Morgunblaðið - 08.02.2002, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 08.02.2002, Qupperneq 43
Hið besta í brjósti þínu, það blettast ekki af neinum en skín úr þöglu þeli við þér og guði einum. (K.B.) Kennarar og starfsfólk Myllubakkaskóla. Ill var sú frétt er barst um miðj- an nóvember, að svili minn Helgi Guðleifsson hefði greinst með krabbamein og verið lagður inn á sjúkrahús. Enn verri var fregnin er barst 30. janúar að hann væri allur. Það er undarlegt að svo hast- arlega megi grípa inn í líf manna sem aldrei hafa kennt sér meins eða orðið misdægurt. Við hjónin litum til hans á Landspítalann í byrjun janúar, hann sat einn í sjónvarpsherbergi sjúkrahússins. Hann fagnaði komu okkar og vænti þess að eitthvað myndi úr rætast við aðgerð sem framkvæma átti næsta morgun. Svipur hans, á kveðjustund okkar, var ekki sá að hann teldi að öllu væri lokið. Um það leyti sem ég fluttist til Keflavíkur hafði Helgi fest ráð sitt með æskuást sinni, Sigurveigu Hauksdóttur (Búddu), og hafið sambúð. Keflavík var þá útgerð- arbær í örum vexti með fjölda at- vinnutækifæra. Keflavíkurflugvöll- ur með öllum sínum framkvæmd- um laðaði einnig að sér ótrúlegan fjölda karla og kvenna til marg- svíslegra starfa. Gamli útgerðar- og verslunarstaðurinn við Stakks- fjörð var sem „Klon-dike“. Erf- iðleikar biðu ungs fólks varðandi húsnæði á þessum tíma, því keppa varð um það m.a. við dollaragreið- endur af „Vellinum“. Sambúð Helga og Búddu hófst því í kjall- aranum heima á Kirkjuvegi, í föð- urhúsum Helga. Fyrstu árin í sambúðinni voru ár harðrar baráttu ungs fólks fyrir brauði dagsins. Brátt komu börn til sögunnar – drengur og stúlka – og lítil húsakynni þrengdu að fjöl- skyldunni. Áhyggjur hafa eflaust lagst að í fylgsnum sálar og því líf- ið ekki alltaf dans á rósum. Þeir tímar liðu hjá og birta fór að leika um fjölskylduna. Kynni okkar Helga hófust ekki fyrr en á árinu 1956, er ég kynnt- ist systur konu hans, Guðnýju Helgu. Eftirminnilegur er sá dag- ur þegar við Guðný ókum út til Út- skála 28. febrúar 1957 og prest- urinn þar „pússaði“ okkur saman. Að lokinni athöfn drukkum við kaffi hjá tengdaforeldrum mínum á Suðurgötu 16, Keflavík. Er við vorum á leið út úr húsinu á Suð- urgötu kom Helgi þangað með næstelsta barn sitt, Þorbjörgu Ágústu, og bað hið nýgifta par að gæta stúlkubarnsins, því konan væri komin á fæðingardeild. Það var auðsótt mál og kona mín ók hróðug barnavagni heim með eins og hálfsárs frænku sína, sem svaf vært á milli okkar hjóna þessa nótt og næstu nætur. Kynni okkar Helga urðu góð, þó aðtækifærin í gegnum árin gæfu ekki mörg tilefni til samfunda. Fas hans var yfirvegað og gott að eiga við hann samræður. Hann var lag- hentur maður á hvað sem var og kunni vel að fara með tæki og tól. Hann bar sig eftir menntun m.a. í tungumálum – ensku og frönsku. Í honum blundaði góður smekkur á list, þá sérstaklega málverkið. Alls staðar þar sem hann kom nærri vinnu var hann vel virtur og fékk góðan vitnisburð atvinnuveitenda sinna. Sá vinnustaður sem eflaust hefur verið honum kærastur var sá síðasti – húsvarðarstaðan við Myllubakkaskóla í Keflavík. Þar var hann jafnan að sinna störfum, hvort sem skóli var starfandi eða ekki. Við Helga á setningin „sá mun mestur meistari sem er best- ur þjónn“. Ég og fjölskylda mín biðjum Guð sem ræður lífi og dauða að vernda hinn horfna og alla hans ástvini. Höskuldur Goði og fjölskylda. