Morgunblaðið - 22.02.2002, Side 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Austurríkismaðurinn Stephan
Eberharter sigraði í stórsvigi / C2
Rússar mættu ekki til leiks
í boðgöngu kvenna / C1
8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Hlutir af öðrum efnisheimi/B1
Matarveislan mikla/B2
Varðeldur kynslóðanna/B4
Í trúnaði/B6
Ólíkt að mynda hér og þar/B7
Auðlesið efni/B8
Sérblöð í dag
EMBÆTTI ríkissaksóknara sendi í
gær bréf til Ríkisendurskoðunar og
fór fram á greinargerðir stofnunar-
innar vegna endurskoðunar á fjár-
reiðum Þjóðmenningarhúss og Þjóð-
skjalasafns. Bogi Nilsson ríkis-
saksóknari segir að embættið hafi
farið fram á að fá þessi gögn í hendur
í framhaldi af frétt Morgunblaðsins í
gærmorgun. Kannað verður hvort
ástæða sé til að fara fram á lögreglu-
rannsókn vegna málsins.
Bréf forsætisráðherra er ekki
formleg áminning
Guðmundi Magnússyni, forstöðu-
manni Þjóðmenningarhúss, er ekki
veitt formleg áminning samkvæmt
lögum um réttindi og skyldur starfs-
manna ríkisins með því bréfi sem
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sendi Guðmundi vegna athugasemda
Ríkisendurskoðunar. Bréfið felur á
hinn bóginn í sér óformlegar ávítur á
Guðmund Magnússon vegna þeirra
atriða sem um getur í skýrslu Rík-
isendurskoðunar, samkvæmt upplýs-
ingum sem Morgunblaðið fékk í for-
sætisráðuneytinu í gær.
Eins og fram kom í blaðinu sendi
Davíð Oddsson Guðmundi umrætt
bréf 7. febrúar sl., þar sem tekið er
undir athugasemdir Ríkisendurskoð-
unar og að í mörgum tilvikum sé um
ámælisverða framkvæmd að ræða.
,,Leggur ráðuneytið áherslu á að
úr öllum þessum annmörkum verði
þegar bætt og mannahaldi og ákvörð-
unum um greiðslur til einstaklinga
fyrir einstök verk verði hagað þannig
að hafið sé yfir allan vafa og verði
ekki til þess fallnar að vekja tor-
tryggni. Verður mælst til þess við
Ríkisendurskoðun að vendilega og
venju fremur verði með því fylgst að
ný og bætt vinnubrögð verði upp tek-
in,“ sagði m.a. í bréfi forsætisráð-
herra til forstöðumanns Þjóðmenn-
ingarhúss.
Björn Bjarnason menntamálaráð-
herra sendi Ólafi Ásgeirssyni þjóð-
skjalaverði bréf 18. febrúar, vegna at-
hugasemda Ríkisendurskoðunar,
eins og fram kom í blaðinu í gær. Þar
átelur ráðuneytið vinnubrögð þjóð-
skjalavarðar sem um er fjallað í at-
hugasemdum Ríkisendurskoðunar og
er ráðuneytið sammála því áliti Rík-
isendurskoðunar að Ólafi beri að end-
urgreiða tilgreindar akstursgreiðslur
og mælist til þess að hann geri það.
Menntamálaráðherra hafa ekki
borist svör frá þjóðskjalaverði
Jafnframt lagði ráðherra áherslu á
í bréfinu að þjóðskjalavörður bregðist
þegar við ábendingum Ríkisendur-
skoðunar og geri ráðuneytinu grein
fyrir því hvernig það verði gert. Sam-
kvæmt upplýsingum Björns Bjarna-
sonar í gær höfðu ráðuneytinu ekki
borist svör frá Ólafi. Að öðru leyti vís-
aði ráðherra til bréfsins sem hann
sendi Ólafi.
