Morgunblaðið - 22.02.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 22.02.2002, Qupperneq 28
LISTIR 28 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala er í síma 595 7999 og 800 6434, virka daga á milli 9.00 og 17.00, og á slóðinni www.midasala.is, en einnig má leggja inn miðapantanir á símsvara í síma 551 5677. Miðasala er í húsinu klukkutíma fyrir alla viðburði. Laugardagskvöld á Gili „Valsasveifla um vetrarkvöld“ Í tónlistarhúsinu Ými 23. febrúar. Boðið upp í dans með: Skagfirsku söngsveitinni, félögum úr Karlakór Reykjavíkur og Signýju Sæmundsdóttur, sópran. Dagskráin hefst kl. 22.00, en húsið opnað kl. 21.30 og við tökum á móti gestum með léttri hressingu. Í FRÉTT Morgunblaðsins í gær var haft eftir Birni Bjarnasyni mennta- málaráðherra að vilji væri til þess að hafa sal fyrirhugaðs Tónlistarhúss þannig úr garði gerðan að mögulegt yrði að flytja þar óperuverk. Björn sagði að þannig yrði komið til móts við sjónarmið þeirra sem hafa viljað að sá möguleiki væri fyrir hendi. Bjarni Daníelsson óperustjóri Ís- lensku óperunnar segir þessi orð Björns mikið fagnaðarefni. „Við tök- um þessu ákaflega vel og þó að það sé ekki tekin nein afgerandi afstaða til framtíðar Íslensku óperunnar, þá held ég að þetta opni fyrir umræðu um hana, og vona að þetta sé mik- ilvægt skref í áttina að framtíðar- lausn fyrir Óperuna. Eftir að hafa rætt viðfulltrúa Artec-fyrirtækisins sem hefur verið til ráðgjafar um hönnun salarins, þá held ég að það séu engin tæknileg vandamál í veg- inum fyrir því að hægt sé að hanna góðan sal sem hentar flutningi mis- munandi greina tónlistar.“ Bjarni segir það rétt að Íslenska óperan hafi óskað eftir því að hugað yrði að því við undir- búningsvinnu Tónlistarhússins að innan veggja þess yrði 7–800 manna salur sem hentaði til óperu- flutnings. „Það var ekki af því að við vildum ekki fara inn í stærri salinn, heldur töld- um við að það yrði erfiðast að ná um það samkomulagi um að þar yrði mögulegt að setja upp óperur. En við fögnum þessu mjög, og það er auðvitað miklu betra að hafa afnot af stórum sal en engum. Ef hljóm- sveitargryfju verður komið fyrir í salnum og nauðsynlegum tæknibún- aði og sviðsaðstöðu, þá held ég að það sé engin spurning að þetta sé mikilvægt útspil hjá Birni Bjarna- syni.“ Óperustjóri fagnar málamiðlun um sal Tónlistarhúss Bjarni Daníelsson Kirkjukórasamband Reykjavík- urprófastsdæma gengst fyrir málþingi í safnaðarheimili Há- teigskirkju á morgun, laugar- dag, kl. 10, um söng kirkjukóra við helgihald í þjóðkirkjusöfnuð- um Reykjavíkurprófastsdæma. Frummælendur eru Karl Skírnisson, formaður KSRP, Lovísa Sigfúsdóttir, Valmundur Pálsson, Kjartan Sigurjónsson, formaður organistafélagsins, Glúmur Gylfason organisti, Jón Dalbú Hróbjartsson, Jón Helgi Þórarinsson, formaður Presta- félags Íslands, og Kristján Valur Ingólfsson, lektor við guðfræði- deild HÍ. Að erindum loknum verða pallborðsumræður þar sem frummælendur sitja fyrir svör- um. Málþing haldið um kórsöng í kirkjum SÉR einkenni þjóða, ekki aðeins á sviði lista, heldur almennt, hafa oft verið viðfangsefni fræðimanna, bæði til lasts og lofs. Við lok heimsstyrj- aldarinnar síðari voru þjóðlegheit í listsköpun bannfærð og það var ekki fyrr en alþjóðahyggjan hafði steypt nærri alla