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 43 Það er með miklum söknuði sem ég kveð langömmu mína í dag. Það er margs að minnast því amma hefur alla tíð verið stór hluti af mínu lífi. Ég man þau ófáu skipti sem ég og systkini mín rifumst um hvert okkar fengi að gista hjá langömmu og lang- afa. Þá var alltaf fastur liður að hátta snemma eftir gott bað og fá að fara í gamla gula náttkjólinn hennar ömmu sem hún var alltaf tilbúin að lána mér og svo sátum við og horfð- um saman á Derrick. Daginn eftir var farið í bæjarferð með afa og fékk maður alltaf eins mikið sælgæti og maður gat í sig látið. Bæði voru þau alltaf tilbúin að spila við mig og voru þau ófá skiptin sem við sátum heilan sunnudag og spiluðum manna. Einn- ig var það venjan að kíkja í kaffi til ömmu og afa með allan vinkvenna- hópinn eftir sundferð í Laugardals- laugina. Skipti þá engu máli hve margar við vorum, alltaf var amma tilbúin með heitt eggjabrauð og alls- kyns kræsingar handa okkur. Fyrir tíu árum veiktist amma og í fram- haldi af því fluttu þau afi á Hrafnistu. Þar kunni amma vel við sig innan um margmennið því hún hefur alla tíð verið mjög félagslynd kona. Elsku amma, þótt söknuðurinn og sársaukinn sé mikill, er það þó viss léttir að þú þurftir ekki að kveljast lengi og ert nú frjáls úr þínum veika líkama. Ástarþakkir fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, þú munt alltaf eiga fastan stað í hjarta mínu. Vertu mitt lífsins ljós. Ástarkveðjur. Þitt langömmubarn, Sigríður Þórdís. Ég kynntist Sigríði og Jóhanni manni hennar fyrir rúmum 60 árum, þegar Edda dóttir þeirra kom í bekkinn minn í Miðbæjarskólanum. Við urðum strax óaðskiljanlegar. Mitt líf varð samtvinnað þessari fjöl- skyldu sem tók mér svo ósegjanlega vel. Tveimur árum seinna fluttu þau og Edda fór í annan skóla en það breytti engu. Þau bjuggu um tíma í sumarbústað við Elliðaárnar þar sem við Edda áttum okkar ævintýra- heim, en því miður reyndist hann ekki einhlítur. Guðlaugur sonur þeirra hjóna drukknaði þar þegar við vorum tíu ára. Eftir það undu þau ekki þar en fluttu í Höfðaborgina sem þá var nýbyggð og var ætluð húsnæðislausu fólki í bænum. Hús- næðisleysið á stríðsárunum var hrikalegt. En þótt þetta væru bara tvö herbergi var þar alltaf nóg pláss. Jóhann var sísmíðandi og lagaði hús- næðið. Sigríður stjórnaði fyrir innan stokk af miklum myndarskap, m.a. saumaði hún öll föt á börnin. Ég man vel ballkjól sem hún saumaði handa Eddu þegar við vorum í Háskólan- um, yfirhafnir og margt fleira. Yngsti sonurinn, Reynir, fæddist svo þegar við vorum 12 ára. Ég veit ekki hvort Sigríður var alltaf hrifin þegar við Edda lögðum undir okkur stofu- gólfið með kuðungaborgum, brúðu- leikhúsum eða öðru sem okkur datt í hug. Mínar bernskuminningar eru mjög tengdar Höfðaborginni og þeim hjónum Sigríði og Jóhanni, sem voru mér sem aðrir foreldrar. Þegar ég flutti út á land sá ég þau sjaldan en vináttan rofnaði aldrei. Þau bjuggu svo síðar í nokkur ár í Gnoð- arvoginum og síðar á Dalbraut. Síð- ustu árin hafa þau búið á Hrafnistu. Sigríður fékk slag fyrir rúmum ára- tug, náði sér nokkuð um tíma en síð- ustu ár voru henni þungbær. Það er svo