Morgunblaðið - 08.02.2002, Síða 42
MINNINGAR
42 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Helgi Guðleifs-son fæddist í
Vestmannaeyjum
24. september 1933.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja miðvikudag-
inn 30. janúar
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Guðleifur Ísleifsson,
f. 10. október 1906,
d. 20. mars 1967, og
Ólöf Sveinhildur
Helgadóttir, f. 16.
nóvember 1906, d.
19. nóvember 1999.
Systkini Helga eru Ísleifur, f. 6.
desember 1931, Kristján, f. 26.
febrúar 1935, Ingibjörg Sigur-
laug, f. 1. febrúar 1937, Vilborg,
f. 30 maí 1930, d. 14. apríl 1995,
ey, f. 1984, og Bergþóra Sif, f.
1989. Ólöf Sveinhildur, f. 28.2.
1957, gift Leifi Harðarsyni, f.
25.3. 1957. Þeirra börn eru Ragn-
heiður, f. 1988, Sveinn Smári, f.
1990, og Sólveig, f. 1995. Sonur
Sveinhildar er Helgi Þór Einars-
son, f. 1976. Sonur hans og Krist-
ínar Kristjánsdóttur er Benedikt
Jökull, f. 2000. Vilhjálmur, f. 21.5.
1962, kvæntur Hönnu Stefáns-
dóttur, f. 8.1. 1964. Þeirra sonur
er Einar Andri, f. 1988.
Helgi lauk Flensborgarskóla í
Hafnarfirði 1950 og tók mótorvél-
stjórapróf í Reykjavík 1963. Hann
var yfirvélstjóri á Skagaröst KE
og Helgu RE 1963–73, vann á
þungavinnuvélum hjá Krananum
hf. 1973–79, var vélstjóri/vakt-
stjóri hjá Sorpeyðingarstöð Suð-
urnesja 1980–89 og sat þar í
stjórn. Síðustu tíu ár ævi sinnar
starfaði hann sem húsvörður í
Myllubakkaskóla í Keflavík.
Útför Helga fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 16.
og Heiðrún, f. 18. des-
ember 1948.
Helgi kvæntist 25.
desember 1954 Ein-
arínu Sigurveigu
Hauksdóttur, f. 29.4.
1934. Þeirra börn eru
Einar Haukur, f. 10.6.
1954, kvæntur Sigríði
Magnúsdóttur, f. 2.3.
1958. Þeirra synir
eru Magnús Helgi, f.
1996, og Sigurjón
Veigar, f. 1997. Sonur
Sigríðar er Ársæll
Páll Óskarsson, f.
1990. Þorbjörg
Ágústa, f. 9.10. 1955. Fyrrverandi
eiginmaður hennar er Vigfús
Heiðar Guðmundsson, f. 4.6.
1952. Þeirra börn eru Guðmund-
ur Freyr, f. 1978, Sólbjörg Lauf-
Kær tengdafaðir minn hefur nú
fallið fyrir sverði illvígs andstæð-
ings sem hann gat ekki sigrað. En
eins og aðrar hetjur sem fallið
hafa á sama vígvelli situr hann nú
í öndvegi í Valhöll. Hans er sárt
saknað.
Tengdafaðir minn var í mínum
huga hetja og ég veit að hann var
það líka í huga barna sinna og
barnabarna. Hann var einn þeirra
sem alltaf var styrkur og stoð þeg-
ar eitthvað bjátaði á. Hann var
„altmulig mand“ í orðsins fyllstu
merkingu. Það var sama hvað það
var, hvort eitthvað var bilað, bíll-
inn eða á heimilinu eða þá að
mann vantaði mataruppskrift, allt-
af var hægt að stóla á hann Helga.
Hann fylgdist vel með og var fljót-
ur að læra að nota sér nýja tækni
og var í sambandi við okkur sem
búum í útlöndum nánast daglega í
gegn um tölvuna.