listsköpun í eitt mót, að farið var að hyggja aftur að þjóð- legum sérkennum, sem nú er komin í tísku víða um allan heim. Sú þjóð sem hefur, í gegnum þykkt og þunnt, haldið sínum sérkennum og samt verið í forustu nútímalegrar sköpun- ar eru Frakkar. Þeir hafa lagt þar margt nýstárlegt fram, ekki með því að stæla vinnuaðferðir og stíltilþrif sem tíðkuð voru meðal annarra þjóða, heldur farið sína leið með það að markmiði, að skapa nýja og frum- lega list. Á tónleikum Kammerhóps Salar- ins sl. sunnudag gat að heyra nokkur frönsk kammerverk og var fyrst verkið Fantasía fyrir flautu og píanó eftir Gabriel Faure. Þetta fallega og glæsilega verk var afburða vel flutt af Áshildi Haraldsdóttur og Peter Máté, þar sem hver tónhending varð lifandi í sérlega fallega mótuðum leik Áshildar, í sérlega góðu samspili hennar og Peters. Eftir belgíska tón- skáldið og fiðlusnillinginn Henri Vieuxtemps (1820–1881) léku Þór- unn Marinósdóttir og Mikós Dalmay Sónötu í B-dúr fyrir lagfiðlu og pí- anó. Þarna gat að heyra að Vieux- temps lærði um tíma kontrapunkt hjá Sechter í Vínarborg, þeim sama og hafði lofað að taka Schubert í tíma. Það er klassískt-rómantískt yf- irbragð yfir tónlist Vieuxtemps og þessi sónata ber í sér það sem efst var á baugi í Evrópu, seinni hluta 19. aldar. Þórunn er góður lágfiðluleik- ari, hefur fallegan og mjúkan tón, ræður yfir töluverðri leiktækni og nær oft að móta tónhendingar á sannfærandi máta. Miklós Dalmey er frábær píanisti og ræður yfir sér- kennilegri stundvísi og skerpu í tón- taki, sem gerir leik hans hrífandi og eftirminnilegan. Það hefur verið haft fyrir satt, að Síðdegi skógarpúkans eftir Debussy marki upphaf nútímatónlistar og er þá átt við afstöðuna til tóntegunda og frjálslegs tónferlis. Hljómsveitar- verk þetta samdi Debussy árið 1894, þá 32 ára, en hér var það flutt í um- ritun fyrir flautu og píanó og leikið af Áshildi Haraldsdóttur og Peter Máté. Það þarf fátt annað að segja en að leikur og blæmótun verksins hjá Áshildi og Peter var stór glæsi- leg. Lokaverk tónleikanna var Tríó fyrir flautu, lágfiðlu og píanó eftir Maurice Duruflé (1902–86). Verk þetta er samið 1928 og er meðal fyrstu verka hans, líklega samið er hann var enn í námi, enda er verkið þrungið af stórhug og auðheyrilegt að tónskáldið vill fullreyna getu sína, sem sérstaklega fékk útrás í hlut- verki píanósins. Ákafi og óþol hins unga snillings er einkennandi fyrir jaðarkafla verksins en einnig bregð- ur fyrir sérkennilegu tónferli og formskipan í miðþættinum, sem nefnist „recitatív“. Það sem sérstaklega einkenndi þessa tónleika var frábær flutning- ur, enda var svo skipað í sæti að vart verður á betra kosið, Áshildur Har- aldsdóttir með sinn silfurfagra tón, frábæra leikni og þrungna túlkun, Þórunn Marinósdóttir, sem er vax- andi lágfiðluleikari og gefur þegar fallegan tón og töluverða leikni og pí- anóleikararnir Peter Máté og Miklós Dalmay, sem báðir eru frábærir flytjendur, en skemmtilega ólíkir um margt, svo að þrátt nokkuð einsleita tónlist voru þetta í heild sérlega skemmtilegir tónleikar. Frábær flutningur TÓNLIST Salurinn, Kópavogi Frönsk kammertónlist. Flytjendur voru Áshildur Haraldsdóttir, Þórunn Marinósdóttir, Miklós Dalmay og Peter Máté. Flutt voru verk eftir Faure, Vieuxtemps, Debussy