Morgunblaðið - 27.02.2002, Side 20
ERLENT
20 MIÐVIKUDAGUR 27. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FJÓRIR yfirforingjar í herVenesúela hafa á síðustuvikum hvatt til þess aðforseti landsins, Hugo
Chávez, segi af sér embætti. Full-
yrða menn þessir að stjórnarstefna
Chávez hafi skaðað þjóðina.
Nú á mánudag lýsti Roman
Gomez Ruiz, hershöfðingi í flugher
Venesúela, yfir því að Chávez bæri
að víkja. Þannig myndi hann
gagnast best þjóð sinni því mik-
ilvægt væri að hann skaðaði hana
ekki frekar. Ruiz hvatti ekki bein-
línis til þess að herinn risi upp
gegn yfirboðara sínum en minnti á
að her landsins hefði öðrum og
meiri skyldum að gegna við þjóðina
en þann, sem ríkjum réði í forseta-
höllinni á hverjum tíma. „Minnist
þess að þjóðin gengur fyrir öllu
öðru. Við erum skuldbundnir þjóð-
inni og sú ábyrgð ristir dýpra en
hollusta við núverandi stjórnvöld
ef þau ráðast gegn hagsmunum
fólksins og hefta framþróun sam-
félagsins,“ sagði Ruiz í yfirlýsingu
sinni. Hershöfðinginn kvað ástand-
ið „alvarlegt“ og minnti á að her-
afla landsins væri ætlað „að standa
vörð um lýðræðið, frelsið og öryggi
föðurlandsins.“
Talsmenn varnarmálaráðuneytis
Venesúela gáfu lítið fyrir yfirlýs-
ingar hershöfðingjans og sögðu
þær engin áhrif hafa innan stjórn-
arhersins.
Greina hefur mátt vaxandi
óánægju vegna framgöngu Chávez
á undanliðnum mánuðum í Venes-
úela. Sú bylgja, sem nú hefur risið
gegn honum rann af stað 7. þessa
mánaðar þegar yfirforingi í flug-
hernum, Pedro Soto að nafni, fór
fyrir þúsundum manna, sem gengu
í fylkingu að Miraflores-forseta-
höllinni í höfuðborginni, Caracas,
og kröfðust þess að Chávez segði
af sér. Nú hafa þrír aðrir háttsettir
menn í hernum tekið undir þessa
kröfu.
Loforð og lýðskrum
Yfirlýsingar herforingjanna eru
vitanlega til marks um vaxandi
ólgu innan hersins. Þær gefa hins
vegar jafnframt til kynna að lands-
menn séu við það að snúa baki við
Chávez forseta. Margir þeir, sem
sérfróðir eru um málefni Venes-
úela, fullyrða raunar þessa dagana
að öruggt megi heita að Chávez
hrökklist úr embætti forseta. Það
sé einungis spurning um tíma hve-
nær forsetinn missi völdin. „Með
hverjum degi versnar staða hans,“
segir Mauel Felipe Sierra, frétta-
skýrandi í Venesúela. „Hann er
fastur í gildru, sem hann spennti
sjálfur.“
Chávez varð forseti Venesúela
fyrir þremur árum. Loforð hans
um að binda enda á spillinguna
féllu í frjóan svörð. Spilling er að
sönnu landlæg í Rómönsku-Amer-
íku en hún þykir þó hvergi hafa
náð viðlíka rótfestu og í Venesúela.
Hefð er fyrir því að líkja landinu
fremur við Afríkuríki en nágranna-
þjóðir í þessum efnum.
Kjósendur trúðu því að loksins
væri kominn fram maður, sem
raunverulega vildi gera róttækar
samfélagsbreytingar og bæta kjör
alþýðu manna. Chávez hafnaði
enda hefðbundnum skilgreiningum
í stjórnmálum. Hann kvaðst fylgj-
andi blönduðu hagkerfi og hafna
„kapítalisma villimennskunnar“ og
sósíalisma. Hugmyndafræði sinni
hefur hann lýst sem „bolivarisma“
og vísar hann þannig til kenninga
frelsishetjunnar Simóns Bolívar,
sem leiddi fimm ríki Andessvæð-
isins undan spænsku krúnunni á
fyrri hluta 19. aldar og er haldinn í
dýrlingatölu í Rómönsku Ameríku
og í ríkjum Karíbahafsins. Chávez
stofnaði stjórnmálaflokk um þessar
óljósu kenningar sínar og nefnist
hann „Hreyfing V. lýðveldisins“
(Movimiento V República eða
MVR).
