Morgunblaðið - 22.02.2002, Side 29

Morgunblaðið - 22.02.2002, Side 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 29 Árshátíð Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldin í Versölum, Hallveigarstíg 1 föstudaginn 1. mars 2002. Húsið opnað kl. 19.00 - Borðhald hefst kl. 19.30 Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði, glæsilegir ferðavinningar frá Hótel Örk, FEB og Úrval Útsýn. Skemmtunin sett: Ólafur Ólafsson, formaður FEB. Veislustjóri: Gunnar Þorláksson. Hátíðarræða: Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra. Skemmtiatriði: Almennur söngur við undirleik Sigurbjargar Hólmgrímsdóttur. Gamanvísur – Brynhildur Olgeirsdóttir og Sigurbjörg Hólmgrímsdóttir. Söngfélag Félags eldri borgara syngur. Jóhannes Kristjánsson eftirherma skemmtir. Happdrætti – frábærir ferðavinningar frá Hótel Örk, FEB og Úrval Útsýn. Matseðill: Forréttur: Humarsúpa með pernod rjóma og brauði. Aðalréttur: Marineraðar lambalundir með gratineruðum kartöflum, grænmetisþrennu og chataubriandsósu. Eftirréttur: Fylltar súkkulaðiskálar með moccafrauði og ferskum ávöxtum. Kaffi. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi til kl. 02.00 Allir eldri borgarar velkomnir - Aðgangseyrir kr. 3.900. Upplýsingar og skráning á skrifstofu FEB í síma 588 2111 TÓNLISTARHÁTÍÐINNI Myrkum músíkdögum 2002 lauk í Háskólabíói í gær með bravúr, þegar fimm ný íslenzk hljómsveitarverk voru flutt. Að vísu varla fyrir kvart- fullu húsi, sem bar takmörkuðum að- dráttarmætti viðburðarins vissulega dapurt vitni. Margir telja að ímyndunarhæfi- leikar almennings hafi slævzt afger- andi á síðari áratugum vegna offóðr- unar á hvers konar myndrænni afþreyingu. „Absólút“ tónlist, án texta eða myndskreytinga, eigi því allra listgreina mest í vök að verjast. Slíkar fullyrðingar verða að vísu seint fullsannaðar. Engu að síður hvarflaði að manni hvort að téðar kringumstæður gætu hugsanlega, meðvitað eða ómeðvitað, örvað tón- skáld samtímans til að gæða verk sín, þó ekki væri nema annað slagið, „myndrænna“ yfirbragði en ella. Þótt vitanlega sé enn vandstaðfest- ingarhæfari kenning en sú um versn- andi viðtökuskilyrði algerrar tónlist- ar á „öld augans“. Samt sem áður höfðu a.m.k. tvö verk kvöldsins til að bera áberandi myndrænt yfirbragð – hvort sem það hafi svo einkum verið ytri sögulegri tilhöfðun stefs eða inn- blástursaðfanga frá umhverfinu að þakka eður ei. Alger tilviljun eða ekki? Það verður að standa eftir sem opin spurning. Fyrst á dagskrá var um kortérs- langt verk fyrir strengjasveit og pí- anó eftir Stefán Arason sem bar heit- ið 10 11. Segja má að höfundur hafi komizt ótrúlega langt með einfald- leikann að leiðarljósi, því þrátt fyrir töluverða fjölbreytni í áferð bar gegnumgangandi mest á hnitandi kyrrstöðu yfir liggjandi bordúnum eða orgelpunktum, í anda þeirrar innhverfu íhugunar„stefnu“ („trans- cendentalisma“?) sem virðist orðin allútbreidd í nýrri tónsköpun seinni ára. Púlstengd hrynjandi er þar oft- ast anaþema, og sömuleiðis eru eig- inleg melódísk tilþrif gjarna af skornum skammti. Í þessu tilviki fór mest fyrir þeim í píanóinu, sem fyrir utan að gegna ásláttarhlutverki – í einum kafla nánast eins og ágengt klingjandi steðjahögg – gat endrum og eins reitt fram einfaldar litlar lag- línustrófur. Þó urðu fleiri melódísk frávik frá hljómrænni teppalögn en maður átti von á, t.d. exótískt „sálmalag“ í miðhluta og nokkrar blíðar einradda laghendingar í nið- urlagi. Þá dugðu og iðandi „urmuls“- kaflar innan um til að tryggja næga andstæðu við ríkjandi kyrrðarblæ. Athyglivert tært verk og afburðavel leikið. Eftir óvenjulanga sviðsskiptingu var eftir liðlega 12 mín. allt loks orðið klárt fyrir næsta verk. Píanókonsert Jónasar Tómassonar var saminn