Morgunblaðið - 08.02.2002, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 08.02.2002, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ENN leikur gamall draugur lausum hala í þingsölum við Austurvöll. Nú er í þriðja sinn lagt fram frumvarp um að lögleiða ólympíska hnefaleika á Al- þingi Íslendinga. Fram að þessu hef- ur þingið borið þá gæfu að hafna þessu endemis boxmáli sem er hreint og beint yfirskin að innleiða dýrkun á ofbeldi í íslensku samfélagi sem mörgum þykir þó ærið fyrir. Þessi lög frá 1956 sem banna box hafa ábyggilega auðveldað störf lög- reglu gegnum tíðina við að eiga við of- beldisseggi. Drukkið fólk gerir t.d. væntanlega ekki alltaf greinarmun á slagsmálum og olymísku boxi sem sumir vilja líkja við nk. dúkkuleik. Þá er mjög sennilegt að töluvert hafi sparast í heilbrigðismálunum vegna þess, að „slys“ af völdum boxiðkunar hafa ekki verið til staðar. Nóg álag er á heilbrigðisþjónustunni þó að boxinu sé ekki bætt við. Því miður eru til menn, sem gefast ekki upp þótt á brattann sé að sækja. Með einhverja sterka hvöt að baki er sama frumvarp flutt óbreytt aftur og enn aftur í þeirri von, að unnt sé að nauðga þessari hættulegu starfsemi upp á þjóðina undir yfirskyni að um íþrótt sé að ræða. Ljóst er að gríð- arlegir peningalegir hagsmunir eru í húfi, enda er mjög mikil gróðastarf- semi á bak við boxið. Það gleymist hins vegar að mannleg niðurlæging er óvíða jafnmikil og einmitt vegna þess- arar starfsemi. Einkennilegt er, að aðalflutnings- maður frumvarps þessa, Gunnar Birgisson, verkfræðingur að mennt, virðist ekki telja sig hafa þarfari boð- skap að flytja til þjóðarinnar á þessu þingi en þetta boxfrumvarp. Væri þó flest nauðsynlegra og þarfara en að auka ofbeldi í landinu. Á fyrri þingum hefur Gunnar lagt margt gott til mál- anna, t.d. varðandi stígagerð en þeir auðvelda mörgum að njóta náttúr- unnar og útivistar. Þá þykir mér vægast sagt ein- kennilegt, að Íþróttasamband Íslands hafi nú á dögunum veitt fé í kynning- arstarf fyrir box. Þarf að auglýsa það sem hefur þó fengið mikla kynningu? Hefði ekki verið meiri þörf að veita fé að kynna góðar og skemmtilegar hóp- íþróttir sem hafa átt erfitt uppdráttar í samfélaginu? Má nefna t.d. blak, mjög friðsama og holla íþrótt og einn- ig hjólreiðar sem því miður er ekki keppnisíþrótt á Íslandi og er þó bæði holl og skemmtileg. GUÐJÓN JENSSON, bókfræðingur og leiðsögumaður. Draugur gengur laus Frá Guðjóni Jenssyni: Morgunblaði/Þorkell Greinarhöfundur segir að bæði blak og hjólreiðar séu friðsam- ari og hollari íþróttir en box. Í TILEFNI þriðju umræðu um frum- varp til laga um að lögleiða ólympíska hnefaleika langar mig að biðja þing- menn að huga að upphafi ólympískra hnefaleika. Árið 688 fyrir Krist hófst keppni í þeim á ólympíuleikunum . Keppendur beittu berum hnefum eða vöfðum með uxahúðarreimum og lauk viðureigninni ekki fyrr en annar eða báðir voru óvígir. Var í því tilfelli aug- ljóslega um barbarískt ofbeldi, og ekkert annað, að ræða. Síðan 668 hef- ur dregið nokkuð úr skaðsemi ofbeld- isins, vegna þess að nú er farið að nota hlífðarbúnað, s.s. munngóma, skó er veita ökklastuðning, þykka hanska og kynfærahlífar. Einnig hafa breyttar reglur dregið verulega úr skaðseminni því nú er slegist í fimm tveggja mínútna lotum í stað þess að berjast til óvígis. Einnig hafa aðrar reglur dregið úr skaðsemi hnefaleika. Þrátt fyrir allar þessar breytingar er grunnurinn ennþá sá sami, þessi íþrótt snýst um það að berja náunga sinn og helst að gera hann óvígan. Höfundur þessarar greinar hefur orðið vitni að mörgu ófögru við iðkun sína á þessari íþrótt. Hann hefur t.d. séð svokallaðan þjálfara gefa tveimur drengjum undir tvítugu í röð blóðnas- ir í æfingarbardögum, og annan þjálf- ara slá niður dreng sem var tuttugu kílóum léttari en þjálfarinn (og það í tvígang í æfingarbardaga), enn annan þjálfara segja manni að fara harka- lega að mun minni og óreyndari dreng í æfingarbardaga. Þá veit ég einnig til þess að tveir drengir hér á landi nefbrotnuðu í æfingarbardög- um árið 2000. Verði þau lög er nú liggja fyrir Alþingi samþykkt mun kostnaðurinn af hnefaleikaiðnaðinum falla á almenning í formi aukinna styrkja frá ríki og sveitarfélögum. Því til stuðnings bendi ég á að bæjarráðs- maður í Reykjanesbæ sagði drengja- at hafa svo mikið forvarnargildi, að ef lögum yrði breytt yrði drengjaatið styrkt, og svo mun Íþrótta- og ólymp- íusamband Íslands líklega halda áfram stuðningi sínum við þessa íþrótt og senda þá drengi er stunda munu atið um allan heim til að keppa á hinum og þessum mótum. Þrír hnefaleikasalir eru starfræktir í dag og hnefaleikanámskeið eru haldin í líkamsræktarstöð á Seltjarnarnesi. Svo það að leyfa þessa íþrótt með lög- um á þessum tímapunkti snýst mun meir um það að leyfa yfirvöldum að sóa peningum almennings í drengja- atið en að leyfa einhverjum örfáum hræðum að berja hver á annarri. Að lokum skal tekið fram að höf- undur væri hlynntur samþykki frum- varps er myndi leyfa ólympíska hnefaleika ef það frumvarp myndi tryggja öryggi í hnefaleikum og banna ríki og sveitarfélögum að taka þátt í öllum kostnaði af þessu að und- anskildum skipulagskostnaðinum. ALEXANDER HUGI LEIFSSON, nemi í MH, Skeiðarvogi 73, Reykjavík. Drengjaat Frá Alexander Huga Leifssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.