá oft gott og fræðandi tal saman. Þegar ég kynntist Ella manninum mínum komumst við að því að hann var skyldur Runna svo þá fannst mér við enn tengdari. Við Elli byrjuðum að búa í Ólafsvík en veturinn sem Bergmundur eldri sonur okkar fæddist þurfti Elli að fara í Iðnskól- ann svo við vorum eftir áramótin í Reykjavík. Þá voru tíðar heimsóknir milli okkar og Hönnu og Runna. Allt- af fengum við sama blíða viðmótið og hlýtt faðmlag. Veturinn 1982–1983 var ég í námi í Reykjavík ásamt syst- ur minni en Elli og Bergmundur voru í Ólafsvík, því fór ég alltaf vest- ur um helgar svo ég hitti Hönnu og Runna ekki oft. En þegar við vorum í jólaprófunum komu þau til okkar systra og gáfu okkur jólasmákökur sem Hanna var búin að baka. Þetta var svo mikið af kökum að við vorum ekki búnar með þær þegar við fórum vestur í jólafrí. Um áramótin dó Hanna og var enginn viðbúinn þeim atburði. Ég man að snemma á nýárs- dagsmorgunn hringdi síminn og pabbi svaraði. Þetta var Runni að láta vita af andláti Hönnu, þá heyrði ég pabba gráta í fyrsta skipti. En við Elsa systir skiptum á milli okkar restinni af kökunum hennar Hönnu og eigum þær enn í glerkrukku til minningar um hana. Runni var einn í nokkur ár en var síðan svo lánsamur að kynnast ást- inni aftur. Hann fór að búa með Önnu V. Magnúsdóttur, mikilli kostakonu, og áttu þau góða tíma saman. Seinna keyptu þau saman íbúð í Hraunbæ 103 sem er blokk fyrir eldri borgara. Þar eignuðust þau marga góða vini og áttu skemmtileg samskipti við íbúana, m.a. í handavinnu og föndri. Runni hringdi alltaf í mig fyrir jólabasarinn til að láta mig vita af honum. Ég fór í nokkur skipti og þar var margt fag- urra hluta sem að mínu áliti voru verðlagðir allt of lágt. Eins og ég minntist á var Runni duglegur að viðhalda tengslum við vini sína. Hann mætti í veislur og jarðarfarir og taldi ekki eftir sér að fara samdægurs fram og til baka til Ólafsvíkur til að fylgja vini eða kunn- ingja síðustu skrefin. Það er aðeins nú allra síðustu ár sem hann hefur ekki treyst sér til að keyra sjálfur og þá hafa synir hans komið með hon- um. Runni var afar minnugur og þekkti svo marga að það er skömm að því að hafa ekki tekið betur eftir eða skrifað niður þegar hann var að segja frá atburðum liðinna tíma. En það er eins og áhuginn fyrir ættfræði og löngu liðnum atburðum aukist með hækkandi aldri og þá er oft of seint að leita upplýsinga hjá þeim sem upplifðu atburðinn. Ég vil að lokum þakka Runna hvað hann var alltaf góður við mig og syni mína. Þórdís Bergmundsdóttir. Runólfur Kristjánsson sambýlis- maður okkar í Hraunbæ 103 lést að- faranótt 1. febrúar. Ég vil minnast þessa mæta manns með nokkrum orðum. Mér er sérlega minnisstætt þegar við hittumst fyrst, daginn sem við hjónin fluttum inn í þetta hús. Ég var staddur í anddyri hússins, þá víkur sér að mér maður með svip- mikið andlit og frjálslegur í fasi, rétt- ir mér höndina og bíður mig velkom- inn í húsið, handtakið var hlýtt og fast, mér fannst þá að í fasi þessa manns væri eitthvað sem hafði að- dráttarafl. Í þau rúmlega fimm ár sem við höfum búið í þessu húsi höfum við hist og spjallað saman, án þess þó að vera inn á gafli í okkar íbúðum. Í anddyrinu eru fjórir stólar, þar sat hann Runólfur oft og spjallaði við gesti og gangandi. Hann var líka tíð- ur gestur í þjónustumiðstöðinni og á sólríkum dögum hittumst við oft tveir „stafkarlar“ og löbbuðum um- hverfis húsið og fundum ilminn frá gróðrinum og okkur skorti ekki um- ræðuefnin. Báðir bornir og barn- fæddir í sveit á kreppuárunum, ól- umst upp við búskaparhætti, sem hljóma eins og þjóðsögur í eyrum ungs fólks nú á dögum. Runólfur kom víða við á sínum starfsferli, bæði til sjós og lands. Þrátt fyrir háan aldur var hann sí- starfandi og viðfangsefnin voru fjöl- breytt. Hann mótaði ýmsa hluti úr náttúrulegum efnum sem til féllu og stundaði hannyrðir. Það vakti at- hygli að sjá eftir hans sterku og hrjúfu hendur málaða dúka með fín- gerðu blómamynstri. Heimili þeirra Runólfs og Önnu bar þeim gott vitni, þar var hver hlutur á sínum stað og íbúðin angaði af hreinlæti. Ef gengið var fram hjá gluggum utandyra blasti við augum sýnishorn af nátt- úrugripasafni, uppstoppaðir íslensk- ir fuglar og fleiri dýrategundir, jafn- vel refur gægðist út úr greni