Morgunblaðið - 22.02.2002, Side 41

Morgunblaðið - 22.02.2002, Side 41
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 41 Í PRÓFKJÖRI Sjálfstæðisflokks- ins í Bessastaðahreppi laugardaginn 23. febrúar nk. gefst íbúunum tækifæri til að velja framboðs- lista flokksins í kom- andi sveitarstjórn- arkosningum og er Halla Jónsdóttir meðal frambjóð- enda. Halla er fisk- sjúkdómafræðingur, en hefur hún einnig menntun á sviði rekstrar og umhverfismála. Hún hefur þann metnað og kraft sem þarf til að stunda þá krefjandi og fjölbreyttu vinnu sem felst í starfi sveit- arstjórnarfulltrúa. Hún er skipulögð í vinnubrögðum og afkastamikil og margvíslegum trúnaðarstörfum hef- ur hún sinnt af kostgæfni. Halla hefur unnið að stefnumótun fyrir sveitarfélög á sviði umhverf- ismála og kennt umhverfisstjórnun. Ljóst er að víðsýni hennar og þekk- ing á skipulags- og umhverfismálum mun nýtast við þá miklu uppbygg- ingu sem stefnt er að í Bessa- staðahreppi. Þarna fer kona sem er harð- dugleg og væri fengur fyrir íbúa Bessastaðahrepps að fá hana til starfa. Ég skora því á íbúa Bessa- staðahrepps að taka þátt í prófkjör- inu á laugardaginn og veita Höllu stuðning. Halla Jónsdóttir gefur kost á sér í 2.–4. sæti. Veljið Höllu Jónsdóttur í sveitarstjórn Herdís Sigurjónsdóttir, meinatæknir og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, skrifar: Herdís Sig- urjónsdóttir SIGRÚN Jónsdóttir bæj- arfulltrúi tekur þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kópavogi 23. feb. nk. Hún hefur setið eitt kjörtímabil í bæjarstjórn og sýnt og sannað að þar nýtast kraftar hennar vel, bæj- arbúum öllum til hagsbóta. Við Sig- rún höfum átt samleið í pólitík og kvennabaráttu í réttan áratug. Þolgæði, stefnufesta og skýr sam- félagssýn hafa alla tíð einkennt störf hennar á vettvangi stjórn- málanna. Sigrún er kona sem fólk treystir fyrir erfiðum verkefnum. Hún er ósérhlífin og góður félagi. Miklu skiptir að Kópavogsbúar felli sitjandi meirihluta í bæj- arstjórn í sveitarstjórnarkosning- unum 25. maí nk. Sjónarmið jafn- réttis og félagslegs réttlætis þarf að treysta í stjórn bæjarins og ekki er vanþörf á bættum vinnu- brögðum við yfirstjórn hans. Sig- rún Jónsdóttir er öflugur liðs- maður í sveit Samfylkingarinnar í Kópavogi. Ég heiti á stuðnings- menn okkar að veita henni braut- argengi í prófkjörinu á laugardag- inn. Samfylkingin í Kópavogi þarf á Sigrúnu að halda. Tryggjum henni annað sætið á framboðslista okkar til bæjarstjórnar Kópavogs í vor. Sigrúnu í 2. sætið Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Sam- fylkingarinnar í Reykjaneskjördæmi, skrif- ar: Þórunn Svein- bjarnardóttir SAMFYLKINGIN í Reykja- nesbæ er eina stjórnmálaaflið í bænum, sem gefur hinum almenna kjósanda það ein- staka tækifæri að hafa áhrif á skipan framboðslista flokksins í komandi sveitarstjórn- arkosningum. Til forystu þurf- um við að velja dugmikið og traust fólk, sem treysta má að haldi styrkri hendi um stjórnvölinn hjá bænum. Guðbrandur Einarsson er slíkur maður. Hann hefur sýnt það í hverju því ábyrgðarstarfi, sem honum hefur verið falið að þar fer ákveðinn, duglegur og framsýnn forystumaður, sem er að margra áliti einn efnilegasti leiðtogi jafn- aðarmanna af yngri kynslóðinni. Ég skora á alla, sem vilja hag bæjarins sem mestan, að taka þátt í prófkjörinu og kjósa Guðbrand í fyrsta sæti. Guðbrand í 1. sæti Reynir Ólafsson, viðskiptafræðingur, skrifar: Reynir ÓlafssonLAUGARDAGINN 23. febrúar fer fram prófkjör Samfylking- arinnar í Kópavogi. Í prófkjörið hafa tíu einkar fram- bærilegir ein- staklingar gefið kost á sér. Einn er þó sá frambjóðandi sem ég tel fremstan meðal jafningja og er það Sigrún Jóns- dóttir, stjórnmálafræðingur. Sigrún hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs frá 1998. Þar hefur hún mikið látið til sín taka og sýnt meirihlutanum öruggt aðhald. Þá hefur hún unnið vel að málefnum barna og unglinga, m.a. með setu í íþrótta- og tómstundaráði og sem varaformaður aðalstjórnar Breiða- bliks. Sigrúnu kynntist ég í Samtökum um kvennalista þar sem við störf- uðum báðar. Mér varð fljótt ljóst að þar fór einstök kona. Hæfni til að greina málefni og draga álykt- anir er eiginleiki sem stjórn- málamönnum er nauðsynlegur og þann eiginleika hefur Sigrún í rík- um mæli. Hún er dugnaðarforkur og veigrar sér ekki við að taka á erfiðum málum. Þeir eiginleikar sem ég met þó hvað mest í fari hennar eru heilindi og heiðarleiki. Það eru eiginleikar sem Kópa- vogsbúum er nauðsynlegt að þau, sem fara með fjármuni bæjarins, búi yfir. Ég hvet Kópavogsbúa til að fjöl- menna í prófkjörið í Digranesskóla nk. laugardag og kjósa Sigrúnu Jónsdóttur í forystusveit Samfylk- ingarinnar. Kópavogs- búar – Kjósum Sigrúnu! Brynhildur G. Flóvenz, lögfræðingur, skrif- ar: Brynhildur G. Flóvenz SIGRÚN Jónsdóttir hefur sýnt það og sannað með frammistöðu sinni sem bæjarfulltrúi í Kópavogi sl. fjögur ár að hún á fullt er- indi í pólitík. Af kynnum mínum og samstarfi við Sig- rúnu veit ég að þar fer kona sem býr yfir ríkri réttlætiskennd og næmi á bæði fólk og málefni. Í bæjarstjórn hefur hún meðal annars beitt sér í íþrótta- og tómstundamálum, málefnum leik- skóla og skipulagsmálum svo eitthvað sé nefnt. Hún er nákvæm, setur sig vel inn í málin og fylgir sínum málum vel eftir. Nú í prófkjöri Samfylking- arinnar í Kópavogi laugardaginn 23. febrúar gefst Kópavogsbúum tæki- færi til að veita henni brautargengi til framboðs í vor en hún sækist eftir 2. sæti í prófkjörinu. Ég skora á Kópa- vogsbúa að taka þátt og tryggja að Sigrún verði áfram í forystu fyrir Samfylkingunni í Kópavogi og bæj- arbúar njóti áfram krafta hennar við stjórnun bæjarfélagsins. Sigrúnu í 2. sætið Birna Sigurjónsdóttir, deildarstjóri og vara- bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópa- vogi, skrifar: Birna Sigurjóns- dóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.