Í Venesúela búa rúmlega 22
milljónir manna. Um 80% lands-
manna draga fram lífið undir skil-
greindum fátæktarmörkum.
Traustið í garð stjórnmálaaflanna
er lítið sem ekkert. Í könnun, sem
birtist skömmu áður en Chávez var
kjörinn forseti 1998, kváðust 63%
aðspurðra ýmist hafna með öllu
eða hafa vantrú á dómsmálakerfinu
í landinu. Um 70% sögðust hafa
sömu afstöðu til lögreglu landsins.
72% kváðust vantreysta ríkis-
stjórninni, 74% verkalýðsfélögun-
um, 77% þingi landsins og heil 85%
stjórnmálaflokkunum þrátt fyrir 40
ára lýðræðisstjórn, sem komið var
á eftir að kommúnistar og jafn-
aðarmenn höfðu bundið enda á
stjórn einræðisherrans Marcos
Peréz Jiménez. Einu stofnanir
samfélagsins, sem reyndust njóta
trausts alþýðu manna voru herinn
(um 60%) og katólska kirkjan, sem
74% þátttakenda kváðust líta til
með jákvæðu hugarfari.
Bjartsýnin sem ríkti í Venesúela
fyrir þremur árum er nú horfin.
Enn á ný hafa fátækt, spilling og
lýðskrum reynst bindiefni hins
pólitíska vítahrings, sem setur svo
mjög mark sitt á stjórnmál í Róm-
önsku-Ameríku.
Baklandið að hverfa
Í liðinni viku birtist skoðana-
könnun í dagblaðinu El Nacional
þar sem 57% aðspurðra kváðust
vilja að Chávez hyrfi frá völdum. Í
sömu könnun sögðust einungis 25%
þátttakenda styðja Chávez ef fram
færu kosningar nú.
Chávez fór fyrir valdaránstil-
raun í Venesúela árið 1992 og hon-
um er tamt að beita fyrir sig orð-
færi og áróðri byltingarmanna.
Hann hefur vingast við þekkta
byltingarmenn og nægir þar að
nefna þá Muammar Gaddafi, leið-
toga Líbýu, og Fidel Castro, for-
seta Kúbu. Þá hafa margir for-
dæmt vinsamleg samskipti Chávez
við leiðtoga vinstri skæruliða í ná-
grannaríkinu Kólumbíu, sem kallað
hafa hrylling og dauða yfir almenn-
ing þar áratugum saman. Chávez
hefur á undanliðnum mánuðum
tekist að móðga kirkjunnar menn í
Venesúela með því að lýsa yfir því
að æðsta stjórn stofnunarinnar sé
„þjóðfélagsæxli“. Hann hefur og
styggt ráðamenn í olíuiðnaðinum
en þaðan kemur bróðurpartur
þjóðartekna Vensúela. Chávez hef-
ur reynt að auka hlut ríkisins í
þeim tekjum, sem olían skilar.
Þá hafa fjölmiðlar í landinu snú-
ist gegn forsetanum enda hefur
hann ítrekað reynt að þagga niður í
þeim gagnrýnisröddum, sem þar
heyrast.
Loks hefur Chávez tekist
hörmulega upp við að rækta það
pólitíska bakland, sem tryggði hon-
um sigurinn 1998. Fátæklingar og
verkalýðsstéttin er nú óðum að
snúa við honum baki enda hafa
efnahagsaðgerðir stjórnar hans
komið illa við þessa hópa. Gjald-
miðill landsins, bólivarinn, hefur
fallið um 23% í þessum mánuði og
því er spáð að verðbólgan í ár verði
á bilinu 30–40%. Verð á nauðsynja-
vörum hefur því snarhækkað og
mega hinir fátæku ekki við slíkri
lífskjaraskerðingu. Í því efni er
vert að hafa í huga að talið er að
allt að 70% vinnufærra manna í
landinu séu ýmist atvinnulausir
eða í illa launuðum hlutastörfum.
Við þetta bætist síðan að olía
hefur fallið í verði á heimsmarkaði
en rúmlega helmingur þjóðartekna
kemur þaðan.
Komið úr landi?
Margir fréttaskýrendur og
stjórnmálamenn í Venesúela spá
því að endalokin séu skammt und-
an; Chávez fái tæpast haldið velli
lengur en í tvo til sex mánuði.
