Morgunblaðið - 22.02.2002, Page 18
AKUREYRI
18 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þar er um að ræða að kaupverð
verði ákveðið af dómkvöddum
mönnum eða gerðardómi, að sögn
Stefáns. Hann sagði að nokkuð mik-
ið bæri í milli en vildi ekki nefna
neinar tölur, enda hefði ekki verið
lagt fram kauptilboð í eignarhlutinn.
Stefán sagði að framhald málsins
væri þó í höndum félagsfundar í
Auðhumlu, sem haldinn verður fljót-
lega.
Auðhumla á þriðjungs hlut í
Norðurmjólk og hefur forkaupsrétt
á eignarhlut KEA. Nafnvirði
hlutafjár félagsins er um 450 millj-
ónir króna og eignarhlutur KEA því
um 300 milljónir króna að nafnvirði.
Stefán sagðist ekki vita hversu
langan tíma matsferlið tæki en
þetta væri spurning um einhverjar
vikur. Auðhumla þyrfti þó áður að
leggja fram ákveðnar tryggingar.
„Þegar matsferlið er komið form-
lega af stað, liggur jafnframt fyrir
að Auðhumla muni kaupa eignar-
hlut KEA. Þar af leiðandi væri
hægt að ganga þannig frá málum að
eigendaskipti gætu farið fram, þótt
endanlegt kaupverð liggi ekki fyr-
ir.“
Ekki er gert ráð fyrir því að
Norðurmjólk verði alfarið í eigu
Auðhumlu í framtíðinni. Kaupfélag
Skagfirðinga, Mjólkurbú Flóa-
manna, Mjólkursamsalan í Reykja-
vík og Osta- og smjörsala munu
einnig koma að félaginu. Að sögn
Stefáns liggur ekki endanlega fyrir
hversu stór eignarhlutur þessara fé-
laga verður, eða hvernig aðkoma
þeirra að Norðurmjólk verður ná-
kvæmlega. Eins og áður hefur kom-
ið fram er það vilji forsvarsmanna
Auðhumlu að eiga stærri hlut en
þriðjung í félaginu í framhaldinu.
Auðhumla og KEA ná ekki saman um kaupverð á hlut KEA í Norðurmjólk
Kaupverð verði ákveðið
af utanaðkomandi aðilum
FULLTRÚAR Auðhumlu, félags mjólkurframleiðenda í Eyjafirði og S-Þing-
eyjarsýslu, hafa að undanförnu átt viðræður við fulltrúa Kaupfélags Eyfirð-
inga um kaup á um 68% hlut KEA í Norðurmjólk. Að sögn Stefáns Magn-
ússonar formanns stjórnar Auðhumlu hafa málsaðilar ekki náð saman um
kaupverð og því stefnir í að í gang fari matsferli þar sem kaupverð verður
ákveðið, eins og kveður á um í samkomulagi hluthafa Norðurmjólkur.
TIGNARLEG stóð styttan af
Nonna, Jóni Sveinssyni, fyrir utan
Nonnahús við Aðalstræti á Ak-
ureyri eftir duglega snjókomu í
vikunni. Hávaxinn hatturinn sett
svip sinn á Nonna og vetur
konungur hefur bætt um betur
og sveipað hann sínum hvíta
trefli – sem fer honum bara
býsna vel.
Morgunblaðið/Kristján
Nonni í kuldaklæðum
NÁMSKEIÐ um kynferðislegt of-
beldi gegn börnum, ætlað fagfólki í
félags-, heilbrigðis- og skólaþjónustu
svo og lögfræðingum og lögreglu,
verður haldið á vegum símenntunar
Rannsóknastofnunar Háskólans á
Akureyri 28. febrúar og 1. mars
næstkomandi.
Markmið námskeiðsins er að þátt-
takendur öðlist þekkingu á eðli og
umfangi kynferðisofbeldis gegn
börnum, kynnist aðferðum við könn-
un, rannsókn og meðferð slíkra
mála. Þekki málsmeðferð yfirvalda
við meðferð og úrlausn málanna og
bregðist rétt við ef þeir fá vitneskju
um að barn sæti kynferðisofbeldi.
Kennarar eru Vigdís Erlendsdótt-
ir sálfræðingur, Sif Konráðsdóttir
hrl. og Þóra Fischer kvensjúkdóma-
læknir. Upplýsingar og skráning eru
á skrifstofu RHA.
Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum
NOKKRAR breytingar hafa orðið
á skipan framboðslista Sjálfstæð-
isflokksins til sveitarstjórnarkosn-
inga í vor frá síðustu kosningum
árið 1998. Gengið var frá skipan
framboðslistans á fundi fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna á Akur-
eyri í fyrrakvöld. Kynjahlutfall er
jafnt, ellefu konur og ellefu karlar
skipa listann.
Kristján Þór Júlíusson bæjar-
stjóri er í fyrsta sæti líkt og fyrir
síðustu kosningar en Þóra Áka-
dóttir hjúkrunarfræðingur skipar
nú annað sæti. Hún var í sjötta
sæti síðast. Þórarinn B. Jónsson
útibússtjóri er í sama sæti og síð-
ast, því þriðja, en Sigrún Björk
Jakobsdóttir hótelrekstrarfræð-
ingur kemur ný inn á listann og
skipar fjórða sæti. Steingrímur
Birgisson er í fimmta sæti en var í
því sjöunda síðasta. Nýr frambjóð-
andi, Laufey Petrea Magnúsdóttir,
aðstoðarskólameistari Menntaskól-
ans á Akureyri, er í sjötta sæti.
