Morgunblaðið - 22.02.2002, Page 60

Morgunblaðið - 22.02.2002, Page 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRESKA söngdrottningin Dido vann tvenn af helstu verðlaunum Brit-tónlistarverðlaunahátíð- arinnar sem haldin var í Lund- únum með viðhöfn á miðvikudags- kvöldið. Hún var útnefnd besta breska söngkonan og metsölup- lata hennar No Angel var valin besta breska platan. Þessi þrítuga Lundúnamær sem nær enginn þekkti fyrir ári fékk þar með flest verðlaun á hátíðinni ásamt annarri söngdrottningu, ár- strölsku þokkadísinni Kylie Min- ogue sem fékk sambærilegar út- nefningar í flokki alþjóðlegra listamanna, þ.e. var valin besta al- þjóðlega söngkonan og plata hennar Fever hlaut útnefninguna besta alþjóðlega platan. Það var í gegnum ólátabelginn Eminem sem heimsbyggðin kynntist Dido þegar hún söng blíðlegri engla- röddu á móti honum í laginu „Stan“. Kom á daginn að laglínan sem hún söng var úr hennar eigin lagi, „Thank You“, sem er einmitt að finna á verðlaunaplötu Dido, ásamt öðrum lögum sem náð hafa miklum vinsældum á borð við „Here With Me“ og „Hunter“. Svo merkilega vill til að heil 5 ár eru síðan Dido gerði No Angels þann- ig að það hefur tekið sinn tíma fyrir hana að öðlast frægð og við- urkenningu. Minogue tekin framyfir Björk Minogue var gráti næst þegar hún tók á móti verðlaunum sem besta alþjóðlega söngkonan úr höndum landa síns, leikarans Russells Crowe. Með sigrinum skaut hún stórstjörnunum Björk, Anastaciu, Aliciu Keys og Nelly Furtado ref fyrir rass. Af öðrum stærri verðlaunum má nefna að Robbie Williams var valinn besti breski söngvarinn í þriðja sinn en var hvergi sjá- anlegur til að taka við verð- launum. Besta breska hljómsveitin var valin Travis og besta al- þjóðlega sveitin Destiny’s Child. Írsku altarisdrengirnir í West- life fengu síðan verðlaun fólksins, „Bestu poppararnir“, sem áhorf- endur tónlistarþáttarinns CD:UK á ITV-sjónvarpsstöðinni, lesendur götublaðsins The Sun og SMS- notendur BT símafyrirtækisins, völdu. Brian McFadden var ákveðinn þegar hann þakkaði stuðninginn fyrir hönd félaganna og sagði að það kæmi frá hjart- anu: „Og ég er ekki bara að segja það, eins og hvert annað þvaður sem aðrir láta út úr sér hérna.“ McFadden var greinilega í víga- hug á miðvikudag því hann lenti í samstuði við bílskúrsdansklíkuna So Solid Crow þannig að örygg- isgæslan þurfti að ganga á milli þegar flöskur voru farnar að fljúga um salinn. Teiknimyndafígúrurnar í Gor- illaz fóru tómhentar heim þótt til- nefndar hefðu verið til flestra verðlauna, sem og Craid David, sem varð af verðlaunum annað ár- ið í röð. Kynnir kvöldsins var grínistinn og sjónvarpsmaðurinn Frank Skinner, sem m.a. hefur unnið sér til frægðar að hafa verið með- söngvari í einu vinsælasta fótboltastuðningslagi síðustu ára, „Three Lions“. Kímni Skinners féll í æði grýttan jarðveg í þetta skiptið. Hann þótti alltof dónaleg- ur við stjörnurnar og móðgaði m.a. söngkonuna Sophie Ellis- Bexton afar pínlega með því að setja út á útlit hennar, þegar hann kynnti hana á svið. Sýndi hún þá og sannaði að hún kann að svara fyrir sig: „Það væri mjög auðvelt að láta nokkur dónaleg orð falla í þinn garð en ég er dama.