Það var yndislegt að fá þau
tengdaforeldra mína í heimsókn til
okkar hingað til Sviss tvö síðast-
liðin sumur og ferðast með þeim
vítt og breitt til Ítalíu og yfir Alp-
ana, hrikalega fjallvegi. Það er líka
ógleymanleg ferðin til Frakklands
síðastliðið sumar þar sem við
dvöldumst hjá greifanum á vínbú-
garði hans. Þau voru góðir ferða-
félagar og var Helgi sá eini í hópn-
um sem eitthvað gat botnað í
matseðlunum á frönsku veitinga-
húsunum og bjargaði því að við
gátum notið þeirra lystisemda sem
þeir hafa upp á að bjóða. Á vínbú-
garðinum áttum við góðar stundir.
Greifinn var hinn almennilegasti
og sýndi okkur víngerðina og út-
skýrði framleiðsluna og bauð okk-
ur að bragða á afurðunum. Þeir
greifinn og tengdapabbi náðu að
komast á gott spjall eins og fé-
lagar, enda tengdapabbi greifi í
hjarta sínu.
Það var alltaf tekið höfðinglega
á móti manni á Álsvöllunum hjá
Helga og Búddu og þau hjón ákaf-
lega samrýnd og samhent í gest-
risni sinni sem og öðru. Ég veit að
missir tengdamóður minnar er
mikill sem nú þarf að kveðja sinn
lífsförunaut svo allt of fljótt. Það
sama má segja um börnin og
barnabörnin, langafabarnið og
okkur hin sem höfum misst svo
góðan föður, tengdaföður og afa.
Það er sárt að vera í útlöndum og
geta ekki fylgt honum Helga Guð-
leifssyni síðasta spölinn. Við Einar
erum þó með í anda og biðjum um
styrk fyrir alla fjölskylduna. Við
erum þeim líka þakklát sem heima
eru fyrir alla þá stoð sem þau hafa
veitt tengdaforeldrum mínum á
þessum erfiðu tímum.
Farðu vel, kæri afi og tengda-
faðir. Blessuð sé minning þín.
Hanna Stefánsdóttir og
Einar Vilhjálmsson.
Það er dýrmætt að eiga góða
vini og það er sársaukafullt að
missa þá. Í dag kveðjum við með
miklum söknuði Helga Guðleifsson
sem látinn er eftir stutta sjúk-
dómslegu. Ég kynntist Helga fyrst
þegar ég fluttist til Keflavíkur árið
1963 en konur okkar eru systur.
Okkur varð vel til vina enda var
góður samgangur milli fjölskyldna
okkar. Það fór aldrei á milli mála
að Helgi Guðleifs, eins og hann var
ávallt kallaður, bjó yfir mörgum og
einstökum hæfileikum. Hann var
þess utan mjög bóngóður maður
og því voru það margir sem fengu
notið hæfileika hans. Fyrir það
fyrsta var hann þúsundþjalasmið-
ur af guðs náð sem aldrei gafst
upp á neinu því verkefni sem hann
var byrjaður á og hann var manna
fljótastur að læra á ný tæki, hvaða
nafni sem þau nefndust. Hann var
fjölhæfur og fróðleiksfús og var
stöðugt að bæta við þekkingu sína.
Það er margs að minnast í sam-
bandi við Helga Guðleifs. A.m.k. í
tvö ár spiluðum við brids saman.
Eins og ævinlega var það Helgi
sem var betur að sér í fræðunum
og ég lærði margt af honum á því
sviði sem öðrum. Hann bjó yfir
góðri kímnigáfu og var vel að sér á
svo mörgum sviðum. Það gilti einu
hvort það voru biblíufræði eða óra-
víddir internetsins, hann lagði sig
fram við að læra alla hluti til hlít-
ar. Það segir einhvers staðar að
menntun sé það að vita það besta
sem hugsað hefur verið og sagt í
veröldinni. Ég tel að Helgi hafi
verið menntaður á þann hátt. Ég
vil nota þetta tækifæri og þakka
Helga allar skemmtilegu samveru-
stundirnar gegnum tíðina. Ég veit
að Búdda og fjölskylda þeirra
Helga ber mikinn söknuð í brjósti
á þessari stundu en þau eiga minn-
inguna um góðan dreng og góðan
félaga. Ég og fjölskylda mín send-
um þeim öllum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Helgi Hólm.