margt sem mig langar að segja á þessari kveðjustund en orðin verða svo fátækleg. Ég minnist þeirra hjóna á yngri árum. Þau voru svo glæsileg og falleg. Jóhann minn, ég veit af eigin reynslu hvað það er að missa lífsförunaut eftir margra áratuga sambúð. Það deyr hluti af manni sjálfum. En eftir standa góðu minningarnar sem aldrei verða frá manni teknar. Jóhann, Ármann, Edda og Reynir. Ég votta ykkur og aðstandendum samúð frá mér og minni fjölskyldu. Anna Margrét Jafetsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Helga Guðleifsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Ólöf Hrefna Eyj-ólfsdóttir fædd- ist í Sólvangi á Seyð- isfirði 13. maí 1921. Hún lést á hjúkrun- arheimilinu Eir 29. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eyjólfur Jóns- son, ljósmyndari og bankastjóri, f. 31. október 1869, d. 30. maí 1944, og Sigríð- ur Jensdóttir ljós- myndari, f. 9. júní 1881, d. 4. ágúst 1956. Hrefna átti fimm systkini og er ein systir hennar á lífi, Hulda Heiðrún Eyj- ólfsdóttir, f. 30. maí 1919. Látin eru: hálfsystir hennar frá fyrra hjónabandi Eyjólfs, Svava Eyj- ólfsdóttir, f. 28. nóvember 1899, d. synir þeirra eru Hans Patrekur og tvíburarnir Nökkvi Már og Elís Per. 2) Guðrún Rósa Hauksdóttir, f. 13. nóvember 1969. Elsta barn Guðrúnar, Hauk Heimisson, átti hún með Heimi Guðjónssyni. Sam- býlismaður Guðrúnar er Björn Stefánsson, börn þeirra eru Elín Alexandra og Tristan Snær. 3) Halla Hauksdóttir, f. 6. febrúar 1978, sambýlismaður hennar er Steingrímur F. Stefánsson og eiga þau eina dóttur, Evu Marín. Hrefna átti dóttur, Sigríði, f. 21. janúar 1961, rekstrarhag- fræðing, með Stefáni H. Jónssyni, f. 19. febrúar 1918. Sigríður á dóttur, Hrefnu Dögg, með Jó- hanni L. Björnssyni, f. 11. janúar 1957. Ólöf Hrefna ólst upp á Seyðis- firði en fór ung kona til Reykja- víkur. Hún starfaði lengst af við miðasölu í Austurbæjarbíói, eða frá 1955 þar til hún hætti störfum 1987. Úför Ólafar Hrefnu fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1959 í Kaupmanna- höfn, og albræður Hrefnu þeir Haukur Eyjólfsson, f. 14. mars 1915, d. 7. nóvember 1963, Axel Eyjólfsson, f. 25. maí 1916, d. 4. október 1997, og Garðar Eyjólfsson, f. 13. maí 1923, d. 5. júní 1975. Hrefna giftist Halli Hermannssyni frá Skútustöðum 1941 en þau skildu eftir 12 ára hjónaband. Sonur þeirra er Haukur Hallsson, verslunarstjóri, f. 10. ágúst 1944. Eiginkona Hauks er Elín Ragnarsdóttir, f. 5. janúar 1948. Þau eiga þrjár dætur. Þær eru: 1) Hrefna Hauksdóttir, f. 23. júní 1965, gift Hans K. Einarssyni, Mig langar að kveðja Hrefnu vin- konu mína með nokkrum orðum. Okkar kynni hófust fyrir rúmum sex- tíu árum og áttum við saman langa og góða vináttu. Leiðir okkar lágu sam- an alla tíð, fyrst er við ungar konur hófum búskap á stríðsárunum í Ing- ólfsstræti, en þar áttum við okkar fyrstu börn árið 1944. Í Ingólfsstræti leigðum við hjá þeim sæmdarhjónum Vilhjálmi Húnfjörð og konu hans Sig- ríði, Hrefna með manni sínum Halli Hermannssyni og ég með mínum manni Hermanni Sigurðssyni fyrstu hjúskaparárin. Við fluttum á svipuð- um tíma í Vesturbæinn en þar breytt- ust aðstæður okkar beggja. Hrefna og Hallur slitu samvistum og ég missti manninn minn. Þessir atburðir urðu til þess að við áttum enn meiri samleið, ekki síst þar sem