Morgunblaðið - 08.02.2002, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 08.02.2002, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 2002 57 Frá leikstjóra Blue Streak. Hasarstuð frá byrjun til enda. Sýnd kl. 8 og 10. B.I. 14 ára. Vit 340 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 5.55, 8 og 10.15. Vit 332 DV  Rás 2 Sýnd kl. 2. Vit 328 HJ MBL ÓHT Rás 2 DV Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Vit 320 FRUMSÝNING Sýnd kl. 1.45, 3.50, 5.55, 8 og 10.10. Enskt tal. Vit 294 Sýnd kl. 1.45, 3.50 og 5.55. Íslenskt tal. Vit 338 Sýnd kl. 11. B. i. 16. Vit329 1/2 Kvikmyndir.com strik.is 1/2 Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Vit 325 FRUMSÝNING FRUMSÝNING Sýnd kl. 9 og 11. B.i. 12. Vit 339. Byggt á sögu Stephen King A N T H O N Y H O P K I N S Nýjasta mynd leikstjórans, Wayne Wang sem gerði Smoke og Blue in the Face. Myndinni hefur verið líkt við Á Valdi Tilfinninganna, Last Tango In Paris og Leaving Las Vegas. Sýnd kl. 6, 9 og 11. B.i 12. Vit 339. Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Vit 338. Hverfisgötu  551 9000 Stórverslun á netinu www.skifan.is  Empire  DV  Rás 2 Kvikmyndir.com Golden Globe verðlaun3Aðalverðlaun dómnefndar íCannes og besti leikari og leikkona. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sjúklegt ferðalag tilfinningalausrar konu sem haldin er bældum masókisma. ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ ANNAÐ EINS! Sýnd kl. 8 og 10.30. Stranglega bönnuð innan 16 ára.  DV FRUMSÝNING Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 16. SV Mbl Sýnd kl. 6 og 8.  Ó.H.T. Rás2 „Frábær og bráðskemmtileg“  DV  MBL Sýnd kl. 5.40 og 10. B. i. 16. Spennutryllir ársins  1/2 Radío-X  Kvikmyndir.com Dóttur hans er rænt! Hvað er til ráða? Spennutryllir ársins með Michael Douglas. KL. 20 í kvöld stígur á fjalir Iðnó föngulegur hópur hæfileikaríkra áhugaleikara úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þau ætla að sýna leikritið Rótlaus eftir Craig Lucas. Hallgrímur Helgason tók að sér þýðingu verksins og María Reyn- dal stýrði leikhópnum á sinn vit- ræna og vinalega hátt. Að eiga sér draum Kristín Þóra Haraldsdóttir leik- ur aðalhlutverkið í sýningunni. „Það er svolítið erfitt að útskýra um hvað leikritið fjallar,“ segir leikkonan og hlær. „Þetta er svo- lítil ádeila á firringuna í Ameríku og líka um það að eiga sér draum og láta hann rætast. Það halda allt- af allir að grasið sé grænna hinum megin.“ Leikritið gerist í dæmigerðum bandarískum smábæ sem heitir Springfield og er í Massachusetts. „Aðalpersónan er kona sem fær óvænta tilkynningu frá manninum sínum og eftir það fer óvænt at- burðarás af stað. Upp frá því spinnst ótrúlega skemmtileg fram- vinda full af sterkum og hressum karakterum. Og konan er eðlilega manneskjan í þessari ringulreið. Þetta er líka um hvernig oft er ver- ið að flýja vandamálin í staðinn fyr- ir að leysa þau strax. Það fer allt út í vitleysu, og þetta er svona farsi.“ Kristín Þóra segir leikfélagið hafa valið Rótlaus því það sé létt og skemmtilegt og muni auðveldlega höfða til bæði til fólks á þeirra aldri „og bara allra því það þekkja allir græna grasið“, segir Kristín Þóra. „Við notum rýmið í salnum mjög vel og reynum að skapa kaffi- húsastemmningu. Fólk er með kaffi í bolla og situr við borð með- an það horfir á sýninguna. Það get- ur verið mjög skemmtilegt. Það eru pallar á nokkrum stöðum í salnum.“ Músíkantarnir fimm leika líka lausum hala í salnum, en þó undir stjórn Birgis Ísleifs Gunn- arssonar, nemanda í skólanum, sem semur tónlistina fyrir verkið. Eins og fyrr segir er María Reyndal leikstjóri verksins og að- spurð hvernig var að vinna undir hennar stjórn segir Kristín Þóra að lokum: „Alveg frábært!“ Morgunblaðið/Þorkell Allir leikhópurinn á góðri stundu með Maríu Reyndal. Hjörtur Jóhann Jónsson og Kristín Þóra í hlutverkunum. MH frumsýnir leikritið Rótlaus í Iðnó hilo@mbl.is Við þekkjum öll græna grasið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.