Morgunblaðið - 27.02.2002, Qupperneq 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 13
VIKAN 11.–15. febrúar var
sérstaklega tileinkuð umhverf-
ismálum í Engidalsskóla í
Hafnarfirði, en skólinn er auk
fleiri skóla á landinu, aðili að
verkefni er kallast Græni fán-
inn. Verkefnið hefur það að
markmiði að efla umhverfis-
mennt og styrkja og móta um-
hverfisstefnu í skólum.
Síðastliðið vor skrifuðu 12
skólar á Íslandi undir sam-
starfsyfirlýsingu um Græna
fánann. Landvernd og um-
hverfisráðherra efndu til þessa
samstarfs.
Með samstarfinu er stefnt
að því að auka menntun og
þekkingu og efla virðingu fyrir
náttúru og umhverfi lands og
hafs. Einnig á með samstarf-
inu að stuðla að góðri um-
gengni og sjálfbærri nýtingu
allra auðlinda og vinna gegn
hvers konar mengun og um-
hverfisspjöllum.
Markviss flokkun á rusli
Til að ná fram markmiðum
verkefnisins hefur bekkjum
Engidalsskóla m.a.verið falið
að skiptast á að vera umsjón-
arbekkir lóðar. Hlutverk um-
sjónarbekkja er að sjá til þess
að umhverfi skólans sé í góðu
lagi og hvetja nemendur skól-
ans til góðrar umgengni, með
því að vernda gróður og henda
ekki rusli á skólalóð. Markviss
flokkun á rusli hefur verið sett
í gang og safna nú allir bekkir
fernum sem þeir skola og setja
síðan í sérstakan fernugám
sem staðsettur hefur verið á
skólalóð. Allur gæðapappír er
settur í sérstaka kassa.
Í umhverfisvikunni var enn
meiri áhersla en áður lögð á
umhverfismál í allri vinnu og
umræðu. Allir nemendur skól-
ans fóru í gegnum gátlista um
umhverfismál með umsjónar-
kennara sínum. Daglegar um-
ræður voru um umhverfismál,
þar sem tekin voru fyrir mál-
efni sem tengjast t.d. sorpi,
orku, samgöngum, innkaupum
og vatni. Allir nemendur skól-
ans heimsóttu Sorpu, þar sem
þeir fengu tækifæri til þess að
kynnast starfsemi fyrirtækis-
ins. Þar var lögð áhersla á að
kynna umhverfissjónarmið og
þá möguleika sem einstakling-
urinn hefur til þess að leggja
sitt af mörkum.
Á öskudaginn var haldið
furðufataball þar sem áhersla
var lögð á búninga úr notuðum
fötum. Nemendur unnu í um-
hverfisvikunni fjölbreytt verk-
efni í skólanum sem tengdust
umhverfismálum. T.d. voru
unnin veggspjöld með slagorð-
um um umhverfismál og marg-
ir tóku þátt í að spreyta sig á
að hanna umhverfismerki
skólans. Einnig voru unnin
margvísleg listaverk úr verð-
lausum efnum.
Nemendur og kennarar eru
almennt mjög ánægðir með ár-
angurinn af vinnu þessari, að
sögn Erlu Maríu Eggertsdótt-
ur, aðstoðarskólastjóra.
„Veggspjöldin og önnur lista-
verk, sem eru nú sýnileg á
göngum skólans, hafa vakið at-
hygli og skapað umræður í
bekkjunum um umhverfismál.
Það er von okkar í Engidals-
skóla að átak þetta eigi eftir að
efla umhverfisvitund nemenda
og stuðla að stöðugri umhverf-
ismenntun í skólanum.“
Græna fánanum
flaggað í Engidalsskóla
5. bekkir Engidalsskóla hafa í sameiningu hannað tillögu
að umhverfismerki skólans og hangir tillagan á veggnum
fyrir ofan hópinn á myndinni.
Hafnarfjörður
„GRÆNFÁNINN er um-
hverfismerki sem nýtur virð-
ingar víða í Evrópu sem tákn
um góða fræðslu og umhverf-
isstefnu í skólum,“ segir m.a.
um verkefnið Grænfánann á
heimasíðu Landverndar,
www.landvernd.is. Fyrir
tæpu ári var verkefninu
hrundið af stað á Íslandi og
voru það umhverfisráðherra,
Landvernd og 12 grunn-
skólar á landinu sem hleyptu
Grænfánanum af stokkunum
hér á landi. Hinir tólf skólar
sem tóku þátt í frá byrjun
Grænfánans á Íslandi eru
Andakílsskóli í Borgarfirði,
Engidalsskóli í Hafnarfirði,
Fossvogsskóli í Reykjavík,
Gnúpverjaskóli í Gnúpverja-
hreppi, Grunnskóli Borg-
arfjarðar í Borgarnesi,
Grunnskóli Mýrdalshrepps í
Vík, Grunnskólinn á Lýsuhóli
á Snæfellsnesi, Hallorms-
staðaskóli á Egilsstöðum,
Langholtsskóli í Reykjavík,
Lindaskóli í Kópavogi, Sel-
ásskóli og Seljaskóli í Reykja-
vík.