Ráðherra veitti forstöðumanni Þjóðmenningarhúss óformlegar ávítur
Ríkissaksókn-
ari vill fá
greinargerðir
HÆSTIRÉTTUR telur að
dómsmálaráðuneytinu sé heim-
ilt að framselja Letta, sem
handtekinn var á Dalvík á síð-
asta ári, til heimalands hans, en
yfirvöld þar í landi óskuðu eftir
framsali hans vegna þriggja
manndrápa sem hann er sakað-
ur um. Felldi Hæstiréttur því úr
gildi úrskurð Héraðsdóms
Reykjavíkur sem hafði úrskurð-
að að hann yrði ekki sendur úr
landi.
Lettinn hefur verið í gæslu-
varðhaldi hér á landi frá því í lok
nóvember sl. eða frá því ríkis-
lögreglustjóra barst tilkynning
frá Interpol í Ríga í Lettlandi
um að eftirlýstur lettneskur rík-
isborgari, Jurijs Eglitis að nafni,
væri á Dalvík. Lettinn var hand-
tekinn daginn eftir og úrskurð-
aður í gæsluvarðhald.
Í niðurstöðum Hæstaréttar
segir meðal annars að í málinu
liggi engin gögn fyrir í þá veru
að lettnesk yfirvöld muni ekki
virða rétt varnaraðila sam-
kvæmt 6. gr. mannréttindasátt-
mála Evrópu. „Þá hafa heldur
ekki verið lögð fram nein hald-
bær gögn um bágborinn aðbún-
að fanga í þarlendum fangels-
um. Verður framsali varnaraðila
því ekki hafnað af þessum sök-
um,“ segir í úrskurði Hæsta-
réttar.
Málið dæmdu hæstaréttar-
dómararnir Gunnlaugur Claess-
en, Árni Kolbeinsson og Ingi-
björg Benediktsdóttir. Málið
sótti Bogi Nilsson ríkissaksókn-
ari en verjandi Lettans var Karl
Georg Sigurbjörnsson hdl.
Heimilt að
framselja
Lettann
FRYSTITOGARINN Júlíus Geirmundsson ÍS
kom til Ísafjarðar í gær eftir 10 daga túr með um
207 tonn upp úr sjó að verðmæti um 46 milljónir
króna.
Gunnar Arnórsson skipstjóri og áhöfn hans
voru einkum að veiðum á Hampiðjutorginu og er
grálúða uppistaða aflans. Togarinn kom til hafn-
ar vegna þess að umbúðirnar um borð voru bún-
ar, en mjög gott hal fékkst skömmu áður en lagt
var af stað í land og stóð aðgerð yfir á leiðinni
heim. Unnið var við löndun úr togaranum í Ísa-
fjarðarhöfn í gær.
Aflaverðmætið
um 46 millj. eft-
ir 10 daga túr
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
ÓSKAR Jósefsson, starfandi for-
stjóri Símans, er starfsmaður
PricewaterhouseCoopers en gerð-
ur var sérstakur verktakasamning-
ur á milli Landssímans og Price-
waterhouseCoopers (PC) vegna
starfa Óskars fyrir Símann. Greiðir
Síminn PC 2,5 milljónir á mánuði
með virðisaukaskatti eða liðlega
tvær milljónir án virðisaukaskatts
fyrir störf Óskars en tekið skal
fram að PC stendur straum af öll-
um kostnaði vegna Óskars, þ.e.
greiðir orlof og launatengd gjöld
o.s.frv. auk þess sem hann hefur
bifreið til umráða sem PC greiðir
fyrir.