Bjarni Jónasson efnafræðingur og
Jóna Jónsdóttir markaðsfræðingur
eru ein ný á lista flokksins, en þau
skipa sjöunda og áttunda sæti
hans. Páll Tómasson arkitekt og
Guðmundur Jóhannsson þjónustu-
stjóri eru í tíunda og ellefta sæti,
en þeir voru báðir á lista flokksins
fyrir síðustu kosningar, þá í átt-
unda og níunda sæti.
Sigurður J. Sigurðsson, sem set-
ið hefur í bæjarstjón Akureyrar
fyrir Sjálfstæðisflokkinn í 28 ár,
stýrði sínum síðasta fundi bæjar-
stjórnar í vikunni, en hann hefur
verið ráðinn fjármálastjóri Norð-
urorku. Valgerður Hrólfsdóttir,
sem var í öðru sæti listans fyrir
síðustu kosningar, lést síðasta
sumar og Vilborg Gunnarsdóttir,
sem var í fimmta sæti, flutti frá
Akureyri síðasta haust.
Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri
Konur í efstu
sætum listans
SPARISJÓÐUR Norðlendinga hef-
ur ákveðið að gefa leikskólum á Ak-
ureyri og nágrenni margmiðl-
unarleikinn Króni og Króna í
Leikjalandi, sem hægt er að setja
inn á tölvur skólanna.
Leikurinn er byggður upp sem
skemmtun og fræðsla. Börnin hafa
möguleika á að fara á milli fimm
mismunandi landa. Í Litalandi læra
þau að þekkja litina og geta spreytt
sig á að velja liti á dýr og hluti. Í
Dýralandi fræðast þau um dýrin, í
Stafalandi læra þau að þekkja staf-
ina, í Talnalandi er farið yfir tölu-
skólakennarar yngri nemenda lýst
ánægju sinni með leikinn og sjá sér
hag í að nýta hann í stærðfræði- og
lestrarkennslu, segir í frétta-
tilkynningu frá Sparisjóði Norð-
lendinga.
Gefur leik-
skólum
margmiðl-
unarleik
stafina og þau spreyta sig á léttum
reikningsdæmum. Í Verslunarlandi
kynnast þau gildi peninga og hvað
þau geta keypt fyrir ákveðnar upp-
hæðir.
Nú þegar hafa kennarar og leik-
Morgunblaðið/Kristján
Jón Björnsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðlendinga, sýnir börnum
á elstu deild leikskólans Iðavalla margmiðlunarleikinn.
STJÓRN Eyþings hefur lýst yfir
ánægju með nýframkomna tillögu
til þingsáætlunar um stefnu í
byggðamálum fyrir árin 2002 til
2005.
„Framsetning tillögunnar ber
með sér raunsætt mat og sýnir
vilja til að nýta sóknarfærin í stað
þess að eyða kröftunum í skipulegt
undanhald,“ segir í bókun Ey-
þings, Sambands sveitarfélaga í
Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
Stjórnin mótmælir þeirri túlkun
að sérstök áhersla á að efla Ak-
ureyri sem mótvægi við höfuð-
borgarsvæðið tákni að ekkert eigi
að aðhafast til að styrkja önnur
byggðarlög í landinu. Til vitnis um
það séu fjölmörg áhersluatriði í til-
lögunni. „Þó að beita eigi sérstök-
um aðgerðum til að efla Akureyri
þá dregur það ekki úr vægi ann-
arra aðgerða sem tilgreindar eru
til jöfnunar búsetuskilyrða og
styrkingar landsbyggðarinnar.
Þvert á móti felur það í sér
raunsætt mat og um leið mögu-
leika til eflingar Norður- og Aust-
urlands,“ segir í bókuninni en í
lokin er lýst yfir stuðningi við um-
sókn bæjarstjórnar Húsavíkur um
þátttöku í verkefninu „rafrænt
samfélag“, og margt talið mæla
með þátttöku sveitarfélagsins í
verkefninu.
Stjórn Eyþings
ánægð með nýja
byggðaáætlun
Sóknarfæri
nýtt í stað
skipulegs
undanhalds
MEISTARINN.IS
Náttúrulegt
fyrir konuna
sími 462 2900
Blómin
í bænum
Urtasmiðjan
STJÓRN Eyþings – sambands
sveitarfélaga í Eyjafirði og
Þingeyjarsýslum, samþykkti
bókun á fundi sínum nýlega,
þar sem mótmælt er áformum
um að leggja niður embætti
héraðslæknisins á Norðurlandi
eystra, ef í þeim áformum
felst að flytja verkefni hans til
stofnana í Reykjavík og
skerða þar með þjónustu við
heilbrigðisstofnanir og íbúa á
Norðurlandi.
Í bókun Eyþings kemur
fram að samkvæmt fjárlögum
ársins 2002 falla niður fjárveit-
ingar til héraðslæknisembætt-
anna í landinu frá 1. júlí. Eng-
in rök komi fram fyrir þessari
breytingu né upplýsingar um
hvert færa skuli þau verkefni
sem embættin hafa sinnt. Að-
eins komi fram að helstu raun-
breytingar milli ára séu ann-
ars vegar hækkað framlag til
landlæknisembættisins og hins
vegar 15 milljóna króna lækk-
un framlaga til héraðslækna-
embættanna vegna skipulags-
breytinga.
Eyþing bendir jafnframt á
að héraðslæknirinn á Norður-
landi eystra sé eini embætt-
islæknirinn í fullu starfi utan
Reykjavíkur. Héraðslæknis-
embættið hafi gegnt mikil-
vægu samræmingarhlutverki í
heilbrigðisþjónustu landshlut-
ans og verið mikilvægur tengi-
liður við stjórnsýslu heilbrigð-
ismála.
Stjórn Eyþings
Áformum
um að
leggja emb-
ætti héraðs-
læknis nið-
ur mótmælt