Í stefnu verkefnisins sem
finna má á heimasíðunni
kemur fram að þeir skólar
sem uppfylli settar kröfur fái
heimild til að flagga græn-
flagginu. Að baki fánanum
stendur sjálfseignarstofnunin
„Foundation for Environmen-
tal Education in Europe“.
Tólf grunnskólar taka
þátt í Grænfánanum
ÞAÐ ÞARF ekki að fara
suður til Ítalíu eða norður
á land til að komast á skíði
eða snjóbretti. Það sýndu
hressir brettakappar í gær
sem höfðu fundið sér sæmi-
lega brekku í Ártúnsholt-
inu til að leika listir sínar.
Þeir létu frostið ekki á sig
fá og þó að stráin hafi
sums staðar stungið sér
upp úr þunnri snjóhulunni
nutu þeir þess að renna sér
niður Ártúnsholtið jafnvel
þótt þeir hafi orðið að bera
brettin upp aftur, því eng-
ar eru lyfturnar á þessum
slóðum.
Morgunblaðið/Golli
Á brettum
í borginni
Ártúnsholt
Garðabæ. Markmiðið með
sjóðnum er að veita styrki
til verkefna sem miða að
því að styrkja og efla
íþróttir kvenna.
Umsóknarfrestur er til
3. apríl 2002. Hægt er að
nálagast umsóknareyðu-
blöð á heimasíðu Garða-
bæjar, www.gardabaer.is.
Síðast var úthlutað úr
sjóðnum við upphaf
kvennahlaups ÍSÍ í Garða-
bæ 18. júní árið 2000. Þá
bárust alls 18 umsóknir,
19. JÚNÍ sjóður um
kvennahlaup ÍSÍ í Garða-
bæ hefur auglýst eftir um-
sóknum um styrki til að
efla og styrkja þátttöku
kvenna í íþróttum.
Ráðgert er að úthluta úr
sjóðnum 16. júní nk.
Sjóðurinn er stofnaður
að tilstuðlan íþrótta- og
tómstundaráðs Garða-
bæjar og framkvæmda-
nefndar um kvennahlaup í
víða af landinu, um styrk
til margvíslegra verkefna.
Sex styrkir voru veittir,
samtals að fjárhæð
1.200.000 króna.
Meðal þeirra sem fengu
styrk þá voru Kvenfélag
Garðabæjar, sem fékk
styrk til að halda ráð-
stefnu um konur og íþrótt-
ir, og Skautafélag Reykja-
víkur, listhlaupadeild, sem
fékk styrk til að byggja
upp listskautaíþróttina.
Styrkir til að efla þátt-
töku kvenna í íþróttum
Garðabær
STOFNFUNDUR Íbúasam-
taka Kjalarness var haldinn í
félagsheimilinu Fólkvangi sl.
miðvikudag og mættu hátt í
fjörutíu íbúar á fundinn. Á
fundinum var kosin stjórn,
samþykkt lög fyrir samtökin
og stefnumörkun lögð fram.
Stofnaðir voru þrír umræðu-
hópar um málefni svæðisins
sem fundarmenn skráðu sig
í. Umræðuhóparnir fjalla um
samgöngur og umferðarör-
yggi, umhverfi og útivist og
þjónustu og fræðslumál.
Verkefni umræðuhópanna er
síðan að vinna úr tillögum að
stefnumörkun samtakanna.
Í samþykkt um samtökin
segir m.a. að tilgangur sam-
takanna sé að vinna að fram-
fara- og hagsmunamálum
íbúa svæðisins og að stuðla
að samhug og samstarfi íbú-
anna.
Stærstu málefni samtak-
anna eru t.d. lagning Sunda-
brautar, bygging leikskóla,
að lokið verði við grunnskóla-
byggingu á svæðinu, lagning
að- og afreina og undirgöng
við Kléberg.
Íbúasamtök
stofnuð
Kjalarnes