Góðan dreng er gott að muna,
geymum fögru minninguna,
hún er perla í hugans reit.
Kynnin þökkum þér af hjarta,
þau eru tengd því hreina og bjarta,
berst til himins bænin heit
(I.S.)
Á unglingsaldri finnst manni all-
ir sem eldri eru vera gamlir, ekki
sízt þeir sem eru komnir með fjöl-
skyldu og börn. Þannig fannst mér
Helgi vera þegar hann vann á
krananum við uppskipun í höfninni
í Keflavík.
Reyndar naut hann óskiptrar
aðdáunar okkar ungu strákanna
fyrir leikni sína við stjórnvölinn á
krananum. Þar var sama hvort
verið var að skipa út freðfiski,
saltfiski, síldartunnum eða mjöli,
samvinnan við bómuna og krókinn
sem Helgi stjórnaði var fumlaus
fyrir okkur sem húkkuðum á.
Ævintýraljóma sló á starfið í
augum unglinganna, þar sem hann
sat skarpleitur, með sólgleraugun,
pípuna út í annað munnvikið, upp-
brettar skyrtuermarnar og örugg
handtök á stjórntækjunum í gler-
húsinu. Þetta var tæki sem við
ætluðum einhvern tíma að stjórna.
Þannig rifjast upp fyrir mér brot
af fortíðinni með Helga.
Mörgum árum síðar liggja leiðir
okkar saman aftur. Fyrst þannig
að kona hans Sigurveig er ráðin
sem húsvörður að útibúi Myllu-
bakkaskóla, gamla skólanum eins
og hann er kallaður í Keflavík.
Skólinn var á þessum tíma notaður
fyrir sex ára nemendur, þeir trúðu
því að hún stjórnaði skólanum og
ætti hann. Ef eitthvað þurfti að
gera, bæta eða laga var viðkvæðið
alltaf hjá Búddu: „Hann Helgi ger-
ir þetta fyrir mig.“ Þau voru ófá
málin, stór sem smá, sem hann
leysti úr fyrir Búddu, sem auðvit-
að átti skólann.
Þegar húsvarðarstaða losnaði
við Myllubakkaskóla 1991 voru
ekki vandkvæði að velja mann í
stöðuna, þegar ljóst var að Helgi
hafði áhuga á starfinu. Frá þeim
tíma hófst farsælt samstarf okkar
í öllu er viðkom rekstri og viðhaldi
á húsnæði skólans. Það sem ein-
kenndi Helga var vinátta hans,
hjálpsemi og greiðvikni við hvort
heldur var nemendur, kennara eða
aðra starfsmenn skólans. Allt lék í
höndum hans af hvaða tagi sem
hluturinn var. Um skólann fór að
hljóma: „Hann Helgi getur gert
þetta fyrir þig!“ eða: „Hvar er
Helgi?“ Við samstarfsmenn hans
undruðumst skilning og kunnáttu
hans í öllu er viðvék tölvu-
tækninni. Því hann var ekki af
þeirri kynslóð, en vélbúnaðurinn
höfðaði til hans þar sem og annars
staðar. Á því sviði var hann fjöl-
kunnugur og setti margan tækni-
manninn á gat. Reyndar var eitt
sem við ræddum um að hann yrði
að öðlast leikni í, en það var
fingrasetningin. Það fannst honum
ekki koma að sök, hann hvort eð
er ætlaði ekki að setjast að skrift-
um. En hins vegar þótti honum
gaman að taka í píanóið og flyg-
ilinn þegar sá gállinn var á honum.
Þá kom í ljós að fingurnir gátu
leikið um nótnaborðið, en yfirleitt
aðeins þegar rólegt var í skólanum
og fáir á ferli.
Í nóvember sl. kom Helgi og
tjáði mér að hann yrði að gangast
undir skurðaðgerð. Hann vildi
gera sem minnst úr öllu saman og
taldi ef allt gengi eftir kæmi hann
fljótlega til vinnu aftur. Skömmu
eftir aðgerðina var hann í fyrstu
bjartsýnn, en er á leið leist honum
æ verr á blikuna.