“ Sting voru að lokum færð sér- stök heiðursverðlaun fyrir fram- lag sitt til tónlistarinnar. AP Sting kann klárlega að striplast enda ern maður. AP Kylie Minogue söng „Can’t Get You Out of My Head“. Reuters Dido hefur átt ótrúlegri velgengni að fagna síðasta árið. AP The Strokes voru útnefndir bestu alþjóðlegu nýliðarnir en þeir ætla einmitt að halda tónleika á Íslandi 1. apríl næstkomandi. Dido drottnaði á Brit Reuters Brian Mcfadden úr Westlife þakkar fyrir sig frá hjartanum, og meinar það! Lord of the Rings: The Fellowship of the Rings/ Hringadróttinssaga Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Peter Jackson. Aðalleikendur: Elijah Wood, Ian McKellen, Christopher Lee, Cate Blanchett. Þessi fyrsti hluti kvikmyndalögunar Ný-Sjá- lendingsins Peters Jacksons á Hringadrótt- inssögu J.R.R. Tolkiens er hrein völund- arsmíð. Aðrar ævintýra- og tæknibrellu- myndir fölna í samanburði, um leið og hvergi er slegið af kröfunum við miðlun hins merka bókmenntaverks Tolkiens yfir í kvik- myndaform. (H.J.) Smárabíó, Laugarásbíó Moulin Rouge/Rauða myllan Bandarísk. 20001. Leikstjórn og handrit: Baz Luhrman. Aðalleikendur: Nicole Kid- man, Ewan McGregor, Jim Broadbent. Sannkölluð himnasending í skammdeginu. Stórfengleg afþreying sem er allt í senn: Söng- og dansamynd, poppópera, gleði- leikur, harmleikur, nefndu það. Baz Luhr- man er einn athyglisverðasti kvikmynda- gerðarmaður samtímans sem sættir sig ekki við neinar málamiðlanir og uppsker einsog hann sáir; fullt hús stiga. (S.V.) Regnboginn Amélie Frönsk 2001. Leikstjóri: Jean-Pierre Jeunet. Aðalleikendur: Audrey Tautou, Mathieu Kassovitz, Yolande Moreau, Dominique Pin- on. Yndislega hjartahlý og falleg kvikmynd um það að þora að njóta lífsins. Stórkost- legur leikur, frábær kvikmyndataka og sterk leikstjórn Jeunet gera myndina að góðri og öðruvísi skemmtun en við flest erum vön. (H.L.) Háskólabíó Elling Noregur 2001. Leikstjóri: Peter Næss. Aðal- leikendur: Per Christan Ellefsen, Sven Nord- in, Pia Jacobsen. Norsk mynd tvo létt geð- fatlaða náunga sem fá íbúð saman og þurfa að læra að bjarga sér. Bráðfyndin og skemmtileg mynd með fullri virðingu fyrir aðalpersónunum. (H.L)  Háskólabíó Jalla Jalla Sænsk. 2001. Leikstjórn: Fares Fares. Að- alleikendur: Fares Fares, Torkel Peterson, Tuva Novotny, Laleh Pourkarim. Bráðfyndin og falleg rómantísk gamanmynd, þar sem bakgrunnurinn er innflytjendur í Svíþjóð og samruni tveggja menningarheima. Örlítið farsa- og formúlukennd mynd en þrælgóð skemmtun fyrir alla. (H.L.)  Regnboginn Mávahlátur Tilkomumikil kvikmynd Ágústs Guðmunds- sonar byggð á samnefndri skáldsögu Krist- ínar Marju Baldursdóttur. Þar skapar leik- stjórinn söguheim sem er lifandi og heillandi, og hefur náð sterkum tökum á kvikmyndalegum frásagnarmáta. Frammi- staða Margrétar Vilhjálmsdóttur og Uglu Eg- ilsdóttur er frábær. (S.V.)  Háskólabíó Monsters Inc./Skrímsli hf. Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Peter Docter. Raddsett teiknimynd. Tölvuteiknuð barna- og fjölskyldumynd um skrímslin í skápnum. Sem reynast jafnvel hræddari við börn en börn við þau. Létt og skemmtileg fyrir alla fjölsklduna. (S.V.)  Sambíóin, Reykjavík, Keflavík og Akur- eyri. Háskólabíó Regína Íslensk. 2001. Leikstjóri: María Sigurðar- dóttir. Aðalleikendur: Sigurbjörg Alma Ing- ólfsdóttir, Benedikt Clausen, Baltasar Kor- mákur, Halldóra Geirharðsdóttir. Fyrsta íslenska dans- og söngvamyndin. Bráð- skemmtileg mynd fyrir alla aldurshópa, vel skrifuð og uppfull af ferskum listrænum víddum. (H.J.)  Háskólabíó Shallow Hal/ Grunnhyggni Hallur Bandarísk. 2001. Leikstjórar: Bobby og Peter Farrelly. Aðalhlutverk: Gwyneth Paltr- ow, Jack Black, Jason Alexander. Hlýlegri og rómantískari en áhorfendur eiga að venjast frá bræðrum í dæmisögu um að oft býr flagð undir fögru skinni – og öfugt. Black og Paltrow fara á kostum í bestu mynd Farr- ellyanna um hríð. (S.V.)  