eft- ir heimsókn til pólsku borgarinnar Krakár sumarið 1996 og skiptist í 5 þætti. Hver þeirra var í tónleikaskrá kenndur við staði og persónu, og fylgdi lýsing með, ekki ólíkt „Ma Vlast“ eftir Smetana: (I.) Wavel- kastalaborgin, (II.) Sw. Jadwiga (drottning Póllands 1372–98) – indec- iso, (III.) Kazimierz-gyðingahverfið, (IV.) Sw. Jadwiga – deciso og (V.) Rynek – stóra torgið í miðborginni. Vissulega má deila um kosti þess að „forrita“ hugmyndatengsl hlustand- ans með þvílíkum hætti. Skæðustu tungur vilja eflaust meina, að slík handanmúsíkölsk uppátæki séu ein- ungis þrautaráð þeirra höfunda sem hafa minnst að segja. En hvað und- irritaðan varðar, þá tók mannkyns- söguhjarta hans góðkynja kipp við að upplifa konsert Jónasar í epískum ramma, sem hvort eð er heyrir til undantekninga meðal afurða Ísfirð- ingsins, eftir því sem bezt er vitað. Að svo miklu leyti sem maður gat slitið sig frá umfjöllunartexta tón- leikaskrár virtist fjölmargt geta staðið fyrir sinn hatt án textahjálpar sem vönduð tónlist, enda þótt sögu- efnið óneitanlega ýtti undir upplifun e.k. kvikmyndatónlistar án mynda á litríku breiðtjaldi, allt frá tignarlegri ógn kastalans, móðusveipuðu gyð- ingahverfinu (með útsmoginni þétt- skipaðri hljómanotkun), hiki og stað- festu meydrottningar að lokastrófu einleikstrompetleikarans, áður en mongólskur húnbogi batt enda á við- vörun vaktmannsins í miðjum klíð- um. Eins og oft vill verða í nútíma- konsertum var hlutverk sólistans oftast aðeins samtengjandi aukalitur, en þó var lítil kadenza í lokaþætti, sem Örn Magnússon útfærði jafn- snöfurlega og önnur innskot slag- hörpunnar í þessu víða bragðmikla og hugvitssamlega unnu verki. L’homme armé (vopnaði maður- inn) eftir Erik Júlíus Mogensen hlaut hér fyrsta flutning á Íslandi. Aðal- stefið er eitt hið mest notaða í tónlist- arsögu endurreisnar, samnefnd ball- aða frá hinni stríðshrjáðu 15. öld, sem gegnt hefur „cantus firmus“ undirstöðu pólýfónískra paródíu- messna í hundraðatali. Stefinu brá fyrir í misdulbúnum gervum, m.a.s. í pákum, en líkt og með Liljulagið í strengjakvartetti höfundar fyrir tæpum hálfum mánuði reyndist það samt það auðþekkjanlegt að aðeins þurfti 3–4 tóna til. Líkt og í kvart- ettinum var hljómsveitarsatzinn þaulunninn, léreftið breitt og „apók- alyptísk“ tilhöfðun verksins eftir því mögnuð sem n.k. messa án orða „in tempore belli“. Síðast var frumflutt Dyr að draumum (2000), verk eftir Hauk Tómasson í fimm þáttum (I. Con moto, II. Ritualmente, III. Energico, IV. Tenebroso, V. Sonoro – Scintill- ante). Líkt og hjá bróður tónskálds- ins var innblástur sóttur utan frá, hér í ljóðabók Óskars Árna Óskarssonar, Sjöstirni, en á hinn bóginn án þess að gefa hlustendum aðrar vísbendingar með orðum en fyrirsagnir þáttanna. Þrátt fyrir fullmikið af mínímalískri þrástögun að mínum smekk í fyrstu tveim þáttum náði verkið að halda sæmilegri athygli í tæka tíð með ólíkum áferðum þeirra seinni, e.k. gamelan-klingjandi exótisma í III., vísindaskáldsögulegri mynd af fram- andi þokuplánetu í IV. og meitlaðri útleggingu af martraðarstálsmiðju í V. Sem fyrr var leikið af krafti, snerpu og einbeitingu undir ná- kvæmri stjórn Bernharðs Wilkinson. Myndræn tónlist á breiðu tjaldi TÓNLIST Háskólabíó Stefán Arason: 10 11. Jónas Tómasson: Concerto „Kraków“ Píanókonsert (frumfl.). Erik Júlíus Mogensen: L‘homme armé (frumfl. á Ísl.). Haukur Tómasson: Dyr að draumum (2000) (frumfl.). Örn Magnússon, píanó; Sinfón- íuhljómsveit Íslands u. stj. Bernharðs Wilkinson. Fimmtudaginn 21. febrúar kl. 19.30. MYRKIR MÚSÍKDAGAR Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Leikið var af snerpu og einbeitingu undir stjórn Bernharðs Wilkinson. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.