og Duruflé. Sunnudagurinn 17. febrúar 2002. KAMMERTÓNLEIKAR KAMMERHÓPUR SALARINS Jón Ásgeirsson Goethe-Zentrum, Laugavegi 18 „Þýskar samtíðarbókmenntir – Breytingar, áhrifavaldar, höf- undar“ nefnist fyrirlestur dr. Martin Hielsch- er kl. 20. Martin Hielscher er ritstjóri á sviði þýskra samtíð- arbókmennta hjá forlögunum Kiep- enheuer & Witsch í Köln og C. H. Beck í München. Hann fjallar um unga höfunda sem skrifa svokallaðar „Poppbókmenntir“ sem endurspegla hið samfélagslega andrúmsloft í breyttu Þýskalandi samtímans. Gallerí Nema hvað, Skólavörðu- stíg Elín Guðmundardóttir opnar sýningu kl. 18. Sýninguna kallar Elín „Mæðgur nema hvað“ og sýnir þar teikningar eftir sjálfa sig og dóttur sína, sem hún hefur breytt með tilliti til rýmisins í galleríinu. Sýningin er opin um helgina frá kl. 14-17, mánudag, þriðjudaga og mið- vikudag kl. 16-18.30. Norræna húsið, anddyri Tattóver- aði Álendingurinn er yfirskrift sýn- ingar sem opnuð verður í dag en Þjóðminjasafn Álandseyja stendur að sýningunni. Hún var fyrst sett upp í safninu sumarið 1994 og var Göran Jansson verkefnisstjóri sýn- ingarinnar. Sýningin fjallar um húð- flúr á álenskum samtímamönum en henni er einnig ætlað að vekja fólk til umhugsunar um val á myndefni og þær sálfræðilegu ástæður sem liggja að baki þörf fólks fyrir að skreyta sig. Sýningin stendur til 17. mars og verður opin kl. 9–17 mánud. til laug- ard., sunnud. kl. 12–17. Í DAG Martin Hielscher E-541 LISTHÚS hefur gengið til samstarfs við Listaháskóla Íslands en hópur myndlistarnema mun á næstu vikum sýna þar rýmistengd verk sem sérstaklega eru unnin með listhúsið í huga. Listhúsið er bifreið af gerðinni Volkswagen- „rúgbrauð“ og meðan á sýningum þessum stendur verður það eitt- hvað á ferðinni, m.a. á bílastæði fyrir utan Borgarleikhúsið og Grenimel 7. Þau sem sýna eru (í þessari röð): Elín Guðmundar- dóttir, Sigurveig Árnadóttir, Iðunn Árnadóttir, Sólveig Einarsdóttir & Lóa H. Hjálmtýsdóttir, Íris Egg- ertsdóttir, Helga Árnadóttir, Berg- ur E. Sigurðarson og Jóhanna B. Benediktsdóttir. Hver sýning stendur í tvo til þrjá daga og lýkur sýningartímabilinu 15. mars. Listhús E-541. Rýmistengd verk í „rúgbrauði“ Í Reykjavíkurakademíunni, Hringbraut 121, stendur yfir sýning á verkum Hjálmars Stefánssonar frá Smyrlabergi (1913–1989). Hjálmar fellur í flokk svo- nefndra einfara í íslenskri myndlist eða næfista. Hann bjó nær alla ævi einn síns liðs og undi lengstum við lestur bóka. Á efri árum hóf Hjálmar að mála þær myndir sem nú eru til sýnis. Mikið er um endurtekn- ingar í verkum Hjálmars; fjallar hann þá um nokkur af- mörkuð viðfangsefni með stig- vaxandi ákafa, segir í kynn- ingu. Sýningin er opin alla virka daga milli 9 og 17 og stendur til 3. apríl. Einfari í Reykja- víkuraka- demíunni LEIKDEILD Ungmennafélags Biskupstungna sýnir Deleríum bú- bónis í Aratungu í kvöld, föstudags- kvöld, kl. 21. Um er að ræða gam- anleik með söngvum eftir þá Jónas og Jón Múla Árnasyni. Leikstjóri er Björn Gunnlaugsson. Með helstu hlutverk fara Egill Jónasson, Brynjar Sigurðsson og Berglind Sigurðardóttir. Næsta sýning verður á morgun, laugardag, og á sunnudag, báðar kl. 21. Þá verða ennfremur sýningar í mars. Deleríum bú- bónis í Aratungu ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.