Morgunblaðið - 27.02.2002, Síða 14
AKUREYRI
14 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„SMJÖRDAGUR“ svonefndur var á
Handverksmiðstöðinni Punktinum
nýlega en þar gafst gestum kostur
á að gæða sér á nýbökuðu brauði
með mynstruðu smjöri.
Tilefni þess að efnt var til smjör-
dags er það að síðustu þrjár vikur
hefur staðið yfir námskeið í fleyg-
skurði á Punktinum en á því skáru
nokkrir nemendur út svokölluð
smjörmót, mynstruð mót sem smjör
er formað í og verður útkoman fag-
urlega skreytt smjör.
Námskeið þetta var sjálfstætt
framhald af „brauðmótanámskeiði“
þar sem nemendur skáru út brauð-
mót eftir fyrirmyndum frá Minja-
safninu á Akureyri.
Kennari á námskeiðunum var
Hugrún Ívarsdóttir, útstill-
ingahönnuður, en hún hefur einnig
numið útskurðarlist og sveipöskju-
gerð í Noregi.
Að sögn Hugrúnar eru smjörmót-
in sem unnin voru á námskeiðinu
gerð að norskri fyrirmynd, en hana
fýsti að vita hvort slíkar fyr-
irmyndir væru til á íslenskum söfn-
um.
Á smjördeginum var smjör sett í
þau mót sem þátttakendur höfðu
gert og boðið var upp á fagurlega
skreytt smjör ásamt pottkökum
sem nemendur höfðu bakað í
brauðmótum sem þei höfðu skorið
út. Áður fyrr var oft bakað brauð
sem skreytt var ýmsum mynstrum,
en skreytingin fékkst með því að
kökurnar voru flattar út á útskorin
brauðmót, kakan síðan lögð á hlóð-
ir eða steinhellu, potti hvolft yfir og
aska og glóð lögð að pottinum en
þaðan er komið orðatiltækið„að
skara eld að sinni köku“. Mynstrið í
brauðmótin var skorið með speg-
ilskrift og mátti þannig lesa texta á
brauðunum. Pottkökur voru helst
bakaðar þegar hafa átti meira við
og voru þær gjarnan gefnar í svo-
nefndar orlofsgjafir, en þær tíðk-
uðust á 19. öld. Orlofskonur viku þá
oft pottkökum að húsfreyjum þeim
sem þær heimsóttu.
Brauðmótin eru skorin með
fleygskurði, en hann hefur um aldir
verið notaður til skreytingar á
nytjahluti jafnt sem skrautmuni.
Var fleygskurður flokkaður með al-
þýðulist á miðöldum, enda á flestra
færi að skera þennan einfalda
skurð þar sem aðeins þurfti einn
hníf.
Fyrirhugað er að halda næsta
námskeið í Stykkishólmi ef næg
þátttaka fæst.
Námskeið í fleygskurði á Punktinum
Fagurlega
skreytt smjör
Morgunblaðið/Kristján
Svana Þorgeirsdóttir, til vinstri, smíðar klukku á Punktinum, Halldór
Sigurgeirsson var að skera út brauðmót og Lára Ólafsdóttir var að búa
sig undir að skera stafi í skilti.Smjörmót að norskri fyrirmynd.
NÝJUM tækjum til líkams-
ræktar hefur verið komið fyrir í
Sundlaug Dalvíkur, en þau
koma frá Ítalíu, og er stöðin sú
eina á landinum sem eingöngu
notar slík tæki.
Við hvert tæki er skjár þar
sem velja má æfingakerfi að
vild og sér skjárinn um að not-
andinn haldi réttum æfinga-
takti miðað við þyngd og valið
æfingakerfi.
Stöðin var formlega opnuð
um liðna helgi. Sundlaugin er
opin frá kl. 06.45 til 20 virka
daga og um helgar frá kl. 10 til
16, en hægt verður að æfa í lík-
amsræktarstöðinni til kl. 20.45
öll kvöld á virkum dögum.
Ný líkams-
ræktarstöð
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Akur-
eyrarbæjar samþykkti á síðasta
fundi sínum að óska eftir fjárveit-
ingu frá bæjarráði, að upphæð tæp-
lega 800 þúsund krónur, til kaupa á
fimleikaáhöldum fyrir Fimleikaráð
Akureyrar, sem þarfnast endurnýj-
unar.
ÍTA barst erindi frá fulltrúum
FRA, þar sem óskað var eftir styrk
til kaupa á áhöldum til æfinga- og
keppnisiðkunar í fimleikum. Jafn-
framt var vakin athygli á því að-
stöðuleysi sem FRA býr við. ÍTA
tekur undir áhyggjur FRA um erfiða
aðstöðu til æfinga og keppni. ÍTA
vísaði ábendingum í erindi FRA til
Fasteigna Akureyrarbæjar og verk-
efnisliðs um byggingu íþróttahúss
við Síðuskóla. Fimleikaráð Akureyr-
ar er með æfingaaðstöðu í íþrótta-
húsi Glerárskóla.
ÍTA vill
kaupa
fimleikaáhöld
ÍSLANDSMÓTIÐ í dorgveiði verð-
ur haldið á Hólavatni í Eyjafjarðar-
sveit laugardaginn 2. mars nk. Mótið
hefst kl. 11 og stendur fram til kl. 16
en skráning þátttakenda hefst kl. 10.
