Morgunblaðið - 22.02.2002, Side 12

Morgunblaðið - 22.02.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ FUNDARÖÐ Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs stendur nú yfir en þingmenn og aðrir forsvarsmenn VG heimsækja byggðir landsins og halda almenna stjórnmálafundi, þar sem sérstök áhersla er lögð á sveit- arstjórnarmál, sjávarútvegsmál, at- vinnu-, umhverfis- og velferðarmál og Ísland og Evrópusambandið. Nýlega höfðu þingmennirnir Þur- íður Backman, Árni Steinar Jó- hannsson og Ögmundur Jónasson framsögu á fundi á veitingastaðnum Kænunni við smábátahöfnina í Hafn- arfirði og í kjölfarið voru umræður undir stjórn Sigurbergs Árnasonar, formanns VG í Hafnarfirði. Fjárhagsvandi sveitarfélaga Í máli Þuríðar Backman um sveit- arstjórnarmál kom m.a. fram að rekstrarkostnaður sveitarfélaga hefði hækkað úr 77,9% að meðaltali af tekjum 1995 í 83,3% að meðaltali árið 2000. Birgir Stefánsson sagði að á umræddu tímabili hefði verið mest um sameiningu sveitarfélaga, en sér skildist að flokkurinn mælti með sameiningu og þetta færi ekki vel saman, þó ekki væri víst að samein- ingunni væri um að kenna. Hins veg- ar væri ljóst að fjárhagur margra sveitarfélaga hefði ekki batnað þrátt fyrir sameiningu. Sama væri að ger- ast hjá fyrirtækjum, þrátt fyrir sam- einingu. Árni Steinar Jóhannsson sagði að flokkurinn hefði ekki verið sérstakur talsmaður þess að etja mönnum út í sameiningu. Vitnaði í því sambandi í bæjarfulltrúa VG á Húsavík sem hefði sagt að ekki þýddi að sameina tvo aumingja og fá út einn ræfil. Þingmenn flokksins hefðu lagt fram margar tillögur um að taka á fjár- hagsvanda sveitarfélaganna. Við gerð fjárlaga hefði flokkurinn lagt til að byrjað yrði að leysa vandann varð- andi félagslega íbúðakerfið, sem væri upp á 2,8 milljarða króna. Í sambandi við sameiningu hafi þingmenn flokksins ævinlega sagt að taka yrði á fjárhagslegum vandamálum þessara sveitarfélaga. Hann benti á að þar sem eitt sveitarfélag væri sterkt gengi sameining ágætlega samanber Reykjavík og Kjalarnes en þar sem sveitarfélög stæðu illa eins og í Vest- urbyggð væri enginn ávinningur af sameiningu. Þorsteinn Ingimundarson sagðist vera stoltur af þingmönnum VG og sagði að flokkurinn væri þjóðlegur og heiðarlegur. Hann sagði að kvóta- kerfið væri ekkert nema þjófnaður á náttúruauðlindinni og mætti líkja við stöðuna í Rússlandi eftir að kapítal- isminn hafi tekið þar völdin. Þessu yrði að breyta. Þorsteinn hældi Ögmundi fyrir skýra framsetningu á göllum þess að ganga í Evrópusambandið. Ef Ís- lendingar stjórnuðu ekki eigin pen- ingamálum væri fljótt að skella á at- vinnuleysi og það væri það versta sem gæti gerst. Hvalveiðar vandmeðfarnar Hallgrímur Hallgrímsson tók í sama streng varðandi málflutning framsögumanna, en spurði hver af- staða flokksins væri til hvalveiða. Ögmundur sagði að afstaðan væri ekki einsleit. Margir væru andvígir hvalveiðum en margir spyrðu hvað borgaði sig að gera í þessum efnum. Hann sagðist sjálfur vilja skoða hvernig íslenskum hagsmunum væri best borgið. Varað hefði verið við hvalveiðum, m.a. vegna ferðaiðnað- arins og útflutnings á sjávarafurðum, og ekki ætti að hefja hvalveiðar nema tryggt væri að markaður fyrir afurð- irnar væri fyrir hendi. Árni Steinar bætti við að auðvitað ætti að nota þessa auðlind eins og aðrar auðlindir. Flokkurinn styddi skynsamlega nýtingu allra stofna en málið væri flókið og vandmeðfarið og það væri í skoðun. Þuríður spurði hvort við vildum friða vegna þess að lífsýnin væri sú að ekki mætti skjóta hval. Gera þyrfti greinarmun á stórhveli og smáhveli og horfa á hringrás lífríkisins í sjón- um. Ekki þýddi að vernda einn stofn en ofveiða aðra heldur væri nær að tala um eðlilega grisjun á smáhvala- stofnum eins og á öðru sjávarfangi. Fyrningarleiðin Árni Steinar talaði fyrir svo- nefndri fyrningarleið í fiskveiði- stjórnuninni og Jón Páll Hallgríms- son spurði hvernig ætti að útfæra hana. Árni Steinar sagði að