sínu án þess að fuglum himinsins stafaði hætta af nærveru hans. Grasbletturinn utan við stofu- gluggann innrammaður í blóma- skrúð, það köllum við „heimatúnið hennar Önnu í Vesturbænum“. Þeg- ar þetta er skoðað dylst engum að þau Anna og Runólfur eru náttúru- börn og þeir sem þekkja hana Önnu finna að í fari hennar býr listamaður. Við sem búum í þessu húsi þekkjum öll hana Önnu í „Vesturbænum“, konan með silfraða hárið, sem geng- ur reglulega umhverfis þetta stóra hús okkar og tínir í poka arfa og aðra óboðna gesti sem hreiðrað hafa um sig innan um blómin. Illgresi sem við flest veitum ekki athygli eða nennum ekki að beygja okkur eftir. Á þessari stundu er hugurinn hjá henni Önnu, okkur er ljóst að tíminn sem hann Runólfur var sárþjáður á sjúkrahúsi hefur verið henni erfiður. Anna átti því láni að fagna að eiga trausta og góða nágranna í Vestur- bænum, þau Ingu og Pál, sem veittu henni mikinn styrk meðan þessi erf- iða bið stóð yfir. Náttúran hagar því svo að á eftir vetri kemur vor. Við sem búum í þessu húsi eigum þá ósk besta til hennar Önnu að veturinn verði mild- ur í víðtækri merkingu þess orðs og vorið komi snemma. Vorgróðurinn og blómin sem breiða út blöðin á móti henni Önnu hafa varanlegri lækningamátt en lyfin sem við kaup- um í apótekinu. Í Guðs friði. Hjálmar Jónsson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 41 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 551 3485 • Fax 568 1129 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Vaktsími allan sólarhringinn 896 8284 6  7    ) +< &  <       /   .   )  $$ <,,  $%%&           (  7    3> #'CFG  & ! %!5 ! &8 !$@ 8 ! %     =     3     *  $4&& :      # #      ,        =  )    #  4 H5I4J4 #!H5I4J4' (   #   #    8      ,       7           "       #( 3 # , , (  4"50K# &4- 08' 3   # 7       (     3   " 7    %4-4 7  1  7  1 6 ;  %% < %L    1 34    %%  3'4 1 4 % %% "0" '  1 &   1 < 86  %% 3 -"!'   %% =%!; $4 1' Eitt það mikilvæg- asta í lífi sérhvers manns er að fara vel með það sem honum er gefið. Skúli Guðmunds- son var slíkur maður. Hann var góður námsmaður og stundaði námið af al- úð, hæfileikaríkur íþróttamaður og æfði af kappi. Hann var í fremstu röð hástökkvara á Norðurlöndum og Ís- landsmet hans stóð í fjölda ára. Tón- listargáfu fékk hann í vöggugjöf. Hann hefði sómt sér vel meðal hinna fornu Grikkja sem töldu að rækta ætti andann jafnt sem líkamann. Skúli var með glæsilegri mönnum, hár og vel byggður, fríður sýnum, stálminnugur, háttvís og ljúfur í fasi en þó fastur fyrir. Hann sagði mér einu sinni að eftir stúdentspróf hefði hann staðið frammi fyrir því að velja á milli tón- listarinnar og verkfræðinnar og varð verkfræðin ofan á. Hann starfaði sem verkfræðingur í rúmlega fjóra áratugi. Þann aldarfjórðung sem ég þekkti hann var hann sístarfandi að faglegum verkefnum frá því snemma morguns og fram á kvöld, kapp íþróttanna færðist yfir í lífsstarfið. En þrátt fyrir mikla vinnu hef ég fáa menn hitt sem sem fylgdust eins vel með öllum hugsanlegum þáttum samfélagsins, stjórnmálum, menn- ingarmálum, íþróttum og alþjóða- málum svo eitthvað sé nefnt. Hann var lengi stundakennari við SKÚLI GUÐMUNDSSON ✝ Skúli Guðmunds-son fæddist í Reykjavík 25. mars 1924. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 22. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 27. janúar. Tækniskólann og Há- skólann og sagði mér gamall nemandi hans að kennsla hans hefði verið vandlega und- irbúin frá upphafi til enda. Kennslan hófst á slaginu og lauk ná- kvæmlega 45 mínútum síðar. Fagmennska og nákvæmni voru ávallt í fyrirrúmi. Síðustu árin lagðist Alzheimer-sjúkdómur- inn á Skúla. Það er erf- itt að sætta sig við að slíkur maður hætti að muna allt sem honum var svo auðvelt að muna, útskýra það sem honum var svo auðvelt að skilja og að lokum var hann hættur að þekkja alla nema sína allra nánustu. En allt til síðasta dags var hann ljúfur og háttvís við alla. Hann kvaddi jarðlífið fagra jan- úarnótt í hlýrri návist Addíar, Möggu og Erlu sem vöktu yfir hon- um síðustu dægrin. Nú hefur góður drengur fengið hvíld. Fyrir það er- um við þakklát. Jón Barðason. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Formáli minn- ingargreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.