Lax og silungur er í vatninu og eru
glæsileg verðlaun í boði. Verðlauna-
afhending fer fram í Blómaskálanum
Vín og hefst kl. 17.30.
Það er Dorgveiðifélag Íslands sem
stendur fyrir mótinu og er öllum
heimil þátttaka. Þátttökugjald er
krónur 1.500 en börn yngri en 12 ára
borga 500 krónur. Boðið er upp á frí-
ar rútuferðir frá Leirunesti kl. 9.30.
Íslandsmótið í
dorgveiði
NEMENDUR og kennarar í Ham-
arsskóla í Vestmannaeyjum ætla að
bregða undir sig betri fætinum og
halda í skíðaferð til Dalvíkur í byrjun
næsta mánaðar. Það telst ekki til tíð-
inda að nemendur úr skólum lands-
ins komi í skíðaferð til Dalvíkur en til
þessa hefur lítið farið fyrir Vest-
mannaeyingum í Böggvisstaðarfjalli.
Þetta kemur fram á heimasíðu
Skíðafélags Dalvíkur. Þar segir m.a.
að í vetur hafi hópur barna í Vest-
mannaeyjum, undir forystu einnar
móður, verið að undirbúa skíðaferð
til Dalvíkur. Ennfremur kemur fram
að börnin í Eyjum eru ekki vön skíð-
um og fæst þeirra stigið á skíði, hvað
þá foreldrar þeirra. Af 21 barni sem
hyggur á skíðaferð norður til Dalvík-
ur á aðeins eitt þeirra skíði. Áætlað
er að ferðin norður, sigling yfir hafið
og akstur, taki um 8 klukkustundir.
Í skíðaferð
til Dalvíkur
Nemendur í
Hamarsskóla
í Vestmannaeyjum
ÞAÐ gekk mikið á við Glerárskóla í gær, þar sem
krakkar í 2. bekk voru að renna sér á sleðum, snjóþot-
um og gúmmíslöngu á göngustígnum að skólanum.
Bros skein úr hverju andliti og greinilegt að börnin
skemmtu sér vel. Þrátt fyrir nokkurt frost, var veðrið
líka með besta móti og sólin gægðist undan skýjunum
öðru hverju. Samkvæmt veðurspánni er áfram gert ráð
fyrir norðlægum áttum næstu daga en um helgina er
gert ráð fyrir að vindátt snúist til suðvestlægrar áttar
með minnkandi frosti.
Morgunblaðið/Kristján
Líf og fjör í brekkunni
ALLAR bækur, eldri en tveggja
ára og sem fáanlegar eru á íslensk-
um markaði, bjóðast nú á bóka-
markaði Félags íslenskra bókaút-
gefenda, en á Akureyri er
markaðurinn að þessu sinni á ann-
arri hæð í húsnæði Pennans-Bók-
vals í miðbæ Akureyrar.
Helgi Magnússon starfsmaður
bókamarkaðarins sagði að úrvalið
hefði aldrei verið meira, en titlarnir
skiptu þúsundum. „Þetta fer vel af
stað, fólk byrjaði að streyma hingað
strax og við opnuðum. Nú er bara
að vona að veðrið verði skaplegt,
því mikið er um að utanbæjarfólk
komi á markaðinn,“ sagði Helgi.
Staðsetningu markaðarins í miðbæ
Akureyrar sagði hann mjög ákjós-
anlega og þá væri plássið mikið.
Samstarf er við Pennann-Bókval
sem býður úrval geisladiska á
markaðnum auk ritfanga og þá eru
þar einnig skólavörur ýmiskonar.
Bókamarkaðurinn verður opin
daglega frá kl. 10 til 19 en hann
stendur til sunnudagsins 3. mars
næstkomandi.
Morgunblaðið/Kristján
Úrvalið á markaðnum á Akureyri hefur sjaldan eða aldrei verið meira.
Aldrei meira
úrval af bókum
BJÖRG Ólafsdóttir handavinnu-
kennari hefur safnað saman út-
saums- og vefnaðarmunum frá 1950
og til dagsins í dag og verða þeir til
sýnis út marsmánuð á Punktinum,
sem er opinn alla virka daga frá 13 til
17 og mánudags- og miðvikudags-
kvöld frá 19 til 22. Í tengslum við
sýninguna mun Björg halda nám-
skeið í refilssaumi.
Punkturinn starfar sem frjáls
handverksmiðstöð sem allir geta
nýtt sér.
Aðstaðan er notendum að kostn-
aðarlausu. Punkturinn býður upp á
ýmiss konar námskeið og er lögð
áhersla á að viðhalda kunnáttunni á
gömlu handverki.
„Bróderí“ á
Punktinum
HADDA, Guðrún H. Bjarna-
dóttir, sýnir í glugga Samlags-
ins, en sýningin er afrakstur
dvalar í gestavinnustofunni
Skaftafelli á Seyðisfirði síðast-
liðinn janúarmánuð. Hadda
nam vefnað í Svíþjóð á árunum
1980-1983, sótti listadeild
Lýðháskólans í Eskilstuna í
Svíþjóð 1986-1987 og málunar-
deild Myndlistaskólans á Akur-
eyri 1987-1991.
Einnig hefur hún sótt fjölda
námskeiða. Hún hefur haldið
einkasýningar og tekið þátt í
samsýningum.
Gluggasýning
í Samlaginu
Hadda sýnir
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