Morgunblaðið - 27.02.2002, Page 17

Morgunblaðið - 27.02.2002, Page 17
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 17 ALLT TIL RAFHITUNAR Fyrir heimili - sumarhús - fyrirtæki ELFA-OSO hitakútar og túbur Ryðfríir kútar með áratuga frábæra reynslu. Stærðir á lager: 30—50—80—120—200 og 300 lítra. Getum útvegað stærðir frá 400—1.000 lítra. Blöndunar-, öryggis- og aftöppunarlokar fylgja. Ennfremur bjóðum við hitatúbur frá 6—1200 kW og elektróníska vatnshitara fyrir vaska og handþvott. ELFA-VÖSAB olíufylltir ofnar Fallegir, einstaklega jafn og þægilegur hiti, engin rykmengun, lágur yfirborðshiti. Thermostatstýrðir. Kapall og kló fylgja. Stærðir á lager: 400—750—800 og 1.000 W. Hæð: 30 eða 60 sm. Getum einnig útvegað tvöfalda ofna. HAGSTÆTT VERÐ! Borgartúni 28,  562 2901 Heimsferðir bjóða í sumar dvöl á hinum geisivinsæla strandstað Rimini á Ítalíu og vegna mikillar eftirspurnar höfum við nú sett inn beint flug til Bologna flugvallar, rétt hjá Rimini. Rimini við Adríahafið er einn stærsti og vinsælasti sumarleyfisstaður í Evrópu enda sækja þangað ferðamenn allsstaðar að úr heiminum til að njóta þess sem staðurinn hefur að bjóða. Heimsferðir bjóða þér vinsælustu gististaðina á Rimini, frábærlega staðsetta við ströndina og örugga þjónustu fararstjóra Heimsferða, sem bjóða þér spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Fyrstu 300 farþegarnir tryggja sér ótrúleg kjör á ferðinni til Rimini og stórlækkun á verði ferðar frá því í fyrra. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.805 M.v. hjón með 2 börn, 23. maí, Auriga Apartments, 5 nætur með 8.000 kr. afslætti. Verð kr. 58.950 M.v. 2 í stúdíó, Auriga, 12 nætur, 20. júní, með 8.000 kr. afslætti. Beint flug til Rimini í sumar frá 39.805* Heimsferðir bjóða nú beint flug á fimmtudögum til Rimini. Núna beint dagflug til Rimini Heimsferðir stórlækka verðið til Rimini Yfir 20.000 kr. verðlækkun á mann frá því í fyrra Fyrstu 300 sætin á sértilboði afsláttur af öllum vörum Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi, sími 551 0081 20% HAGNAÐUR Tryggingamiðstöðv- arinnar hf., TM, var 417 milljónir króna í fyrra, sem er 246 millj- ónum króna meiri hagnaður en ár- ið 2000. Um fjórðungur aukning- arinnar skýrist af lækkun skatthlutfalls úr 30% í 18%. Hagnaður vátryggingarekstrar rúmlega tvöfaldaðist milli ára og var 309 milljónir króna. Þegar sú afkoma er skoðuð þarf að hafa í huga að vátryggingaskuld var látin óhreyfð í fyrra, en árið áður var hún lækkuð um 200 milljónir króna sem komu sem tekjur inn í rekstrarreikninginn. Þá verður einnig að líta til þess að útreikn- ingi á fjárfestingartekjum af vá- tryggingarekstri var breytt milli ára. Með sömu aðferð við útreikn- inga og nú er beitt hefði árið 2000 skilað 50 milljóna króna hagnaði af vátryggingarekstri í stað 145 millj- óna króna hagnaðar, og ef útjöfn- unarskuldin er dregin frá sést að 150 milljóna króna tap hefði verið af vátryggingarekstri árið 2000 miðað við sömu forsendur og í fyrra, sem þýðir að 308 milljóna króna hagnaður í fyrra eru um- talsverð umskipti. Afkoma fjármálarekstrar batn- aði samkvæmt rekstrarreikningi um 82 milljónir króna og nam 333 milljónum króna. Í samanburði við árið 2000 þarf, líkt og þegar af- koma vátryggingarekstrar er skoðuð, að líta til þess að útreikn- ingur þess hluta fjárfestingar- tekna sem færður er yfir á vá- tryggingarekstur hefur breyst. Hefði sömu aðferð verið beitt árið 2000 hefði hagnaður af fjármála- rekstri það ár aukist um 95 millj- ónir króna í 346 milljónir króna, sem þýðir að miðað við sambæri- lega útreikninga hefur afkoma fjármálarekstrar heldur versnað milli ára. Mestur hagnaður af öðrum ökutækjatryggingum Eignatryggingar komu lang- verst út og var 167 milljóna króna tap af þeim á árinu, sem er mun verra en næstu ár á undan. Sjó-, flug- og farmtryggingar skiluðu verri afkomu en síðustu ár, 94 milljónum króna. Afkoma lög- bundnu ökutækjatrygginganna batnaði mikið og var hagnaður af þeim 50 milljónir króna eftir að þær voru reknar með um og yfir þrjú hundruð