Smárabíó, Regnboginn Training Day/Þolrifin reynd Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Antonie Fuqua. Aðalleikendur: Denzel Washington, Ethan Hawke, Glenn Scott. Washington tekur mót- leikarana í nefið og drottnar yfir harðsoðn- um trylli í Óskarstilnefningarstuði í hlutverki ómennis. (S.V.)  Sambíóin Gemsar Íslensk. 2002. Leikstjórn: Mikael Torfason. Aðalleikendur: Halla Vilhjálmsdóttir, Andri Ómarsson, Guðlaugur Karlsson. Hversdags- líf, þ.e. sukk og sex nokkurra borgarbarna á bílprófsaldri skoðað í hálfgildings heimild- armyndarstíl. Unglingarnir í aðalhlutverkun- um standa sig upp og ofan og eru misjafn- lega skýrt mótuð. Strákarnir betur dregnir, sterkari og eftirminnilegri. (S.V.)  Háskólabíó Hearts in Atlantis/ Hjörtu í Atlantis Leikstjóri: Scott Hicks. Aðalleikendur: Anth- ony Hopkins. Vönduð, en fullvæmin kvik- myndaaðlögun á nóvellu eftir Stephen King, er lýsir þroskasögu drengs þar sem æsku- rómantík og kaldranalegur veruleiki skella saman. Myndin á sterka fleti en er í heild- ina mótsagnakennd. (H.J.)  Sambíóin American Outlaws/ Amerískir útlagar Leikstjóri: Les Mayfield. Aðalleikendur: Col- in Farrell, Scott Caan, Harris Yulin. Úrhrökin í James/Younger genginu gerð að Hróa hattar-eftirlíkingum í ævintýramynd sem á ekkert skylt við raunveruleikann. Vel kembd nýstirni og bærilegar átakasenur en gerir 0,0 fyrir vestraformið og áhuga á því. (S.V.) Sambíóin Vanilla Sky/Opnaðu augu þín Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Christopher Crowe. Aðalleikendur: Tom Cruise, Penélope Cruz, Cameron Diaz. Áferðarfalleg Holly- wood-útgáfa hinnar spönsku Abre Los Ojos, hefur litlu við að bæta nema hvað helst myndugum leik Diaz. Fjöldaframleidd eft- irlíking. (S.V.)  Sambíóin, Háskólabíó Atlantis: Týnda borgin/ Atlantis: The Lost Empire Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John McHarris. Teiknimyndi með enskri og íslenskri talsetn- ingu. Af þessari teiknimynd um týndu borg- ina Atlantis má sjá að Disney-risinn færist sífellt nær hinni stöðluðu Hollywood- spennumynd í teiknimyndagerð sinni. Myndin er víða bráðfyndin en heildin er óttaleg samsuða. (H.J.) Sambíóin Just Visiting/Gestirnir Bandarísk. Leikstjóri: Jean-Marie Poiré. Að- alleikendur: Jean Reno, Christian Clavier, Christina Applegate. Tveir 13. aldar náung- ar ferðast gegnum tímann inn í nútíðina, þar sem allt er heldur betur framandi. Þessi bandaríska eftirgerð frönsku gamanmynd- arinnar Les Visiteurs er misheppnuð, þrátt fyrir að einstaka atriði sé fyndið ef maður hefur ekki séð frönsku myndina. (H.L.) Stjörnubíó Spy Game Bandarísk. Leikstjóri: Tony Scott. Aðalleik- endur: Robert Redford, Brad Pitt. Njósna- mynd í Tony-stíl, semsagt pottþétt útlit en innihald rýrt og sundurlaust. Maður bíður eftir að eitthvað fari að gerast í Berlín, Kína, Beirút og í höfuðstöðvum CIA en til lítils og flest heimskulegt. Bærileg afþreying, aum rómantík og undarleg plott. (S.V.) Sambíóin, Háskólabíó Out Cold/Úti í kuldanum Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Brendan Malloy. Aðalleikendur: Jason London, Lee Majors. Unglingamynd sem hefur ýmislegt til að bera, s.s. flott snjóbrettaatriði og skemmtilega hrátt umhverfi, en slappt handritið er uppfullt af afturendabröndurum og lágkúru. (H.J.) BÍÓIN Í BORGINNI Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir  Meistaraverk  Ómissandi  Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn Sæbjörn Valdimarsson telur tölvu- teiknimyndina Skrímsli hf. hina fín- ustu fjölskylduskemmtun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.