Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HÚMANISTAFLOKKNUM hefur verið gert kunnugt um mál Alex- anders Gíslasonar sem er húsnæð- islaus og hefur sótt um gjafsókn til þess að á mannréttindakröfu hans til viðunandi húsnæðis geti reynt fyrir ís- lenskum dóm- stólum. Þess er krafist að íslensk stjórnvöld veiti Alexander gjaf- sókn svo sem hann á allan rétt til, þannig að hann geti leitað lögvarins réttar síns. Þetta er þeim mun mikilvæg- ara sem hann er aðeins einn af fjölmörgum þjóðfélagsþegnum sem ekki hafa húsnæði á Íslandi í dag og er dómur í þessu máli mik- ilvægur þáttur í réttarbót fyrir það fólk einnig. Húmanistaflokkurinn hefur sent mótmæli sín við ástandinu í hús- næðismálum til íslenskra stjórn- valda og lýst stuðningi sínum við umsókn Alexanders. Alþjóðasam- band Leigjenda (International Union of Tenants), sem Leigjenda- samtökin á Íslandi eru aðilar að, svo og Alþjóðasamtök húmanista (Humanist International) og fleiri alþjóðasamtök hafa sent íslensku ríkisstjórninni samskonar stuðn- ingsyfirlýsingar í þessu máli. Vísað er í eftirfarandi ákvæði í Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands: „65. gr. Allir skulu vera jafnir fyr- ir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kyn- þáttar, litarháttar, efnahags, ætt- ernis og stöðu að öðru leyti.....“ Jafnframt vísum við í lög um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga: „XII. kafli. Húsnæðismál. 45. gr. Sveitarstjórnir skulu, eft- ir því sem kostur er og þörf er á, tryggja framboð af leiguhúsnæði, félagslegu kaupleiguhúsnæði og/ eða félagslegum eignaríbúðum handa þeim fjölskyldum og ein- staklingum sem ekki eru á annan hátt færir um að sjá sér fyrir hús- næði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra fé- lagslegra aðstæðna.“ Þá er vitnað í alþjóðlega mannréttindasáttmála og samþykktir, sem hafa það sam- merkt að hafa viðunandi húsnæði öllum til handa sem einn þátt mannréttinda. Þessa sáttmála hef- ur Ísland samþykkt og fullgilt og eru þeir þannig hluti af íslenskri löggjöf. Nýlega var einnig bætt inn í íslensku stjórnarskrána 65. grein, sem að ofan greinir, þar sem staðfest er að: „allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda“. Við nefnum: Mannréttindayfir- lýsingu Sameinuðu þjóðanna, Mannréttindasáttmála Evrópu, Félagsmálasáttmála Evrópu, Al- þjóðasamning um efnahagsleg, fé- lagsleg og menningarleg réttindi, Alþjóðasamning um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. JÚLÍUS VALDIMARSSON, talsmaður Húmanistaflokksins. Mannréttindabrot í húsnæðismálum Frá Júlíusi Valdimarssyni: Júlíus Valdimarsson ÞEGAR drengirnir mínir komu frá því að skoða Erfðagreiningarhúsið varð þeim að orði að þótt svo illa tækist til að ekkert yrði úr erfða- greiningunni gæti Kári snúið sér að byggingaframkvæmdum með góðum árangri. Þeir voru semsé mjög hrifnir af húsinu. Því hef ég orð á þessu að mér er ofarlega í huga ástand bygging- armála eldri borgara sem þurfa á umsjón og/eða hjúkrun að halda. Þau mál hafa sannarlega ekki haldist í hendur við breytt heim- ilishald í þjóðfélaginu. Ég heyrði haft eftir einum starfsmanni Fé- lagsmálastofnunar að ef málin snerust um börn en ekki eldri borgara væri löngu búið að kæra málin til barnaverndarnefndar. Ekki hef ég undir höndum ná- kvæmar tölur um forgangsbiðlista né biðlista þessa fólks, en tel mig vita að þar skipti nöfnin hundr- uðum. Ég vil því færa fram óskir, sem ég hef reyndar séð áður. Að hið háa Alþing taki sig nú til og setji lög sem skylduðu lífeyrissjóði landsins að leggja fram fé, af þeim hluta sem þeir hafa ekki þegar tapað á hlutabréfabraski hér og erlendis, til bygginga dvalar- og hjúkrunarheimila svo sem þörf er á. Enda eru þessir sjóðir að hluta í eigu eldri borgara og stjórnendur þeirra sjá ekki sóma sinn í málinu. Síðan ætti að fela Kára og hans mönnum að sjá um framkvæmdir. Honum yrði seint ofborgað eftir því sem maður heyrir þessa dag- ana um greiðslur til minni manna. Ef því opinbera gengur illa að manna húsin má fela reksturinn einkaframtaki, þeir fá alltaf fólk. Svona í framhjáhlaupi vil ég geta þess að einhvern daginn þarf ég að skrifa heilbrigðisráðherra og sækja um leyfi til að slasast eða veikjast. Leyfi sem ég get síðan framvísað á slysavarðstofu, því ég er kominn í þann hóp sem þarf sérstakt leyfi til að fá þjónustu á slysavarðstofu. Menningarstig þjóðar sést á um- gengni hennar við börn og gam- almenni. TRYGGVI HJÖRVAR ELDRI, Austurbrún 35, Reykjavík. Bréfkorn vegna eldri borgara Frá Tryggva Hjörvar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.