milljóna króna tapi síðustu ár. Aðrar ökutækjatrygg- ingar, þ.e. aðrar en þær lög- bundnu, skiluðu bestu afkomu ein- stakra greinaflokka vátrygginga og var hagnaður þeirrar greinar 127 milljónir króna. Vátryggingaskuld félagsins, sem stundum er kölluð bótasjóðir, jókst um 1% milli ára og var 11,3 millj- arðar króna um áramót. Á sama tímabili stækkaði efnahagsreikn- ingurinn um 7% í 16,7 milljarða króna og eigið fé jókst um 15% í 4,5 milljarða króna. Áætlanir gera ráð fyrir hagstæðari rekstri í ár „Ég er nokkuð ánægður með uppgjörið, sérstaklega með hlið- sjón af því að þetta var tjónaþungt ár,“ segir Gunnar Felixson, for- stjóri Tryggingamiðstöðvarinnar. Félagið varð fyrir fimm stórum brunatjónum sem samtals eru metin á 415 milljónir króna. Þá lentu á félaginu tvö altjón á fiski- skipum að fjárhæð 300 milljónir króna, auk þess sem tjónaþungi var mikill í fjölskyldu- og fast- eignatryggingum. Aðspurður segir Gunnar að þrátt fyrir að endur- tryggingar taki hluta þessara tjóna þá komi þau þungt niður á félaginu og mörg tjón af þessari stærðargráðu, komi enn þyngra niður á afkomunni en ef félagið yrði fyrir einu stóru tjóni. „Við erum með áætlun um að reksturinn verði aðeins hagstæðari á þessu ári en í fyrra, en í trygg- ingastarfsemi er gríðarlega erfitt að gera áætlun um reksturinn þeg- ar tjónaþátturinn, sem er lang- stærsti kostnaðarliður félagsins, ræðst af aðstæðum sem við ráðum lítið við. Áætlunin er byggð á því að ekki verði alveg jafn mörg stór- tjón á þessu ári og í fyrra, en að öðru leyti verði aðstæður svipað- ar,“ segir Gunnar Felixson. Nokkuð gott uppgjör Greiningadeild Kaupþings segir að uppgjör Tryggingamiðstöðvar- innar verði að teljast nokkuð gott ef miðað sé við mjög tjónaþungt ár, og uppgjörið sé í takt við spár deildarinnar sem spáð hafi 410 milljóna króna hagnaði. Af rekstrarafkomu einstakra greinaflokka telur greiningardeild- in að það verði að teljast áhyggju- efni að hjá báðum skráðu trygg- ingafélögunum, þ.e. Sjóvá og TM, hafi eignatryggingar verið reknar með talsverðu tapi undanfarin tvö ár. Jákvætt sé hins vegar að sjá að lögboðnar ökutækjatryggingar skili TM nú hagnaði í fyrsta skipti í mörg ár en hagnaðurinn sé þó ekki nema 50,4 milljónir króna sem sé ekki mikið miðað við að ökutækjatryggingar nemi um 38% af heildariðgjöldum félagsins. Hagnaður TM 417 milljónir króna Afkoman batnar milli ára en mörg stór tjón draga hana niður                                                            !      " !      #$ !%     &   &                    ' ()* *'+ ' ,*, -./ /..   01,) 0+,  11 -,' 11 //- ' ).(  -'+ 1 .,1 (2,3 1..                        !  " # " # " #     !          !  FYRIRTÆKI og sjóðir sem tengjast Landsbankanum keyptu stærstan hluta þeirra 4,25% í bankanum sem hann tók að sér að hafa milligöngu um að selja fyrir Philadelphia Interna- tional Equities og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Stærstan hlut keypti Vátrygg- ingafélag Íslands hf., 1,25% og annar stærsti kaupandinn var Líftryggingafélag Íslands hf., sem keypti 1%. Landsbankinn á umtalsverðan hlut í báðum fé- lögum. Þá keyptu tveir sjóðir í vörslu bankans, Landssjóður hf. og Ís- lenski hlutabréfasjóðurinn hf., samanlagt um 1%. Þá juku Líf- eyrissjóðir Bankastræti 7 0,6% við hlut sinn, Lífeyrissjóður sjó- manna jók hlut sinn um 0,14% og Fjárfestingarfélagið Straum- ur keypti 0,56%. Loks seldi Landsbankinn sjálfur 0,29% bréfa úr eigin bók. Eftir þessi viðskipti eru stærstu eigendur bankans eft- irtaldir: Ríkissjóður, 68,3%, Líf- eyrissjóðir Bankastræti 7, 3,4%, LB Holding, 2,19%, Landssjóð- ur, 1,6%, Samvinnusjóðurinn, 1,6%, Eignarhaldsfélag Bruna- bótafélags Íslands, 1,5%, Vá- tryggingafélag Íslands, 1,3%, Lífeyrissjóður sjómanna, 1,1%, Líftryggingafélag Íslands, 1,0%, Lífeyrissjóður verslunarmanna, 0,81%, Íslenski hlutabréfasjóð- urinn, 0,7%, VVÍB, sjóður 6, 0,7%, Kaupþing, 0,7%, GIR Capital Management, 0,7% og Fjárfestingarfélagið Straumur, 0,6%. Tengd félög og sjóðir keyptu í Landsbankanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.