Þegar við töluðum síðast saman,
í byrjun janúar vildi hann láta mig
vita að hann kæmi ekki aftur.
Heilsan greinilega leyfði það ekki.
Ég hafði þá að orði hvort við ætt-
um ekki að þreyja þorrann og
góuna. Við áttum stutt, en hrein-
skiptið samtal og kvöddumst
klökkir. Skarpvitur skákmaðurinn
og briddsarinn var búinn að lesa
stöðuna. Hann átti hvorki leik né
sögn við henni.
Að leiðarlokum er Helga þakkað
allt sem hann var okkur hér í
Myllubakkaskóla, hans er sárt
saknað. Góður drengur er genginn
og hans verður oft minnst innan
veggja skólans.
Ég bið algóðan Guð að styrkja
Búddu og fjölskyldu hennar. Megi
minningin um ástkæran eigin-
mann, föður og afa lifa í hjarta
ykkar um ókomna tíð.
Vilhjálmur Ketilsson.
Látinn er góður starfsmaður og
félagi, Helgi Guðleifsson.
Helgi hefur unnið með okkur í
mörg ár og þó að hann hefði sitt
opinberlega skilgreinda hlutverk
sem húsvörður Myllubakkaskóla
þá gegndi hann ásamt því mörgum
öðrum störfum.
Helgi var þessi hljóðláta hvunn-
dagshetja sem alltaf var boðin og
búin að leysa hvers manns vanda.
Hann var þúsundþjalasmiður sem
fann alltaf lausn á málunum hvort
sem það var að reka nagla í vegg
eða komast til botns í flóknustu
tölvutækni samtímans. Það var
viðkvæði hjá mörgum okkar þegar
þolinmæðina þraut: „Ég tala bara
við Helga“ eða: „Ertu búin að láta
Helga kíkja á þetta?“ Og alltaf
brást Helgi fljótt og vel við enda
bóngóður með afbrigðum. Hann
heyrðist aldrei guma af kunnáttu
sinni og færni þótt hann léti stund-
um einhverjar spaugsamar athuga-
semdir fjúka um klaufaskap okkar
enda var hann góður húmoristi.
Kæra Búdda og fjölskylda, með
þessum örfáu orðum viljum við
heiðra minningu hans og þakka
samverustundirnar, vináttuna og
þann hlýhug sem hann sýndi okk-
ur. Við biðjum Guð að blessa ykk-
ur og styrkja á þessum erfiðu tím-
um. Blessuð sé minning hans.
Hið besta er vér eigum
er ekki hægt að gefa
og ekki tjá í orðum
og ekki í söng að vefa.
HELGI
GUÐLEIFSSON
✝ Sigríður Ingi-bergsdóttir
fæddist í Vestmanna-
eyjum 31. maí 1911.
Hún lést á Hrafnistu
í Reykjavík 29. jan-
úar síðastliðinn. Hún
var elst fimm barna
Ingibergs Hannes-
sonar og konu hans
Guðjóníu Pálsdóttur.
Systkini Sigríðar eru
Páll, Júlíus, Hannes
og Ólafur. Hannes
og Ólafur lifa systk-
ini sín.
Hinn 19. október
1935 giftist Sigríður Jóhanni V.
Guðlaugssyni, f. 6. júní 1906, sem
nú dvelur á Hrafnistu í Reykja-
vík. Þau eiga tvo syni, Guðlaug, f.
24.4. 1936, d. 26.2. 1942, og Guð-
laug Reyni, f. 25. ágúst 1944,
maki hans er Berglind Oddgeirs-
dóttir og börn
þeirra eru Sigríður,
Hanna og Jóhann.
Fyrir hjónaband
átti Sigríður: 1) Ár-
mann Jónsson, f. 27.
ágúst 1928, maki
Margrét Einarsdótt-
ir, þau skildu. Börn
þeirra eru Haukur,
Valgarður, Guð-
björn og Einar, d.