við fórum að vinna á sama stað, í Austurbæj- arbíói, og þar unnum við í rösk þrjátíu ár. Við fluttum á svipuðum tíma inn í Hólmgarð, sem var heimili Hrefnu alla tíð. Hrefna var ekki bara góður vinnufélagi, heldur líka góður vinur og besti ferðafélaginn. Við Hrefna vorum svo lánsamar að eiga góða hús- bændur að og þá vil ég nefna Árna Kristjánsson, forstjóra Austurbæjar- bíós, sem hafði alltaf fullan skilning á að við færum saman í sumarleyfi. Oft- ar en ekki fórum við til útlanda, Spán- ar og fleiri landa. Hrefna var frábær ferðafélagi, hún var ratvís með ólík- indum, annað en ég. Ég var ekki fyrr komin fyrir hornið á hótelinu en ég var orðin rammvillt, en Hrefna var alltaf með það á hreinu hvar við vor- um og hvaða leið halda skyldi. Allan þann tíma sem leiðir okkar lágu saman var Hrefna fyrst og fremst besta vinkona mín og tók mig sárt að finna hana smátt og smátt missa áhuga á lífinu í kringum sig eft- ir að hún hætti að vinna. Hrefna átti tvö börn, Hauk og Sig- ríði, sem bæði búa í Grafarvogi í næsta nágrenni við Eir, þar sem hún bjó síðustu árin. Að lokum vil ég þakka Hrefnu allar góðu og ánægjulegu samverustund- irnar í gegnum árin, en minningarnar lifa. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Börnum og barnabörnum, svo og öðr- um ættingjum Hrefnu, sendi ég og fjölskylda mín innilegar samúðar- kveðjur. Þín vinkona, Ragna Bjarnadóttir (Lóa). Elsku amma, nú ertu farin frá okk- ur og söknuðurinn er mikill. Það er svo margt gott sem er okkur systr- unum minnisstætt frá liðnum árum, alveg frá því við vorum ungar stelpur að heimsækja þig í Austurbæjarbíó til að sjá góða mynd og fá besta popp sem búið var til og auðvitað varst það þú sem poppaðir. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú svo vel, þú saumaðir oftar en einu sinni á okkur föt sem fengu svo mikla athygli og aldrei fékkst þú nóg af því að gefa okkur að borða. En efst í huga okkar eru öll jólin heima hjá þér. Þegar við hugsum um þau getum við fundið rjúpnailminn sem kom á móti okkur í hvert sinn er við opnuðum dyrnar í Hólmgarðinum á aðfangadag og sáum þig í eldhúsinu með breitt bros. Þá fylltust hjörtu okkar af hamingju. Okkur þótti svo gaman að heimsækja þig í Hólmgarðinn, þú gafst þér alltaf tíma til að spjalla og aldrei kvartaðir þú þegar við byrjuðum að glamra á píanóið. Eins og með flesta gekkst þú í gegnum súrt og sætt í lífinu en alltaf áttirðu til hvatningarorð eða góðar ráðleggingar til að okkur liði betur. Þú ert mikill gullmoli í huga okkar systranna. Við elskum þig mikið. Megi guð vera með fjölskyldu þinni og vinum í sorginni og gefi pabba okk- ar, mömmu, Siggu frænku og Dillu systur þinni styrk. Hrefna Hauksdóttir, Guðrún Rósa Hauksdóttir, Halla Hauksdóttir. ÓLÖF HREFNA EYJÓLFSDÓTTIR Elsku Anna. Nú er komið að leiðarlokum og við drúpum höfði meðan minningarnar hrannast upp, minning- ar um samveru fjölskyldunnar með þér og Þorkeli tengdaföður mínum. Oft sátum við í kringum litla eld- húsborðið á Grettisgötunni og gædd- um okkur á súkkulaðivöfflum eða pönnukökum, fór eftir því hvort ykk- ar bakaði, og hlustuðum á æviminn- ingar ykkar. Minningar, sem oft voru blandaðar gleði, sorg og ótrú- legri þrautseigju. Oft verður mér hugsað til þess er þú sast og prjónaðir líkt og í akkorði sokka og vettlinga