sjávarút- vegsfyrirtækin hefðu á undanförnum árum komið sér í þá stöðu að þau væru með veðsetningu á kvótanum. Þess vegna væri verið að tala um fyrningu á löngum tíma og með mik- illi aðlögun því ekki þýddi að leysa eitt vandamál og framkalla annað miklu stærra. Hann sagði að sjálf- stæðismönnum, einkaframtaks- mönnum og kapítalistum þætti það hábölvað að samfélögin fengju yfir- ráðarétt og umsögn um ráðstöfun auðlindarinnar. Það færi hrollur um þá við tilhugsunina um fyrningarleið- ina því þá misstu þeir tökin og völdin á auðlindinni. Hún yrði færð til al- mennings og það vildu þeir ekki sjá. Málflutningur þeirra væri í þá veru að VG ætlaði að taka þetta frá fyr- irtækjunum en hins vegar þætti þeim ekkert mál að fjármagnseigendur gætu tekið lífsbjörgina af heilu sam- félagi á einu kvöldi eins og gerst hefði í Hrísey. Sjálfstæðismenn sæju fyrir sér hagræðingu sem leiddi til þess að hér yrðu 3 til 5 fyrirtæki í sjávar- útvegi en fólk mætti ekki láta blekkj- ast og halda að þau yrðu alltaf á Ís- landi. Í fyrstu kreppu yrðu háværar kröfur þess efnis að nauðsynlegt væri að fá erlent fjármagn í útgerð- ina og innan 10 til 15 ára værum við óbeint búin að missa yfirráðin yfir auðlindinni og öflun sjávarfangs. Eins teldi hann líklegt að innan nokk- urra missera myndu þeir byrja að selja úthafsréttindin sem þjóðin hefði áunnið sér. Trausti Baldursson spurði hvernig nýliðun yrði háttað í fyrningarleið- inni. Árni Steinar sagði að hún yrði til í þeim þriðjungi kvótans sem yrði eyrnamerktur sveitarfélögunum. Þessar heimildir ykjust frá ári til árs. Í þessu sambandi benti hann á að á borgarafundi í Grímsey hefði verið ákveðið að byggðakvóti, sem þangað hefði farið, færi til nýliðanna og ætla mætti að þannig yrði það annars staðar. Nokkur umræða var um Evrópu- sambandið. Ögmundur sagði að Ís- lendingar hefðu gerst frumkvöðlar á ýmsum sviðum framleiðslu sem tengdist sjávarútvegi og þar lægi framtíðarvonin en það væri ekki þar með sagt að Íslendingar ættu ekki að sækja í sjóði, sem þjóðir hefðu komið sér upp sameiginlega. Mikilvægt væri að taka þátt í erlendu samstarfi en VG hefði gagnrýnt miðstýringar- áráttuna sem réði ríkjum í Evrópu- sambandinu. Samfélagið væri skipu- lagt á grundvelli fjármagnsins og það væri mjög varasamt. Hins vegar væri sjálfsagt að sækja það sem gott væri til Evrópu og hafa sem best samstarf við Evrópuríki án þess þó að vera undirgefin Evrópusamband- inu. Þuríður bætti við að reglur Evr- ópusambandsins væru sniðnar fyrir fjölmennar þjóðir og eitt ríkjasam- band og því hentuðu þær ekki fyrir okkar litla samfélag. Ögmundur sagði að félagslegar úr- bætur vegna aðildar að Evrópska efnahagssvæðinu væru stórlega of- metnar og fullyrti að mestu ávinn- ingar síðustu ára væru vegna eigin baráttu innanlands, samanber úr- bætur á sviði lífeyrismála og fæðing- arorlof, og lagði áherslu á víðsýni, að horfa til heimsins alls, þegar um væri að ræða samstarf á vettvangi verka- lýðshreyfingarinnar. Trausti Baldursson spurði um einkavæðingu heilsugæslunnar. Þur- íður sagði að flokkurinn vildi að heil- brigðisþjónustan væri rekin af opin- berum aðilum en væri mótfallinn því að grunnþjónustan væri einkarekin vegna þess að fjárhagur fólks og tekjur ættu ekki að ráða því hvort það hefði forgang í heilbrigðisþjón- ustunni eða ekki. Hins vegar yrði að stórefla heilsugæsluna, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Fjölbreytt atvinnulíf, fyrn- ingarleið og ESB hafnað Vinstrihreyfingin – grænt framboð hafnar stóriðjustarfsemi en vill stuðla að byggð með fjölbreyttu atvinnulífi, vill fara fyrningarleiðina í fiskveiðistjórnuninni og hafnar aðild að Evr- ópusambandinu. Þetta kom m.a. fram á al- mennum stjórnmála- fundi á vegum flokksins í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Þorkell Þingmennirnir Þuríður Backman til vinstri og Ögmundur Jónasson til hægri á fundinum í Hafnarfirði. Sigurbergur Árnason fundarstjóri situr við hliðina á