Flestir eru þó þeirrar hyggju að
forsetinn muni berjast fyrir völd-
um sínum en fimm ár eru enn eftir
af kjörtímabili hans. Telja því
margir að Hæstiréttur landsins og
þingheimur sameinist um að koma
forsetanum frá völdum. Talið er að
til greina komi að samþykkt verði
yfirlýsing þess efnis að forsetinn sé
ekki lengur fær um að gegna störf-
um sínum sökum andlegra erfið-
leika. Líklegra þykir þó að það
komi í hlut hersins að binda enda á
valdaferil forsetans. „Ég býst við
því að þetta verði valdrán án blóðs-
úthellinga og að fimm æðstu her-
foringjar landsins gangi á fund
hans og segi: „Þessu er lokið, þú
getur komist óhultur úr landi,““
segir Eric Ekvall, pólitískur ráð-
gjafi í Caracas.
Endalokin
skammt
undan í
Venesúela?
Fréttaskýrendur spá því nú margir hverjir
að uppgjör sé í vændum í Venesúela.
Ásgeir Sverrisson segir frá vaxandi and-
stöðu við Hugo Chávez, forseta landsins.
Reuters
Hugo Chávez, forseti Venesúela, í hópi aðdáenda sinna.
’ Hann er fastur ígildru, sem hann
spennti sjálfur ‘
HUGSANLEGT þykir, að norska
stjórnin fórni landbúnaðinum ef svo
má segja til að tryggja fullan mark-
aðsaðgang fyrir norskar sjávaraf-
urðir í öllum aðildarríkjum Evrópu-
sambandsins, ESB.
Hvorki Kjell Magne Bondevik,
forsætisráðherra Noregs, né Jan
Petersen, utanríkisráðherra, vilja
útiloka, að landbúnaðarmálin verði
notuð sem skiptimynt í viðræðum
við ESB. Eru yfirlýsingar þeirra um
það raunar fremur óljósar en hvor-
ugur þeirra vill ábyrgjast, að land-
búnaðarmálin komi ekki til umræðu
í þessu samhengi. Kemur þetta
fram í norskum fjölmiðlum, til dæm-
is í Dagsavisen og Fiskaren.
Þótt ráðuneytisstjórinn Leif
Helge Kongshaug hafi vísað þessum
vangaveltum á bug í viðtali við Fisk-
aren hefur blaðið það eftir Petersen,
að möguleiki sé á einhvers konar
málamiðlun að þessu leyti. Bonde-
vik svaraði aftur á móti með því að
benda á, að væntanlegar viðræður á
vegum Heimsviðskiptastofnunar-
innar, WTO, snertu þetta mál. Fisk-
aren telur, að það sé einmitt merg-
urinn málsins og hefur það eftir
„áreiðanlegum heimildum“ innan
ríkisstjórnarinnar, að Norðmenn
muni hvort eð er neyðast til að
lækka tolla á innfluttum landbún-
aðarafurðum. Þess vegna sé ekki
eftir neinu að bíða með að nota það
tromp gagnvart ESB í því skyni að
tryggja aukinn markaðsaðgang fyr-
ir sjávarafurðir í öllum ESB-ríkj-
unum.
Landbúnaði fórnað fyrir fisk?
BRESKA stjórnin hefur uppi
áform um að skikka táninga
sem bíða réttarhalda vegna
alvarlegra glæpa til að ganga
með eins konar „rafræna
merkingu“. Yrði þetta gert til
að fylgjast með ferðum
þeirra.
David Blunkett, innanríkis-
ráðherra Bretlands, greindi
frá þessu í gær. „Ef við vilj-
um standa fyrir herferð til að
tryggja öryggi borgaranna á
götum úti, eins og gert er í
London og víðar, í því skyni
að stemma stigu við ránum
og ofbeldisverkum, þá verð-
um við líka að gera eitthvað
varðandi 12 til 16 ára afbrota-
menn,“ sagði Blunkett í sam-
tali við BBC.
Um að ræða „þorpara“
og „fanta“
Kvaðst ráðherrann hér
vera að tala um „þorpara“ og
„fanta“ sem stæðu fyrir ólát-
um í þeim borgarhverfum
sem þeir byggju í á meðan
þeir biðu réttarhalda. Um er
að ræða tilraunaverkefni, að
því er fram kom á BBC.
Verða um 1.800 einstaklingar
„merktir“, allt 12 til 16 ára
unglingar sem bíða dóms
vegna glæpa eins og skemmd-
arverka, þjófnaða og kynferð-
isbrota.
„Rafræn merking“ ungra
afbrotamanna var áður reynd
árið 1989 en 34 af þeim 50
einstaklingum sem merktir
voru annaðhvort brutu af sér
á nýjan leik eða fóru í felur.
Einn framdi meira að segja
morð á meðan hann bar hina
rafrænu merkingu og var þá
hætt við verkefnið.
Fylgst
með ung-
um af-
brota-
mönnum
London. AP.
Bretland