á allan hópinn þinn, en það var stór hópur sem sam- anstóð af þínum börnum, barnabörn- um, langömmubörnum og hins vegar Þorkels börnum, barnabörnum og langafabörnum. Síðan var allt prjón- lesið pressað á svo skemmtilegan hátt, þú raðaðir því á stólsetuna þína, breiddir yfir og settist. Því sem vel skyldi pressast var lætt í stólinn hans Þorkels og teppið breitt vel yf- HELGA ANNA KRISTINSDÓTTIR ✝ Helga AnnaKristinsdóttir fæddist 27. maí 1901 í Bæ á Rauðasandi í Strandasýslu. Hún lést á heimili sínu í Seljahlíð 17. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 25. janúar. ir, því það átti að fara vel um hann á meðan hann sat og ekki klikk- aði pressunin, eins og úr fínustu pressu. Þínar bestu stundir voru þegar þú gast set- ið í næði með bók í hendi. Þú last allt af sama áhuga, hvort sem það voru ljóð, endur- minningar eða ástar- sögur, síðan endur- sagðirðu sögurnar á svo lifandi hátt að það var líkt og að horfa á kvikmynd. Þegar þið fluttuð í Seljahlíðina sagðir þú, að það væri sama hvar þú sætir með prjónana þína. Ekki varstu búin að vera þar lengi þegar þú tókst þátt í tískusýningu sem þar var haldin og þótti þér svo gaman að þú tókst þátt í þeim þónokkrum og oftar en ekki keyptirðu það sem þú sýndir. Áður en þú vissir af varstu komin á bólakaf í föndrið, allt var þetta framkvæmt af sama kraftin- um, þú saumaðir út, prjónaðir og mótaðir úr leir og síðan útdeildir þú dýrgripunum þínum til okkar og okkur þykir mjög vænt um þá. Þú tókst þátt í kvennahlaupinu þegar þú varst níutíu og fjögurra ára gömul og endurtókst það árið 2000, þá orðin níutíu og níu ára, varst ald- ursforseti í báðum hlaupunum og mikið vorum við stolt af þér. Und- irbúningur fyrir kvennahlaupin fór aðallega fram á göngum Seljahlíðar og í stigunum þar, en ferðir þínar í lyftunni er trúlega hægt að telja á fingrum annarrar handar. Hverjum hefði dottið það í hug ár- ið 1918, að þú myndir verða hundrað ára og gott betur. Þennan mikla frostavetur var fjárhagur þinn svo bágur að þú áttir bara einn lérefts- kjól til þess að ganga í og utanyf- irflíkin var þríhyrna sem þú vafðir utan um þig til þess að verjast kuldanum. Þennan vetur fékkstu skarlatssótt, sjúkdóm sem margir dóu úr, en hann uppgötvaðist ekki hjá þér fyrr en þú fórst að hreistra. Þegar við veltum vöngum yfir því, hvernig þér tókst að lifa af skarlats- sóttina og yfir höfuð þennan vetur, þá sagðir þú stundum og hlóst við, að trúlega hefði skarlatssóttin frosið ásamt fleiri bakteríum og orðið óvirk í þér þennan vetur. Já Anna mín, þú varst stór sál í líkama, sem hlaðinn var ótrúlegri þrautseigju og trú á al- mættið. Enda var kjörorð þitt já- kvæðni, glaðværð og að lifa lífinu lif- andi. Elsku Anna, við þökkum þér sam- fylgdina og óskum þér góðrar heim- komu á nýjum dvalarstað. Jóna S. og Guðmundur. Héðan frá Noregi sendum við systkinin ættingjum okkar og fjöl- skyldu Önnu ömmu okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Við munum minnast hennar sem mikillar bar- áttukonu sem aldrei lét deigan síga. Hún var og er okkur systkinunum mikil fyrirmynd hvað varðar jákvæði og þrautseigju. Elsku Anna amma takk fyrir allar minningaperlurnar sem við eigum um samveru okkar með þér og afa. Ásdís og Aron Freyr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.