Friðrik Pálsson, stjórnarformað-
ur Símans, segir slíkan samning
hvorki vera óeðlilegan né heldur
nokkurt nýmæli: „Menn hafa oft
gert slíka samninga áður. Reynir
Kristinsson, forstjóri PC, var að ég
held um tíma forstjóri Landspít-
alans, bæjarstjórinn á Sauðárkróki
er frá PricewaterhouseCoopers og
ég held að þetta sé töluvert al-
gengt, ekki síst þegar um tíma-
bundið ástand er að ræða. Af okkar
hálfu hvílir engin leynd yfir þess-
um samningi.“
Mikið vinnuálag á forstjóra
Reynir Kristinsson, forstjóri
PricewaterhouseCoopers, segir það
reglu að gefa upp upphæðir vegna
slíkra ráðninga ef viðskiptavinur-
inn hafi ekkert við það að athuga.
Hann staðfestir að PC fái greiddar
2,5 milljónir á mánuði samkvæmt
samningi við Landssímann en ekki
séu ákvæði um að forstjórinn skili
tilteknum fjölda tíma. Staðreyndin
sé hins vegar sú að þegar menn
gangi inn í svona starf neyðist
menn til þess að vinna mjög mikið,
ekki sé óeðlilegt að ætla að menn
skili sjötíu tímum á viku eða jafnvel
meira. „Þetta er ein greiðsla fyrir
allt, þ.e. laun og launatengd gjöld,
bifreið, síma o.s.frv. og þau tæki
sem hann þarf að nota.“
Reynir segir að PC hafi oft leigt
út stjórnendur tímabundið með
þessum hætti. „Útleiga“ á stjórn-
endum hafi þekkst um nokkurra
ára skeið. „Stundum skapast þau
skilyrði í fyrirtækjum að það vant-
ar inn stjórnanda tímabundið af
ýmsum ástæðum og þá getur verið
erfittt að ráða menn því fæstir eru
tilbúnir að hlaupa í svona stöður í
fáa mánuði.“
Aðspurður segir Reynir að ekki
hafi verið ljóst hve lengi Síminn
þyrfti á Óskari að halda.
Forstjóri Símans í láni frá PricewaterhouseCoopers
Heildargreiðsla 2,5
milljónir á mánuði
JÓNÍNA Bjartmarz, alþingismaður
og annar tveggja fulltrúa Framsókn-
arflokksins í stjórn Landssíma Ís-
lands, hefur ákveðið að leggja til að
aðalfundur Landssímans verði boð-
aður og segist hún aðspurð ekki
reikna með að gefa kost á sér til
áframhaldandi setu í stjórninni. Mun
hún leggja þetta til á stjórnarfundi í
Landssímanum sem væntanlega
verður haldinn í næstu viku og gerir
hún ráð fyrir að aðalfundurinn geti
farið fram snemma í mars.
Aðspurð segir hún að ástæðan séu
atburðir tengdir Landssímanum
undanfarnar vikur og mánuði. Þá sé
stjórnin ekki fullskipuð enda hafi
tveir stjórnarmenn sagt af sér. „Í
ljósi þess sem gengið hefur á þá
finnst mér ekki að annað komi til
greina en að aðalfundur komi saman
enda fer hann með æðsta vald í mál-
efnum félagsins. Þá reynir á endur-
nýjun umboðs þeirra sem gefa kost á
sér áfram,“ segir Jónína. Hún vilji þó
axla ábyrgð sem stjórnarmaður
þangað til vegna hagsmuna fyrir-
tækisins og starfsmanna þess. „Ég
hef ekki brotið neinn trúnað og því
tel ég ekki ástæðu til að segja af mér
stjórnarstörfum,“ bætir hún við.
Jónína hefur kynnt stjórnarfor-
manni Landssímans afstöðu sína.
Gerir hún ráð fyrir að Magnús Stef-
ánsson, hinn fulltrúi Framsóknar-
flokksins í stjórn Landssímans, sé
sama sinnis um að ekki sé eftir neinu
að bíða með að boða til aðalfundar.
Jónína Bjartmarz, annar fulltrúi Fram-
sóknarflokksins í stjórn Landssímans
Leggur til að
aðalfundur
verði boðaður