Ögmundi. PÁLL Stephensen Hannesson, fyrrver- andi hreppstjóri á Bíldudal, lést á Land- spítalanum í Fossvogi í gær, á 93. aldursári. Páll fæddist á Bíldu- dal 29. júlí 1909. For- eldrar hans voru Hann- es B. Stephensen, kaupmaður á Bíldudal, og Þórey Kristín Ólína Pálsdóttir húsfreyja. Páll ólst upp á Bíldu- dal og lauk þar barna- skólaprófi. Hann lauk farmanna- og eimvéla- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1934. Páll var háseti á gamla Ægi um tíma en á árunum 1930 til 1939 var hann háseti og stýrimaður í milli- landasiglingum hjá Eimskipafélagi Íslands. Hann stundaði útgerð á Bíldudal 1940–1943 og var skipstjóri á línubátnum Úðafossi. Páll varð síð- an umboðsmaður Eimskipafélags Ís- lands og Ríkisskipa til ársins 1984. Samhliða þeim störf- um var hann hrepp- stjóri Suðurfjarðar- hrepps eða í tuttugu ár. Hann sat í hrepps- nefnd í mörg ár og var m.a. oddviti í átta ár. Þá sat hann í sýslu- nefnd fyrir Vestur- Barðastrandarsýslu í mörg ár. Gegndi hann auk þess mörgum öðr- um trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið og Sjálfstæðisflokkinn. Páll kvæntist Báru Kristjánsdótt- ur húsmóður en hún lést árið 1989. Dóttir þeirra er Sigríður Stephensen Pálsdóttir bankaritari. Maki hennar var Pétur Valgarð Jóhannsson, út- gerðarmaður og skipstjóri. Hann lést árið 1980. Börn þeirra eru Páll Ægir skipstjóri, Kristín skrifstofu- stjóri, Hannes Sigurður flugmaður og Pétur tónlistarmaður. Andlát PÁLL STEPHENSEN HANNESSON FARUM-bæjarfélaginu við Kaup- mannahöfn hefur oft verið hampað sem fyrirmyndarsveitarfélagi og ásakanir á hendur borgarstjóranum, Peter Brixtofte, eru því mikill álits- hnekkir fyrir Farum. Reykjavíkurborg hefur verið í al- þjóðlegu samstarfi sem nefnist Cit- ies of Tomorrow. Farum er ein þeirra borga sem tekið hafa þátt í þessu samstarfi auk fjórtán annarra borga víða um heim. Má sem dæmi nefna Braintree í Bretlandi, Christ- church á Nýja-Sjálandi, Delft í Hol- landi, Phoenix í Bandaríkjunum og Quebec í Kanada. Áfall fyrir Farum-búa Að sögn Helgu Jónsdóttur, borg- arritara, hefur Brixtofte stjórnað í Farum frá árinu 1986. „Hann hefur notið mikils trausts íbúa í sveitarfé- laginu og nú síðast fyrir nokkrum mánuðum var hann kosinn með auknum meirihluta. Ásakanirnar á hendur honum hljóta því að vera mikið áfall fyrir allt samfélag í Far- um og fyrir samverkamenn hans í bæjarstjórn og stjórnsýslu bæjar- ins.“ Helga segir að enginn dragi í efa að í Farum hafi menn verið að gera merkilegar tilraunir til nýsköpunar í opinberum rekstri. Þeir hafi meðal annars fylgt þeirri stefnu að hugsa starfsemi út frá lífsgæðum og að styrkja samkennd bæjarbúanna. „Þeir hafa verið það mikið í far- arbroddi með nýjungar að margir hafa litið til þeirra sem fyrirmyndar á tilteknum sviðum. Því miður er það svo að sumir ein- staklingar bregðast því trausti sem til þeirra er borið. En ég tek það fram að við hér hjá Reykjavíkurborg höfum ekki verið í neinum beinum samskiptum við Brixtofte, þótt við höfum sótt eina ráðstefnu, Cities of Tomorrow, í Farum. Til okkar hefur líka komið fulltrúi frá Farum sem var þá rétt nýtekinn við starfi sem yfirmaður í stjórnsýslunni þar. Hann hafði áður sem sjálfstætt starfandi lögmaður veitt Farum ráðgjöf í sam- bandi við ýmsar breytingar í rekstri og stjórnsýslu og kom hingað til þess að kynna það fyrir okkur.“ Helga segir að vitaskuld sé þetta ákaflega sorglegt mál. „En það breytir í sjálfu sér engu um það sem þarna hefur verið leitt áfram með nýjum hugsunarhætti. Og ég veit ekki betur til en að t.d. í öldrunar- þjónustu hafi ríkisstjórn Blairs kom- ið og nýtt sér hugmyndir þeirra í Farum eins og raunar hefur verið gert í öldrunarþjónustu hér á landi líka. Þannig að það er alveg rétt að til þeirrar nýju hugsunar sem þarna hefur sprottið hafa ýmsir litið.“ Farum var í farar- broddi með nýjungar Reykjavíkur- borg í samstarfi við danska bæj- arfélagið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.