1992. 2) Edda Jó-
hannsdóttir, f. 7.
febrúar 1932, fyrri
maki hennar var
Brandur Brynjólfs-
son, þau skildu. Börn þeirra: Sig-
ríður Inga og Jóhann. Seinni
maki Eddu er Magnús Magnús-
son.
Útför Sigríðar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Öllu er afmörkuð stund og sérhver
hlutur undir himninum hefur sinn
tíma. Að fæðast hefur sinn tíma og
að deyja hefur sinn tíma. Á þessi
sannindi erum við minnt nú þegar
amma mín hefur verið burt kvödd. Á
slíkri kveðjustund er margs að minn-
ast, margt er að þakka og um leið er
margs að sakna. Á stundu sem þess-
ari takast á í senn tilfinningar sorgar
og þakklætis. Sorgar vegna þess
missis sem við höfum orðið fyrir og
þakklætis fyrir allt það sem hún gaf
af sér og gerði fyrir mig og mína.
Amma var einstaklega góð, um-
hyggjusöm og umfram allt fórnfús
kona. Samband okkar var alla tíð
mjög náið. Hún var mér allt í senn
amma, trúnaðarvinur og hjálpar-
hella meðan hún hafði heilsu til. Við
hana gat ég rætt öll mín vandamál,
jafnt stór sem smá. Umhyggja henn-
ar og hlýja náði ekki aðeins til mín
heldur og til barnanna minna þegar
þau litu dagsins ljós. Amma bar alla
tíð hag annarra fyrir brjósti og vildi
allt fyrir aðra gera. Amma veiktist
alvarlega árið 1991 og eftir það var
hún líkamlega skert en umhyggja
hennar og hlýja var hin sama eftir
sem áður.
Ömmu verður ekki minnst án þess
að minnst sé á alla þá umhyggju er
afi sýndi henni alla tíð og sérstaklega
hvernig hann annaðist hana síðast-
liðin tíu ár eftir að hún veiktist og
gerði henni þannig kleift að vera
heima svo lengi sem mögulegt var
uns þau fluttu á Hrafnistu. Líf hans
snerist allt um að aðstoða hana og
létta henni lífið svo að aðdáunarvert
var og fyrir það var hún ákaflega
þakklát. Gagnkvæm ást þeirra var
einlæg og trú og öðrum til eftir-
breytni allt til hinsta dags. Þau voru
nánast sem eitt. Harmur afa og
missir er því mikill.
Ég bið góðan guð að varðveita
ömmu og bið henni blessunar á
þeirri vegferð sem nú er hafin með
einlægri þökk fyrir allt það sem hún
var mér og fyrir alla þá umhyggju,
fórnfýsi og kærleika sem hún sýndi
mér og mínum alla tíð.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Þín dótturdóttir,
Sigríður Inga.
„Sigríður mín,“ sagði hún. Ég var
sex ára og var að koma mér fyrir í
bláa sófanum með góðgæti úr
nammipokanum hans afa. Við vorum
búnar að þekkjast í nokkra mánuði
og mér var farið að þykja gott að
koma til hennar í Gnoðarvoginn.
Hún horfði blíðlega á mig og hélt svo
áfram, „þú mátt kalla mig ömmu ef
þú vilt.“
Ég var enn með hugann við
nammið í pokanum og þetta kom dá-
lítið flatt upp á mig, en svona örlátu
boði tekur maður án þess að hugsa
sig um. Og þannig varð hún amma
mín. Hún tók okkur systrum ávallt
opnum örmum og gerði aldrei upp á
milli okkar og hinna barnabarnanna
sinna.
Og næstum þrjátíu árum síðar
þegar hún hefur fyrir þó nokkru
misst eiginleikann til að tjá sig með
orðum, og ég hef orðið þeirrar gæfu
aðnjótandi að eignast yndislegan níu
ára gamlan dreng, þá tekur hún hon-
um á sama hátt og kveður án orða
með því að taka báðum höndum um
hönd hans og leggja sér á hjartastað.
Ég veit ekki hvort hún hefði sagt
það betur með orðum.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Sigríður Guðlaugsdóttir.
SIGRÍÐUR
INGIBERGSDÓTTIR
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.